Helgarpósturinn - 26.07.1984, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 26.07.1984, Blaðsíða 24
Helgarpósturinn býður öldruðum hjónum út ó næturlífið urnar ættu eftir að komast í annað eins hlutverk og þetta: Að hanga sem skraut yfir misjafnlega drukknu fólki. En þetta skapar sjálf- sagt skemmtilega stemningu." Anna hafði sett sig aðeins inn í músíkina á meðan eiginmaðurinn hcifði orðið: „Mér finnst tónlistin hérna dálítið þreytandi eins og ég hef nú annars gaman af almenni- legri músík. Þetta er svo hátt stillt að það hamrar á hlustunum í manni." Og svo spurði hún mig þeirrar eðlu spurningar: „Til hvers að eyðileggja músíkina með þess- um hávaða?" Ég átti hreinlega ekk- ert svar að gefa henni. „Ég veit nú ekki hvað hægt er að eyðileggja þessa tónlist mikið," sagði Guðjón og smokraði sér inn í umræðuna. „Mér finnst hún bara eyðilögð fyrir. Þetta er sami takturinn í hverju lag- inu af öðru. Þetta er ákaflega frum- stæð músík, forheimskandi að mínu viti." SMEYK VIÐ LÆTIN Okkur Önnu fannst orðin ástæða til að yfirgefa staðinn þegar fyrr- greindir félagar, sem hlógu að komu gömlu hjónanna, voru farnir að rífast nokkuð heiftarlega og allt benti til slagsmála þeirra í millum. Anna hnippti í eiginmann sinn, sem lent hafði á skrafi við einn gestanna, og sagði að sér þætti ekkert gaman að þessum stað leng- ur. „Nú,“ spurði eiginmaðurinn, en konan svaraði: „Eg fer bara að verða smeyk við öll lætin hérna inni." Við ókum í gegnum nóttina í aust- urátt. Þau vissu ekki hvert, bara að næsti áfangastaður hét Hollywood. „Ég get nú bara ekki sagt annað en að mér var farið að lítast ansi vel á þennan stað undir lokin," sagði Guðjón. „Að vísu voru tækin alltof hátt stillt og talsverður troðningur á fólki í ofanálag, en mér leist nú samt eftir Sigmund Erni Rúnorsson myndir Jim Smart Þau eru samanlagt 160 ára göm- ul, hún 84 en hann 76 og þau hafa verið gift í 44 ár. En þessar tölur skipta hjónin minnstu máli. Þau Anna Guðmundsdóttir og Guðjón B. Baldvinsson eru frískleg og bera aldur sinn sérlega vel. „Það er skap- lyndið og heilsan sem er rosknu fólki eins og okkur fyrir mestu," segja þau. Hvorttveggja er með ágætum í þeirra tilviki. Og það skiptir mestu máli. Það er ekki á hverjum degi sem einhver hringir til þeirra upp úr þurru og býður þeim að líta á gleð- skap næturinnar. Þau gáfu sér því góðan umhugsunarfrest áður en þau ákváðu að slá til. Og ástæða þess að þau voru til í tuskið? „Jú, ætli þetta geti ekki orðið gott krydd í tilveruna. En heyrðu," hélt Guðjón áfram að segja við mig í símann, „hvernig er það með þessa nýtísku skemmtistaði; mætir maður í spari- gallanum eða er s|íkt kannski líka komið úr móð?“ Ég sagði að þau skyldu mæta í hverju því sem þeim líkaði best. „Bessaður vertu, þetta er allt orðið svo firna frjálslegt," sagði ég enn. Og svo lögðum við báðir á. HLÉDRÆGNI Við urðum sammála um að leggja í hann einhverja aftanstund um næstu helgi. Til dæmis sunnudags- kvöldið 22. júlí? „Tja, það gildir einu fyrir okkur. Við höfum alltaf tíma." Svo rann sá tími upp. Þetta reyndist dumbungskveld hvað veður snerti. Hann hékk þurr, og þó varla. Þetta var á elleftu stundu og birtan því talsvert farin að gefa sig. En það hékk logandi ljósker við innganginn að heimili þeirra á Hagamel 27, svo við rötuð- um. Það var ekki laust við að nokk- ur spenna ríkti inni fyrir. Þau voru komin í fínu fötin og Anna að iaga hálsbindi eiginmannsins þegar okk- ur bar að garði. „Já, því er ekki að leyna, það er smá fiðringur í manni, þetta verður líkast til svo forvitni- legt," játaði Anna. Okkur var boðið inn í vistlega stofuna þeirra, sem ber útsaums- áhuga Önnu glöggt vitni. Það var varla að maður þyrði að hlamma sér niður í stólana, svo listilegar set- ur hafði maður aldrei séð fyrr; því var sest undur varlega. Ég tók að þylja upp nöfn nokkurra þeirra fjöl- mörgu skemmtistaða sem borgin býður upp á: Hollywood, Pöbb-inn, jú, þau töldu sig hafa heyrt þessara húsa getið, en hvar þá væri að finna var annað mál og óþekkt. Þegar ég spurði þau hversvegna rosknum hjónum eins og þeim dytti aldrei í hug að líta inn á staði sem þessa, svöruðu þau með þeim orð- um að líkast til væri þar einhvers- konar hlédrægni um að kenna. Mér lék hugur á að vita hverskonar hlé- drægni þetta væri: „Jú, manni finnst nú ekki beint verið að höfða til okkar þegar verið er að auglýsa skemmtanir í þessum húsum," svar- aði Anna. „Hann er ekki f jarskyldur þeim eina og sanna," segir Guðjón og verður litið ofan í bjórlíkisbikar sinn á PöbD-inum. Anna tók ekki sjénsinn á þessari vínnýjung og fékk sér gamla góða sérríið í staðinn. ALDURS- TAKMARK? Guðjón hafði hringt á leigubíl og hann flautaði þegar Anna lauk þess- um orðum um hlédrægnina. Okkur var því ekki lengur til setunnar boð- ið. „Fer maður ekki bara svona á jakkanum?" spurði Guðjón og ég hélt það nú. Anna hafði hinsvegar með sér kápu og slæðu yfir hárið ef hann skyldi fara að skvetta úr sér á meðan við stæðum í biðröðunum. „Ætli við tékkum ekki á Pöbb-in- um fyrst, en skverum okkur síðan inn í Hollý," sagði ég við bílstjórann þegar hann spurði hvert skyldi halda. Andlit hans fékk á sig svip undrunar skamma stund. Hann leit sem snöggvast í spegilinn til að sjá hjónin aftur í, en setti svo í fyrsta, og bíllinn rann af stað. „Hvað er aldurstakmarkið á svona stað," var það fyrsta sem datt upp úr Guðjóni eftir að við höfðum, stigið út úr taxanum og komið okk- ur fyrir aftast í röðinni fyrir framan Pöbb-inn. Ég sagðist halda að gestir þyrftu að vera orðnir tvítugir til að fá inngöngu. Þá glotti gamli maður- inn og lét þetta út úr sér í gríni: „Maður er þá vel yfir mörkunum!" Það var heldur ekki annað að sjá á dyraverðinum þegar hann'hleypti þeim inn í herlegheitin, en að þau hefðu aldur til. Reyndar hélt Guðjón áfram að grínast og sagði við vörð- inn: „Það var eins gott að þú baðst mig ekki um að sýna passann. Ég gleymdi honum nefnilega heima!" Og við héldum hlæjandi inn á bar. Margt ungmenna leit heldur hissa upp úr glösum sínum þegar við þrengdum okkur í gegnum þvög- una. Sumir brostu. Reyndar má spyrja hversvegna fólk hafi brugðist við nærveru okkar með þeim hætti. Ég heyrði einn gestanna segja við vin sinn vel við skál: „Ég hélt þetta væri staður unga fólksins," og svo benti hann hlæjandi á þau Önnu og Guðjón. Vinurinn hló líka. En ef Pöbb-inn og álíka staðir eru athvarf unga fólksins, var hitt víst á þessu kvöldi, að ekki voru allir þar inni jafn ungir í anda og samferðafólk okkar Helgarpóstsmanna. Þau virt- ust nefnilega strax vera farin að skemmta sér á meðan sjá mátti dap- urleg andlit dóla yfir hálftómum glösum inní þvögunni, sjálfsagt með það á hreinu að heimurinn myndi farast á morgun. „UNDRASULL“ Þegar við náðum loks að tylla okkur á stóla inni við barborðið, fór ég að kynna hjónunum helstu nýj- ungar í vínmenningu íslendinga, svo sem eins og þá sem nefnd er bjórlíki. Þau áttu erfitt með að skilja þessar aðfarir með vínið þegar ég lýsti því hvernig blandan yrði til. Guðjón ákvað samt að reyna þetta „undrasull" eins og hann nefndi það síðar um kvöldið. Anna pantaði aft- ur á móti einn sérrí af gömlum vana. „Þetta er nú alis ekki fjarskylt þessum einum og sanna sem maður fær í útlöndum," hafði Guðjón að segja eftir fyrsta sopann af miðinum gula. „En hvað heldurðu um áhrif- in, heldurðu að þau séu eitthvað sambærileg?" spurði hann mig kankvíslega. Ég sagðist halda að hann yrði að reyna það á sjálfum sér. Og hann tók það gilt, fékk sér annan, og hann stóran. Við snerum frá barborðinu og virtum fyrir okkur mannskapinn. „Það eru náttúrlega óskapleg þrengsli hérna, en svei mér ef fólkið kann ekki bara vel við það," sagði Anna, og Guðjón tók undir það og dæmdi staðinn vistlegan. Hann benti upp í loftið og sagði: „Aldrei hélt ég að gömlu góðu síldartunn- 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.