Helgarpósturinn - 26.07.1984, Side 8

Helgarpósturinn - 26.07.1984, Side 8
kom aftur suður og tók brátt upp fyrri iðju, að hans sögn, þótt hún þræti oftast fyrir það. Stundum segir hún föður sínum að hún skilji ekkert í honum, því hún telur sig ekki vera að gera neitt rangt, þótt hann haldi því fram. „Ég talaði aftur við lögreglu- mann þama suður frá og bað hann um að láta mig vita af því þegar stelpan yrði gripin næst. Þótt það yrði að vera utan allra laga, þá aðeins af mcinnlegum ástæðum. Hann neitaði því á þeirri forsendu að slíkt væri ekki í hans verkahring, auk þess sem hann bar yfirmann sinn fyrir sig. Þeir ættu sem sagt ekki að láta aðstandendur stúlknanna vita ef þær væru gripnar. Þeim virðist bara vera illa við allt aðhald. Ég veit ekki af hverju en dettur helst í hug að þeir séu orðnir þreyttir á þessu og finnist það truflun að þurfa að eiga samstarf við ame- rísku herlögregluna við að leita að stelpum inni í bröggum og undir hermönnum. Það alvarlega er að þegar þessi 14 ára er gripin þama þá er það mál bara þaggað niður svo hún hefur getað haldið þessu ótrauð áfram, þótt hún sé undir lögaldri. í Bandaríkjunum er það talið mjög aivarlegt brot að vera með böm- um undir lögaldri Hvað þá ef her- menn eiga í hlut. Undir lögaldri Það var svo fyrir nokkrum dög- um að starísmaður Unglingaheim- ilisins hringdi í mig til að segja mér að þær hefðu enn verið gripnar inni á vallarsvæðinu og marg- sinnis verið staðnar að því undan- farinn mánuð. Ég var aldrei látinn vita neitt. Ég tók stelpuna enn í gegn og setti henni skilyrði um að fara bara alfarið að heiman ef þetta ætti að ganga svona áfram en hún hefur einfaldlega umtum- ast á þessu og finnst hún ekki vera að gera neitt rangt. Hún hvarf svo að heiman fyrir um það bil viku og hefur ekki sést síðan en ég var að frétta af henni þar sem hún er komin í vinnu í frystihúsi þama í námunda við herstöðina. Maður veit svo sem af hverju það er. Hún hefur gjörbreyst á fáum mánuðum en er þó alltaf sama góða stelpcin. Það þýðir bara ekk- ert að reyna að tala hana til eins og hún er orðin.“ Hann hefur margleitað til ýmissa aðila til að leita úrbóta. Bæði félagsráðgjafa sem og manna innan íslensku löggæsl- unnar en enginn segist geta að- hafst nokkuð. Hann fullyrðir að það sé töluverður fjöldi stúlkna sem sæki svona til hermannanna og þeir reyni raunar að laða þær til sín. M.a. þekkir hann dæmi þess frá kunningjum sínum en „það er sama við hvem maður talar í þessu opinbera stjómkerfi, það vísa þessu allir frá sér. Mér finnst að almenningur ætti að fá að vita af þessu og ég er viss um að það kæmi ýmsum foreldrum á óvart ef það kæmi í ljós hvaða stúlkur leita til hermannanna, því þær hafa öll tök á að skrökva að foreldrunum og lögreglan sinnir hvorki gæsl- unni í hliðinu með vakandi hætti, né því að láta foreldrana vita ef dætur þeirra em gripnar inni á svæðinu sem þær mega alls ekki, samkvæmt landslögum, vera á.“ Hann hefur hörð orð um að- stæður og gæslu þama á Janda- mærunum" eins og hann kýs að kalla það. „Manni skilst að áður hafi verið mun betri reiður á þessu. Þá var hreinlega erfitt fyrir Islendinga að komast inn á vallar- svæðið til að heimsækja íslenska Fjölmargir viðurkenndu að hægð- arieikur væri að komast hvar sem væri í gegnum girðinguna. HP stað- festir það með þessari mynd sem segir meira en mörg orð. starfsmenn. Það vom gefnir út tímapassar til aðeins sex tíma í einu og fólk þurfti að skrifa niður nafn og heimilisfang bæði sitt eig- ið og þess sem heimsækja átti, og mátti jafnvel eiga von á að athug- að væri meðan á heimsókninni stóð hvort nokkuð hefði bmgðið útaf. Núna virðist þetta hins vegar nánast opið og eftirlitslaust. Eins hefur Keflavíkurlögreglan sagt mér að það séu göt á girðingunni HERLÍF - ÞJÓÐLÍF Samskiptin frá sjónarhóli kunnugra Samskipti íslenskra kvenna og erlendra hermanna er gömul saga og gjörkunn. Þegar varnarliðið kom hingað urðu oftlega harðir árekstrar í samskiptum lands- manna og hersins vegna þess hömluleysis sem þá gilti um ferðir þeirra utan hersvœðisins. Ýmis Ijót mál komu upp í tengslum við af- skipti hermannanna af tslensku kvenþjóðinni.sem sum hver lentu á vettvangi dómsmálanna. Oftlega var þó almenningsálitið harðasti dómarinn fyrir stúlkurnar en það ernú önnur saga. Stjómvöld tóku fljótlega upp þá stefnu að aðskilja bæri sem kostur væri herlíf og þjóðlíf og því vom settar regiur sem áttu að hamla sem mest samskiptum þama í milli. 1974 var svo enn frekar ýtt á um slíkan aðskilnað og til þeirrar ákvörðunar má m.a. rekja fram- kvæmdir við byggingu nýrrar flug- stöðvar á Keflavíkurflugvelli utan herstöðvarsvæðisins. Þessi við- leitni er þó ekki algild því 1979 létti þáverandi utanríkisráðherra hömlum af ferðafrelsi vamarliðs- manna en vegna mikillar gagnrýni sem þá reis vom fyrri reglur enn á ný settar í gildi. Ymsir hafa talið það sýna að almennur vilji ríki fyrir því að hafa herinn sem einangr- aðastan. Reynslusaga föðurins hér á undan bendir ennfremur til að ekki sé allt sem skyldi og vekur óhjá- kvæmilega upp ýmsar spuming- ar: Er sagan um „Vallarástandið" ekki einungis gömul saga, heldur og ný? Hversu dým verði vilja menn kaupa samskiptín við her- inn? „Harmleikur á mörgum heim- ilum,“ segir faðirinn og ásakanir hans á hendur ráðamönnum um slaklegt eftirlit og lítið tillit til að- standenda stúlknanna em hcirðar. Okkur á HP fannst þær am.k. gefa tilefni til nokkurra eftir- grennslana og því höfðum við samband við fjölda aðila sem hugsanlega gætu skýrt málið. Ekki náðist þó til þeirra sem málið varðar helst, þ.e. stúlknanna sjálfra, „enda fer þetta eðli sínu samkvæmt mjög leynt,“ eins og einn viðmælenda okkar komst að orði. Fastur hópur Björgvin Ámason, félagsmála- fulltrúi í Keflavík, tjáði HP að þeir yrðu lítið varir við að stúlkur væm teknar inni á Vellinum, enda kæmi aðeins til þeirra kasta ef þær væm undir lögcildri. Það væm örfá tilvik og almennt virtist lögreglan leysa þetta. Hann kvaðst oft hafa heyrt um aðgerðaleysi í vallargæslunni en meðan flugstöðin væri innan girðingæ væri öli gæsla erfiðleik- um háð. Stefanía Sörheller hjá Útideild- inni í Reykjavík sagði starfsmenn hennar ekki mikið verða vara við þessi samskipti. Lítið yrðu þau vör við útlendinga í kringum Hlemm, en þetta færi eflaust mjög leynt og heyrt hefði hún um svona mál. Þórarinn Eyfjörð hjá Unglinga- heimili ríkisins kvaðst í samtali við HP ekki hafa orðið var við að færst hefðu í vöxt samskiptí stúlkna við ameríska hermenn en þó væri alltaf til ákveðinn hópur sem sækti í þetta og í sama streng tók Reynir Ragnarsson í neyðarathvaríi Úng- lingaheimilisins. „Við verðum vör við þetta ef komið er hingað með stúlkur undir lögaldri og þá í ölv- unarástandi eða þær vilja ekki segja til heimilis. Það hafa þrjú slík mál komið upp í ár, en samvinna við lögregluna er góð. Það hefur hinsvegar færst í vöxt að foreldrar hringi hingað í leit að bömum sín- um, enda er útigangur unglinga orðið alvarlegt vandamál." Guðrún Kristinsdóttir, yfirmaður fjölskyldudeildar í Félagsmála- stofnun Reykjavíkur, kvaðst ekki þekkja til að svona mál kæmu inn á borð til þeirra en þau ættu líka við það vandamál að stríða að skorta mannafla til að sinna af- skiptum lögreglu cif ungmennum; það væri mjög brýnt að geta það í samræmi við bamavemdarlögin, en útilokað í dag. Sveiflur milli ára Næst var ieitað til lögreglunnar. Þorgeir Þorsteinsson, lögreglu- stjórinn á Keflavíkurflugvelli, sagði alltaf eitthvað vera um að stúlkur kæmust inn til hermannanna en það hefði ekkert fcirið vaxandi undanfarið. „Ég hef verið héma í 25 ár og það er alltaf munur á þessu milli ára en við gemm allt sem í okkar valdi stendur til að fyrirbyggja þetta. Höfum samband við foreldra ef þörf er á en að- skilnaður flugsins frá herstöðvar- svæðinu er brýnn því samkmllið gerir allt eftirlit erfitt." Hann viður- kenndi því dæmi þess að stúlkur kæmust inn um hliðið og girðing- una, enda væri ekki hægt að úti- loka svona samskipti með girð- ingu. Eitthvað hefði borið á að eit- urlyf væm í þessu og eins að þarna færu inn stúlkur undir lög- aldri. Almennt væri þetta þó mjög lítið, „og þær staldra ekki lengi við,“ segir Þorgeir. Hjá Keflavíkurlögreglunni feng- ust þær upplýsingar að þeir yrðu sáralítið varir við þetta. Minntust tveggja dæma um stelpur frá Upp- tökuheimilinu í Kópavogi, og þeir neituðu því að Keflavíkurlögregl- an þyrfti að hafa milligöngu í þess- um málum ef foreldrar væm að leita bama sinna á Vellinum. Grindavfkurlögreglan þarf að sinna gæslu við radarstöðina sem þar er, samhliða eftirliti í bænum, og fékk HP þær upplýsingar þar að samskiptin væm góð og engin útköll þangað í þessa veruna. „Þetta er alveg horfið," sagði Bjarki Elíasson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, aðspurður um sam- skipti hermanna í leyfum við stúlk- ur í bænum. ,Lg minnist þess ekki í langan tíma að svona hafi komið upp og svo em eftirlitsmenn frá hernum hér í bænum sem fylgjast með sínum mönnum." Rannsóknarlögreglan getur fengið mál af þessu tagi tíl með- ferðar ef stúlkurnar em t.d. undir Iögcildri. Helgi Daníelsson lög- reglufulltrúi segir HP að lítið sé um svona mál, og minntist aðeins eins slíks frá síðustu jólum. Venjulega væm þessi mál afgreidd suður á Velli. Yngri í seinni tíð En hvað segja menn sem starfa á og við vallarsvæðið? Gamal- reyndur leigubílstjóri í Keflavík: „Þær fara ekki inn með okkur en við verðum varir við að það er allt- af eitthvað um þetta, hefur jafnvel aukist ef eitthvað er upp á síðkast- ið og þær virðast jafnvel yngri. Þær komast með rútunni og það er ekki hægt að kalla þetta girð- ingu þama í kring." Kristján Jónsson, eigandi Kynnisferða, sem sér um akstur farþega frá Reykjavík til flugstöðv- arinnar leyfði sér að fullyrða að fólk gæti ekki smyglað sér með þeim inn á Völlinn. Það væri stíft eftirlit með því og ekki mörg dæmi þess að vísa þyrfti frá stúlkum sem ætluðu sér að reyna þetta. í sama streng tók bifreiðastjóri hjá Guðmundi Jónassyni, sem einnig sér um slíkan akstur. „Ég sé ekki hvernig það ætti að gerast að þær komist þama í gegn passaiausar." Annar bifreiðastjóri, á Keflavík- urrútunni hjá BSÍ, sagðist þó hafa orðið var við þetta, þótt það væri ekki mikið, og oftast sami hópur- inn. Helst væri að honum fyndist aukast að smástelpur reyndu þetta og það væri bæði farið inn um hliðið og girðinguna. ,/Etli það sé ekki billega vínið sem þær sækjast í,“ sagði hann. Þá em það hótelin. Heimilda- maður blaðsins í Keflavík, sem ekki vill láta nafns síns getið, sagði HP að nú gengi sú saga að her- mennirnir gerðu mikið af því að nota Gistiheimilið við Bláa lónið í Svartsengi, og fæm þangað með íslenskar stelpur með sér. í gesta- móttöku þess var þessu þó alfarið vísað á bug og okkur Scigt að slík tilfelli kæmu aldrei upp þar, þótt fleiri notuðu heimilið en þeir sem sæktu í leirböðin margfrægu. Sómapiltar HP leitaði upplýsinga á alls sjö gistiheimilum í Reykjavík en þar vom svörin flest á sömu lund. Enginn kannaðist við að stúlkur sæktu á herbergin til amerísku hermzinnanna þegar þeir dveidu þar, ef þeir þá dveldu þar yfirleitt. „Þeir em ákaflega kurteisir og að mörgu leyti skárri í framkomu en IslendingcU"," Vcir sveirið á einum stað, en á öðmm var okkur sagt að þeir sæktu frekar á stóm hótelin þar sem einnig væm vínstaðir eða böll, því þeir þyrftu að fýlgja ströngum reglum frá hemum og Sverrir H. Gunnlaugsson, varnarmáladeild: „Samsetning herliðsins hefur breyst frá því sem áður var.“ - DV mynd. 8 HELGARPÓSTURINN ■

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.