Helgarpósturinn - 26.07.1984, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 26.07.1984, Blaðsíða 14
FRIMURARAREG EKKI eftir Ómar Friðriksson mynd: Jim Smart „Það er ekki ad spyrja að þessari nýju kynslóð blaðamanna, stundvísir í besta lagi,“ segir hann þegar ég slysast til að mæta, vonum fyrr, á umtöl- uðum tíma í viðtalið okkar. Þetta var fyrsta en hreint ekki síðasta orðið sem hann átti um nýjar kynslóðir í stétt fjölmiðlafólks meðan spjall okkar stóð yfir. Nýjungar í fjölmiðlatækni og -vinnubrögðum, framtíðarþróun fjölmiðlunar og stefnumörkun eða stefnuleysi ráðamanna á yfirvofandi upplýsingaöld og fleira í þeim dúr virðist honum hvað hugleiknast um þessar mundir. Þótt maðurinn eigi enn ófarinn töluverðan spöl í „besta aldurinn" svo- nefnda, sýndi ég samt sem áður áhuga á að ræða um fleira úr lífshlaupinu en fréttastörf og fjölmiðlaafskipti, enda er hann þekktur fyrir fleira; sér- staklega músík, jafnvel pólitík, nú og svo er hann eini íslenski karlinn sem kjörinn hefur verið hvað kynþokkafyllstur. Það er sem sagt Helgi Pétursson fréttamaður, sem er í Helgarpóstsviðtali að þessu sinni, og hann tók ljúfmannlega í þá ósk mína að „bregða á loft nokkrum svipmyndum“ úr lífi sínu, eins og hann komst sjálfur að orði. Vík- ur því sögunni fyrst suður í Kópavog. Æskustöðvarnar í þessu tilfelli. Þar bjó hann og ólst upp innst á Kópavogs- hálsinum, fram eftir öllum aldri, og tii Kópavogs sneri hann að loknu námi í Kennaraskólanum löngu síðar til að uppfræða næstu kynslóð æskufólks í Þinghólsskóla um tveggja ára skeið. Það eru þó einu kennarastörfin sem hann hefur stundað. „Ég sá aldrei neina framtíð í að vera að binda mig við kennslu. Fannst það aldrei ganga,“ segir hann, enda var þá fleira spenn- andi sem blasti við. En við höldum okkur áfram við mótunarárin. „Ég er nú heldur ilia að mér í ættfræði," segir Helgi, en kveðst þó rekja ættir sínar að Læk í Ölfusi þangað sem hann sótti stíft að dvelja á hverju sumri fram eftir öllum aldri, „og helst á veturna líka ef ég gat. Þar er nú rekin plastverksmiðja sem er kannski raunsærri hugmynd um nýtingu búgæða en afi minn fékkst við þarna," segir hann brosandi og ekki er laust við að votti fyrir pragmatisma í röddinni. „Annars voru þetta ósköp venjuleg ár. Við Óli Þórðar ólumst upp saman og vorum mikiir leik- félagar." Þau kynni stóðu reyndar allt fram á manndómsár því samstarf þeirra í Ríó þekkja flestir, og enn liggja leiðir saman; „Já, það er skemmtilegt að nú vinnum við báðir hjá sömu stofnun. Að vísu sinn í hvorri deildinni — hann í tónlistardeildinni en ég á fréttastofunni." — Varstu grallari á þessum árum? spyr ég. „Nei, ég var mikill einfari. Dundaði mikið með sjálfum mér, nema þegar við Óli vorum saman. Ég var aldrei neitt í íþróttum, eða þess háttar, og gat til dæmis aldrei farið í bíó án þess að fá hausverk af því. Svo fékk ég snert af löm- unarveiki þegar ég var 6 ára. Ætli það sýni sig ekki í andlegu atgervi," segir hann glottandi. — Og svo var þaö tónlistaruppeldiö. . . „Ég söng mikið með sjálfum mér sem krakki og móðir mín var mjög músíkölsk en tónlistar- nám var aldrei neitt tii að tala um. Ég var sendur í 2 eða 3 gítartíma en það gekk engan veginn og svo reyndi Jón Ásgeirsson um tíma að kenna mér nótur í Kennaraskólanum. Ég lagði mig ekkert fram og hef víst aldrei tileinkað mér nauðsynlegan aga tónlistarmanna," segir Helgi en síðar var hann þó hálfan vetur við nám í kontrabassaieik, enda með stórgígjuna í fang- inu mest öll Ríó-árin. — Þú hefur náttúrlega kynnst fjölmiölum strax sem smápolli, segi ég. Barstu ekki út blöd og þess háttar? „Nei, nema hvað ég lenti einu sinni í því að selja Vikuna niðri í Austurstræti. Ég gleymi því aidrei hvað það var hrikalegt. Enginn vildi kaupa og ég hírðist þarna og bölvaði blaðinu og ákvað að reyna þetta aldrei aftur." En vonsvikni blaðasölustrákurinn átti þó löngu síðar eftir að þýðast blaðið því hann ritstýrði því um skeið. Nánar um það seinna. ÚTPÆLT RÍÓTRÍÓ Helgi kemur svo næst nálægt fjölmiðlum í gagnfræðaskóla en þar fékkst hann við blaðaút- gáfu ásamt fleiri nemendum. Stjórnunarstörfin urðu þó umfangsmeiri þegar kom í Kennara- skólann því þar var hann formaður skólafélags- ins um skeið. „Það var barist hart í stjórnarkjörinu," segir hann kíminn. „Við bitumst um það hnoss, ég og Ólafur Þ. Þórðarson, núverandi alþingismaður. — Nei, það var engin pólitík í þessu, við vorum með ákveðið rekstrarform sem við vildum halda, mínir stuðningsmenn og ég.“ Og Ólafur var felldur með 9 atkvæða mun. — Hvenœr byrjaöi svo Ríótríóid? „Við byrjuðum að spila saman, ég og Óli Þórð- ar, í þriðja bekk í gagnfræðaskóla. Já, það eru um 20 ár síðan við byrjuðum á þessu. Við geng- um eiginlega inn í band sem þeir höfðu starf- rækt, Guðmundur Einarsson alþingismaður og Jón Bragi Bjarnason lífeðlisfræðingur, og kom- um inn ásamt Halldóri Fannar, sem nú starfar sem tannlæknir." Þannig gekk þetta í nokkur ár. Menn tóku svo að tínast í framhaldsnám en Ríóið í sjnu þekkt- asta formi mótaðist smátt og smátt. Ágúst Atla- son gekk til liðs við þá ’69, „nýkominn úr Nútímabörnum og vel aktívur og svo vænkaðist hagur okkar mjög þegar fjármálasnillingurinn Ómar Valdimarsson tók við umboðsmennsk- unni." Töluvert löngu áöur voru þeir þó komnir á fullt skrid og ég spyr um viötökurnar. „Það var nú alveg makalaust. Við vorum varla farnir að stilla þegar við vorum komnir út um allt að spila. Þetta var aiveg stöðug vinna og ágerðist strax. ’67 gerðum við fyrstu plötuna og alls urðu stóru plöturnar 13 talsins. Eg man að einu sinni tókum við upp tvær plötur í sömu vik- unni úti í Osló. Þetta gaf af sér svolitlar tekjur og yfirleitt seld- ust plöturnar í 9—10 þúsund eintökum en út- gáfusamningarnir voru með öðrum hætti en tíðkast í dag og allur tiikostnaður aðeins brot af því.“ Helstu fyrirmyndirnar á þessum árum voru kappar eins og þeir í Kingston tríóinu, Peter, Paul and Mary og svo hafði Savannatríóið start- að um árabil sem hafði eflaust sín áhrif, að sögn Helga sem gefur mér tilefni til að spyrja hann hvort þeir hafi ekki verið svolítið utanveltu á þessum uppgangsárum poppsins. „Nei, það held ég ekki. Lagavalið var að vísu nokkuð öðruvísi, þjóðlög og þess Jiáttar og meira gert til skemmtunar, en þegar á leið urðu textarnir gagnrýnni, sérstaklega þó vegna ljóða Jónasar Friðriks. Margir popparar spiluðu líka á plötunum okkar og Gunni Þórðar kom þar al- veg sérstaklega við sögu með útsetningar og fleira. Aldrei spiluðum við þó á böilum en einu sinni var samt dansað hjá okkur. Það var á skemmtun fyrir Færeyinga. Þetta var allt útpælt hjá okkur. Framkoman, klæðnaðurinn og við vorum alveg klárir á hvaða aldurshópar hlustuðu á okkur. Við kom- um þannig vel fyrir, greiddir og snyrtilegir,” segir hann og eflaust hafa þeir verið hreinasti tengdamömmudraumur. Var nokkur furða að þeim skyldi berast tilboð í þá áttina í Velvak- anda á sínum tíma? Helgi hlær góðlátlega. „Þetta var stórskemmtilegt allt saman og aiveg einstök reynsla. Við ferðuðumst út um öli lönd; til Norðurlandanna og Bandaríkjanna en þó er kannski spurning hversu miklu maður kynntist á þessum árum. Við vorum mjög uppteknir, æfðum stíft og vorum þannig á vissan hátt svo- lítið einangraðir. Annars voru viðtökurnar slíkar að segja má að við höfum fengið egóinu fullnægt þegar í æsku. Fengið klapp fyrir lífstíð, segjum við stundum, og þurfum ekíci meira.” — Varstu róttœkur? Hann verður hugsi. „Ég held ekki. Óli var það meira, nú og svo Jónas Friðrik, hann er róttæk- ur, en menn veltu þessu þó á ýmsan hátt fyrir sér; Vietnam og siíkum málum.” KJÓSENDUR RUKKl FLOKKANA — Var fjölmiölaáhuginn vaknaöur um þetta leyti? „Ég var alltaf „svag“ fyrir fjölmiðlum. Sá að hægt væri að koma ýmsum skilaboðum áleiðis og hræra svolítið í fóiki í gegnum þá og fannst þeir þvísnemma spennandi. Ég var svo í afleys- ingum á Tímanum, fyrst árið 1974. Þarna var ég undir ötulli fréttastjórn Helga H. Jónssonar, en auk þessa var ég af og til með einstaka músík- þætti í útvarpinu allt frá ’68 og þá lengst af með Jóni Þór Hannessyni.” ’73 fluttist hann til Noregs og var m.a. í free- lance störfum hjá norska útvarpinu. Skráði sig syo næsta vetur til náms í stjórnmálafræði við háskólann í Árósum og sótti stíft um blaða- mennskunám en fékk ekki inngöngu vegna sér- stakra inntökuskilyrða sem þá giltu. Þarna dvaldist hann um hríð en kom svo heim og haustið ’75 er Dagbiaðið í burðarliðnum. „Ómar Valdimarsson kippti mér með sér þar inn,“ segir Helgi, og þar með var fjölmiðlaferillinn virki- lega að fara af stað. — Helduröu aö þar meö hafi rannsóknar- blaöamennska aö amerískum hœtti haldiö inn- reiö sína hér? „Rannsóknarblaðamennska já,“ svarar hann íhugull. „Er til einhver önnur tegund blaða- mennsku?” Og hann heldur áfram: „Ég fæ ekki séð að greinaskrif blaðamanna hafi svo mikil áhrif. Dagblaðið gerði það að hleypa fleirum að. Ýtti undir að fleiri fóru að skrifa og sagan á bak- við tilurð þess hafði áhrif á grunsemdir gagn- vart valdamönnum, sem gaf jafnframt blaðinu meðbyr. Þetta var visst neytendaviðhorf, en tæpast hefur það þó haft fundamental áhrif á ís- lenskt þjóðlíf,” segir hann og fer að tala um af- skiptaleysi almennings gagnvart allskonai atferli ráðamanna og því almennt hvernig hlutirnir fá að ganga óáreittir fyrir sig. „Rannsóknarblaðamaðurinn setur spurningar- merki við siðferðið sem slíkt en menn yppa bara öxlum. Viðbrögðin eru engin.” Eg spyr hann hvort þeir Dagblaösménn hafi veriö undir áhrifum manna einsog Woodward og Bernstein, blaöamannanna á Washington Post sem drógu Watergate-skandalinn fram í sviösljós fjölmiölanna. Hann samsinnir því nokkuð. „Það var kíkt á ýmis mál og Jónas hamaðist skeleggur í bænd- unum og gagnrýndi hart mál sem þeir eru svo að laga nú. Það voru margir hlutir dregnir saman í blað- inu og segja má að starf blaðamanna hafi áunn- ið sér virðingu. Þetta gerist á sama tíma og hræringar eru á fréttastofu útvarps og þar inn kemur fullt af nýju fólki, viss kynslóðaskipti að gerast.” Þjóömálin eru aö komast í miöpunkt umrœö- unnar svo ég spyr hann hvort stjórnmálavett- vangurinn hafi ekki freistaö hans? Ekki vill hann beint viðurkenna það en segist þó ver að skoða Framsóknarflokkinn. — Fékkstu Framsóknartendensinn kannski al sveitadvölinni í œsku? „Nei, nei. Ég lít á mig sem frjálslyndan mann sem leitar að flokki sem hefur „tolerance” fyrir fólki. Ef Framsókn er miðjuflokkur, þá er ég framsóknarmaður,” segir hann og heldur áfram að ræða um doða almennings í þjóðmálunum: „Kjósendur eru ekki nógu kröfuharðir. Þeir rukka ekki flokkana um það sem þeir eiga inni hjá þeim.” KYNTRÖLLIN — Þú varstþó kjörinn á ööru sviöi. Kynþokka- fyllsti karlmaöur íslands, var þaö ekki?. „Ertu eitthvað hissa á því?“ svarar hann snöggt. Hlær: „Það var eitthvert grín í tímarit- inu Samúel. Annars held ég að ég hafi unnið þetta úr útvöldum hópi rosa kyntrölla. Við höf- um grínast mikið með þetta og ég held að kon- unni minni, Birnu Pálsdóttur, hafi komið þetta mest á óvart,” segir hann, hlær góðlátlega og fer að segja mér hvernig til kom að hann hætti á Vikunni sem hann hafði ritstýrt um skeið. „Ég var mikill stuðningsmaður Vigdísar í forseta- kjörinu, en við á Vikunni gáfum út sérstaka kynningarhluta um alla frambjóðendurna í blaðinu. Nú, — eigendur Vikunnar, sem eru sömu menn og standa á bakvið Dagblaðið, studdu Albert ötullega og ákváðu að styrkja framboð hans með því að endurprenta kynning- arhlutann um hann úr Vikunni til nota í kosn- ingabaráttunni. Þetta gerðu þeir alfarið án samráðs við ritstjórn og út úr því varð heljarmikill hvellur." — Oröinn vel þekktur fyrir ýmsa hluti, fannstu þig mikiö milli tannanna á fólki? „Ég hugsa að það hafi verið meira og minna frá því ég var smástrákur — 15 eða 16 ára.“ — Ertu viökvœmur fyrir almenningsálitinu? „Ekki lengur. Ég var það stundum,” hann vingsar hendinni kæruleysislega, „þetta eru svona kjaftasögur og blaður, en annars varð ég ekki var við neikvætt umtal,” hann lítur eins og spyrjandi á mig en það er til einskis; ég þekki engar slíkar sögur um þennan viðmótsþýða mann og víkjum við nú talinu að fréttastofu út- varps þar sem hann hefur starfað undanfarin ár með tveggja ára milliskotsdvöl í Bandaríkjun- um. Þar stundaði hann nám í fjölmiðlafræðum en sendi auk þess tíða fréttapistla heim bæði í útvarp og sjónvarp. „Það höfðu verið að gerast ákveðin kynslóða- skipti á fréttastofunni og ný vinnubrögð tekin upp og þróuð. Þetta má rekja allt aftur til ’75 en þarna er góð yfirstjórn og menn eru hvattir til nýjunga og að ferðast um. Svo fáum við mikil viðbrögð við öllu sem við gerum frá hlustendum.” — Lendiö þiö í aö stunda sjálfsritskoöun vegna gagnrýninnar á fréttastofuna? „Það er heilmikil sjálfsritskoðun allsstaðar. Þetta er lítið samfélag og enginn í sambærilegri aðstöðu við t.d. Washington Post þar sem menn skrifa, vitandi það að enginn getur komið ná- lægt þeim. Það er innbyggð ritskoðun í okkar litla þjóðfélagi.” — En áhrif útvarpsráös? „Ég hef ekki orðið var við að ráðið vilji hafa áhrif til óþurftar. Ég sé ekki drauginn. Þeir ættu hins vegar að huga fyrst og fremst að stefnu- mörkun í málefnum Ríkisútvarpsins. Það væri öllum fyrir bestu.” Og hann heldur áfram að ræða nýjungar og framtíðina. „Framundan eru miklar breytingar á döfinni. Fréttasendingar á Rás-2 eru í bígerð og við bíð- um spennt eftir upptökumöguleikum úti á landi,

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.