Helgarpósturinn - 26.07.1984, Side 3

Helgarpósturinn - 26.07.1984, Side 3
M§ ■ m® •^Awiwvistur^ VESTRfÐ TAMIÐ nýralvöru VESTRL „KOrekasögurnar eru íþjóftarsálinní" ☆ Vasabrotsbækursem gefnar eru út á (slandi eiga það oft sameiginlegt að vera illa þýddar og hroðvirknis- lega unnar. Þau góðu tíðindi hafa nú spurst að málvönd- unarmaðurinn Guðni Kolbeinsson hafi snarað yfir á íslensku bókinni „Vestrið tamið“ eftir Louis L’Amour, einn ágætasta vestra-höf- und Bandaríkjanna. Guðni mun þýðatværtilþrjárbækur í viðbót eftir sama höfund fyrir nýtt forlag; Kaktus, sem áformar að gefa út þýddar bækur í vasabrotsformi. í fréttatilkynningu er sagt að lögð verði áþersla á vandaða þýðingu og frágang. ,,Ég hef gaman af góöum kúrekasögum og Louis L’Amour er í sérstöku uppáhaldi hjá mér“, sagði Guðni við Helgarpóstinn. „Kúrekasögur eru í þjóðarsál okkarenda í mörgu svipaðar fornsögunum. Ég sat einusinni merka ráð- stefnu sem hét „Second International Saga Con- ference” og þar flutti einn bandarísku gestanna bráð- skemmtilegt erindi þar sem hann fjallaði um skyldleika vestranna og íslendinga- sagna. I kúrekasögum er sagt frá vammlausum hetjum sem ríða einsamlar um héruð og bjarga óspjölluðum meyjum úr höndum vondra riddara. Svipaðar riddarasögur má finna víða um heim og þá ekkisisthéráíslandi. Þessar sögur höfða því til okkar”. „Vestrið tamið” er 170 blaðsíður að stærð og vel þýdd, eins og vænta mátti. Hinsvegar mættu útgefendur hyggja betur að prófarka- lestri, því í bókinni er heldur mikið af prentvillum.-* Aður eh þu byrjar að byggja skaltu kynna þér JLbyggingalánin og JL vöruúrvalið Það sem er mikilvægast fyrir þann sem er að byggja eru auðvitað fjármálin og byggingar- hraðinn. J.L. Byggingavörur gerir húsbyggjendum kleift að byggja með fyrsta flokics vörum á sérstökum J.L.-lánakjörum. kolli. Einnig er hægt að semja um sérstök J.L.-lán, sem miðast t.d. við útborgun líf- eyrissjóðslána eða húsnæðismálastjórnar- lána. Þannig getum við verið með frá byrj- un. J.L. Byggingalánin kvæmd: Stofnaður er viðskiptareikningur, fyrir tí- unda hvers mánaðar er úttekt fyrri mánaðar yfirfarin, a.m.k. 20% greidd í peningum, og allt að 80% sett á skuldabréf til allt að sex mánaða. Þannig er þetta framkvæmt koll af Iðnaðarmenn sem vinna fyrir viðskiptavini okkar þurfa ekki að leita annað í efniskaup- eru þannig í fram- um. Um leið og búið er að grafa grunninn getá smiðirnir komið til okkar og fengið fyrstu spýturnar. Og í framhaldi af því fæst allt byggingarefnið hjá okkur. Renndu við vestur í bæ og talaðu við okkur ef þú ert að byggja. U3 I BYGGlNGAVÖBÖRl HRINGBRAUT 120: oq verKfœi. 28-605 ' 28-693 28-1o4 Verður stríð við olíufélögin? „Nei ætli það, enda þjónar það ekki miklum tilgangi. Það er höfuðmunur á olíufélögunum hér á landi og til dæmis á hinum Norðurlöndunum. Héreru það opinberir aðilar sem ákveða bensínverðið en ekki olíufélögin. Hér verður því ekki komið á neinu verðstríði milli olíufélag- anna.“ - Þið hvöttuð samt ykkar félagsmenn til að versla í Botnsskálanum. „Það er ekki alveg rétt. Eftir að við höfðum sannreynt að þeir höfðu lækkað bensínið þar þá vöktum við athygli þeirra félagsmanna okkar sem áttu leið um Hvalfjörð á því. Við hvöttum hinsvegar ekkifólktil aðfaraúrbænum til þess eins að ná sér í bensín, enda hefði enginn grætt á því.“ - Ef þið getið ekki komið af stað verðstríði hvað getið þið þá gert? „Við höfum satt að segja ekki mikla aðstöðu til að beita efnahagslegum þrýstingi. Það þýðir til dæmis lítið að hvetja fólk til að hætta að kaupa bensín og það veit ríkisvaldið ósköp vel. Hér eru langar veglengdir og veð- ur vond þannig að slíkar aðgerðir fengju varla mikinn hljómgrunn hjá neytendum. Þetta þýðir ekki að við gerum ekki það sem við getum. I mars og apríl áttum við til dæmis viðræður við yfirvöld sem voru vinsamlegar og pínulítið gagnlegar að því er við teljum. Bensínhækkunin sem varð um daginn olli okkur því sérstaklega miklum vonbrigðum.” - Nú eru bensínlækkanir á íslandi álíka algengar og fljúgandi furðuhlutir; er ekki dapurlegt að eina lækkunin skuli komin til vegna þess að viðkomandi aðili vildi fá meira fyrir sinn snúð, frá olíufélögun- um? „Við setjumst ekki í dómarasæti um ástæðurtil lækk- unar á bensínverði. Við erum bara fegnir ef það lækkar einhversstaðar og vekur umræðu og það hefur þetta sannarlega gert. Viðbrögðin sýna mjög greinilega að fólki gersamlega ofbýður þessi skattlagning." - Hvað tekur ríkið mikið af bensínverðinu? „Hlutur ríkisins er nú tæplega sextíu prósent, sem er náttúrlega algerlega óþolandi. Við eru með mestu bíla- eign í Evrópu og líka verstu vegi í Evrópu. Við erum satt að segja með þriðju verstu vegi í heiminum og það þrátt fyrir þessa gífurlegu skattlagningu. Um síðustu áramót voru 755 kílómetrar af bundnu slitlagi á vegum landsins. Það hafði tekið fjögur ár að leggja fimmhundruð af þess- um kílómetrum og 1100 ár að leggja hina tvöhundruð og fimmtíu. Við viljum ekki hnýta í samgönguráðherra útaf þessu, hann hefur gert það sem hann hefur getað til að fá fétil vegagerðar.” - Með tilliti til þess að ríkð tekur sextiu prósent nú og svo kemur innkaupsverð og flutningskostnaður; er nokkur von á duglegri lækkun á bensínverði nema með hugarfarsbreytingu stjórnvalda? „Það er sáralítill möguleiki á að lækka verðið að einhverju marki nema ríkið minnki sína skattheimtu. Á undanförnum árum er búið að hagræða innkaupum og flutningum svona hérumbil eins og hægt er og olíufélög- in hafa sjálfsagt ekki mikið svigrúm til verðlækkunar upp á sitt eindæmi. Það sem okkur finnst alvarlegast í málinu eins og staðan er í dag er að það er komið nýtt hámark í skattheimtu og því er erfitt að una.“ - Eru þá bílaeigendur gersamlega varnarlausir? „Ekki vil ég nú taka svo djúpt í árinni. Vfirvöld hljóta að taka tillit til vilja almennings ef hann kemur nógu skýrt fram. FÍB mun gera sitt ítrasta til að svo verði og þrýsta á eins og mögulegt er að úr þessu verði bætt. Við hyggjum á frekari viðræður við stjórnvöld og ætlum þar að leggja fram faglegt mat í þessu máli. Við erum einnig að hefja viðræður við olíufélögin. FÍB mun gera allt sem í þess valdi stendur til að ýta undir málstað neytenda og fá þessa óhóflegu skattlagningu lækkaða. Þetta er skatt- stofn sem allsstaðar er notaður og við gerum okkur grein fyrir að ríkið hefur ekki efni á að neita sér alveg um hann. Én eins og þessi skattstofn er notaður í dag er hann kominn alveg út í öfgar.” Bensínlækkunin i Botnsskála og viðbrögð við henni sýna skýrar en oft áður að neytendunum ofbýður hið gifurlega bensínverð hér á landi. FÍB vakti óspart athygli félagsmanna sinna á þessari lækkun og HP sneri sér til Jónasar Bjarnason- ar, framkvæmdastjóra þess, til að forvitnast um fyrirætlanir félagsins. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.