Helgarpósturinn - 26.07.1984, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 26.07.1984, Blaðsíða 12
aðalblaöi 700. tölublað 1500. árg. Fékk gulan skatt- seðil inn um lúguna „Líklega bilun íprentvél“, segir skattstjóri ,,Snarbrá“, segir viðtakandinn Sjá bls. 12-13 Eggert með útiskemmtun í túni Bergþórshvols um versló: „Brennan verður hápunkt- urinn“ - er kominn með auga- stað á efni í bálköstinn „Þetta er nú ekki aiveg úr lausu lofti gripið hjá yklnir", sagði Eggert Haukdal í símtali við Aðalblaðið í morgun vegna aðalfréttar biaðsins í gær um að til stæði að halda útihátíð í túni þingmannsins að Berg- þórskvoli um verlunarmanna- helgina. Frétt þessi vakti mikla athygli lesenda, einkum það að til stæði að efna til brennu á bænum að nýju. „F élagar mínir í klúbbi harmón- ikkuunnenda í sýslunni hcifa verið að þrýsta á mig undanfarin ár um að lána þeim pláss undir þetta framtak. Eg lét undan núna, enda sjálfur búinn að fá bakteríuna. Ég meina, farinn að spila sjálfur. Já, kann orðið býsna margar nótur. Eggert sagði líka blaðinu að þeir félagar sem að hátíðinni stæðu hefðu loks fundið nafn á skemmt- unina á æfingu í gærkveldi. ,JNiikkuglaumur“ skal hún heita. Eggert í túninu á Bergþórshvoli þar sem ,,NikkugIaumur“ hans fer fram um aðra helgi. ,JMú, við vonumst til að harmón- ikkuunnendur af öllu landinu sýni sig, svo þetta geti orðið árvisst", sagði þingmaðurinn og gaf okkur nokkra hressilega tóna úr nikkunni sinni í símann til að gefa smjörþef- inn af þeirri stemningu sem verða skal á Bergþórshvoli. Auk samleiks, tvíleiks og ein- leiks á nikkur; sýningar á nýjum tölvunikkum frá Japan og sögusýn- ingar á nikkunni í aldanna ráis, verður margt til skemmtunar á þessari hátíð Eggerts: „Hápunktur- inn á þessu öllu saman verður svo varðeldur seinasta kvöldið", sagði þingmaðurinn sposkur. ,Jíg hef augastað á prestsetri hér í grennd- inni en ábúendumir þar fara hvort eð er að flytja héðarí', sagði hann er við spurðum hvað hann ætlaði að nota í bálköstinn. Enn einn nýiðnaður í upp- siglingu? Lækninga- mátturl rigningar- vatni - „möguleiki á stórút- flutningi“, segir gatna- málastjóri „Okkur datt þetta bara í hug upp úr þurru þegar vatnsleiðsl- an í kaffiskúmun okkar fór I sundur einn daginn. Það var samt hellirigning úti og okkur vantaði vitanlega vatn I kaffið. Einn okkar sótti þá bara vatn á brúsa í litla laut héma fyrir utan sem hafði fyllst af rign- ingarvatni. Nú, vatnsleiðslan er ennþá sundur hjá okkur, enda rigningarvatnið algjört æði og alltaf rignir.“ Þannig segir Gylfi Baldur Brekk- an gatnamálastjóri frá því hvemig hann og starfsfélagar hans upp- götvuðu ágæti reykvíska rigning- arvatnsins fyrir algjöra tilviljun eins og nærri má geta af frásögn hans. „Við erum miklu betri menn til vinnu eftir þetta. Þetta hefur líka aukið hárvöxt minn og einn starfs- félagi minn sem hefur haft þrálátt mígreni um áraraðir finnur ekki fyrir því núna. Þetta er undralyf sem virðist lækna allt“, sagði Gylfi Gisli Baldur Brekkan í uppi- stöðulóninu í garðinum heima hjá sér þar sem regnvatnið hefur safnast undanfarnar vikur: „Þetta er algjört æði og alltaf rignir." og benti ennfremur á að á heimili hans væri ekkert drukkið núna nema rigningarvatn. Meira að segja væri hann kominn með uppi- stöðulón undir regnvatn í garðin- um hjá sér. Félagamir hjá gatnamálastjóm hafa nú stofnað hlutafélag um átöppun reykvíska rigningarvatns- ins, bæði til innanlandsnotkunar og útflutnings.. Scunkvæmt heim- ildum Aðalblaðsins ætla þeir að koma litlum stíflum fyrir á fimm völdum götum í borginni til að beisla vatnið og færa svo út kví- arnar eftir því sem undirtektimar leyfa. Þó mun hörð andstaða vera í borgarstjóm gegn leyfum til þess- ara framkvæmda. STORAUKIN SAIA A BREF- POKUM í ÞINGHOLTUNUM „Ég er forviða", hafði Finnur Finnbjömsson i Finnsbúð við Bergstaðastræti að segja Aðal- blaðinu um hina gífurlegu eftir- spura eftir brúnum bréfpokum í verslun sinni að undanförau. ,Ég á erfitt með að skilja þetta, en mest er spurt eftir stærri gerð- unum, og ég veit ekki hvort það er ímyndun í mér eða ekki, en ég hef séð myndir af flestum þessara 12 HELGARPÓSTURINN kaupenda í Þjóðviljanum. Nú, ég hef reynt að bera mig eftir því hvað verður af þessu fólki, og mér sýnist ekki betur en það haldi allt í sömu átt eftir innkaupin; beygi héma niður á Laufásveg." Blaðamaður Aðalblaðsins fór á stúfana í gær- kveldi og fylgdust með straumi fólks, sem mikið rétt lagði leið sína í Finnsbúð hvert af öðm og kom út með bréfpoka undir hendinni, beygði svo niður Baldursgötu og sveigði til hægri inn Laufásveg, samkvæmisklætt. Á móts við bandaríska sendiráðið skimaði fólkið sem snöggvast í kringum sig, stakk síðan tvö göt í pokaina sína, hvolfdi þeim yfir höfuðið og skaust að því búnu inn fyrir dyr sendi- ráðsins. Síðasti gesturinn virtist hinsveg- ar vera bréfpokalaus, en þar var þá á ferðinni Geir Hallgrímsson. Blaðamaður Aðalblaðsins notaði tækifæri og vatt sér að ráðherran- um og spurði hvasst: Hversvegna ert þú einn ekki með poka úr Finnsbúð? Utanríkisráðherra hló við: ,JMú, jæja, jæja, hafa Pam og Marsi boð- ið kommunum aftur í ölið.“ Og svo fór hann inn líka. Guðjón reynslu- borðar nýju ,,dúbídúbí“- snúðana umdeildu - sjá lifímdi frásögn á bls. 4 Hvað finnst þingmönnum um niður- stöður skoðana- könnunar AB um kríu- varpið á Hval- látrum? - sjá baksíðu og leiðara ,,Fjölskyldan í frí“ er þemað í nýju sumarmyndakeppni AB. Munið hana! Sjá glæsileg verðlaun bls. 2

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.