Helgarpósturinn - 21.06.1984, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 21.06.1984, Blaðsíða 25
t BÆNUM, hefði reyndar verið það síðustu fimmtíu ár að því er hann hélt sig best vita. ,Tg fer því varla að taka upp á því að trúa núna, hversu vel sem þú nú biður!“Og að þeim orð- um sögðum bjóst hann til að loka á mig. Eitthvert hik kom þó á hann og mér til mikillar bjartsýni opnaði hann aftur í hálfa gátt. En það var þá bara til þess að reka hausinn út og spyrja mig þessarar stuttara- legu spumingar: ,fr þetta ekki truflandi?" Ég spurði manninn á móti hvað hann væri að fara, blíð- ur í rómi og vinsamlegur. ,JMei, ég meina", hélt neftóbaksmaðurinn áfram. „Mér hefur nú alltaf fundist það ansi klikkað, að menn í blóma lífsins eins og þú, skuli láta hafa sig út í svona nokkuð!" Og svo sagði hann ekki meira, heldur lokaði hurðinni. Ég stóð eftir á tröppun- um, eilítið vankaður. A leiðinni niður stigann tók ég að velta því fyrir mér hvort þessi skoðun hcurs gæti átt við einhver rök að styðjast. Þetta orð, ,Jdikk- að“, stakk mig óneitanlega. En eiga lítil trúfélög, um allan heim, ekki alltaf við sterkan andbyr að stríða? SAMLEIÐ getur varla verið nokkur undantekning frá því.hugsaði ég með mér. Og réttlætti síðan áfram- haldandi trúboð mitt með þeirri staðreynd að það hefði nú verið trúlaus maður sem hefði notað þetta beitta orð á mig. Blessaður maðurinn, hugsaði ég enn, hann veit ekki hvers hann fer á mis! / te og bakkelsi Ég beygði út af Öldugötu og ákvað að reyna næst fyrir mér á Bárugötu. Þar var lítið hús sem vakti áhuga minn, ekki síst sakir þess hve garðurinn umhverfis það var snyrtilegur. Það var smavaxin, hokin kona nálægt áttræðu sem opnaði fyrir mér dymar á þessu húsi. Ég útskýrði fyrir henni erindi mitt með undurljúfum hætti. Og það virkaði. Hún hleypti mér inn fyrir, bauð mér að fara úr skónum, vísaði mér til sætis í stofunni hjá sér, og kvaðst að því búnu vilja laga te handa okkur, hvort ég viidi ekki. Jú, svaraði hún fýrir mig, þessi geðþekka kona. Ég varð tals- vert upp með mér, tók að litast um í stofunni sem Vcir lítil og skreytt mjög alla vega myndum af hinum og þessum smdlitum sem ég hafði aldrei séð áður. Og svo var þama líka lítill silfurkross á hillu milli kertastjcika yfir gerviami. Failegur gripur, hugsaði ég með mér. Svo kom konan með te og talsvert af bakkelsi, sem ég tók að mögla gegn því ekkert vildi ég að hún hefði fyrir mér. Hún hlustaði ekki á þau mótmæli, heldur hellti í bollann hjá mér og bauð mér að súpa á meðan heitt væri og fá mér síðan kökubita, en þær væm þó ekki heimabakaðar þessar, nefnilega úr bakaríinu, en talsvert væri orðið síðcin hún hefði þurft að gefa allan bakstur upp á bátinn. Það væri bakið og líka gigtin sem hefðu séð fyrir þeirri ánægju, já ánægju, því hún hefði alla sína tíð haft ákaflega gaman af öllum heimilisverkum. Eg komst aldrei almennilega að til að segja henni hvert erindi mitt væri, henni virtist það minnstu skipta, og reyndar fór svo að ég gleymdi því eftir því sem á leið Scunræður okkar. Þær fjölluðu mestmegnis um hennar gömlu góðu daga; fædd væri hún héma suður með sjó og hefði maður hennar stundað sjóinn, þar til hemn einn túrinn ökklabrotnaði, og þau hefðu þá þurft að flytjast í bæ- inn með dóttur sína, keypt sér þetta hús en hann hefði þá verið byrjaður að vinna í netum. Bömin hefðu ekki orðið fleiri, hann væri reyndar dáinn fýrir mörgum árum, og dóttirin byggi í Danmörku með mcuini sínum og þremur bömum, og þau hefðu það gott þar og hygð- ust ekki flytja heim í bráð. Já, hún væri dálítið einmana. Ég stóð upp frá borðum næstum tuttugu og fimm mínútum eftir að mér hafði verið boðið inn í þetta litla hús við Bámgötuna með snyrtilega garðinn umhveríis sig. Gamla konan fylgdi mér til dyra, jafnelskulega og hún hafði leitt mig til stofu. Ég kvaddi og hugðist að því búnu rétta henni hönd mína í kveðju- og þakklætisskyni fyrir samræðumar, en það var þá gamla koncui sem tyllti sér á sínar veik- byggðu tær, rétti lítillega úr bognu bakinu og rak mér þennan líka hlý- lega koss á kinnina. Ég var næstum hrærður er ég gekk út úr húsi þessarar konu, en þó aðallega ánægður, þó svo trú- boðið hefði farið forgörðum með öllu. Hitt var kannski meira um vert, að þarna hafði ég ljáð ein- mana sál eyra um stund; orðræðu sem sjálfsagt hafði lengi beðið út- rásar. Ég var hreint ekki frá því að ég gæti gert nokkurt gagn á þess- um vettvangi. Milli stafs og hurðar-trikkið Bámgatan ætlaði greinilega að reynast trúboði mínu vel, og því hélt ég mig við hana. Ég tók mín stuttu en ákveðnu skref austur eft- ir henni, gjóaði augunum sem endrcmær öðm hvom til himins, nei, sólin ætlaði ekki ekki að hafa það gegnum skýin þennan föstu- dag, þótt hann færðist æ nær há- degi. Bölvaður dumbungur þetta, hafði ég hugsað áður en ég áttaði mig á því að það er trúboðum ekki sæmandi að blóta. Svona gmnnt risti hann þá; blessaður guðsmað- urinn í mér. En starfið kallaði engu að síður. Þarna var ég kominn upp að mynd- arlegu steinhúsi með nýslegnum forgarði. Fjölærar jurtir skörtuðu sínu fegursta jregar ég gekk inn stíginn, að því er virtist mér til heiðurs, og ekki svo f jarri lagi þar á göngunni að mér fyndist tilveran brosa við mér. Það kom fimmtug kona til dyranna þegar ég hafði hringt þessu sígildu þrjú sem ég var búinn að temja mér við hverjar dyr. Og hún sagði ákveðið nei við þeirri ósk minni um að fá að tmfla hana svolítið með kynningu á markmiðum SAMLEIÐAR. Það var þá að ég ákvað að gerast djarfur. Ég þekkti eitt einasta trikk cilvöm heimatrúboða, sem er að troða löppinni milli stafs og hurðar þeg- ar fólkið vill loka okkar líka úti. Og þetta gerði ég. En ég hefði betur sleppt því, vegna þess að afleiðing þessa framferðis míns varð sú að fimmtuga konan innifyrir hvessti á mig augun og sagði höstug: „Nei, í guðanna bænum, fæðuP’ Mér varð hálf hverft við þessa, þó kannski eðlilegu, bón hennar. Eg fjarlægði fótinn úr falsinu, bjóst til að afsaka þetta skammarlega háttemi mitt, en þá hafði sú fimmtuga notað tím- ann og skellt í lás og horfið í flýti inn á heimili sitt að því er ég best fékk séð gegnum rúðuna í útidyra- hurðinni. Mér varð eilítið órótt. Efalítið hafði ég gengið of langt þama. Það var ekki laust við að ég skammað- ist mín. Ég hugleiddi um stund að snúa aftur til konunnar og biðja hana afsökunar fyrir mig og þá kannski ekki síður SAMLEIÐ í heild sinni. En þegar mér varð litið um öxl sá ég hvar hún fylgdist með mér út um stofugluggann sinn — þóttist vera að vökva blóm þegar augnaráð okkar mættist — og þar með sá ég að líkur á fyrirgefningu voru hverfandi litlcir: Slíkt var augnaráð hennar gegnum stóris- inn. .hann gengur inn fyrir... Svarti hundurinn, sem gerði út um frekara trúboð þessa Ijóshærða Guðsmanns í Vesturbænum. Ég ákvað að faka mér nokkra gönguferð um trúboðssvæðið til, að jafna mig á þessum leiðindum sem ég hafði komið mér í. Ég dauð- sá eftir þessum fíflagangi mínum. Ég hugsaði til þess hvort sönnum trúboðum væri hætt við uppgjöf við aðstæður sem þessar. Ég taldi svo örugglega vera, og sú niður- staða vcirð mér nokkur hughreyst- ing. Líklega leita þeir — hinir fals- lausu trúboðar — krafts og endur- nýjunar í guði sínum, þegar eitt- hvað í líkingu við þetta hendir þá. En SAMLEIÐ, hinu ímyndaða trú- félcigi mínu, hafði ekki enn unnist tími til að semja leiðbeiningar til guðsleitar. Þar af leiðandi sá ég mér ekki annað fært en að berja mér á brjóst, gleyma, og halda síð- an mínu striki. Komist í hann krappan Það strik tók sjálfkrafa stefnu á gulleitt bárujámshús við Ránar- götu. Þáð hafði engan nýsleginn forgarð, heldur stóð fast upp við gangstéttina; lítið hús en smekk- legt, utan frá að sjá. Það var ung kona með kúst í hendi sem tók á móti mér, líklega að skúra, hugsaði ég með sjálfum mér. Hún leit á mig ákaflega rannsakandi augum þegar ég tjáði henni hverra erinda ég hefði bankað upp á hjá henni. Efa- blærinn í orðum hennar var og mikill, þegar hún bauð mér að stíga inn fyrir í anddyrið. Mér varð þvi órótt, og leiddi snarlega hugann að því hvort konan sæi í gegnum mig. Hún reyndist vera framámaður í Ungu fólki með hlutverk. Ég kikn- aði talsvert í hnjáliðunum við þau tíðindi. Og heldur jókst sá titring- ur, þegar hún fór að inna mig eftir tildrögum að stofnun SAMLEIÐAR. Ég gjóaði augunum á útidyrahurð- ina, sem hún hafði lokað á eftir mér, og sagði henni að ég hefði nú kannsld ekki alveg svo mikinn tíma til að útskýra það allt saman fyrir henni. Til cdlrar guðslukku tók hún það gilt. Ég sýndi henni undir- skriftalistana, og eftir að hafa rennt yfir þá kvaðst hún hafa áhuga á að fá reynsluáskrift að tímaritinu okk- ar. Ég kvað það guðvelkomið og hún skrifaði nafn sitt undir listann. Síðan sagðist ég þurfa að flýta mér. Mér létti mikið þegar ég komst út, flýtti mér yfir götuna í hvarí frá ölíum gluggum þessa gulleita húss beint upp af gangstéttinni. Og dæsti. Áður en ég vissi af hafði ég opnað hlið að einhverju húsi þama við Ránargötuna. Þar tók ekki betra við. Stærðarinnar svartur hundur skaust upp að mér. Og s_ýndi tennumar. Þær vom stórar. Eg reyndi að blíðka voffa, en þá komu bara fleiri stórar tennur í ljós. Ég gjóaði augum til himins, jú; það væri betra að forða sér. Þetta var ærið stökk yfir girðinguna og greitt hlaup sem einhverjir hefðu líklega hlegið að ef þeir hefðu vitað að þetta var ímyndaður trúboði sem þama hentist eftir Ránargöt- unni undir hádegi þennan dumb- ungsdag í júní. Það má heita niðurstaða þessar- ar tilraunar HP til heimatrúboðs, að íslendingar séu nokkuð opnir fyrir nýjum straumum í trúmálum. Þeir em vissulega til sem loka dyr- um, en ekki færri sem opna upp á gátt og gefa aðkomumanni, þó ekki sé nema tækifæri til að kynna mál- stað sinn. Það em þá helst hund- amir sem gefa sig alls ekki! HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.