Helgarpósturinn - 21.06.1984, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 21.06.1984, Blaðsíða 9
JUK ■ WHikil óánægja mun nú ríkjandi meðal íslenskra frjáls- íþróttaþjálfara sem telja að fram hjá sér hafi verið gengið við val á flokksstjóra frjálsíþróttamanna á Olympíuleikunum í Los Angeles er Þráinn Hafsteinsson tugþrautar- maður var tekinn fram yfir þá. Þrá- inn dvelst í BcUidcUTkjunum og var lengi vel talinn líklegur keppandi á leikunum, eða allt þar til hann meiddist á íþróttaæfingu. Telja frjálsíþróttaþjálfaramir, sem vinna störf sín að mestu ólaunað, að sjálfsagt hefði verið að senda a.m.k. einn þjálfara á leikana, enda segja þeir eldd síður mikilvægt að þjálfarar fái reynslu á stórmótum sem Ólympíuleikunum en íþrótta- fólkið sjálft... Þ á er fjölmiðlarisinn ísfilm hf. að skríða af stað, og fyrsta verk- ið sem ráðist er í er aðild að kvik- mynd Agústs Guðmundssonar ,3andur“ sem þessa dagana er ver- ið að taka austur á Kirkjubæjar- klaustri. En ísfilmmenn eru að vafstra í fleiru. Stjóm fyrirtækisins er nú að kanna valkosti í kaup- um á tækjum til gerðar mynd- bandaefnis og á framtíðcirhúsnæði fyrir starísemina. Enn hefur ekki verið ráðin frcimkvæmdastjóri að ísfilm, en stjórnarformaðurinn, Indriði G. Þorsteinsson, gegnir störfum hcms á meðan fyrmefnd kaup em á könnunar- og athugun- arstigi. Ef ákveðið verður að ráðast í þau verður framkvæmdastjóri ráðinn með haustinu... D Brm.afn Jónsson, fréttamaður hjá Sjónvarpinu, mun nú hugsa sér til hreyfings þaðan. Rcifn er flug- maður að mennt og mun hafa áhuga á því að leggja þá atvinnu- grein fyrir sig, en þar er hins vegar hart barist um flestar stöður og erfitt fyrir unga menn að fá fast starf. Rafn mun hins vegar á næst- unni tengjast fluginu á þann hátt að hann gerist ritstjóri Tímaritsins Flugs, en það blað fjallar vítt og breitt um flugið og málefni þess, bæði fræðilega og á almennan hátt. Mun Rafn binda vonir við að það geti orðið fullt stcirf áður en langt um líður... ir HWLjötkaupmenn á höfuð- borgarsvæðinu em margir æfir út í þá skyndikönnun sem Neytenda- félag Reykjavíkur og nágrennis gerði fyrir skömmu á gæðum kjöt- og fiskfars í búðum þeirra. Eins og kunnugt er varð niðurstaða henn- ar sú að gerlafjöldi í þessari mat- vöm væri í flestum tilvikum langt yfir leyfilegu marki. Kjötkaupmenn segjast ekki hissa á þeirri niður- stöðu, þar sem aðferðin er félagið beitti við að hcifa uppi á sýnishom- um hafi verið síður en svo vísinda- leg. Segja kaupmenn að farið hafi verið á litlum sendiferðabíl milli verslana þeirra einhvem heitasta dag sem komið hefur í borginni á þessu sumri. Hitinn sem verður í bifreiðum við slíkar aðstæður og jafnframt sá langi tími sem það tók að fara frá fyrstu búð til þeirrar síðustu, hafi eðilega valdið því að farsið fór að hlaupa til,enda sé hér um að ræða óskaskilyrði gerla til að fjölga sér. Við venjulegan stofu- hita geta gerlcir í farsi margfaldast per mínútu... Hl yfir síðustu jól kom út bók hjá Setbergi, þar sem rætt var við fólk sem komist hefur í návígi við dauð- ann, en sloppið lifandi. Fyrir þessi jól er að vænta framhalds þessarar bókar. Hún á að heita Mitt líf og höfundar eru sem áður Guð- mundur Árni Stefánsson, rit- stjóri Alþýðublaðsins, og sr. Ön- undur Björnsson, prestur á Höfn í Hornafirði... §M ■W9ú mun afráðið að Gunnar Stefánsson bókmenntafræðingur verði settur í stöðu varadagskrár- stjóra útvarpsins. Þá er enn óaf- greitt hver verður eftirmaður Hjíirtar Pálssonar í stöðu dag- skrárstjóra. Gæti svo farið að Gunnar tæki við henni, en annar umsækjandi um varadagskrár- stjórann, Ævar Kjartansson dag- skrárfulltrúi, yrði þá Vciradagskrár- stjóri en fyrir því mun mikill áhugi meðal innanhússfólks á Skúla- götu... u 'r herbúðum Verkamanna- sambands íslands heyrir Helgar- pósturinn að Guðmundur J. Guðmundsson, formaður sam- bandsins, standi frekar höllum fæti um þessar mundir. Hcifi Guðmund- ur verið tregur til að taka skýra stefnu í kjarabaráttumálunum og að samþykkt stjómarinnar í vikunni um aðgerðir 1. september fiafi nánast verið pínd í gegn af öðrum forystumönnum. Er talsverð ólga innan forystunnar og ræða ýmsir bak við tjöldin um nauðsyn á mannabreytingum í fremstu víg- línu... || ■ ■ ið nýja „snobbhiir Reykja- víkur, - milljónalóðimar við Stiga- hlíð -, hefur mjög verið umtalað manna á meðal. Ekki síst er hvíslað um nöfn þeirra sem hæst buðu í lóðarskika og urðu ofaná þar með í þessu kapphlaupi. í dag, fimmtu- dag, verða nöfn þessa fólks gerð opinber á borgarstjómarfundi. Það var 21 lóð til úthiutunar, en f jórir af þeim sem um sóttu drógu sig til baka þegar þeir stóðu frammi fyrir dæminu, þannig að alls vom 25 efstu bjóðendur um hituna... IL i 2 hefur heldur betur rétt úr kútnum sem auglýsingamiðill eftir að niðurstöður hlustenda- könnunarinnar vom kunngerðar á dögunum, en þær vom henni sem kunnugt er mjög í vil. Mun nærri láta að auglýsingar á rásinni hafi aukist um 2/3 frá því þegar minnst var auglýst fyrir birtingu könnun- arinnar. Þykir þetta renna styrkum stoðum undir áframhcildandi starf- semi rásarinnar, en þær vom orðnar ansi veikburða á tímabili... lfiandi um auglýsingar. For- ráðamenn helstu prentsmiðja landsins munu una hag sínum frá- bærlega um þessar mundir. Segja þeir áð sjaldan eða aldrei hafi meira verið að gera við prentanir allra handanna auglýsinga. Ekki sjái fyrir endann á verkefnalistum í þessu efni og sé því víðast hvar unnið fram á nótt við auglýsinga- prentun. Það er sem sagt ekki úr öllum atvinnugreinum að heyra harmakvein... POWmB 125 WT VASAÚTGÁFA AFSKURÐGRÖFU ódýr í innkaupum, fljót að vinnasig upp, lítill viðhalds- kostnaður, auð- veld í meðförum. Fáanleg með bensín- eða dieselvél. Grafan sem kemst þar sem aðrar verða frá að hverfa vegna stærðar sinnar og/eða þyngdar. Til sýnis að Ármúla 36 laugardaginn 23.6. kl. 10-16. Ármúla 36 ^ 84363 HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.