Helgarpósturinn - 26.07.1984, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 26.07.1984, Blaðsíða 6
INNLEND YFIRSYN Kyrrdin rofin Það var ekki laust við að ýmsum brygði í brún þegar þær fréttir bárust að til stæði að halda mikla verslunarmannahelgargleði í Viðey. Undanfarin ár hefur Viðey smám- saman verið að vinna sér sess sem einstak- lega kyrrlátur og yndislegur staður til að heimsækja á góðviðrisdögum. Sérstaklega, eru fjölskyldur famar að gera tíðreist út í eyna til að eiga þar friðsælan dag fjarri skarkala höfuðborgarinnar. Hvað sem um hátíðir verslunarmanna- helgarinnar má annars segja er eitt alveg öruggt; þær eru ekki kyrrlátar. Það hefur verið árviss agúrkufrétt hjá dagblöðunum um langt skeið að birta myndir og frásagnir af hinum hrikalegustu dryldcjuhátíðum sem haldnar hafa verið víðsvegar um landið um þessa helgi. Mest hefur borið á myndum af kófdrukknum unglingum sem annaðhvort hafa reikað rænulitlir um ýmsa unaðsreiti landsins eða þá legið afvelta í þeim. Það urðu því margir skelfingu lostnir þegcir þeir sáu fyrir sér þessa sömu ung- linga reikandi — þúsundum samcui — um eyna góðu, væntanlega dettandi í sjóinn og takandi Viðeyjarstofu í varðeldinn til að þurrka sér við. Aðrir telja ekkert því til fyrirstöðu að þama sé hægt að hafa það gott eftirlit að ekki spillist eyjan. Bent er á að um langt árabil hafi verið talað um nauðsyn þess að lífga upp á Reykjavík og þótt einkum hafi verið talað um gamla miðbæinn í því efni sé ekki síður ástæða til að borgarbúar eignist góðan sameiginlegan samkomustað „úti í náttúmnni". Yfirvöld virðast vera á sama máli þrátt fyrir frekar neikvæða afstöðu þjóðminja- varðar og Náttúmvemdarráðs. „Ég vildi helst losna við svona fjöldasam- komur í Viðey“, segir Þór Magnússon þjóð- minjavörður í viðtali við HP. „Við erum í miðjum klíðum að gera upp kirkjuna og stofuna. Þessi hús em óvarin og ég óttast að ef þama verður mikill fólksfjöldi verði erfitt að verja þau fyrir ágangi. Þama hafa verið haldin friðsamleg mót, til dæmis skáta, og ég hef síður en svo á móti því að Reykvíkingar njóti útivistar í Viðey. Ég hef hinsvegar af því áhyggjur að svona hátíð geti komið niður á eynni og mannvirkjum þar“. Það er lögreglustjórinn í Reykjavík sem veitir leyfi til þessarar hátíðar. „Það er ekki búið að veita þetta leyfi", segir Willicim Th. Möller, fulltrúi iögreglu- stjóra. .T’að er hinsvegar búið að gera við- komandi grein fyrir því að ef þeir uppfylli öll skilyrði sem em sett þá verði leyfið veitt. Og þetta em heilmikil skilyrði, báeði af okkar hálfu og heilbrigðiseftirlitsins. Hvað okkur snertir verða þeir að setja tryggingu fyrir löggæslukostnaði. Skemmtuninni em sett ákveðin tímamörk og það em ákvæði um að dansleikir megi ekki standa lengur en til kl.03. Það em viss ákvæði um flutning á bátum og til dæmis má ekki flytja fólk út í Viðey eftir miðnætti. Skemmtanahaldarar verða að tryggja að hjálparsveitir verði á staðnum og nægilegt starfsfólk til að annast veitingarekstur og aðra þjónustu. Það em líka skilyrði um hvar megi vera á eynni og lögð áhersla á að vel verði gætt að fomminjum og náttúrufyrir- bærum". Borgin á meirihluta Viðeyjar og þurfti því fyrir sitt leyti að gefa leyfi til að þessi hátið yrði haldin í Viðey. ,T>að hefði sjálfsagt verið einfaildast að draga sængina uppfyrir haus og segja: nei, nei, nei,“ sagði Markús Öm Antonsson, for- seti borgcirstjómar, við HP. „Mér finnst hins- vegar, persónulega, að borgarráð hafi farið réttu leiðina með því að veita þetta leyfi. Það var auðvitað ekki gert að óathuguðu máli. Við sendum þetta erindi til umfjöllun- ar í æskulýðsráði þar sem menn em hvað fróðastir um útiskemmtanir. Þaðan kom fjöldinn allur af ábendingum um hreinlætis- aðstöðu, gæslu og þessháttcir og þá tók borgarráð þá ákvörðun að veita leyfi skilyrt því að þessir hlutir yrðu í lagi. Reykjavíkurborg á Viðey og það hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun um framtíð hennar en það má allt eins gera ráð fyrir að þar verði í framtíðinni ýmsar úti- skemmtanir. Því þykir mér eðlilegt að nú hafi verið Ieyft að nota hluta af eynni íþess- um tilgangi. Það er ljóst að þessu fylgir nokkur áhætta en það hefði ekki verið rétt hjá borgarráði að dæma æskulýðinn í landinu fyrirfram óhæfcin til að vera á svona skemmtun. Þá væri alveg eins hægt að setja á hann út- göngubann á kvöldin og um helgar". Það er ljóst að það þarf gríðarmiklar framkvæmdir og undirbúning í Viðey til að þar sé hægt að halda mörgþúsund manna hátíð. Hvemig ætla mótshaldarar að tryggja rafmagn, hreinlætisaðstöðu, gæslu og þar frameftir götunum. ,^>að er óskapleg vinna", sagði Eggert Sveinbjömsson, sem stendur að hátiðinni ásamt Magnúsi Kjartanssyni. „Og það er þannig að öllu staðið að við erum sann- færðir um að þetta verði góð hátið sem fer vel fram. Hvað snertir rafmagn fýrir hljóð- færin þá förum við einfaldlega með raf- stððvar út í eyna. Hreinlætisaðstaðan verð- ur nú bara kamrar, eins og venjulegt er á slíkum útihátíðum, og stórir vaskar. Það er uppspretta í eynni. Hafsteinn Sveinsson sér um fólksflutninga og félagar úr Snarfara að- stoða eftir þörfum auk þess sem þeir halda uppi „strandgæslu". Við verðum með hjálp- arsveit skáta og tvo lækna á staðnum og þeir hafa til umráða tvo báta og svo bfl sem verður á vakt uppi á landi allan sólarhring- inn. Handboltcfliðar úr Kópavogi verða á mótssvæðinu og hjálpa fólki við að tjalda og koma sér fyrir, auk þess sem þeir halda uppi eftirliti. Sérstakur tjcfldsvæðisstjóri er nú einmitt útí Viðey að merkja tjaldstæði og götur. Það verða sérstakir verðir um Viðeyj- arstofu og kirkjuna en við höfum nú satt að segja þá trú á unga fólkinu í dag að til þeirra kasta komi ekki. Við teljum þetta semsagt góða hátíð. Það verður að gera eitthvað fyrir Reykvfldnga, það er ekki hægt að setja alla á mölina. Þama er frábært útivistarsvæði og skömm ef fólk fengi ekki að njóta þess“. ERLEND YFIRSÝN • Taylor mistókst að rétta Continental Illinois við, svo Reagan varð að taka við bankanum. Óttinn við bankahrun yfir- sterkari óbeit á ríkisrekstri Þvert gegn vilja sínum, og í berhögg við yfirlýsta stefnu og hugmyndafræði, er ríkis- stjóm Ronalds Reagans í Bandciríkjunum orðin eigandi að viðskiptabanka. í gær tók ríkisstofnunin Federal Deposit Insurance Corp. við eignarhaldi á áttunda stærsta banka í Bandaríkjunum, Continental Ulinois National Bcink & Trust Co. í Chicago. Hefði ekki ríkisvaldið komið til skjalanna, blasti hmn við Continental Illinois, og því hefði fylgt slíkur háski fyrir fjármálakerfi Bcinda- ríkjanna, að Reagan fannst ekki áhorfsmál að sporðrenna kennisetningum stjómar sinnar. Afdrif Continental Illinois og viðbrögð Bandarfkjcistjómar við vandkvæðum bank- ans em staðfesting á máli þeirra, sem hamr- að hafa á því síðustu árin, að heimsfjármál- in séu í háskalegum ólestri, vegna þess að stórbankar iðnvæddu landanna hafa síð- asta áratug verið að bisa við verkefni sem þeir ráða ekki við. Úr þeim vanda sem af þessu hlýst verður ekki ráðið, nema til komi samræmdar aðgerðir, sem em ekki á ann- arra færi en ríkistjóma og alþjóðastofnana á þeirra vegum. Vcmdkvæði Continental Illinois komu í Ijós í maí í vor. Þá kom upp kvittur um versnandi stöðu bankans í komkauphöll- inni í Chicago. Orðrómurinn barst skjótt til innstæðueigenda utan Bandaríkjanna einkum í Austur-Asíu, og um leið og þeir tóku út innlög sín, komst bankinn í vand- ræði með reiðufé. Ástæðan til að Continental Illinois átti hag sinn undir erlendum innstæðueigend- um, er hmn tiltölulega lítils banka, Penn Square í Oklahoma árið 1982. Continental bankinn hcflði tekið að sér lán frá Penn Square svo nam milljarði dollara, og reynd- ust þau mestan part illinnheimtanleg. Cont- inental er annar tveggja stórbanka í mið- fylkjum Bandaríkjanna. Hann hefur lítt lagt sig eftir viðskiptum við almenning, heldur ávaxtað sjóði og reiðufé stórfyrirtækja. Federal Deposit Insurcince Corp., ríkis- stofnunin sem nú hefur tekið við bankanum og hefur það hlutverk að ábyrgjast af ríkis- ins hálfu sparifé almennings í bandarískum bönkum, tekur ekki ábyrgð nema á 100.000 dollumm af hverri innstæðu. Um leið og efasemdir komu upp um stöðu bankans, tóku sjóðir og stórfyrirtæki að forða innstæðum sínum, sem námu tugum eða hundmðum milljóna dollara, en nutu aðeins tryggingar að 100.000 dollara mark- inu.ef illafæri. David G. Taylor, formaður bankastjómar Continental, greip þá til þess ráðs að leita ákaft eftir innlögum í bankann erlendis frá, og varð vemlega ágengt, einkum í Asíu- löndum. En sá árangur reyndist skamm- góður vermir, þegar erlendu innstæðueig- endumir gerðu sér grein fyrir áhættunni, sem fyrr hafði ýtt undir bandarísku við- skiptavinina að forða fúlgum sínum úr þessum banka. Strax í maí sameinuðust tuttugu og átta stórbankar í Bandaríkjunum undir forustu FDIC um að leggja Continental til hálfan áttunda milljarð dollara. Síðan hefur ríkis- stofnun þessi beitt sér fyrir athugun á f jölda úrræða til að reisa Continental við til fram- búðar. Athugað hefur verið að sameina hcmn öðmm banka, að fá fjársterkan aðila til að kaupa sig inn í bankann og styrkja þar með höfuðstól hans, og loks að koma van- skilaskuldum með afföllum í eigu sjálfstæðs fyrirtækis, sem margir bankar sameinuðust um að stofna, en Continental stæði eftir með stórbættan efnahagsreikning. Öll hafa þessi úrræði runnið út í sandinn, og í gær var svo komið að FDIC keypti af Continental vanskilalán bankans en fékk í staðinn hlutabréf í honum, sem gera liann að fyrsta banka í Bandaríkjunum í ríkiseign. Astæðcin til að ríkisstjómin lætur FDIC ganga þannig í berhögg við fyrri fordæmi og yfirlýsta stjómarstefnu, er að veilumar í bandarísku bankakerfi ná miklu viðcir en til Continental. Skömmu eftir að vitnaðist um erfiðleika Chicago-bankans, kom upp kvitt- ur um að einn af stórbönkum New York, Manufacturers Hamover Trust Co., hinn . fjórði stærsti í Bandaríkjunum, ætti í krögg- um. Verðfall varð samstundis á kauphöll- inni í Wall Street, en á daginn kom að ein- ungis var um að ræða gróðabragð verð- bréfasala, sem náðu með því í hlutabréf í Manufacturers Hanover undir sannvirði. Svona leiki er unnt að leika, vegna þess að hver einasti stórbanki í Bandaríkjunum á útistandandi vanskilalán svo milljörðum eftir Magnús Torfa Ólafsson dollara skiptir í þróunarlöndunum, einkum ríkjum Rómönsku Ameríku. A síðasta áratug tóku bankar iðnríkjanna að sér að ávaxta fé, einkum viðskiptaafgang olíuframleiðslulcmda, með lánveitingum til þróunarlanda, bæði til að fjármagna olíu- innflutning þeirra og kosta misjafnlega vel grundaðar framkvæmdir. Eiga nú bankamir i útistandandi hjá ríkjum sem eiga í greiðslu- vandræðum yfir 800 milljarða Bandaríkja- dollara. Greiðslufrestir á afborgunum mestu skuldaranna, eins og Argentínu, Brasilíu og Mexíkó, hrökkva ekki lengur til. Sífellt er verið að ganga frá viðbótarlcinum af hálfu einkabanka og alþjóðastofnana, til að láta líta svo út að staðið sé í skilum með vaxta- greiðslur, og bandarísku bankamir þurfi ekki að taka þessar gífurlegu f járhæðir út af eignareikningi sínum, eins og þeim ber, þegar um vanskilalán er að ræða. Gerðu þeir það, væri eignareikningur flestra orð- inn neikvæður. Hvorki bankamir, ríkisstjómir iðnríkja né alþjóða fjármálastofnanir fást enn til að horfast í augu við vemleikcmn og viður- kenna, að þama er mestan part um að ræða fé sem cfldrei verður endurgreitt. Það er útilokað að þróunarlöndin megni að koma sér upp þeim greiðsluafgangi sem með þarf til að standa í skilum. Ríkisstjómum er ógemingur að þjarma að kjörum þegna sinna eins og með þyrfti til að standa í skilum við iðnríkin, og þau eiga þess fyrir sitt leyti engan kost að taka við því útflutn- ingsmagni frá þróunarlöndunum, sem dygði til að afla fjár upp í afborganir og vexti. Níu stærstu bankar Bandaríkjanna eiga útistandandi í þróunarlöndum fjárhaeð sem er samtals tvisvar og hálfu sinni hærri en samanlagður höfuðstóll þeirra og vara- sjóðir. Því þarf ekki nema hluti skuldanna að tapast, til að bandaríska bcinkakerfið í heild riði til falls. Haldi Bandaríkjastjóm uppteknum hætti, að þverskallast við að skuldakreppan sé tekin til meðferðar með sameiginlegu átaki á alþjóðavettvangi, getur hún fyrr en varir þurft að taka að sér fleiri stórbanka en Continental Illinois. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.