Helgarpósturinn - 21.06.1984, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 21.06.1984, Blaðsíða 7
NÆRMYND Erlendur Einarsson er fæddur 30. mars 1921 í Vík í Mýrdal, sonur hjónanna Einars Erlendssonar og Þorgerðar Jónsdóttur. Faðir hans var starfsmaður Kaupfélags Skaítfellinga og þau Þorgerður áttu mikið myndarheimili. Á þeim árum tóku bömin snemma þátt í lífsbaráttunni og Erlendur kynntist ungur störfum til sjávar og sveita. Hann var í sveit að Sól- heimum í Mýrdcil frá sex til tólf ára, og var níu ára þegar hann fór í sinn fyrsta róður. Um það hefur hann sagt: , ,Það var erfitt að stunda sjóinn í Vík á árabátunum. Hafnlaus strönd og beina línu í suður; haf og ekkert nema haf alla leið að Suðurskautslandinu. Brimið stundum ofsalegt og sjóslys tíð.“ Hann var heldur ekki gamall þegar hann byrjaði að veiða fýl og lunda og renna fyrir sjóbirting og í dag reynir hann að komast á hverju ári austur í Landbrot til að renna fyrir sjóbirting. Erlendur gekk í bama- og unglingaskóla í Vík og meðal skólasystkina hans þar var Svala Magnúsdóttir sem er einu ári eldri en hann. Síðar vann hún með honum, bæði í kaupfélaginu og í vegavinnu. „Eg man eftir að Erlendi gekk vel að læra, hann var alltaf með bestu nemendunum. Hann var fjörugur og góður félagi og tók þátt í öllum leikjum, en var samt alltaf mjög prúður og aldrei með neina hrekki. Þegar ég var fimm- tán ára var ég ráðskona í vega- vinnu part úr sumri og þá var Erlendur „kúskur", sem kallað var, hann teymdi hestana sem drógu vagnana með ofaníburð- inum. Síðan unnum við saman í kaupfélaginu. Hann þótti sam- viskusamur í öllu sem hcinn tók sér fyrir hendur og það var gott að vinna með honum. Hann var líka mjög myndarlegur piltur þegar hann fór að stækka og ég- held að flestar stelpurnar hafi verið skotnar í honum.“ Erlendur var fimmtán ára gamall þegar hann réðst til kaupfé- lagsins. Hann hafði þá lokið tveggja ára námi í unglingaskól- anum og frekari menntun var ekki að fá í Vík. Hjá kaupfélaginu vann hann til átján ára aldurs en þá fór hann í Samvinnuskólann. Sú menntun sem hann hafði hlot- ið í Vík var ekki ýkja mikill undir- búningur undir Samvinnuskól- ann því flestir nemendur þar áttu lengra nám að baki en hann, margir komu frá Laugarvatni. Hermann Þorsteinsson, sem nú stýrir lífeyrissjóði Sambandsins, var skólabróðir Erlendar í Sam- vinnuskólanum og þeir hafa ver- ið góðir vinir síðan og starfað mikið saman. „Erlendur var ekki mjög skóla- genginn þegar við byrjuðum í Samvinnuskólanum. En hann var mjög þroskaður, enda hafði hann þá í mörg ár stundað vinnu eins og fulltfða maður. Hann var svona eins og vel mannaður óspilltur sveitamaður. Hann stundaði námið af alvöru og áhuga, enda varð hann okkar dúx. Maður tók strax eftir Erlendi. Bæði var hann mjög myndarlegur ungur maður og eins var hann hress og góður félagi. Hann varð hvers manns hugljúfi í skólanum." Þau þrjú ár sem Erlendur var í Samvinnuskólanum vann hann í kaupfélaginu í sumarfríum sín- um. Á þeim árum var ekki til hinn húðskammaði Lánasjóður ís- lenskra námsmanna og ef menn Erlendur Einarsson eftir Óla Tynes teikning Ólafur Pétursson Erlendur Einarsson hefur verið forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga um tœplega þrjátíu ára skeið. Undir hans stjórn hefur Sambandið orðið að risaveldi í íslensku efnahagslífi og svo áhrifamikið að ýmsum þykirnóg um. Það hefurþó verið hljóðara um persónu Erlendar en margra þeirra sem með minni völd fara. Það þótti því tilhlýðilegt og tímabœrt að Helgarpósturinn reyndi að gera nœrmynd afmannin- um Erlendi Einarssyni. ætluðu að komast til mennta urðu þeir í flestum tilfellum að standa sjálfir undir kostnaðinum. Það gerði Erlendur og lauk nám- inu árið 1941. Árið eftir fór hann að vinna hjá Landsbankanum og flutti þá til Reykjavíkur. Erlendur var nú orðinn tvítug- ur og þess voru farin að sjást greinileg merki að hann myndi að öllum líkindum komast lengra en flestir samferðamenn hans. Það má líklega segja að í Landsbank- anum hafi framtíð Erlendar ráð- ist. Það VcU þar sem hann kynnt- ist Vilhjálmi Þór og Vilhjálmur komst fljótlega að þeirri niður- stöðu að þarna færi ungur maður sem vert væri að gefa gætur. Hann átti stóran þátt í að Lands- bankinn veitti Erlendi styrk til náms í Bandaríkjunum og Er- lendur varði árunum 1944 og 1945 við nám og störí hjá First National City Bank og American Institute of Banking. Að því loknu sneri hann heim til íslands og hóf aftur störf hjá Landsbankanum. Pað er óhætt að segja að Erlendur hafi orðið nokkurskonar skjólstæðingur Vilhjálms Þórs,“ segir einn af viðmælendum Helg- arpóstsins. „Það sést bæði á námsstyrknum og svo því sem á eftir fór. Erlendur eignaðist nokkra öfundarmenn útaf þessu, menn sem voru búnir að vinna lengi við bankann og þótti þess- um stráklingi gert heldur hátt undir höfði. En það þorði enginn að blaka við honum hendi því það kærði sig enginn um að lenda upp á kant við Vilhjálm Þór.“ Yfirleitt Scundi Erlendi þó vel við samstarfsfólk sitt í Lands- bankanum. „Hann var cifskaplega þægilegur í umgengni, blátt áfram og hjálpsamur," segir kona sem vann í bankcinum á þessum árum. „Hann kom ekki inn sem neinn erfðaprins en hann var glettilega glöggur og það var fljótt tekið eftir honum. Og svo var hann svo ansi myndarlegur. Ef hann hefði ekki farið yfir til SÍS væri hann örugglega orðinn seðlabankastjóri eða ráðherra eða eitthvað slíkt." En það átti ekki fyrir Erlendi að liggja að ílendast hjá Landsbank- anum. Samvinnuhreyfingin hafði um nokkurt skeið velt þvi fyrir sér að hef ja einhverskonar trygg- ingastarfsemi. Framan af var tal- að um að hcifa sérstaka trygg- ingadeild í Sambandinu en það varð ofaná að stofna sérstakt og sjálfstætt tryggingafélag. Sér- stakt og sjálfstætt tryggingafélag þurfti auðvitað sérstakan for- stjóra og Vilhjálmur Þór kippti Erlendi út úr Landsbankanum. Hann var settur um borð í kola- skip á leið til Englands og þar var hann við nám í vátryggingum, í Manchester og London. Sam- vinnutryggingar voru stofnaðar 1. september 1946 og Erlendur Vcir orðinn forstjóri, tuttugu og fimm ára gamall. Það var með þessa upphefð eins og í Landsbankanum; hjá Sambandinu unnu menn sem áttu erfitt með að sætta sig við að kornungur maður skyldi hljóta hana. Þeim þótti sem þessi framagosi væri betur geymdur bakvið búðarborðið í Vík. En var það taumlaus metnaðargimi sem hafði fleytt Erlendi upp í stólinn? Sjálfur hefur hann sagt: „Ég hafði ekki stóra drauma um eitt- hvert ákveðið ævistarí þegar ég var að alast upp í Vík. Ef aðstæð- ur hefðu leyft og ég hefði haft tækifæri til langskólanáms, hefði hugurinn trúlega staðið til náms í læknisfræði." ,dú, hann er sjálfsagt metnað- argjarn," segir Hermann Þor- steinsson, „en ekki bara fyrir sjálfan sig. Hann hefur metnað fyrir hönd Sambandsins og ís- lands ekki síður en fyrir sína eig- in. Ég veit ekki til þess að hann hafi troðið nokkrum manni um tær vegna metnaðargimi." Aðrir viðmælendur Helgar- póstsins vom nokkuð sömu skoðunar. Vissulega væri Erlend- ur metnaðargjam en þó f jarri því að vera af þeirri tegund sem kraflar sig upp metorðastigann með klóm og kjafti. „Hann er sjálfsagt nokkuð HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.