Helgarpósturinn - 21.06.1984, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 21.06.1984, Blaðsíða 28
c C^kuldir ríkissjóðs við Seðlabankann hafa að öllum lík- indum aldrei verið meiri en einmitt um þessar mundir. HP fékk það staðfest í hagfræðideild bankans í gærdag að heildarskuldir ríkis- sjóðs við Seðlabankann væru komnar yfir 2500 milljónir, eða ná- kvæmlega 2.528.000.000.00 krónur sléttar. Starfsmenn bankans höfðu aldrei litið hærri tölu í þessu sam- bandi. Ríkissjóður hefur ekkert greitt af þessari skuld sinni síðan fyrir áramót, og getur þá hver og einn reiknað í huganum hvemig þessi óskaplega upphæð hefur fengið að hlaða utan á sig af vöxt- um, óáreitt. HP heyrir að innan veggja Seðlabankans séu hæstráð- endur orðnir vægast sagt óhressir með það hvað ríkisstjómin hefur lítt tekið á þessum málum... s M^Fovetríkin og löndin austan járntjalds þykja oft æði hcirð- neskjuleg í viðmóti við vestræna ferðamenn ef eitthvað ber út af, og kemur mönnum nú orðið fátt á óvart í þeim efnum. Hins vegar er- um við ekki jafn vön fréttum af slíku vestan úr Bandaríkjunum. HP hefur þó eina slíka. Tveir íslenskir ferðamenn, unglingsstúlka og ung kona, vom fyrir nokkrum dögum hafðar í tvo sólarhringa í eins kon- ar stofufangelsi í Chicago. Þótti yfirvöldum við vegabréfaskoðun á flugvellinum eitthvað tortryggilegt við það að stúlkan var aðeins með farseðil aðra leið, en hún var á leið til Aspen í Colorado tii að gerast „au-pair“ þar. Skipti það engum togum að stúlkan og konan, sem var í fylgd með henni og var þó með bæði farseðil og aðra pappíra í fullukomnu lagi, vom hnepptar í varðhald og máttu dúsa við þröng- an kost í tvo sólarhringa. Ræðis- maður Islands, utanríkisráðuneyt- ið og Flugleiðir þurftu að beita sér til að úr málinu greiddist... ^Einsog menn muna varð tímaritið Líf að breyta um nafn eftir að hafa tapað máli sem Time-Life útgáfan höfðaði. Breytingin varð á þá leið að tí'maritið heitir nú Nýtt Líf og er „nýtt“ fellt inní hausinn á smærra letri. Þessu vill Sigurgeir Sigurjónsson, lögmaður Time- Life, ekki una og hefur nú stefnt, persónulega, Magnúsi Hregg- viðssyni útgefanda og konu hans og bróður sem eiga sæti í stjóm Frjáls framtaks. Gefur hann þeim að sök að hlíta ekki úrskurði hæstaréttar... || ■ YBýkjörin stjóm Handknatt- leikssambands íslands mun í mestu klemmu vegna samþykktar sem gerð var á ársþingi HSI um að landsliðsþjálfarinn í handknattleik mætti ekki jafnframt þjálfa 1. deild- ar lið. Þegar hinn pólski þjálfari Bogdan veir ráðinn landsliðsþjálf- ari í fyrra mun hafa verið gert við hann munnlegt samkomulag um að hann þjálfaði ekki 1. deildar lið meðan hann væri landsiiðsþjálfari, en að loknu síðasta keppnistí'ma- bili hóf hann hins vegar viðræður við Víkinga og mun hafa verið búið að ganga frá samningum fýrir árs- þing HSÍ. Mun Bogdan ekki hafa látið svo lítið að skýra stjóm HSÍ frá þessum samningum sínum. Ef velja þarf á miili er líklegt að Bogdan taki fremur þann kostinn að þjálfa Víkinga, enda munu þar meiri peningar í boði en hann fær hjá HSÍ, og kann svo að fara að handknattleiksmenn standi allt í einu uppi þjálfaralausir. Verður ekki gott að finna frambærilegan íslenskan þjálfara þar sem þeir bestu hafa þegar ráðið sig til 1. deildar félaga og falla því undir samþykkt HSÍ-þingsins eins og Pólverjinn... Þ orsteinn Pálsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, er í fríi þessa dagcma. Þegar Þorsteinn kemur úr því síðar í sumar blasir við allnokkurt innanflokks- og um —► BLS.27. Beckers Sænsk gæðamálning í léttumoglaglegum litumáallt húsið dcuaccaiíc. ^ L/ SCOTTE: RENASSANS: Útimálning á steinveggi sem ekki hafa verið málaðir áður, flagnar ekki og gengur vel inn í steininn. Blandast með terpentínu og hrindir vel frá sér vatni. Sjö litir. 1,4 og 12 Itr. dósir. UTANHÚS-AKR YLAT: Útimálning á steinveggi og timbur, sem hefur verið málað áður og einnig sem nýmálning. Akryl-plastmálning með góða út-öndun. Allir litir. 4 og 12 Itr. dósir. EXPONIL PL 50: Fúavarnarefni í tíu mismunandi litum. 1,4 og 12 Itr. dósir. TACKLASYR: Þekjandi fúavarnarefni, ætlað á timbur og er í átta mismunandi litum, m.a. hvítt, brúnt, rautt og blátt. 1 og 4 Itr. dósir. PLOMB-TAKFÁRG: Sendin þakmálning í sex litum. Mikil viðloðun og auðveld f með- förum. 4 og 10 Itr. dósir. GRUNNMÁLNING: Renassans grunnmálning á steinveggi fyrir nýmálningu. Hefur mikla viðloðun og þynnist með terpentínu. 4 og 12 Itr. dósir. VÁGGFÁRG: Plastveggmálning með 7% gljáa ætluð á stofur og svefnherbergi. 24 grunnlitir og möguleikar á blöndun allt að 400 litaafbrigöa. 1,4 og 12 Itr. dósir. VÁGGFÁRG: Plastveggmálning með 35% gljáa, ætluð á eldhús, baðherbergi og ganga. Sérlega slitsterk málning I 24 grunnlitum og 400 blöndunar- og litaafbrigði. 1,4 og 12 Itr. dósir. ÖLL EFNISEM ÞÚ ÞARFT ALLIR REGNBOGANS LITIR BLANDAÐIR ÁSTAÐNUM SCOTTE: Mjög þykk og þekjanleg málning, með teygjanlegum eiginleika. Fáanleg með 3%, 7% og 20% gljáaáferð. Um 400 litir mögulegir úr Beckers-litrófinu. 1,4 og 12 Itr. dósir. SCOTTE-LETTAK: Akrylmálning með eðlisþyngd 6 á móti 10, þurrefnisinnihaldið er gasblásnar plastkúlur. Sérlega góð fyrir loft, steinmött I hvítu. 12 Itr. dósir. GÓLFMÁLNING: Gólf-akrylat, ódýrt og slitsterkt ætlað á stein- og timburgólf. Lyktar- laust. Átta grunnlitir. 1,4 og 12 Itr. dósir. STÁRKA-GOLV: Tveggja þátta uretan lakkmálning á gólf, t.d. stigapalla, þvotta- hús, geymslur, svalir og bílageymslur. Ótrúlega slitsterk og hörð málning I átta litum. Þessi málning býður upp á fjölda möguleika og mikla endingu. 0,4 og 2ja Itr. dósir. PARKETLAKK 200: Lyktarlaust vatnslakk með 80% gljáa. Mjög auðvelt I meðförum. 5 og 20 Itr. dósir. GUSCKO: Olíu-parketlakk með 50% og 90% gljáa. Þveggja þátta. Mjög slitsterkt. 5 og 25 Itr. dósir. HURDA- OG GLUGGAMÁLNING: Lakkmálning með mikilli fyllingu I hvítu og hvít-gráum lit. 25% og 85% gljái. 1 og 4 Itr. dósir. j%] Yörumarkaðurinnhi. ÁRMÚLA 1a SÍMI: 86117 FLUC OC BÍLL Kaupmannahöfn p Þér eru allir vegir færir frá Kaupmannahöfn. Þú getur ekiö um eyjarnar, skoðað Legoland, dýragarðinn í Knutenborg, strendurnar og danskt mannlíf, allt eins og hugurinn girnist, því þú ert þinn eigin fararstjóri. otcomtm; FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarhúsinu Hallveigarstígl.Símar 28388 og28580 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.