Helgarpósturinn - 26.07.1984, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 26.07.1984, Blaðsíða 27
l sjónvarpsþættinum fræga um verð á íslenskum sólarlandaferð- um, þar sem reyndar var fyrst og fremst staðfest það sem fram kom í Innlendri yfirsýn Helgarpóstsins tíu dögum áður um hátt leiguflugsverð íslensku flugfélaganna, bauð Injg- ólfur Guðbrandsson, forstjóri Ut- sýnar, í Iokin þeim Jóni Magnússyni, lögmanni og formanni Neytendasamtakanna, og Páli Magnússyni fréttamanni sem hleypti öllu málinu af stað í fréttatíma fyrir nokkru, að koma ókeypis til Spánar með Útsýn og kynna sér af eigin raun aðbúnað og viðurgjörning viðskiptavina Útsýnar á sólarströnd. Jón Magnússon hafnaði boðinu kurteislega en HP heyi ir að Páll hafi haft samband við Útsýn fáum dög- um seinna og spurt h\ort tilboðið stæði. Ingólfur er sagður hafa sagt já, víst stæði tilboðið, og bætti um betur: Hann bauð sjónvarpinu að senda heilt kvikmyndag< ngi niðr- eftir á kostnað Útsýnar. Aðeins fylgdi þessu kostaboði smáskilyrði, eiginlega örlítið: Sumsé það að sjón- varpsmenn tækju í leiðinni snotra fréttamynd um aðbúnað og viður- gjörning Útsýnarfarþega á sólar- ströndum. Hún þyrfti ekki einu sinni að vera lengri en 15—20 mín- útur. Til mikillar furðu mun sjón- varpið hafa hafnað þessu gullna tækifæri... lEin af toppstöðunum í flokks- vél Sjálfstæðisflokksins er nú laus. Það er staða framkvæmdastjóra fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Henni hefur undanfarið gegnt Árni Sigfússon sem verið hefur formaður Heimdallar, en jafn- an veljast í hana ungir menn á upp- leið í flokknum. Tveir menn þykja koma helst til álita í stað Arna, sem fer til framhaldsnáms erlendis: Ann- ars vegar Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, sem lengi hefur verið í forystu fyrir Félagi frjáls- hyggjumanna og hins vegar Gústaf Níelsson, sem á sæti í stjórn Sam- bands ungra sjálfstæðismanna. Lit- ið er á þessa menn sem fulltrúa tveggja arma flokksins, — Gunn- laug Sævar úr frjálshyggjuliði og Þorsteinsarmi og Gústaf úr hinum frjálslyndari Gunnars/Albertsarmi sem jafnframt er nær Friðrik Sophussyni varaformanni. Þykir sumum sem eðlilegra væri að full- trúi síðarnefnda armsins kæmist til áhrifa í flokksvéiinni, ekki síst með tilliti til þess að annar frjálshyggju- foringi, Friðrik Friðriksson, var ráðinn framkvæmdastjóri þing- flokksins gegn vilja Friðriks vara- formanns. Valið milli þessara tveggja manna kémur til kasta helstu leiðtoga Sjálfstæðisflokksins en hin endanlega og formlega ákvörðun er í höndum stjórnar full- trúaráðsins, þar sem er formaður Guðmundur H. Garðarsson. . . réttaskot svokölluð eru voða vinsæl hjá skammstöfuðu dagblöð- unum DV og NT. Þetta almenna fréttaútboð blaðanna mun þó hafa ýmsa erfiðleika í för með sér fyrir starfsfólk þeirra. Heyrir HP að rit- stjórnir þeirra séu meira og minna lamaðar við sjálfstæða fréttaöflun vegna þess að meirihiuti blaða- manna er upptekinn heilu og hálfu dagana við að elta uppi og tékka af eitthvert „fréttaskotið" sem lesandi hefur lesið inn á hina sjálfvirku sím- svara. Og stundum verða skotin skondin. Um daginn var hringt í símann sem aldrei sefur hjá DV og sagði röddin að íslenskir sjómenn hefðu þá um kvöldið framið alvar- leg spjöll á Litlu hafmeynni, stytt- unni heimsfrægu í Kaupmanna- höfn, nánar tiltekið brotið af henni tærnar. Morguninn eftir er blaða- maður settur í það verkefni að afla upplýsinga um þessa fyrirhuguðu stórfrétt. Hringir hann út og suður; í lögregluna í Kaupmannahöfn, í prest íslendinga þar í borg og svo framvegis og svo framvegis og fer allur starfsdagur hans í þetta. Um miðjan dag kemur til starfa á ritstjórn DV Eiríkur Jónsson blaðamaður sem lengi var í Kaup- mannahöfn, m.a. sem fréttaritari út- varpsins. Honum eru sögð þessi tíð- indi og þeir erfiðleikar sem DV er í við að fá þau staðfest. Þá segir Eirík- ur sem satt er: Tærnar hafa ekki verið brotnar af Litlu hafmeynni, hvorki af íslenskum sjómönnum né öðrum, því Litia hafmeyjan hefur ekki tær, frekar en hafmeyjar yfir- leitt. — Þannig fór það fréttaskot fyrir lítið.. . ic H^^æra Jóns Skaftasonar yf- irborgarfógeta á hendur Jóni Oddssyni hæstaréttarlögmanni var til frásagnar í HP fyrir viku, en Jón kærði Jón fyrir að hafa valdið ónæði á heimilum þeirra Skafta Jónssonar með látlausum sím- hringingum að næturlagi. í vikunni barst HP í umslagi afrit af símskeyti sem Jón Oddsson hefur sent Jóni Skaftasyni og hljóðar það svo: „Aðvörun. Askorun um leiðrétt- ingu kæru og formlegrar afsökunar- beiðni fyrir 24. júlí. Að öðrum kosti allur réttur áskilinn sbr. 148. grein almennra hegningarlaga." í tilvitn- aðri lagagrein er kveðið á um viður- lög við rangri kæru, röngum framburði o.s.frv.. . . F logið hefur fyrir, samkvæmt heimildum HP í viðskiptalífinu, að hið umsvifamikla fyrirtæki Þýsk-ís- lenska verslunarfélagið hafi hug á að kaupa annað umsvifamikið fyrir- tæki, Hljómbæ. Viðræður þar að lútandi hafa staðið yfir að undan- förnu milli Ómars Kristjánssonar í Þýsk-íslenska og þeirra Bjarna Stefánssonar og Péturs Björns- sonar í Hljómbæ.. . Shíiis og HP hefur þegar greint frá eru ýmsar mannabreytingar á döfinni hjá hljóðvarpinu og nú bæt- ist enn við þann iista. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er nú tal- ið nær fullvíst að Andrés Björns- son útvarpsstjóri láti af störfum innan skamms. Eins mun Guðmundur Jónsson fram- kvæmdastjóri hugsa sér til hreyf- ings um næstu áramót, og við þetta bætast svo jafnvel fréttastjórar bæði hljóðvarps og sjónvarps, þau Margrét Indriðadóttir og Emil Björnsson. Það eru sem sagt mikil mannaskipti yfirvofandi hjá útvarp- inu og sumir segja að kynslóða- skipti fylgi í kjölfarið með viðeig- andi breytingum fyrir þessar stofn- anir... mM ■ WÍ ý reglugerð var samþykkt í borgarstjórn í vor þar sem réttur listamanna í stjórn Kjarvalsstaða var skertur verulega, svo sem kunn- ugt er. í þessari breytingu fólst með- al annars að nú munu aðeins þrír pólitískir fulltrúar ákveða hver hljóti starfslaun borgarlistamanns. Áður var það svo að listamenn áttu tvo fulltrúa sem tóku þátt í þessari ákvörðun. Er HP sagt að íslenskir listamenn bíði spenntir eftir því hvort Sjálfstæðisflokkurinn hygli sínum mönnum. Það mun ráðast í ágústmánuði... A1 H W Hikil uppsveifla er í rekstri Frjáls framtaks um þessar mundir. Fyrirtækið var nýverið að festa sér útgáfuréttinn á landkynningarrit- inu Áföngum sem Sigurður Sig- urðsson hefur gefið út og ritstýrt fram að þessu. Þá hefur Frjálst fram- tak sent frá sér enn eitt sérritið og fjallar það um sportveiðar. Það heit- ir Á veiðum og er Ólafur Jóhanns- son ritstjóri þess, en upplagið verður líkast til í 7500 eintökum. Auk þessa eru í bígerð nokkur önnur sérrit frá fyrirtækinu, og það sem meira er, það hyggur á bókaútgáfu á komandi hausti. Þykir víst að þar muni fara sérfræðibækur af einhverju tagi.. . R ■^Litstjóri Áfanga verður Sig- hvatur Blöndahl og er hann þar með ritstjóri hvorki meira né minna. en fimm tímarita hjá Frjálsu fram- taki. Trúlega er þetta einsdæmi í ís- landssögunni að einn maður stýri svo mörgum blöðum og er ljóst að í íslenskum blaðaheimi myndu losna margar vænar stöður ef Sighvatur ákvæði að snúa sér að öðru. .. Ljóst þykir að kennarar munu grípa til þess ráðs í haust að segja upp störfum sínum og freista þess þannig að ná fram bættum launa- kjörum. Eru kennarar við nokkra skóla í Reykjavík þegar famir að segja upp, og munu t.d. 13 kennar- ar við Arbæjarskóla hafa sagt upp störfum. Nokkur kvíði mun þó vera í kennurunum þar sem mjög mikil eftirspum hefur verið eftir kenn- aréistöðum á Reykjavíkursvæðinu og óttast þeir sem hafa þar stöður að kennarar utan af landi sýni ekki stéttvísi og sæki um ef stöðumar verða auglýstar lausar til um- sókna... Hverfisgata 56 — Sími 23700. Opiðfró kl. 12-23 virka daga og 14—23 laugardaga og sunnudaga. Nóatún 17 — Sími 23670. Opið fró kl. 15—23 virka daga og 14—23 laugardaga og sunnudaga. Júmbó-is Akureyri — Fellagörðum Glerórgötu - Sími 77130. - Sími 26088. Opið fró kl. Opið fró kl. 9—23.30 alla daga. 9—23.30 alla daga. Ath. að heimilt er að skila spólum á öllum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. M'~í Whot hoppcrxd tohim thould WP*" Munið afsláttarkortin. Nýtt efni daglega. íslenskur texti. FYRIR MYNDBANDALEIGUR Sölusími 26858 — Opið frá kl. 9—18 — Hverfisgötu 50, 3. hæð. STALLONE Vhe Retwm of the SoJdíeo VfSA HELGARPÓSTURINN 27

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.