Helgarpósturinn - 21.06.1984, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 21.06.1984, Blaðsíða 19
Ragnarock - ást, geðsjúklingar, draumar og heimurinn eftir 3. heimsstyrjöld. A morgun er sólin græn Danski unglingahópurinn Ragnarock heimsækir ísland eftir Erlu Sigurðardóttur, Kaupmannahöfn myndir Lauri Dammert. ,,A morgun ersólin grœn" heitir leiksýning sem danski leikhópur- inn ,,Ragnarock“ sýnir í Reykjavík og á Akureyri fyrstu daga júlímán- aðar. Eins og nafnið ber með sér, er um að rœða framtíðarsýn en um leið varpar hún Ijósi á nútíð og fortíð. Engin ástæða er til að rekja innihald leiksins, en svo mikið get ég sagt að auk leiks er mikil tónlist þ. á m. rokk. Leikararnir í Ragnarock eru á aldrinum 14 -18 ára og hafa unnið leikritið í sameiningu út frá fjórum hugtökum; ást, geðsjúklingum, draumum og heiminum eftir 3. heimsstyrjöld. Ég fór fyrir nokkrum dögum að líta á hvað bjóða á þjóð minni uppá á nœstunni og varð satt að segja furðu lostin yfir hversu vel þessu unga fólki hefur tekist til. Ég rœddi við fjóra leikara (af 30) og annan leiðbeinandann til að forvitnast um hvernig þau hefðu unnið verkið og hvað rœki þau til íslands. - fíver eruð þið? „Við erum úr tveimur skólum hér í Humlebæk og kynntumst í leiklistarkennslu sem æskulýðsráð Humlebæk býður upp á. Við byrj- uðum fyrir þremur árum, en sJ. tvö ár hafa farið eingöngu í sýninguna ,Á morgun er sólin græn“. - Hvernig hafið þið unnið sýn- 'mguna? - Við spunnum út frá fjórum hugtökum. Það hafa vérið tveir fullorðnir leiðbeinendur, en þó höfum við ekki haft fastan leik- stjóra í venjulegri merkingu þess orðs. Við höfum heldur ekki skipt okkur í leikendur og hljómlistar- menn, heldur höfum við öll æft og unnið saman, en þegar þurft hefur að æfa eitt lag sérstaklega, hafa nokkrir skroppið inn í annað her- bergi og æft sig þar. Það hefur farið ofboðslegur tími í sýninguna og verið erfitt á köflum. Allar helgar og öll skólafrí hafa far- ið í æfingar og vinnu. Margir hafa helst úr lestinni, en líka margir nýir komið í staðinn, sem þýðir að við höfum þurft að nota mikinn tíma til að setja þá nýju inn í hlutina. Við höfum öll prófað hvert starf og þar með skilið hve mikil vinna liggur á bak við leiksýningu. Við höfum gert búninga og leikmynd sjálf. I byrjun vorum við ekki mörg sem gátum spilað á hljóðfæri. Við höfum komist að því að maður þarf ekki að kunna á hljóðfæri til að geta spilað tónlist, allir geta t.d. slegið takt. Hvernig hefurykkur verið tekið? - Mjög vel. Frá því að við frum- sýndum í mars höfum við leikið nítján sinnum og 97% aðgangs- miða hafa selst. - Nú þýðir Ragnarok á dönsku Ragnarök, hvers vegna heitið þið Ragnarock? (Nú líta þau hvert á annað og hlæja, en mæðusvipur leggst yfir andíit kennarans). - Ja, hvað áttum við að heita? Nafnið kom af stað heiftarlegum umræðum sem tóku langan tíma og mikla krafta. í upphafi voru 40 tillögur, en í lokin voru greidd at- kvæði um tvö nöfn og .JRagnarock" vann með eins atkvæðis mun. - Hvers vegna farið þið til ís- lands? - Við erum í félagi áhugaleikfé- laga á Norðurlöndum og höfðum athugað hvort ekki væri neitt leik- listarsamstarf ungs fólks á Norður- löndum. Við eigum t.d. vinaleik- hópa í Svíþjóð, Noregi og í Færeyj- um. Við skrifuðum Bandaiagi fsl. ieikfélaga til að forvitnast og feng- um svar eftir 11/2 ár, þar sem okk- ur var sagt að aðeins einn ungur leikhópur, Saga, væri til á íslandi og að hcinn væri á Akureyri. Við munum sýna í Félagsstofnun stúd- enta 1. júlí og kannski 2. júlí og Leikfélag Kópavogs hefur útvegað okkur svefnpláss í Þinghólsskóla. Síðan munum við sýna á Akureyri, en höfum ekki enn fengið staðfest- ingu á hvenær það verður. Hvernig hafið þið efni á þessu? - Við fengum smáágóða af sýn- ingum, bæjaryfirvöld og Lions- klúbburinn styrkja okkur. Svo héldum við hljómleika og uppboð á verkum sem listamenn í Humle- bæk gáfu okkur, við seldum plaköt og margt fleira. MsLrgir hafa verið okkur velviljaðir, t.d. kom hingað um daginn ellilífeyrisþegi með tuttugu krónur í umslagi. Nú svo borgum við hvert um sig úr eigin vasa. Þarna lukum við spjallinu, leik- aramir höfðu mestar áhyggjur af að íslendingar myndu ekki skilja þá, svo nú stóð fyrir dyrum að æfa sig í að tala hægt og skýrt, hægt og slqrit. POPP Nóg komið Ikarus - Rás 5 - 20 Hljómsveitin Ikarus gaf fyrir nokkru út plötuna Rás 5 - 20 en fyrir margra hluta sakir hefur ekki orðið af því að ég hafi skrif- að um hana fyrr en nú. Frumorsök þess að ég hef ekki gert það fyrr er sú að ég hef einfaldlega ekki haft skap í mér til að hlusta almennilega á gripinn fyir en nú, svo illa fór platan í mig þegar ég hlýddi á hana fyrst. Þrátt fyrir ítrekaðar hlustanir nú síðustu daga hefur álit mitt nánast ekkert breyst frá því að ég heyrði Rás 5-20 fyrst. Ég kann bara hreinlega ekki að meta það sem verið er að gera á henni. Það eru ekki nema þrjú lög plötunnar sem ég hef gaman af að hlusta á. En það eru Megasarlögin tvö, Kóndór og Svo skal böl bæta, svo og síðasta lag plöt- unnar, sem er Sjakalíneyja, en texti þess mun vera eftir Tolla og lagið eftir meðlimi Ikarus. Kóndór er eina lagið á fyrri hliðinni sem hlustandi er á en utan þess eru þar tvö lög við texta Komma trommuleikara og eru þeir ótrúlega sóðalegir og ósmekklegir á allan hátt. Svo eru þama tvö lög við bama- lega pólití'ska texta Tolla, sem falla líklega ekld í kramið hjá neinum öðrum en trú- bræðrum hans lengst úti á vinstri kanti stjómmálanna. Seinni hliðin hefst á lagi sem Bragi hefur Scunið texta við og er allt í lagi með hann (textann) en lagið er eiginlega ekkert lag. Loftkastalar, sem er við texta eftir Begga, er tvímælalaust það versta sem er að finna á plötu þessari og texti Heitavatnstankanna eftir Megas er sannarlega ekki einn af hans betri. Tónlist Ikams er hrátt og ruddafengið rokk, sem er svo sem ágætlega leikið, en lögin em bara flest fremur slöpp. Mikiil hluti þeirra er t.d. algerlega laglínusnauður og textinn þá talaður, en fýrir minn smekk er nóg komið af slíkri tónlist. Fyrir mig hefði sem sé verið nóg að fá þriggja laga plötu með þeim þremur lögum plötunnar sem eitthvað er varið í. Soft Cell - This LastNight In Sodom Soft Cell sendu á síðasta ári frá sér sína aðra breiðskífu, The Art of Falling Apart, sem var meðal bestu platna ársins. Aðdá- endur bjuggust við enn frekari stórvirkjum frá þeim í framtíðinni en um mitt síðasta ár tilkynnti söngvarinn Marc Almond að hann væri hættur að syngja og hygðist snúa sér að öðrum hlutum í framtíðinni og því væri Soft Cell ekki lengur til. Þegar þetta gerðist voru þeir nýbyrjaðir að vinna að nýrri breiðskífu og eftir nokkurt stapp var ákveð- ið að ljúka gerð hennar. Almond ætleir einn- ig að halda áfreim að syngja en það mun ekki verða í samstarfi við Dave Ball, hinn með- lim Soft Cell. Nýjasta og síðasta plata Soft Cell er komin út og nefnist hún This Last Night In Sodom. Ekki er ég nú jafn hrifinn af þessari skífu og The Art Of Falling Apart. Hún hefur þó vissulega margt gott til að bera en hún er bara ekki jafngóð út í gegn. Fyrri hliðin byrjar mjög vel með kraft- miklu lagi, sem heitir Mr. Self Destruct, en lagið sem á eítir fylgir er eitthvert það leið- inlegasta sem frá Soft Cell hefur komið. Þau þrjú sem koma þar á eftir reynast öll ágæt þegar hlustað hefur verið nokkrum sinnum á þau. Á seinni hliðinni eru það einkum tvö lög, L’esqualita og Surrender, sem ekki eru nógu góð en það má þó hlusta á þau. Hin lögin eru öll nokkuð góð en best er þó Down In The Subway, sem einnig hefur ver- ið gefið út á lítilli plötu. Það er greinilegt á útsetningum laganna að Soft Cell hafa þótt þeir komnir eins langt og mögulegt var innan tölvupoppformsins, því þeir voru famir að leita í síauknum mæli á mið eldri hljófæra, eins og t.d. saxófóns, gítars og gamla góða píanósins. Viss eftirsjá er að fráhvarfi Soft Cell en þeir skilja þó eftir sig þrjár góðar stórar plötur og This Night In Sodom eyðileggur síður en svo orðstír þeirra. Ýmsir - Breska bylgjan Ég hef margoft lýst yfir vanþóknun minni á þeirri stefriu að gefa út samsafnsplötur, svo sem vinsælt hefur verið hér á landi síðustu ár. Það hefur m.a. orðið til þess að innflutningur á litlum plötum hefur að mestu lagst niður, auk þess sem lagaval þessara platna hefur yfirleitt verið með vafasamara móti og ég er þeirrar skoðunar að plötur þessar hafi síður en svo bætt tónlistarsmekk landsmanna. Nú bregður svo við að Steinar h.f. hafa Ikarus-þriggja laga plata heföi dugaö. . . eftir Gunnlaug Sigfússon gefið út samsafnsplötu sem á alla mína samúð (eða hvað nú er hægt að kalla það). Er hér um að ræðá plötu sem hlotið hefur nafnið Breska bylgjan og skilst mér að með útgáfu þessari sé ætlunin að gefa innsýn í hvað nú er að gerast í popplífi Breta og því hafa ekki endilega verið vaJin lög sem ættu að ná massavinsældum. Mín skoðun er þó sú að nokkur þeirra laga sem á plötu þess- ari eru, ættu frekar heima á vinsældalista landsmanna, í stað þeirrar jukktónlistar sem þar er að finna. Breska bylgjan inniheldur ekki á neinn hátt byltingarkennda tónlist en nokkur lag- anna eru þó meðal þess besta hefur verið að gerast á þessu sviði að undanfömu. Á fyrri hliðinni eru t.d. þrjú mjög góð lög, sem þó eru ólík innbyrðis. Fyrsta lagið er Nelson Mandella með hljómsveitinni Sjjecial Aka, en aðcilforsprakki hennar er Jerry Damm- ers, sem hér áður fyrr var í hljómsveitinni Specials. Þá er það Where Were You When The Storm Break með Alarm, sem er meðal athyglisverðustu rokksveita Breta um þess- ar mundir og loks er það General Public, með samnefndri hljómsveit, en aðalmenn hennar eru þeir Charlery og Wakeling, sem áður gerðu garðinn frægan með The Beat. Á seinni hliðinni verður fyrst fyrir hið ágæta lag hljómsveitarinnar The Smiths, What Difference Does lt Make? Liverpool hljómsveitin Icicle Works er líka með ágætt lag, sem nefnist Birds Fly (Whisper To A Screcun), en þetta er hljómsveit sem áreið- anlega á eftir að láta töluvert að sér kveða í framtíðinni. Síðasta lag plötunnar er eitt af betri lögum þessa árs en það er Up On The Catwaik með Simple Minds. Auk framantaldra laga eru á plötu þessari sex önnur lög sem eru svona í meðallagi góð en hefðu virkað sem gullkom á mörg- um fýrri safnplötum. Þó að plata þessi sé sem sagt betri en flestar aðrar plötur þessarar tegundar, sé ég ekki að samsafnsplötur komi í stað litlu platnanna, til þess tekur of langan tíma að koma þeim saman og oft em komnar út nýrri plötur með viðkomandi listamönnum, þegar plötur þessar koma loks út og þá er sú hætta fyrir hendi að innflytjandinn frysti nýrra efnið á meðan verið er að selja það gamla. HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.