Helgarpósturinn - 01.11.1984, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 01.11.1984, Blaðsíða 3
KrWián 'n9' flpl S kr fl ! liOMI Ekki X-skjúsmí, ☆ „Hvaöa flokksskrifstofa er nú komin þarna?" varð skrifara þessara orða hugsað þegar hann ranglaði um Laugaveginn fyrir nokkru og varð litið upp á aðra hæð hússins númer 33. Jú, jú, þar var markað á hvern einasta glugga flennimikið ex (bókstafurinn þið vitið, næstur á eftir vaffinu). En x hvað..? Þrenn hjón svara og segja X- ið standa fyrir nýja tískufataverslun og enga pólitíska lykt stafa af henni. Nafngift búðarinnar hafi einfaldlega komið til af því að þeim hafi fundist þessi ágæti bókstafur standa fyrir svo margt, og vera líka svo yf- irgripsmikið symból í sjálfum sér, að hann skírskoti til þess en X-hvað? sem sé á boðstólum. Sem er hvað? „Allt frá nýbylgjuklæðum upp í klassísk samkvæmisdress. Mjög breið lína. X-ið spannar þarfir flestra. Ekki sérbúð," er svarið. Fyrirsvarsmenn (nýtt tískuorð og alveg guðdómlegt) búðarinnar eru í fyrsta lagi hjónin Helga Theodórsdóttir og Örn Georgsson, í öðru lagi Steinunn Þórarinsdóttir og Jón Ársæll Þórðarson og í þriðja lagi Inga Dagfinnsdóttir og Tom Heneghan. Þau síðastnefndu eru búsett í Lund- únum og komust yfir ein tíu spennandi umboð fyrir nokkru, öll úr höndum ungra og efnilegra hönnuða úr Covent Garden Lundúna, og eftir að hafa hringt uppeftir til hinna hjónanna, var slegið til. Maður er neytendagæi og spyr þessa fyrirsvarsmenn (best að nota þetta orð sem oftast) hvort verðlagningin á X-inu sé ekki örugglega alveg í lágmarki. Þau halda það nú, dæmi: Dúndur-þykkur vetrarjakki úr alull kostar ekki meira en tvö og fimm, pils úr ekta baðmull er undir þúsundkalli og svo framvegis, benda fyrirsvarsmennirnir (ó mæ dír) á. Ergó: Þið sem verðið að rangalast um Laugaveginn á næstunni hafið það hérmeð á hreinu að X-ið er bara X-ið en ekki X-eitthvað, svo sem X-em, X-skjúsmí, X-strasmoll, X-orsist, X-klúsív og X-ersæs eða X-i.* KRAMHUSIÐ BERGSTAÐASTRÆTI 9B (BAKHÚS) 6 VIKNA NÁMSKEIÐ FYRIR JÓL Hristum af okkur skammdegisslenið Innritun í síma 15103 Hvernig var að endurheimta karlinn úr slagnum? „Það var alveg ágætt. Og reyndar tími til kominn, því ég hafði ekki séð hann síðan árla sunnudags, eða í rúma tvo sólar- hringa, þegar þeir sömdu loksins, hann og Kristján." Þetta voru langar og strangar lotur undir það síðasta. Fannst þér kannski of mikið á samningamennina lagt? „Það má kannski segja það. Þó held ég nú samt að svona samningar náist aldrei öðruvísi en með fullum þunga í lokin. Þetta er eins og með húsmóður sem dregur við sig tiltektina: Hún verður að taka törn fyrr eða síðar.” Hvernig horfði annars þessi kjarabarátta við þér? „Mér fundust nú kröfurnar í einu orði sagt óhóflegar. Að mínu mati var óhugsandi að ganga að þessum þrjátíu prósent- um sem fólkið bað um. Það sem það fékk hinsvegar, held ég, því miður, að étist fljótlega upp í verðbólgu. Þetta tapast allt." En samningaviðræðurnar sjálfar, hvað viltu segja um þær? „Þær voru vissulega harðar og menn grimmir á stundum, en ég held þó að þær verði að teljast hafa verið nokkuð sanngjarn- ar þegar litið er til baka. Svona viðræður verða vitaskuld að vera harðar, ef árangur á að nást. Auðvitað stendur hver á sínu fyrir sína umbjóðendur, og þar er harkan oft árangursríkasta vopnið. Svo eru líka sumir sem skilja ekkert fyrr en skellur í tönnum." Nú fékk Albert á sig margar glósur, bundnar og óbundnar, og aldeilis ekki allar par vinalegar. Hvernig fengu þessar nótur á þig, eiginkonuna? „Oftast varð mér nú bara hugsað til þess hvað hann Albert hlyti að vera mikils virði fyrst látið var svona með hann. Stund- um gat þetta þó verið illþolandi, eins og til dæmis þegar hann var lagður í einelti út af einhverju sem hann hafði lagt til mál- anna." En ertu ekki að verða ónæm fyrir þessum óvægnu árásum sem fjármálaráðherrann hefur mátt sæta á síð- ustu mánuðum? „Jú, að nokkru leyti. Hinsvegar mun ég seint hætta að taka nærri mér alla illkvittnina og róginn sem beitt er gegn Albert. Það er enda öllum til háborinnar skammar sem beita slíkum brögðum, því það er ákaflega auðvelt að segja meiningu sína á hreinlegri máta sem er þrátt fyrir það ekki síður beinskeyttur en þegar illkvittnin er látin ráða orðavalinu og athöfnum." Annað. Kom þetta langa verkfall BSRB á einhvern hátt við heimilishaldið hjá þér? „Ekki neitt sérstaklega, nema þá að því leyti að ég fékk lítið að sjá eiginmann minn á meðan á því stóð, svo sem fyrr segir. Slíku er ég þó vön, til dæmis frá þeim tíma þegar Albert var á fullu í knattspyrnunni." Svo ég hnýsist nú aðeins meira; hver sér um fjármál- in á ykkar heimili? „Það er nú ég sem sinni því að mestu leyti. Og það versta er í því sambandi, að þar má ég ekki biðja um neina kauphækk- un." Er Albert ekki treystandi fyrir heimilispeningunuml? „Jú, svo sannarlega. Honum er víst ábyggilega treystandi fyrir öllu. En þetta er nú einu sinni bara verkaskiptingin hér á bæ." -SER. Það mæddi mikið á forystumönnunum í samninganefndum nýaf- staðinnar kjaradeilu BSRB og ríkisins. En ætli svo hafi ekki einnig verið um maka þeirra? Þetta athugar Helgarpósturinn með stuttu viðtali við konu Alberts Guðmundssonar fjármálaráðherra, Brynhildi Jóhanns- dóttur. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.