Helgarpósturinn - 16.08.1984, Page 4

Helgarpósturinn - 16.08.1984, Page 4
WIRNER HOME VIPEO VAARNER HOME VJDEO' WXRNER HOME ViDEO WXRNER HOME VIDEO • • Oryggishnappurinn er á vakt allan sólarhringinn ☆Fyrirtækið Securitas er að setja á markaðinn öryggistæki fyrir gamalt fólk og sjúklinga, sem að mestu geta séð um sig sjálfir í heimahúsum en þurfa að vera undir einhverskonar eftirliti. Securitas kallar þetta tæki „Öryggishnappinn". Tækið er þannig upp byggt að móttakari er tengdur við síma viðkomandi en hann er sjálfur með öryggishnappinn í bandi um hálsinn eða klemmd- an á brjóstvasa. Ef eitthvað kemur fyrir er þrýst á hnappinn (eða togað í ef hann er í snúru). Þá kviknar Ijós og kemur hljóð- merki í stjórnstöð Securitas þar sem er vakt allan sólarhringinn og þá fer mikið batterí í gang. í tölvu Securitas eru geymd- ar upplýsingar um alla sem eru með öryggishnappinn og hún gefur samstundis upplýsingar um hvort um er að ræða gam- almenni eða hjartasjúkling eða eitthvað slíkt. Ráðstafanir eru svo gerðar í samræmi við það. „Þessi tæki hafa lengi verið notuð í Svíþjóð, Noregi og Danmörku og þar hafa þau bjargað mörgum mannslífum," sagði Jóhann Ó. Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Securit- as í samtali við Helgarpóstinn. „Við erum ekki með neitt. sem ekki er búið að gæðaprófa í Skandinavíu enda eru þeir þar í fremstu röð hvað varðar þjón- ustu í þessum efnum. Að auki erum við þúnir að fá þetta sam- þykkt hjá íslenskum yfirvöldum. Securitas hefur aðstöðu til að sinna mjög vel þessu verk- efni. Við erum með mjög þétt öryggisnet og til dæmis eru aldrei færri en sex bílar frá okk- ur á ferð á nóttunni. öryggis- verðir okkar geta því verið komnir á vettvang eftir nokkrar mínútur og við erum líka með beina línu til slökkviliðsins. Opið mánudaga—miðvikudaga kl. 17—22 fimmtudaga — sunnudaga kl. 15—23 VÍDEÓ-ÁRBÆR Hraunbæ 102 (á móti bensínstöð Shell) Sími Z5ZOZ ‘DOGSQjMERS^ -GWfiæNFN uppá sjúkraflutninga. Það þarf í rauninni ekki að vera sími í ibúðunum til að hægt sé að tengja öryggis- hnappinn. Það er nóg að lagt sé fyrir síma. Skilaboðin berast með hátíðnibylgju sem er fyrir ofan taltíðni og því óháð því hvort álag er á símakerfinu. Jafnvel þótt síminn sé lokaður berast skilaboðin í gegn á sek- úndubroti. öryggishnappurinn vaktar líka sjálfan sig, ef svo má að orði komast. Ef til dæm- is spenna fellur í rafhlöðunni sendir hann stjórnstöðinni skila- boð um það. Þetta kerfi nær yfir allt landið." — Hvað með kostnaðar- hliðina? „Þetta er því miður nokkuð dýrt tæki og aldraðir sem ekk- ert hafa annað en opinberan líf- eyri ættu erfitt með að standa undir kostnaðinum. Ég býst við að tækið kosti 15—16 þúsund krónur og svo verður eitthvert mánaðarlegt þjónustugjald. En það má hugsa sér að börn eða aðrir ættingjar réttu hjálpar- hönd og svo einnig hið opin- bera. Það er jú yfirlýst stefna að gefa fólki kost á að vera í heimahúsum eins lengi og mögulegt er. Eitt legupláss á sjúkrahúsi kostar nú kr. Edduhótelin ná orðið allan hringinn. „Ekki gleyma íslandi77 ☆,,Það er auðvitað sjálfsagt að fólk ferðist til annarra landa, en það má þó ekki verða til þess að menn hætti alveg að skoða sitt eigið land," sagði Kjartan Lárusson, forstjóri Ferðaskrif- stofu ríkisins, á blaðamanna- fundi fyrir skömmu. „Það hefur líka orðið sú ánægjulega þróun að íslending- ar eru farnir að ferðast meira innanlands," sagði Kjartan enn- fremur, „og sjálfsagt á bætt þjónusta úti á landsbyggðinni sinn þátt í því. í sumar rekur ferðaskrifstofan 18 Edduhótel víðsvegar um landið og rekst- urinn er með sama sniði og undanfarin sumur. Auk Eddu- hótelanna átján hefur skrifstof- an umsjón með rekstri Hótel Borgarness, sem er rekið allt árið." Kjartan sagði að á hótelun- um væri leitast við að veita sem besta þjónustu hvað varð- aði mat og gistingu á hag- stæðu verði og reynt væri að bjóða uppá ýmsa afþreyingar- möguleika, svo sem sund, bad- minton, boltaleiki, hestaleigu, hjólaleigu og silungsveiði, eftir því sem hægt væri á hverjum stað. Ferðaskrifstofa ríkisins rekur almenna upplýsinga- og sölu- starfsemi fyrir innlenda og er- lenda ferðamenn á tveimur stöðum í Reykjavík: Söluturnin- um við Lækjartorg og aðalskrif- stofunni að Skógarhlíð 6. Það er hægt að fá allar upplýsingar um ferðaþjónustu bæði í Reykjavík og úti á landi. Alla daga vikunnar er hægt að panta og kaupa ávísanir á hótel, gistingu á sveitabæjum, bílaleigur, hestaleigur, hjólaleig- ur og bátsferðir og einnig far- seðla með flugvélum, ferjum, og langferðabifreiðum, á sama verði og viðkomandi aðilar selja beint. Undanfarin ár hefur og fjöldi íslendinga farið í hópferðir um landið á vegum ferðaskrifstof- unnar. Það eru þá einkum tíu daga hringferir um landið og níu daga ferðir um Snæfellsnes og Vestfirði sem hafa notið vin- sælda. Allar þessar ferðir eru svokallaðar hótelferðir, það er gist á hótelum og reyndir leið- sögumenn stjórna ferðinni.^ Erum ávallt með mikið af nýjum spólum til leigu .. .í stjórnstöð Securitas þar sem er vakt allan sólarhringinn. Á myndinni er Jóhann Óli Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Securitas. 1.780.000 á ári þannig að þó að ekki væri hægt að losa nema eitt slíkt þá myndi það duga til að kaupa yfir eitt- hundrað svona tæki. Þetta gæti líka gefið því fólki tækifæri til að halda áfram að vinna, sem annars þyrfti að vera heima að líta eftir sjúklingi eða gamalmenni." „Þetta er býsna athyglis- vert," sagði Ólafur Ólafsson, landlæknir, þegar HP leitaði álits hjá honum. „Ég þekki ekki þetta sérstaka tæki og get því ekkert sagt um það, en það er vissulega stefnan að hafa fólk í heimahúsum eins lengi og kostur er og í því sambandi hefur til dæmis verið lögð áhersla á að gamalt fólk hafi síma, til að það geti látið vita af sér. Auðvitað geta komið upp þær aðstæður að fólk geti ekki hringt. Það er, Guði sé lof, sjaldgæft hér á landi að fólk liggi hjálparvana langtímum saman í íbúðum sínum en það hefur þó komið fyrir. Mér heyr- ist þetta vera dálítið dýrt en þetta er möguleiki sem vissu- lega er vert að skoða nánar."^ 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.