Helgarpósturinn - 31.05.1984, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 31.05.1984, Blaðsíða 8
„Laxveiðimarkaðurinn hér á landi breytist ekkert á meðan veiðirétturinn helst í einkaeign og veiðin minnkar ekki stórlega," seg- ir leigutaki í íslenskri lcixveiðiá. „Laxveiði er og verður lúxus," seg- ir hann. „Menn verða að horfast í augu við það að þetta er dýrt sport og verður aldrei fyrir hvem sem er. Sumir geta keypt sér Mercedes Benz, aðrir kaupa Trabcint. Lax- veiðar verða aldrei tómstunda- gaman mannsins á eyrinni. En ekki þar fyrir, þeir sem fá virkilegan áhuga á laxveiðum, fá bakteríuna, þeir finna sér alltaf leiðir til að komast í lax, menn em oft tveir um stöngina til dæmis.“ Sjónarmið þessara manna em lýsandi fyrir afstöðuna sem ríkj- andi hefur verið hérlendis í garð er- lendra stangaveiðimanna. Annæs vegar er mönnum það þymir í aug- um, að útlendingar fleyti rjómann af laxveiðinni - að íslendingar séu settir skör lægra í eigin landi - en hins vegar em þeir sem sætta sig við að íslenskar laxveiðiár séu reknar sem gróðafyrirtæki: að sá sem geti borgað mest fái besta veiðitímann, að lögmál markaðar- ins gildi. Júlímánuður er alltaf besti lax- veiðimánuðurinn, þá er mest af laxi í ánum og þá er líka von á besta veðrinu. í sumum ám nær besti laxveiðitíminn um það bil viku fram í ágúst. Þessi veiðitími er seldur útlendingum að miklu leyti. íslendingar komast ekki í flestar bestu ámar vegna þess að búið er að selja veiðileyfin fyrir þennan tíma erlendis. Þeir verða að láta sér nægja þá daga sem hægt er að fá í júní, ágúst og september. Norðurá - 6 milljónir pr. sumar í laxveiðiviðskiptum byrjar árið í maí-júní. Þá bjóða veiðiréttareig- endur, sem í flestum tilvikum em bændur sem eiga land að viðkom- andi á, út laxveiðiámar til áhuga- samra leigutaka. Ár em leigðar með ýmsu móti og til ýmissa aðila. Oftast em Ieigutakamir einkaaðil- ar sem hafa ákveðið að reka ána, selja veiðileyfi og aðra þá þjón- ustu sem viðkemur veiðiskapnum. Steuigaveiðifélög hafa í vaxandi mæli verið að blanda sér í barátt- una um laxveiðiámar; félögum í stangaveiðifélögunum hefur fjölg- að og félögunum er í mun að tryggja félagsmönnum sínum að- gang að viðunandi veiðisvæðum. Þannig hefur til dæmis Stanga- veiðifélag Reykjavíkur tekið Norð- urá og Grímsá á leigu í sumar. Frið- rik Stefánsson, framkvæmdastjóri félagsins, sagði Helgarpóstinum að leigan á Norðurá fyrir sumarið væri „eitthvað yfir 6 milljónir króna“. I næsta mánuði verðaopn- uð tilboð í leigu á annarri laxveiðiá í hæsta gæðaflokki: Vatnsdalsá í Húnavatnssýslu. Þar berjast nokkrir aðilar um hituna; Stanga- veiðifélag Reykjavíkur, Lýður Bjömsson og Heklubræður, sem hcifa verið með Vatnsdcilsá og Víði- dalsá á leigu um árabil, og þeir Ámi Gestsson í Glóbus og Guðmundur Pétursson hrl. Með þeim síðast- nefndu var upphaflega Valur Am- þórsson kaupfélagsstjóri, en hann hefur dregið sig útúr félaginu. Vangaveltur manna um að SÍS ætl- aði nú inn á laxveiðimarkaðinn með Val Arnþórsson í broddi fylk- ingar em sagðar „algjör misskiln- ingur". Of hátt spenntur markaður En Lýði Björnssyni, sem lengi hefur fengist við þessi viðskiptijíst ekki á blikuna. „Það er verið að spenna þetta of hátt,“ segir hann. Þeir Valur, Ámi og Guðmundur buðu milljónir króna í Vatns- dalsá, þaraf 500.000 í seiðum. í Vatnsdalsá er veitt á sex stangir, en 8 HELGARPÓSTURINN Hafa menn gefist upp fyrir markaðsöflunum? í Norðurá, sem leigð er á yfir 6 milljónir króna sem fyrr sagði, eru frá 12 og upp í 18 stangir. ,Ájn verður of dýr, þetta þýðir að ís- lendingar þurfa að fara að borga meira," segir Lýður. Þeir sem gerðu fyrrgreint tilboð gerðu ráð fyrir að dýrasti dagurinn í Vatns- dalsá í sumar þyrfti að seljast á 15.000 krónur. Aðrir sem horfa á tilboðið segja það bjcirtsýni; dagurinn þyrfti að kosta vel yfir 20.000 krónur til að áin gæti borið sig með þessari leigu, og þá er að- eins átt við veiðileyfið sjálft. „Útlendingatíminn“ í bestu lax- veiðiánum er enn ekki orðinn al- veg svona dýr, enn sem komið er að minnsta kosti. í næstum því öll- um tilvikum kaupa útlendingar vikuveiði í einu - minna dugar vart í ferð alla leið til íslands. Þessir vikupakkcn kosta á bilinu 3500 - 5000 dollara, sem samsvarar um 105 - 150.000 krónum. Dagurinn kostar þannig 15 - 21.000 kr. eða þar um bil. í Miðfjarðará er vikupakkinn seldur til útlendinga fyrir 4950 dollara þegar tveir em um stöng- ina, t.d. hjón. Laxveiðidagurinn á hverja stöng kostar þcinnig tæpcir 21.000 krónur og gera má ráð fyrir að leiðsögn, ferðir, fæði og hús- næði kosti 4-5000 krónur á dag fyrir tvo menn. Þá em eftir 16-17.000 krónur sem fara í veiði- leyfið fyrir þessa einu stöng. Til samanburðar kostar dýrasti dagur, sem íslendingum er boðið upp á í Miðfjarðará í sumar, 12.100 krónur fyrir stöngina. Þetta er algengur munur án veiðileyfum íslendinga og útlend- inga. ÚtlendingEunir borga tölu- vert hærra verð. í athugun sem gerð var á vegum Landssambands stangaveiðifélaga 1979 kom í Ijós að um 40% seldra stangaveiðidaga í 18 bestu laxveiðiánum féllu í hlut útlendinga árið 1978 en um 60% í hlut íslendinga. Því hefur verið haldið fram, að tekjuhlutföllum veiðiréttareigenda af seldum veiðileyfum sé öfugt farið: að út- lendingar standi undir 60% af tekj- unum, íslendingar 40%. Þeir sem réttlæta veiðar útlendinga vegna teknanna segja líka að með þessu greiði útlendingar í raun veiðileyf- in niður fyrir Islendinga. En málið er ekki svona einfalt. Menn spyrja sem svo: Hvað myndi gerast ef útlendingair fengju ekld að veiða í íslenskum ám, myndi verð á veiðileyfum þá rjúka upp, fyrst út- lendingarnir hafa greitt niður veiðileyfin? Nei, þvert á móti, verð á veiðileyfum myndi lækka vegna stóraukins framboðs á stanga- veiðidögum. íslenskir stangaveiði- menn myndu sjálfsagt fagna þeirri lækkun. Gallinn er bara sá að þeir eiga ekki árnar, og ráða ekki verð- lagningunni. Eigendur veiðiréttar- ins eru að stórum hluta bændur sem fyrr segir og fyrir þeim vcikir að fá hámarksarð af þeim hlunn- indum bújarða sinna sem laxveiði- árnar eru. Enginn bcinnar þeim það, þetta eru frjáls markaðsvið- skipti og eignarrétturinn blífur. Þó að þeir Islendingar séu vissulega til sem tilbúnir eru að greiða svip- að verð og útlendingamir, þá er það samdóma álit laxveiðimanna að Island eigi ekki nógu marga efnamenn til að fylla skarð útlend- inganna. Meðan þeir fást til að borga það sem sett er upp, eru engin líkindi til að íslendingar komist að í ánum á bestu tímun- um. Sem er auðvitað synd. 150.000 krónur fyrir vikuna Öðru hverju koma upp óánægjuraddir með núverandi skipulag laxveiðimálanna. Meðal Donald Kendall, forstjóri Pepsi, leigði til skamms tíma Laxá í Dölum til einkanota fyrir fyrirtæki sitt. nýtt. Hér er Pepsi-þotan á Reykjavíkurflugvelli. tillagna sem komu fram á aðalfundi Landssambands stangveiðifélaga 1979 víir, að innlendir stangaveiði- menn fengju forkaupsrétt á veiði- leyfum fyrir fastákveðið verð, sem yrði haft 50% hærra en innleggs- verð fyrir laxfisk netabænda. Hug- myndin var sú að íslendingum gæf- ist kostur á að kaupa leyfi í nóvem- ber og desember fyrir næstkom- andi veiðití'mabil, en verslun með leyfin ekki gefin frjáls fyrr en eftir áramót ár hvert. Önnur tillaga sem kom fram á þessum aðalfundi gekk út á það að banna útlendingum laxveiðar á íslandi á tímabilinu 1. júlí til 15. ágúst ár hvert. Þeir laxveiðimenn og veiðirétt- cireigendur sem Helgarpósturinn ræddi við voru á einu máli um það að gagnrýnisröddum á núverandi skipulag hefði fækkað á seinni ár- um, menn hefðu í auknum mæli gefist upp fyrir markaðsöflunum, og spiiað með. Þannig hefur meira að segja Stangveiðifélag Reykjavíkur fundið sig knúið til að taka þátt í leiknum. Félagið hefur leitað á erlendcin markað með dýr veiði- leyfi í þær ár sem það hefur á leigu, selt útlendingum dýrasta tímann til að hafa upp í leiguna. Bara íslendingar á Laxamýri Leigutakar eru sem fyrr segir oftast nær einstaklingar, gjaman 3 - 5 manna hópur, og veiði- félög á hverjum stað. I sumum til- vikum er ánum skipt niður og þær leigðar út í pörtum. Þannig er Laxá í Aðaldal t.d. skipt niður í nokkur svæði. Stangaveiðifélagið Flúðir á Húsavík leigir þannig hluta af ánni en auk þess leigja hana félög og einstaklingar í Reykjavík, Akureyri og Dalvík. Stangaveiðifélagið Flúð- ir hefur reyndar nokkra sérstöðu: Það selur engum útlendingum veiðileyfi á sínu svæði. „Þetta hef- ur verið prinsipp í 40 ár,“ segir Helgi Bjarnason á Húsavík. Hann segir að Laxamýrarbændur hafi alla tíð lagt áherslu á þetta sjónar- mið, að þeirra svæði af ánni sé ætl- að íslendingum. Meðal annarra leigutcika í Laxá í Aðaldal má nefna Önund Asgeirsson forstjóra og Sig- urð Samúelsson prófessor. Af öðrum leigutökum má nefna Pál Jónsson í Pólaris, sem hefur lengi haft alla Laxá í Kjós á leigu. í sumum tilvikum hafa veiðifélög bændanna, veiðiréttareigendanna sjálfra, tekið öll sín máJ í eigin hendur og selt veiðileyfin sjálf. Þannig er málum t.d. háttað með Miðfjarðará. Böðvcn Sigvcildason á Barði í Miðfirði, sem er formaður Landssambands veiðifélaga, er jafnframt formaður veiðifélags Miðfjarðarár. Hann segir að með því að veiðiréttareigendur taki málin í sínar hendur komist þeir í nánari snertingu við markaðinn og óskir hcuis. „Veiðiréttareigendur eru einfaldlega að selja ákveðna vöru og okkur er akkur í því að vera í sem nánustu sambandi við við- skiptavininn," segir hann. Bændur við Miðfjarðará seija útlendingum aðeins þrjár og hálfa viku á ári hverju. Erlendir umboðsmenn Ýmiss háttur er hafður á því hvernig seljendur veiðiieyfa ná viðskiptascimböndum erlendis. Sumir hafa erlendan umboðs- mann, sem sér um að afla við- skiptavina, aðrir fcira utan á vet- urna í sama tilgangi, eru sínir eigin umboðsmenn. Almennt er gert ráð fyrir að umboðslaun nemi 15-20% Áin þótti þá illa af þeirri upphæð sem hinir erlendu laxveiðimenn greiða fyrir leyfin. Reynt hefur verið að færa fyrir því rök, að hagnaður af erlendum stangaveiðimönnum sé ekki svo miklu meiri en af íslenskum, að hann réttlæti forréttindi útlend- inganna í ánum. Ýmislegur kostn- aður sé þannig samfara því að selja útlendingum, þ.á m. umboðslaun- in. Nefnd I^andssambands stang- veiðifélaga undir forystu Bjarna Kristjánssonar kannaði þessi mál 1979 og komst að þeirri niður- stöðu að nettótekjur af erlendum veiðimanni sem borgaði um 21.000 krónur fyrir daginn væru á bilinu 13 - 14.500, en nettótekjur af íslensk- um veiðimanni sem borgaði 12.400 krónur fyrir veiðileyfi á dag og keypti mat í veiðihúsi árinnar gætu verið um 13200 krónur á dag. (Töl- ur færðar til núvirðis). Þessi nefnd LS leiddi einnig get- um að því, að það væri ekki aðeins sala á veiðileyfum til útlendinga sem réði hinu háa verði veiðileyfa. „Þar kemur einnig til möguleiki mjög margra Islendinga til að færa veiðileyfi sín og fæðiskostnað á rekstur fyrirtækja, sem þeir eiga eða eru riðnir við. Sennilega eru þeir erfiðari keppinautar fyrir hinn óbreytta stangaveiðimann en út- lendingarnir," sagði orðrétt í áliti nefndarinnar. Veiðiferðin afskrifuð Skattalög heimila að færa til frá- dráttar þann kostnað fyrirtækja sem lagt er út í til að auka umsvif og tekjur þeirra. Alkunna er að ýmis fyrirtæki hafa keypt daga í dýrum laxveiðiám fyrir háttsetta starfsmenn sína og viðskiptavini, en HP fékk þær upplýsingar á Skattstofu Reykjavíkur að fyrirtæki sem reyndu að telja slíkar lystireis- ur til frádráttar kæmust sjaldan Jack Nicklaus lætur flugfélögin lönd og leið og kemur á eigin þotu í laxveiðitúrinn.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.