Helgarpósturinn - 26.07.1984, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 26.07.1984, Blaðsíða 5
☆Æ meir færist í vöxt aö fyrirtæki af ýmsu tagi bjóði viðskiptavinum sínum upp á lágværa bakgrunnstónlist úr hátölurum, og munu kjör- búðir hafa riðið á vaðið í þessum efnum. Til þessa hafa bankar ekki verið með slíka tónleika, en þar verða tækniframfarir eins og annars staðar. Iðnaðar- bankinn á Akureyri mun ætla að bjóða upp á betrekkstónlist í tenglum við breytingar á húsnæði sínu. Akureyringar bíða spenntir eftir því hvaða áhrif þessi tónlist hefur á þjónustuna, en bændur hafa þegar feng- ið þá reynslu af tónlistar- væðingu fjósa að kýrnar bæði mjólki betur og séu viðráðanlegri á allan hátt. Vafalaust veltur það mikið á lagavali hvaða áhrif tónlistin kemur til með að hafa í Iðn- aðarbankanum á Akureyri, og mætti t.d. benda á lög eins og „Nobody Loves Me When l’m Down and Out“ og titillagið úr „Rich Man, Poor Man“ .. .★ ☆ í framhaldi af klausunni um tónlistarvæðingu Iðnað- arbankaútibúsins á Akureyri má bæta því við að fyrirtæki og stofnanir á Akureyri virð- ast hafa tröllatrú á róandi frekar en vekjandi áhrifum tónlistar;þannig hefur Póstur og sími nú fengið einhver þeirra þar í bæ til að festa kaup á sérstökum út- búnaði sem tengist síma og leikur Ijúfa tölvutónlist fyrir þá sem hringja en þurfa að bíða eftir að umbeðinn maður svari. Sem dæmi má nefna að HP heyrir að í efsta sæti vinsældalistans á síma Útvegsbankans á Akureyri sé hið sígilda enska þjóðlag Greensleeves í tölvuútsetn- ingu...* Framvarða- sveitin ☆ Það var Dani hérna í heim- sókn á dögunum, sem væri svo sem ekki í frásögur færandi ef þessir menn á myndinni hefðu ekki fylgt honum hvert sem hann fór. Þetta eru strákarnir í fram- varðarsveit íslensku lögregi- unnar; mótorhjólagaurarnir sem fara alltaf fremstir með látum þegar mikið liggur við. Þeir heita Sigurður Snorrason númer 104 og Guðmundur Sigurðsson að- stoðarvarðstjóri. Ökutækin þeirra eru engir máttleys- ingjar. Tvö gljáfægð Harley- Davidson, hvort um sig 1340 kúbikk-sentimetrar að vélar- afli, sem þykir mikið. „Já, það má komast áleiðis á þessu“, sagði annar þeirra um tækið sitt. „Nei, það fer ekki svo mikill fiðringur um mann orðið á fleygiferðinni. Þetta er komið upp í vana, og maður tekur (pessu eins og hverri annarri vinnu“, sagði hinn. Þeir sögðu okkur líka að eitt svona tæki eins og þeir væru á kostaði ekki undir 500 þúsundum króna. En það er af Dananum að segja að hann er nú kominn heimtil sín, sæll og ánægður með íslandsdvölina. Hann fékk enda að skoða það helsta; Þingvelli, Dettifoss, Árnastofnun, Alþingi og heilsa upp á forsetann. Og gott ef hann hefur ekki hugs- að með sér: „Þeir hafa nú bara farið ágætlega með lýð- veldið sitt þessi fjörutíu ár frá því við réðum þeim!“ (Jmsjón: Óli Tynes og Jim Smart STOFNFJARREIKNINGUR S KATTAIÆ KKUN , OG EIGIN FJARFESTING Framlög einstaklinga til atvinnurekstrar eru frádráttarbœr frá skatt- skyldum tekjum að vissu marki skv. nýjum ákvœðum skattalaga. Frádráttur má vera allt að kr. 20.000,- á ári hjá einstaklingi eða kr. 40.000.- hjá hjónum. SKILYRÐI Til þess að njóta þessara skattafríðinda geta einstaklingar m.a. lagtfé inn á stofnfjárreikning í því skyni að stofna síðar til eigin atvinnu - rekstrar. Stofnun atvinnurekstrar máfarafram hvenær sem er innan 6 árafrá lokum innborgunarárs. INNLÁNSKJÖR Stofnfjárreikningarnir eru sérstakir innlánsreikningar bundnir í 6 mánuði. Innstæður eru verðtryggðar samkvæmt lánskjaravísitölu. Landsbankinn býður 1.54% vaxtaálag á þessa reikninga. HAGDEILDIN AÐSTOÐAR Hefur þú í hyggju að stofna til eigin atvinnurekstrar með þessum hœtti? Sésvo geturþú leitað til sérfrœðinga Hagdeildar Landsbankans að Laugavegi 7 Reykjavík og ráðfært þig við þá um rekstur fyrirtækja þér að kostnaðarlausu. Upplýsingar um stofnun stofnfjárreikninga eru veittar í sparisjóðs - deildum Landsbankans LANDSBANKINN Græddur er geymdur eyrir HELGARPÓSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.