Helgarpósturinn - 21.06.1984, Blaðsíða 18
Aðalleikari stykkisins, Kjartan Bjarg-
mundsson, sem leikurGvend, fluttur
upp á sviðið, en þar hefjast sýningar á
honum á sunnudag. Á neðri myndinni
eru svo höfundar „Láttu ekki deigan
síga, Guðmundur," þær Edda Björg-
vinsdóttir og Hlín Agnarsdóttir.
Gvendur og gifsið
Loks komið heilt á f jalir Stúdentaleikhússins
„Gvendur" þeirra í Stúdentaleik-
húsinu kemst loks á fjalimar á
sunnudag, en fótbrot og gifsraunir
hentu aðcdleikara sýningarinnar á
miðjum æfingatímanum.
Leikurinn er eftir þær stöllur
Eddu Björgvinsdóttur og Hlín Agn-
arsdóttur og nefnist verk þeirra
fullu nafni „Láttu ekki deigan síga,
Guðmundur". Það fjallar á einkar
gamansaman hátt um tímabilið
1968 - 1984, séð með augum Guð-
mundar Þórs, sem er 37 áragamall.
Hann rifjar upp með syni sínum,
Garpi Snæ, vissa þætti og atvik út
frá minningum sem myndir úr
hans eigin myndasafni vekja með
honum. ÞesscU' myndir lifna svo
við á sviðinu, eru leiknar, og sýna
þá fjölbreytni sem Guðmundur
hefur reynt, bæði í pólitísku og
persónulegu lífi.
„Þetta verður fjölmenn og fjör-
mikil sýning," fullyrða aðstand-
endur Stúdentaleikhússins og er
engin ástæða til að efast um það,
enda er hér dæmalaust leikhús á
ferðinni. Þórhildur Þorleifsdóttir
leikstýrir verkinu, en aðalhlutverk-
in, feðgana, leika þeir Kjartan.
Bjargmundsson og Hilmar Jóns-
son. Jóhann G. Jóhannsson gerir
tónlistina, sem er fyrirferðarmikil í
stykkinu, en við hana sömdu þeir
Þórarinn Eldjám og Anton Helgi
Jónsson söngtexta.
KVIKMYNDIR
eftir Árna Pórarinsson og Guöjón Arngrímsson.
Að kafna úr hita
Regnboginrv Hiti og ryk—Heat andDust.
Bresk-bandarísk. Árgerð 1983. Handrit:
Ruth Prawer Jhabvala, eftir eigin skáld-
sögu. Leikstjóri: James Ivory. Aðalhlutverk
Julie Christie, Shashi Kapoor, Greta
Scacchi, Christopher Cazenove.
James Ivory er bandariskur kvikmynda-
gerðarmaður með skýra sérstöðu. í sam-
vinnu við framleiðandann Ismail Merchant
og yfirleitt handritshöfundinn Ruth Prawer
Jhabvala hefur hann um árabil sent frá sér
vandvirknislegar og bókmenntalegar
myndir sem eru alveg utanvið gróðcihyggju
og afþreyingariðnað, og um leið, því miður,
alveg lausar við að vera skemmtilegar. Þær
tipla einhvem veginn í kringum söguefni sín,
valhoppa kannski yfir þau, en ráðast ekki á
þau. Oft em söguefnin einmitt um bælt líf,
yfirmáta siðfágað og siðmenntað, en vita
dauðhreinsað og drepleiðinlegt. Því miður
verða myndimar jafn drepleiðinlegar fyrir
áhorfenduma og lífið er fyrir persónumar.
Gjaman brjótast persónumar út úr þessu
lífsmunstri og bjóða umhverfinu byrginn,
en það einhvem veginn skilur ekkert eftir.
Það vantcir safcinn og lífið í þær sjálfar.
Flestar mynda sinna hefur Ivory gert á
Indiandi og um líf í indversku samfélagi,
þótt hin seinni ár hafi hann líka tekið fyrir
skáldsögur Henry James um vestrænt fólk í
fyrirnefndum kringumstæðum. Heat and
Dust fjallar um enskar konur ,J leit að sjálf-
Indverski furstinn
(Shashi Kapoor) og
enska hefðarfrúin
(Greta Scacchi) í
Heat and Dust eftir
James Ivory.
um sér“ á Indiandi; annars vegar leikur Julie
Christie fréttamann sem kemur til Indlands
nútímans til að forvitnast um frænku sína
eina sem fyrr á öldinni gerði skandal, —
sagði bless við eiginmann og landa og hélt á
vit „Indlands"; hins vegar leikur Greta
Scacchi (og leikur mjög vel) þessa frænku á
nýlendutímcinum og á örlögum hennar er
meginþungi myndarinnar. Af ytri upplifun
og innri vakningu þesscu-a kvenna tveggja
tíma í frcimandi umhverfi segir Heat cind
Dust og dregur upp bæði hliðstæður og
andstæður.
Þetta er margt fallega gert, bæði í leik og
myndatöku. En það vantcir meir en herslu-
mun til að maður nái sambandi við persón-
urnar og láti sig þær einhverju skipta. Þrátt
fyrir forvitnilegan lífsvanda fólks í framcindi
umhverfi verður hvorugt verulega áhuga-
vert. Of mikið er af meiningcirlausu fjasi og
masi um allt og ekkert; skýra byggingu og
áherslur vantar í söguna. Heat and Dust
gufar einhvem veginn upp í hitanum og
rykinu eins og fólkið sem þar iifir. -ÁÞ.
. . . og fljóta á safa
Nýja bió: Ægisagata- Cannery Row.
Bandarísk. Árgerð 1982. Aðalhlutverk Nick
Nolte, Debra Winger. Handrit eftir skáldsög-
um John Steinbecks og leikstjóm David S.
Ward.
Það er aldrei skemmtilegt þegar smellnar
og lifandi skáldsögur eru gerðar að leiði-
gjörnum bíómyndum. Þetta er sérlega
slæmt ef þú Iendir í því að horfa á myndina,
og alverst ef þú hefur áður lesið bókina.
Þetta kemur annað slagið fyrir fólk.
Mynd Nýja bíós er víti til vamaðar. Hún er
í sjálfu sér ekki afspymuslök. Greinilega
töluvert í hana lagt af fjármunum, hæfi-
leikamenn eins og Sven Nykvist fengnir til
tæknistarfa og annars ágætir leikarcir, Nick
Nolte og Debra Winger, leika stóm hlut-
verkin. En hún flýtur einhvemveginn ofan á
Scifamiklum sögum Steinbecks, nær cddrei
að verða spennandi eða fyndin, og hin
þægilega rómantí'ska heimspeki sem ein-
kenndi bækumar Cannery Row og Sweet
Thursday er afgreidd í myndinni með mjúk-
um fókus og pastellitum. _ GA.
. . . og klúðra kómedíunni
Austurbœjarbíó: Bestu vinir—BestFriends
Bandarísk. Árgerð 1982. Handrit Barry
Levinson, ValerieCurtin. Leikstjóri: Norman
Jewison. Aðalhlutverk Burt Reynolds,
Goldie Hawn, Jessica Tandy, Kennan
Wynn.
Eitt stykki Burt Reynolds. Eitt stykki
Goldie Hawn. Eitt stykki rómantísk kóme-
día. Alveg rakið. Burt er skratti hnyttinn og
sjarmerandi leikari, sexí fyrir þá og þær sem
það viija, og með afbragðs tímaskyn í gam-
anleik. Goldie er voða kjút og vel frambæri-
leg grínleikkona. Þá er bara að búa til róm-
antíska kómedíu handa þeim að leika í. Og
þcir klikka höfundar Best Friends.
Burt og Goldie em samrýndir vinir, ást-
fangið par og nánir samverkamenn við
handritsgerð í Hollywood. Þar kemur að
Burt vill giftast Goldie. Goldie er hrædd við
hjónaband. Úrslitum ræður að Burt hefur
meiri áhuga á að giftast Goldie en Goldie
hefur á að giftast Burt ekki. Þau gifta sig, og
er giftingin einna skásta atriðið í myndinni.
Síðan eyða þau hveitibrauðsdögunum hjá
misskrýtnum foreldrum beggja og skilja að
Iokinni brúðkaupsferðinni og taka svo sam-
an aftur áður en myndin endar. Snjedlt?
Kannski frá sjónarmiði formúlunnar. En til
að uppskriftin virki þarf sæmilega tilfinn-
ingu í matreiðsluna þrátt fyrir það hráefni
sem góðir leikarar em.
Handritshöfundamir Curtin og Levinson
em, að sögn,samrýndir vinir, ástfangið par
og nánir samverkamenn við þessa iðju í
Hollywood. Þau ættu því að hafa tilfinningu
og þroskaðan húmor fyrir efninu. Þau hafa
það ekki. Ekkert af þessari sögu er nægilega
trúverðugt; sum viðbrögð fólksins em
Goldie og Burt - gott
hráefni enga gerir
stoð.
reyndar gjörsamlega óskiljanleg. Og
húmorinn er í of smáum og daufum
skömmtum. Leikstjórinn Norman Jewison á
nokkrar allgóðar og aðrar allslæmar afþrey-
ingarmyndir að baki, sem flestar reyna að
hafa einhvern boðskap sem ballest; nokkrar
þeirra hafa byggt á handriti Curtins og
Levinsons. Hér tekst honum einkar misjafn-
lega upp; sum atriði prýðisvel sviðsett, eins
og borðhcildssenur hjá foreldrum Burts og
Goldie, en önnur alveg steindauð, auk þess
sem Jewison hefur tilhneigingu til að hefja
atriði á tilgangslausum skotum af auka-
atriðum í leikmynd eða umhverfi.
Eitt stykki Burt og annað stykki Goldie,
og enn eitt stykki mislukkuð rómantísk
kómedía frá Hollywood. j.
18 HELGARPÓSTURINN