Helgarpósturinn - 16.08.1984, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 16.08.1984, Blaðsíða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarfulltrúi: Hallgrímur Thorsteinsson Blaðamenn: Óli Tynes, Ómar Friðriksson og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Útlit: Björn Br. Björnsson. Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Hildur Finnsdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Guðmundur H. Jóhannesson Auglýsingar: Steen Johansson Markaðsmál, sölustjórn og dreifing: Hákon Hákonarson, Sigþór Hákonarson. Innheimta: Jóhanna Hilmarsdóttir Afgreiðsla: Ásdís Bragadóttir. Lausasöluverð kr. 35. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðslaog skrif- stofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11. Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Ósamrýmanlegir hagsmunir Viðskipti með myndbönd hafa sem betur fer verið að fær- ast í eðlilegri og sanngjarnari farveg en þau voru í til skamms tíma. Þessu ber að fagna. Stuldur á hugverkum, eins og tíðkast hefur með útleigu ís- lenskra myndbandaleiga á myndum sem tilskilin réttindi hafa ekki fengist fyrir, á ekki að eiga sér stað. Þjófnaður er alltaf þjófnaður. í grein Helgarpóstsins saka sumir eigendur myndbanda- leiga formann Samtaka rétt- hafa myndbanda, Friðbert Pálsson, forstjóra Háskólabíós og varaformann félags kvik- myndahússeigenda, um vafa- söm viðskipti með myndbönd, þar sem nafn Háskólabíós hafi m.a. verið notað í innkaupum myndbandaheildsölunnar Videó Leós, sem er sameignar- félag í eigu Friðberts Pálssonar og bróður hans Leós Pálsson- ar. Eignaraðild forstjóra Há- skólabíós að fyrirtæki í hlið- stæðum viðskiptum og bíóið stundar þarf alls ekki að þýða að óeðlileg tengsl myndist á milli þessara aðila. Hætta á slíku er þó ávallt fyrir hendi, þegar hagsmunaþræðir tveggja fyrirtækja, í þessu til- felli ríkisfyrirtækis og einkafyr- irtækis, fléttast saman í sama manninum. Þó svo að Friðbert Pálsson taki ekki þátt í rekstri né þiggi neina þóknun frá fyrirtæki þeirra bræðra, og þrátt fyrir að fyrirtæki þeirra versli með ann- ars konar myndir en Háskóla- bíó, þá er þátttaka Friðberts Pálssonar í fyrirtækinu varla verjandi frá siðferðilegu sjónar- miði. Fyrir liggur að forstjóri Háskólabíós hafi veitt bróður sínum aðstoð við innkaup á myndbandaefni í krafti að- stöðu sinnar hjá þessari opin- beru stofnun. Því miður er sá hugsunar- háttur alltof algengur meðal • þeirra sem gegna opinberum stöðum hér á landi, að ýmiss- konar fyrirgreiðsla sé sjálfsagt mál. Hún er það ekki. Embætt- ismenn starfa í þágu alls al- mennings — ekki ættingja og vina sérstaklega. Jafnvel þótt ekkert vafasamt hafa átt sér stað, og enda þótt lög banni ekki tengsl af þessu tagi, þá eru þau engu að síður ósamrýmanleg stöðu Friðberts Pálssonar. Embættismaður hins opinbera skyldi aldrei koma sjálfum sér í þá stöðu að hann gæti hugsaniega, í aug- um annarra, verið að gæta ann- arra hagsmuna en honum er ætlað. BRÉF TIL RITSTJÖRNAR Stelpurnar í Hollywood, KR og Rush Ég las viðtalið við lan Rush, knatt- spyrnukappann og markakónginn frá Liverpool í síðasta Helgarpósti. Sem knattspyrnuáhugmaður og for- maður í landssamtökum knatt- spyrnuhreyfingarinnar les ég flest sem um þá íþrótt birtist í blöðum. Ég fagna og þakka þau miklu skrif, sem knattspyrnan yfirleitt fær. Það er til framdráttar fyrir fótboltann og stafar auðvitað af því, að þessi íþrótt er öðrum vinsælli hér á landi. Með þessu viðtali við Rush sýndi Helgarpósturinn af sér snerpu, sem að mörgu leyti einkennir blaðið. Blaðamennska er fólgin í því að vera með fingurinn á þeim málum, sem efst eru á baugi hverju sinni. Heimsókn Liverpool-liðsins var í uppsiglingu og mikill viðburður í ís- lensku íþróttalífi. Þess vegna var það vel til fundið að jjrípa Rush glóðvolgan rétt fyrir Islandskom- una og spjalla við kappann. Rush er skærasta stjarna þessa heimsfræga liðs. Viðtalið sjálft var hvorki betra né verra en gengur. Spurningarnar voru klassískar: Hvernig hefur Liverpool gengið, af hverju gengur Liverpool vel, hvernig mun Liver- pool ganga í vetur? Hvernig ferðu að því að skora svona mörg mörk? Svörin voru líka venjuleg og komu ekki á óvart. En kannski er það vegna þess að ég hef lesið svona viðtöl áður og fylgist meira með knattspyrnumönnum en flestir aðrir, að ég læt mér fátt um finnast innihald viðtalsins. Aðalatriðið er að Helgarpóstur- inn sló þessu viðtali upp, gerði sér mat úr heimsókn Liverpool og beindi athyglinni að því sem máli skipti. Það er nefnilega þannig með mig sem KR-ing, að mér finnst allt skipta meginmáli, sem það gamla, góða félag gerir. Ekki var það verra að mínir menn stóðu sig frábærlega vel. Rush átti ekki roð í KR-vörnina.'Gárungarnir segja að stelpurnar í Holly wood hafi komið KR-ingum til hjáfpar nóttina áður. Ef það reynist rétt, þá er það ekki amaleg liðveisla. Það er sama hvaðan gott kemur, frá Helgarpóst- inum, stelpunum eða KR-liðinu. Eitt er víst að Rush var lagður að velli! Ellert B. Schram ritstjóri DV Maðurinn sem skorar fyrir lan Rush, framherjinn ungi í er einhver mesti markaskorari sem sögur fara af í ensku knattspymunni. Restir boltar verða að marki í fótunum á honum. Fósturheimili Okkur vantar fósturheimili fyrir tvö börn á aldr- inum 4ra ára og 8 ára sem þarfnast sérstakrar umönnunar. Heimilin þurfa að vera á Stór- Reykjavíkursvæðinu af fyrrnefndum ástæð- um. Allar frekari uppl. um börnin gefur félags- málastjóri í síma 53444 á Bæjarskrifstofunum í Hafnarfirði, Strandgötu 6. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði. Kæru kvikmyndaáhuga- menn og annað gott fólk Við leitum stuðníngs ykkar vegna töku kvik- myndarínnar Hvítir mávar. Okkur vantar fatnað, skótau, veskí, tímarit, t.d. Fálkann og Víkuna, og hina ýmsu heimilismuni t.d. í eldhús og stofu frá árunum 1958—1965. Einnig vantar okkur bíla að láni eða til leígu frá sama tíma. Upplýsingar í síma 14730 og 10825 alla daga. Með þökk, búninga- og Ieíkmyndadeíldín. P.S. Að sjálfsögðu komum víð og sækjum hlutina. Fagmennirnir versla hjá okkur Því að reynslan sannar að hjá okkur er yfirleitt til mesta úrval af vörum til hita- og vatnslagna. BURSTAFELL Bíldshöfða 14 Verslun sími 38840 Skrifstofa sími 85950 Athugið Dagvist barna á einkaheimili — dagvist barna á einkaheimili Mikill skortur er á heimilum hér í borginni, sem taka börn til dagvistar, þó sérstaklega í eldri hverfum. Eru þeir sem hafa hug á aö sinna því beðnir aö koma til starfa sem fyrst, til að mæta þeirri þörf, sem alltaf skapast á haustin. Vinsamlegast hafiö samband í síma 22360. Umsjónarfóstrur, Njálsgötu 9. Grunnskólinn á Flateyri Kennara vantar næsta skólaár. Upplýsingar í síma 94-7645. Fjölbrautaskóli Suðurnesja Kennara vantar aö Fjölbrautaskóla Suöurnesja í stærðfræöi og sérgreinum rafiöna. Uþþlýsingar veitir skólameistari í síma 92-3100 eöa 92-1857. Skólameistari. Kennarar — sér- kennarar, fóstrur/þroska- þjálfar Kennara vantar nú þegar til að sinna kennslu fjölfatlaðra barna í sérdeild Egils- staöaskóla. Góö kennsluaöstaöa, fríöindi og lág húsaleiga í boöi. Undirritaöur veröur til viðtals í síma 91-40172 laugardaginn 18. ágústkl. 13—15. ---------------------Skólastjóri- 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.