Helgarpósturinn - 26.07.1984, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 26.07.1984, Blaðsíða 20
„ÉG HEF EKKERT GERT SEM EKKI ÞOLIR DAGSLJÓS“ Magnús Skarphéöinsson, hinn umdeildi fyrrum vagnstjóri, segir frá brottrekstri sínum frá SVR, spillingu, rógburdi o.fl. % # eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur mynd: Jim Smart Magnús Hall Skarphédinsson haföi unnid hjá Strœtisvögnum Reykjavíkur í sjö ár þegar hann var rekinn þaöan. Þad er súrt í broti ad vera rekinn úr starfi eftir svo langan tíma, sérstaklega þegar manni eru ekki gefnar upp neinar ástœdur fyr- ir brottvikningunni. Magnús sjálfur telur sig rekinn vegna skodana sinna en brottreksturinn rœdir hann meöal annarra hluta í vidtal- inu sem hér fer á eftir. Hann fæddist „annan sjðunda fimmtíu og fimm, tveimur mánuð- um fyrir tímann", borinn og barn- fæddur Reykvíkingur. í æsku hjólaði hann um götur Reykjavíkur og sem barn las hann líka mikið; „allar ævintýrasögur, sérstaklega norsk ævintýri og draugasögur en meðal annars af þeim kviknaði áhugi minn á heimspeki. Ég aflaði mér mikils fróðleiks bæði í gegnum þessar bækur svo og síðari tíma lestur minn, bækur um trúarleg efni, spíritisma, heimspeki og fleira. Ég sökkti mér mikið niður i þetta og um tvítugsaldur breytti það flestum lífsviðhorfum mínum í grund- vallaratriðum, segir hann. Um þær mundir sem viðtalið er tekið er hann staddur í sumarfrii sínu austur á landi, eins og hann gerir á hverju sumri. Hann hefur þegar fengið vinnu við gæslustörf en það var „gamla starfið" hans áður en hann byrjaði hjá SVR. Lát- um hann sjálfan segja frá: „Hjá SVR sitja farísear á rökstólum “ „Það er óbifanleg sannfæring mín,“ sagði Magnús, „að allir menn séu jafnréttháir í tilverunni, þótt til dæmis launamælikvarði þjóðfélags- ins sé mjög skakkur. Menn fá greitt í samræmi við stöðu sína í valda- píramídanum. Þjóðfélagið er þess vegna gegnsýrt af poti einstakling- anna upp valdapíramídann. Og eftir því sem ofar dregur í hann er fólk í meiri fjarlægð frá vandamálum nú- tímans." En svo við víkjum talinu að öðru þá hefur mikið verið við hann talað og um hann fjallað á síðum dag- blaðanna að undanförnu. Hvað hef- ur hann að segja um það? „Það sem ég vann mér til saka hjá SVR var annars vegar að árétta markmið fyrirtækisins, sem er að þjóna borgarbúum vel og ódýrt auk þess að starfsmenn fyrirtækisins gætu haldið heilsu sinni og virðingu um leið. En hjá SVR sitja farísear á rökstólum og ákveða þarfir borgar- búa. Minn þáttur í þessu öllu saman var þess vegna annars vegar sem einstaklingur að sjá anga af spill- ingu og benda á hann og hins vegar sem lýðræðislega kjörinn fulltrúi starfsfólks sem bendir á að brotið sé á því. Fyrir bragðið var ég einfald- lega rekinn. Spillingin hjá SVR sést meðal ann- ars í því að þeir ganga fljótast upp valdapíramídann sem þægilegustu skoðanirnar hafa. Síst þeir sem í skoðunum standa gagnstætt vald- höfum. Það er til dæmis orðin sögu- leg hefð hjá SVR að allir þeir sem andmæla forstjóravaldinu á ein- hvern hátt eru gjarnan reknir. Þeg- ar nýr forstjóri tekur til starfa þá eru svo og svo margir starfsmenn rekn- ir. Forveri Sveins Björnssonar, nú- verandi forstjóra SVR, var til dæmis búinn að vera forstjóri í fjóra mán- uði og þrettán daga þegar hann rak sjö starfsmenn. Sveinn Björnsson var aðeins búinn að vera forstjóri í þrjá mánuði og átta daga þegar hann rak mig. Það er búið að veifa því framan í fleiri að þeir verði reknir ef þeir fara að rífa kjaft eins og Magnús Skarphéðinsson." „Rógburöur rekinn frá forstjóra- skrifstofunni „Þetta byrjaði fyrst þannig að í uppsagnarbréfinu stóð: „Vegna samstarfsörðugleika yðar...“ En þegar forstjórinn þurfti að útskýra fyrir almenningi hvaða samstarfs- örðugleikar þetta væru þá fór málið að vandast. Að lokum var því hvísl- að í eyru borgarfulltrúa að Magnús hefði framið mjög alvarlegt brot í starfi og utan starfs sem gerði það að verkum að ekki væri hægt að hafa hann sem vagnstjóra áfram. Hann hefði meðal annars verið kærður til rannsóknarlögreglunnar fyrir þetta brot. Við nánari athugun kom síðan í ljós að þetta var lygi frá rótum. Ég veit því ekki enn á hvaða forsendum ég var rekinn. Hins veg- ar veit ég að rógburðinn má rekja til forstjóraskrifstofu SVR. Þess má geta að einn af borgarfulltrúum Al- þýðubandalagsins var flestum öðr- um framtakssamari við að koma rógnum á framfæri. Meira að segja sjálfur borgarstjóri hafði líka gamn- að sér við að segja rógsögur af þessu tagi. Eða svo kom að minnsta kosti fram í deilum um brottrekstur minn í borgarstjórn, þegar borgarstjóri kvaðst aldrei hafa heyrt slíkan söguburð og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, borgarfulltrúi Kvennafram- boðsins, sté í pontu og kvaðst sjálf hafa heyrt borgarstjóra gamna sér við slíkar sögur og ekki andmælti borgarstjóri því! Persónulega var mér sama um flest af söguburðinum þangað til hann fór að sverta mína 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.