Helgarpósturinn - 26.07.1984, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 26.07.1984, Blaðsíða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarfulltrúi: Hallgrímur Thorsteinsson Blaðamenn: Óli Týnes, Ómar Friðriksson og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Útlit: Björgviri Ólafsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Hildur Finnsdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Guðmundur H. Jóhannesson Auglýsingar: Steen Johansson Markaðsmál, sölustjórn og dreifing: Hákon Hákonarson, Sigþór Hákonarson. Innheimta: Jóhanna Hilmarsdóttir Afgreiðsla: Ásdís Bragadóttir. Lausasöluverð kr. 35. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrif- stofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11. Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Höfum fjör í ellinni! Hraðinn úti í þjóðfélaginu er með ólíkindum ef fólk gef- ur sér tíma til að velta þeim þaetti tilverunnar fyrir sér. En það er sjaldnast. Meiri- hluti hverrar þjóðar lifir í þessu munstri, og þar eð svo er, þykir sjálfsagt að keppa við tímann dag hvern. Einn þáttur í þessu munstri meirihlutans er at- vinnan. Allur þorri þjóðar- innar býr við þann munað að hafa að einhverju starfi að hverfa hvern morgun. Þjóð- félagið hefur not fyrir hann. Þessi þorri hverrar þjóðar skiptir hana máli, í pening- um talið. Og þegar það ger- ist að einhverjir úr þessum hópi verða atvinnulausir af einhverjum ástæðum, er strax farið að tala um félags- leg vandamál. Iðjuleysi dag eftir dag hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir þjóðfélagið í heild sinni og þá sem þar með hafa að engu að hverfa. Þannig er gengið út frá bví sem vísu að atvinna sé nverjum manni nauðsynleg í nútímaþjóðfélagi hraða og ákafa. Þó er þetta ekki algilt. Daglega þurfa tugir íslend- inga að hverfa frá sínum störfum og þess ekki óskað að þeir snúi til þeirra aftur. Þessi hópur hefur náð viss- um mörkum í árum talið. Dag nokkurn dæmir þjóðfé- lagið það gamalt. Það er ekki lengur þörf fyrir það úti í atvinnulífinu. Það segir því að gjöra svo vel að gerast atvinnuleysingjar. i Þetta er fólk sem hefur í áratugi vanið sig á að taka fullan þátt í hraða atvinnu- lífsins, verið virkt eins og annað fólk. Því reynist erfitt að aðlaga sig nýjum aðstæðum, draga skyndi- lega úr hraðanum og setjast í helgan stein, burtséð frá því að það er ef til vill við hestaheilsu. Tilgangsleysið gerir vart vð sig, enda eðli-, legt þar sem því sýnist eng- inn hafa lengur þörf fyrir krafta þess, skoðanir, tillög- ureðatilveru. Á þetta er minnst í tilefni greinar sem Helgarpóstur- inn birtir í dag. Þar býður blaðið öldruðum hjónum að líta á næturlífið í borginni eins og það gerist hraðast og ákafast. Þar kemur vel í Ijós hvernig gömlu fólki er kippt úr sambandi við hvers- dagsheiminn. Því er bein- línis gert að tileinka sér önn- ur lífsgildi en aðrir. Líklega yrði farið í langar kröfugöng- ur ef annar aldurshópur fengi álíkaafgreiðslu. BRÉF TIL RITSTJÓRNAR Ólíklegir píslarvottar Þær eru dálítið broslegar, til- raunir Svavars Gestssonar og Oleifs Ragnars Grímssonar til að gera sig að píslarvottum vegna þess að bandaríski sendiherranna skuli ekki vilja gera þá að forsætisráð- herrum. Ég hef alltaf dáðst að Svavari fyr- ir hvað hcinn er fljúgandi mælskur ræðumaður og hvað hann á yfir- leitt létt með málið, hvort sem er í ræðu eða riti. Dæmi um það má sjá í lesendabréfi hans í síðasta Helg- arpósti þæ sem honum tókst, í einni setningu, að slíta úr sam- hengi, rangfæra, rangtúlka og snúa út úr því sem sendiherrann sagði. í viðtalinu sem ég átti við Marshall Brement leitaði ég eftir persónulegum skoðunum hans á ýmsum hlutum og auðvitað var meðal annars fjallað um pólitík. Ég spurði, svona hálft í gcimni, hvort ekki færi hrollur um sendiherra Bandaríkjsmna þegar Alþýðu- bandalagið kæmist í ríkisstjóm. Hann svaraði í sama dúr og sagði að sig dreymdi ekkert um hestakerrur og fallöxi þótt Alþýðu- bandalcigið væri í stjóm. Síðan sagði hann orðrétt: „Persónulega myndi ég ekki velja Svavar eða Ólcif Ragnar Grímsson sem forsætis- ráðherra en Bandaríkin em reiðu- búin að eiga vinsamleg samskipti við hvaða lýðræðislega kjöma ríkisstjóm sem er, á íslandi." í meðferð Svavars verður þetta svona í lesendabréfinu: ,J viðtalinu kemur ennfremur á daginn að sendiherrann, og þá væntanlega um leið forseti Banda- ríkjanna, vilja ráða því hverjir em ráðherrar á Islandi." Þetta leggur Svavar og Þjóðvilja- liðið út sem óskaplega íhlutun í íslensk inncinríkismál. Þetta minnir dálítið á þegar Lísa í Undralandi hitti Humpty Dumpty og sá góði BRÉF TIL RITST4ÓRMAB íse— Vlanavinlr og Sr dagikrár»t>ór» LSD [S1 gss APAfSA C— ~r^-T.~V~Tr~ mn Sssgrlf: usá |§~Í1= 1 S2) SIS sgfism S+á- ks=ar.sr= ■swjíps: gfSSS HrHc-rjsrs ** «—r EZZCÍZJZJZ §5bÍͧ S? SSSÍSipc 3«. gssaSasg P-'Li' ... a. =3H~T: m ÚSrSzSk =Sh Brement, Ífep=='ijrdi sssscsr B og Ema WM aKEÍÍis tSSijSSSzz!; gjglg; 1 - ’ *“ maður sagði að orð þýddu það sem hann vildi að þau þýddu." Og við munum öll hvemig fór fyrir Humpty Dumpty. Óli Tynes. ÖKJU- LJOSIIM Ökuljósin kosta litið og því er um að gera aö spara þau ekki í ryki og dimmviðri eða þegar skyggja tekur. Best af öllu er að aka ávallt með ökuljósum. yUMFERÐAR Æ& RÁÐ |f ■ ^^eppinautur Frjáls framtaks í sérritaútgáfunni, útgáfufélagið Fjölnir hf., er líka í miklum upp- gangi og mun hið nýja rit þess, Mannlíf seljast vel. Fjölnir hefur nú ráðið til sín nýjan blaðamann, sem er Sigurdur Sverrisson, reyndur fréttamaður af Morgunblaðinu, poppsérfræðingur og dagskrár- gerðarmaður á Rás 2. Þá hefur nýr auglýsingastjóri verið ráðinn að v Mannlífi, Lilja Hrönn Hauksdóttir sem áður var á auglýsingadeild Morgunblaðsins og hjá Frjálsu framtaki... Y ■ msum aðstandendum Am- arflugs hefur lengi þótt miður að félagið skuii ekki hafa neinn fastan blaðEdulltrúa. Þeir hafa bent á að í blöðunum megi nær dagleg finna einhverjar jákvæðar fréttir um Flugleiðir, enda fagmenn að verki þar sem em blaðafulltrúar Flug- leiða þeir Sveinn Sæmundsson og Sæmundur Guðvinsson. Á þessu hefur nú verið ráðin bót og Stefán Halldórsson mun um næstu mánaðamót snúa sér að kynningarmálum fyrir Amarflug. Opið virkadaga kl. 16-23. Laugardaga og sunnudaga kl. 14-23. Vídeóklúbburinn Stórholti 1. Sími35450. Stefán var áður fulltrúi í markaðs- deild félagsins en á líka að baki langan feril í fjölmiðlun, meðal annars sem blaðamaður á Mogg- anum... Æ Itli sé skortur á góðum framsóknarmönnum í Búðardal? Athygli Helgarpóstsins var vakin á þessari spurningu vegna auglýsinga á raðauglýsingasíðum Morgun- blaðsins s.l. sunnudag. Þar var aug- lýst eftir hvorki meira né minna en kaupfélagsstjóra, fulltrúa kaupfé- lagsstjóra, launagjaldkera og al- mennum skrifstofumanni hjá Kaupfélagi Hvammsfjarðar, Búðardal, — á einu bretti. . . róskan í myndbandafyrir- tækjunum hefur verið til frásagnar hér í þessum dálkum. Við sögðum m.a. frá nýju fyrirtæki sem ætlar að hefja framleiðslu myndbandaefnis og er í eigu ýmissa starfsmanna sjónvarpsins, Skyggnu hf. og Jó- hanns Briem. Þetta fyrirtæki hefur hlotið nafnið Nýmynd. Fram- kvæmdastjóri þess verður, eftir því sem HP heyrir, Rafn Jónsson fréttamaður, en stjórnarformaður Böðvar Guðmundsson, hljóð- meistari hjá Sjónvarpinu... A næstu jólabókarvertíð kemur út forvitnileg bók hjá Hörpu- útgáfunni á Akranesi, — fyrra bindi af tveimur um sögu frægasta knatt- spyrnuliðs landsins, íþróttabanda- lags Akraness. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem hér kemur út á bók saga fótboltaliðs með þessum hætti. Akranes er trúlega mesti fótbolta- bær landsins og fótboltalið Skaga- manna á sér litríkari sögu en flest önnur, sem kunnugt er. Það eru tveir blaðamenn þaulkunnugir íþróttamálum, Sigtryggur Sig- tryggsson, fréttastjóri á Morgun- blaðinu, og Sigurður Sverrisson, fyrrum blaðamaður þar, sem skrá söguna ásamt Jóni Gunnlaugs- syni, einum reyndasta knatt- spyrnumanni Skagamanna. Er saga félagsins rakin með viðtalsinnskot- um og miklu myndefni frá því það hóf þátttöku í Islandsmótinu 1946 og fram á þennan dag, en einu sinni enn virðist íslandsmeistaratitillinn blasa við Skagamönnum. Og nafn bókarinnar er auðvitað „Skaga- menn skoruðu mörkin!“... SEinhver vandræðagangur var á DV með frétt um tund áhugamanna um sam- vinnumál þar sem ýjað var að því að fyrir dyrum stæði stofnun félags til höfuðs samvinnuhreyfingunni, eins og það var orðað í fyrirsögn þótt fréttin sjálf afsannaði slíkt. Staðreyndin mun sú að þessi fund- ur var í tengslum við þærviðræður sem HP hefur skýrt frá að undan- förnu milli manna úr öllum flokk- um vinstra megin við Sjálfstæðis- flokkinn svo og úr svokölluðum „Gunnars-armi" þess flokks um Þesscú viðræður munu halda áfram og verða útvíkkaðar á næst- unni... LAUSNÁ SKÁKÞRAUT Woodard: 1. Kg7! (biðleikur) 1. — Hf4 2. f3 1. — Hxf5 2.Í4 1. -Hg3 + 2. fxg3 1. — Hh3 2. f3 1. — Hxd3 2. Db4 1. — He3 2. Fxe3 Tringov-Hurme: 1. -Rxg2! 2. Dxg2 Dh5 3. Hfl Be5 4. De2 Bxh2! og hítur gafst upp. Eða: 2. Kxg2 Dh5 3. Dxf5 Bxf3 4. Dxf3 Bf6+ og vinnur 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.