Helgarpósturinn - 26.07.1984, Page 18

Helgarpósturinn - 26.07.1984, Page 18
Gammarnir á æfingu fyrirtónleikanaá Borginni í kvöld. F.v. Skúli Sverrisson, Björn Thoroddsen, Þórir Baldursson og Steingrímur Óli Sig- urðsson. Á myndina vantar Stefán Stefánsson saxó- fónleikara sveitar- innar. Smartmynd. Gammarnir með glænýja plötu Jass með bræðingsívafi og latneskum taktáhrifum Það hljómar öflugt jassstef úr sjálfvirka símsvaranum hans Björns Thoroddsen gítarleikara á hinum enda línunnar. ,,Láttu þér ekki bregða, “ segir rödd hans inn á milli tónanna, og hún býður mér að leggja inn skilaboð eins og gjarnt er í símasvörum, — sem ég og geri, enda tilefnið að rœða við hann um nýútkomna plötu Gamm- anna sem var að skila sér í heim- inn eftir 9 mánaða samstarf þeirra félaga. Gammar heitir platan og þegar ég næ loks tangarhaldi á Bimi segir hann mér að þar sé á ferðinni jass- plata, kannski svolítið í bræðings- stíl, ekki ósvipuð fyrstu plötu Bjöms, Svif, sem út kom fyrir nokkmm árum. Munurinn er þó sá að hér em nýir menn með Bimi sem ekki komu við sögu á Svifi, og enginn einn þar með sólóhlutverk umfram hina. Það bregður líka fyrir suður-amerískum taktáhrifum í músík Gammanna en „blessaður vertu, þetta er allt jass,“ segir Bjöm aðspurður um nánari jass- stefnutilhneigingar. ,J>að er svo misjafnt hvað menn kalla bræðing. Ætli það sé ekki helst bara það sem yngri jassleikarar em að fást við,“ bætir hann við og tilnefnir Weather Report og nýja blandið hans Miles Davis sem hvað helsta áhrifavalda á þá um þessar mund- ir. Það em engir aukvisar í Gömm- unum, því auk Bjöms, sem leikur á gítar, sér Stefán Stefánsson um saxófónleik, Þórir Baldursson um hljómborðin, Skúli Sverrisson leik- ur á bassa og Steingrímur Óii Sig- urðsson á trommur. Þeir hafa kom- ið saman af og til undanfama mán- uði á ýmsum smástöðum hér um landið en ekki getað haft eif þessu fulla atvinnu, „enda gefur þetta Iítið af sér peningalega," segir Bjöm. Þeir hsifa því fengist við ýmislegt annað samhliða, ss. kennslu, nokkrir þeirra, í jassdeild FÍH-skólans, stúdíóvinnu, auk spilamennsku í uppfærslu Þjóð- leikhússins á Gæjum og píum í vet- ur. Þeir Gcimmar em allir virkir við að semja jassmúsík, og á plötunni em verk eftir þá Bjöm, Þóri og Stefán. Og nú em þeir virkilega að setja samstarfið í gang því þeir ætla að reyna að fylgja plötunni vel eftir með hljómleikahaldi. Verða þeir á Borginni í kvöld, fimmtudag, og á næstunni mega jafnvel lands- byggðarbúar búast við að Gamm- arnir líti við á nokkrum stöðum með tónleika. ,J>að er engin skipu- lögð hringferð í anda Sumargleð- innar, heldur aðeins skroppið á nokkra staði," segir Bjöm, og þeg- ar hann er spurður um bígerðir í framtíðinni er hann hinn bjartsýn- asti og segir þá harðákveðna í að halda þessu samstarfi gangandi og að þeir hafi jafnvel augastað á jass- mótum á erlendri grund. Þeir ætli sér m.a. að fá aðila erlendis til að sjá um kynningu á plötunni utan íslenska markaðarins. Það er sem sagt engan bilbug að finna á þeim félögum en það er Geimsteinn í Keflavík sem gefur plötuna þeirra út og hún er hljóðrituð í hljóðveri þess þar syðra. -ÓF. MYNDBÖND Notað, nýlegt og gott Á myndbandaleigunum má núorðið fá flestar þær nýju myndir sem teknar em til sýninga í kvikmyndahúsunum, fljótlega eft- ir að sýningum þeirra lýkur. Stundum má reyndar fá slíkar myndir á leigu löngu áður en bíóin bregðast við. Þá er annaðhvort um ólöglegt athæfi að ræða eða að vídeóréttur- inn að myndinni hefur verið seldur sérstak- lega og kvikmyndahúsið ekki tryggt sér hsmn. Margar af þessum nýju og nýlegu bíó- myndum eru einmitt meðal eftirsóttustu myndbandanna á vídeóleigunum, eins og fram kom á títtnefndum vinsældalista Helg- arpóstsins fyrir skömmu. Nokkur dæmi um vandaðar og vinsælar bíómyndir seinni ára sem nú eru á markaðnum: Burt stýrir Burt Nafn Burt Reynolds er jafnan trygging fyrir aðsókn að kvikmynd. Hann er einkar hnyttinn og sjarmerandi leikari, glaðbeittur skelmir sem stundum minnir á snillinginn Ccuy Grant hvað varðar ýmsa takta og kóm- íska tímasetningu. En Burt vill gjama verða sjálfum sér líkur. Á hann raðast svipuð hlut- verk ár eftir ár, enda er hin hefðbundna týpa hans, kvenhollur töffari með gullhjarta, rak- in gróðalind. Tii að reyna að brjótast út úr þessari spennitreyju hefur Burt gripið til þess að gera sínar eigin myndir, - leikstýra sjálfum sér. Þetta hefur honum oft tekist prýðilega, þótt ekki hafi honum hins vegar auðncist að auka verulega við túlkunarsvið sitt. Meðal myndanna í 5.-13. sæti HP-list- ans var ein nýjasta mynd Burt Reynolds sem leikstjóra, - Sharky’s Machine, sem Austurbæjarbíó sýndi fyrir nokkru. Þama leikur Burt harðskeytta rannsóknarlöggu sem beitir óvenjulegum aðferðum og kemst á spor pólitískrar spillingar í bandarískri stórborg við að fylgjast með ferðum vænd- iskonu einnar, sem leikin er af sérlega sætri og góðri leikkonu sem heitir Rachel Ward. Leikstjórinn Burt Reynolds fer lengi framan af á kostum í þjappaðri myndfrásögn og stjóm skrautlegs leikhóps, og það er ekki honum að kenna þótt handritið missi að- eins dampinn undir lokin og lendi í æði hefðbundnum farvegi. Sharky’s Machine er engu að síður úrvalsafþreying. / stríði við Stallone Ónnur hasarmynd af betri sortinni er byggð kringum annað helsta kyntákn Arne- ríku af karlkyni, - Sylvester Stallone. Þetta er Flrst Blood sem Regnboginn sýndi á sínum tíma og mikilla vinsælda nýtur nú á myndböndum. First Blood er byggð á Scim- nefndri bók sem út hefur komið á íslensku undir þvi snjalla heiti í greipum dauðans. Viðfangsefnið er gamalkunnugt og einkar hugleikið bandcuTskum rithöfundum og kvikmyndagerðarmönnum, - örlög fýrrum Víetnamhermanns eftir heimkomuna, að- löguncu-vcuidræði hans og firring á heima- slóðum, sem í stað þess að þakka og meta framlag hermannsins í þágu þjóðarinnar er honum fjandsamlegt. Stallone leikur slíkan mann, þrautþjálfaðan frumskógarhermann sem lendir upp á kant við ruddafengið lög- reglulið í afskekktri byggð í BandcuTkjunum, segir því stríð á hendur og skilur svæðið nánast eftir í rúst. First Blood er ágætlega uppbyggð af leikstjóranum kanadíska Ted Kotcheff, með miklum tilþrifum í ofbeldis- atriðum og Stallone, sem jafnan minnir á svcuTskeggjaða freðna ýsu, er í óvenju góðu formi í hlutverkinu. Vilji menn breyta stof- unni sinni í vígvöll eina kvöldstund þá er First Blood lausnarorðið. / stríði við Hollywood Andlegur vígvöllur er afturámóti Frances, afbragðs ævisögudrama úr leik- araheiminum sem Regnboginn sýndi einnig sl. vetur við góða aðsókn. Þettaer nöturleg saga, byggð á ævi kunnrar Hollywoodleik- konu, Frances Fcumer, um hæfileikafulla og skapmikla stúlku sem neitar að selja sig og sjálfstæði sitt í siðlitlum glysheimi kvik- myndaborgarinnar og hafnar í fcuigelsi og á geðsjúkrahúsi. Myndin stendur og fellur með átakanlegum leik Jessica Lange í titil- hlutverkinu. Henni tekst að skapa samúð með þessari jafnvægislausu konu og sýna innri þróun hennar með eftirminnilegum hætti. Galli myndarinnar er hins vegar sá að Sharky’s Machine- góður lögregluþriller og Frances-ævi- saga úr kvik- myndaborginni. eftir Árna Þórarinsson handritið skipar ekki atburðum og öðru fólki í lífi leikkonunnar í nægilega virkt dramatískt samhengi, þannig að stundum verður sag- an of upptalningarleg. Frances er vönduð og mannleg mynd fyrir þá sem vil ja hvíla sig á kúlnahríð og krepptum hnefum. Pottþéttur Polanski Fyrir þá myndbandaneytendur sem aftur á móti eru í stuði fyrir bæði kúlnahríð, kreppta hnefa og magnað drama verður varla bent á betri spólu en kvikmynd Rom- an Polanskis Chinatown, sem komst á blað með þeim fimmtíu vinsælustu í HP-valinu. Chinatown er gerð 1974 og er fyrir löngu komin í hóp bestu mynda kvikmyndasög- unnar, - að mínu mati sígild einkaspæjara- mynd sem stendur síst að baki gömlu klassíkerunum The Big Sleep eftir Howard Hawks og The Maltese Falcon eftir John Huston. Þéttofið og bráðsnjallt handrit Robert Towne leiðir Jack Nicholson, í ess- inu sínu sem JJ. Gittes einkaspæjari, úr minniháttar íramhjáhaldsrannsóknum á vit óhugnanlegrar ráðgátu, þar sem völd og spilling og afbrigðileg fjölskyldumál eru samslungin. Polanski heldur meistaralega á spilunum, enda hvert einasta þeirra tromp: Sólbakað umhverfi Los Angeles á fjórða áratugnum, fyrsta flokks leikur Nicholsons, Faye Dunaway, sem er forveri Meryl Streep í sérgreininni „dularfullar konur", og sjálfs John Huston í hlutverki forherts öldungs, framúrskarandi handrit og pottþétt leik- stjóm hans sjálfs. Chinatown hefur allt: Spennu, húmor og persónuátök. Stjörnugjöf: (kvarðinn 0-4) Sharky’s Machine *** First Blood ** Frances *** Chinatown **** 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.