Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 26.07.1984, Qupperneq 15

Helgarpósturinn - 26.07.1984, Qupperneq 15
en eins og er er starfseminni sniðinn mjög þröngur stakkur. Ný útvarpslög væntanleg í framtíðinni en þau leggja mjög þungar byrðar á útvarpið. Menn bíða bara eftir því að línurnar skýrist." Ég spyr um álit á Rás-2, hvernig honum hafi þótt hún spjara sig. „Það hefur verið sqgt að menn þyrftu ráðrúm til að hugsa. Hún væri enn í mótun, en ef hún á ekki að sinna öðru en léttri tónlist þá er hún full- sköpuð í dag. Ef hinsvegar á að reyna að auka samspil milli rásanna þá eigum við enn langt í land.“ JÓLAKORT FRÁ BUSH Helgi fluttist til Washington med fjölskylduna, sem stœkkadi ódum. Pau hjónin eignudust sitt þriöja barn úti og í dag eru þau ordin fjögur. Ég spyr hann hvort ekki hafi verid erfitt med stóra fjölskyldu ad skella sér í námiö? „Ég kláraði BA-prófið og á eftir nokkra kúrsa í masterinn. Þetta var mjög frískandi skóli sem starfaði mikið á kvöldin fyrir blaðamenn sem komu í endurmenntun og svo var ég líka í kúrs- um á sumrin. Þetta var rándýrt og hefði ekki tekist nema fyrir stuðning nákominna ættingja." Þarna vann Helgi einnig sem fréttamaður og tók m.a. sjónvarpsviðtal við Bush varaforseta, eins og menn muna sjálfsagt, en hann sýnir mér mynd sem tekin var af þeim félögum í viðtalinu og er árituð af Bush. „Hann sendi mér meira að segja jólakort. Vanur maður,“ segir Helgi hlæjandi. Þau hjónin gátu ferðast nokkuð um nálæg fylki Bandaríkjanna og fóru m.a. um með Vig- dísi forseta þegar hún var þarna í sinni opinberu heimsókn. „Maður sá ýmislegt þarna meðan á dvölinni stóð og þetta gaf manni pragmatisma. Ég smitaðist af köldum pragmatisma og hef freistast til að sjá ýmsa hluti hér heima í nýju ljósi eftir það." AUMUR KAPÍTALISMI Fjölmiðlafræðingurinn hefur látið sig fjöl- miðlamálin miklu varða eftir að hann kom heim og m.a. gagnrýnt hugmyndina um frjálst út- varp. Ég spyr hann nánar út í það: „Ég er fylgj- andi einkastöðvum en það má ekki verða á kostnað Ríkisútvarpsins. Samkvæmt útvarps- lagafrumvarpinu á það að sitja uppi með kvað- irnar um tilkynningaskyldu og ýmsan listflutn- ing á meðan einkastöðvarnar sópa að sér aug- lýsingjatekjunum. Þessu yrði þá að mæta með hækkuðum afnotagjöldum sem þýðir jafnframt aukinn kostnað fyrir skattgreiðendur. Það er aumur kapítalismi, þykir mér, sem byggist á skattahækkunum til að koma hér á stofn einka- stöðvum." Og nú er Helgi í essinu sínu og leggur þunga áherslu á orð sín: „Það er engin langtímaþróun í gangi í umræð- unni. Hvað ætlum við að gera í listsköpun? Hvað í kvikmyndagerð? Eigum við að hefja út- boð á efni? Við erum ekki enn farin að setja pen- inga í kapalvæðingu landsins. Hvað hefur verið rætt um upplýsingabanka og þess háttar? Ég fæ, ékki séð að næsta skref sé að setja hér upp popp- stöðvar. Við erum ekki farin að svara þessum spurningum. Það er t.d. fáránlegt að í framtíðar- nefndinni sem forsætisráðherra skipaði er eng- inn fjölmiðlamaður. Það er að komast á sam- tenging um alla heimsbyggðian en við erum að dragast aftur úr. Það er þörf á alveg feikilegu átaki í þessu málum. Ríkisútvarpið getur líka tekið sig á. Vídeóleig- urnar segja okkur ákveðna sögu. Þær sýna ein- faldlega að það er meiri eftirspurn en framboð og þarna standa útsendingartæki sjónvarpsins ónotuð mestan hluta sólarhringsins. Meðal- vídeófjölskyldan borgar um 1000 kr. á mánuði fyrir spólur. Við eigum að koma upp „pay-TV“. Éf fólk er reiðubúið að borga þá er sjálfsagt að koma slíku upp.“ Hann heldur áfram að ræða þessi mál af miklu kappi og segir mér frá niðurstöðum af ráðstefnu ríkja Evrópuráðsins um fjölmiðlamál í framtíð- inni, sem hann hefur verið að fræða útvarps- hlustendur um að undanförnu, í sérstakri þátta- röð um fjölmiðlun. Innan fárra ára megi reikna með að hverju heimili í Evrópu bjóðist 360 tím- ar á dag af sjónvarpsefni. Hvar yrði íslenska efnið í öllu því flæði? „Við eigum að spyrja okkur hreinlega: Hvað getum við framleitt og selt? Við eigum að huga að listsköpun, menningarframleiðslu og fram- leiðslu á upplýsingum s.s. um fiskveiðar, sér- hæfða matvælaframleiðslu, fiskeidi o.fl. o.fl. sem við gætum selt inn í tölvukerfi alheimsins. Hér virðist eingöngu horft á að auka neysluna, en við þurfum að auka framleiðsluna á efni. Það er heldur aumingjalegt ef menn ætla að pissa í skóna sína og horfa framhjá þessu verkefni. Við gætum staðið uppi menningarvarnalausir. Það þarf virkilega að velta þessari þróun fyrir sér og einna brýnast að hefja strax fræðslu í skólakerf- inu.“ ÁNÆGÐUR - ÞÁ SEGI ÉG UPP — Þú hefur ekkert veriö að velta því fyrir þér Helgi Pétursson fréttamaður dgarpóstsviðtali LAN aö hella þér af fullum krafti út í stjórnmálin? Ertu ekki kominn meö allar bjargir til þess, landsþekktur fjölmiölamaöurinn? „Var það ekki Eiður Guðnason sem sagðist hafa misst öll áhrif við að fara á þing?“ Helgi brosir. „Ég hef lítið velt því fyrir mér. Ekki eru það þó laun fréttamanna sem halda mér í því starfi því þau eru til skammar, eins og laun allra starfsmanna Ríkisútvarpsins." — Er ekki tvískinnungur í því aö vera fram- sóknarmaöur á sama tíma og þú gagnrýnir þaö sem flokkurinn hefur að miklu leyti ráöiö um árabil í útvarpsmálunum? Hann skellir upp úr. „Þetta er menningarpóli- tíkin og hún er þýðingarmikil. Svo hafa ákvarð- anir stjórnmálamannanna miðast við að koma starfsemi Ríkisútvarpsins undir þak og það er helst tilviljun að það gerist á þessum tíma í fjöl- miðlaumrótinu. Annars hafa allir flokkar merg- sogið þessa stofnun með gjöldum sem hún þarf að greiða umfram aðra fjölmiðla og þá spyr maður náttúrlega; hvar er allur góðviljinn? Framsóknarflokkurinn hefur þó verið stofnun- inni á margan hátt góður." — Ertu lífsnautnamaöur? Gefinn fyrir góöan mat og drykk? „ Já, já. Það má segja það. Mér finnst voða gott að borða góðan mat og vera í samneyti við gott fólk í frístundum, en það gerist alltof sjaldan. Ég vinn eins og ég get og er stundum orðinn hálf- hræddur um að ég sé „fagidiot" því það snýst allt um þessi mál sem við höfum verið að ræða.“ Trúmál ber á góma í umræðunni hjá okkur en hann hefur allt á hreinu í þeim efnum og er ekki með vífilengjur um trú sína: ;,Ég er ágætlega kristinn maður," segir hann. „Eg trúi á það góða í manninum og kenni börnunum mínum að það sé Guð.“ — En einhver orörómur kennir þig viö Frí- múrara? „Því hefur verið haldið fram." Hann glottir. — Aflaröu þér tengsla meö því vegna frétta- mannsstarfsins? „Slík tengsl byggjast upp á mörgum árum. Frí- múrarareglan er ekki fréttastofa." — Er Frímúraraaöildin þá ekki alveg gull- náma til aögangs aö öllum helstu áhrifamönn- um þjóöfélagsins fyrir fréttamann? „Ég var nú líka í skátunum í gamla daga.“ En það eru fjölmiðlanýjungar og umbætur á fréttastofunni sem eiga hug hans nær allan: „Já, ég ætla að gera þar eins og ég get og daginn sem ég verð ánægður segi ég upp.“

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.