Helgarpósturinn - 01.11.1984, Side 5
l slenska útvarpsfélagið hélt mik-
inn og veglegan stofnfund s.l.
þriðjudagskvöld. Forsvarsmenn fé-
lagsins hafa verið ötulir undanfarn-
ar vikur og safnað undirskriftum
hluthafa um stofnun hins nýja fyrir-
tækis sem hefur verið hugsað sem
almenningshlutafélag í stíl við Eim-
skipafélagið á sínum tíma. En fæð-
ing hins nýja óskabarns þjóðarinnar
hefur ekki gengið átakalaust fyrir
sig. Það vakti nefnilega mikla at-
hygli að fjórir af aðalhvatamönnum
að stofnun íslenska útvarpsfélags-
ins og miklir áhugamenn um frjáls-
an útvarpsrekstur gáfu ekki kost á
sér í stjórnina og hyggjast draga fyr-
irhugað hlutafé sitt til baka. Þeir eru
Einar Kristinn Jónsson, Gísli
Baldur Garðarson, Olafur
Hauksson og Skafti Harðarson.
Astæðan fyrir útgöngu fjórmenn-
inganna er óánægja þeirra með þátt
Jóns Olafssonar (i Skífunni) við
söfnun hlutafjár. Frumkvöðlarnir
hafa allir tekið að sér að safna sem
flestum nöfnum, en rétt fyrir stofn-
fundinn kom í ljós að hugmyndir
Jóns voru síður en svo þær að gera
félagið að virku almenningshlutafé-
lagi. Megnið af hlutafé því sem Jón
hafði safnað var í höndum Jóns
sjálfs eða aðila sem standa honum
nærri. Þegar valdahlutfall hinna
tæplega 300 hluthafa var athugað,
kom nefnilega í ljós, að Jón og hinir
fáu vinir hans höfðu yfir að ráða
50—60% hlutafjárins. Jón Olafsson
var ekki til viðræðu um að breyta
þessum valdahlutföllum „almenn-
ingshlutafélagsins” og endaði sú
rimma með að fjórmenningarnir
gengu út úr íslenska útvarpsfélag-
inu sem stofnað var síðar um kvöld-
ið og varð að hlutafélagi. Stjórn hins
nýja félags skipa: Jón Olafsson,
Magnús Axelsson, Hjörtur Örn
Hjartarson, Sigurður Gísli
Pálmason og Jón Aðalsteinn
Jónasson. Hlutaféð er 4,6 milljón-
ir, en er allt ógreitt og búist er við að
margur almenningshluthafinn
dragi nafn sitt út úr hlutafélaginu
þegar hann sér hvernig hlutafjár-
söfnuninni er hagað. Fjórmenning-
arnir hyggja nú á stofnun annars út-
varpsfélags og hafa þegar hafið
samstarf og viðræður við ýmsa að-
ila með samstarf í huga...
islenskir fiskframleiðendur eru
stöðugt að uppgötva nýja markaði
fyrir afurðir sínar. Cargolux flaug
tvær ferðir í september fyrir Bæjar-
útgerðina vestur um haf til vestur-
strandar Bandaríkjanna. Farmur-
inn var í hvort skipti 10—15 tonn af
ýsu og karfa, og flaug vél Cargolux
frá Luxemburg til íslands þar sem
fisknum var lestað í vélina og síðan
flogið til San Fransisco og loks til
Seattle þar sem fiskafurðirnar voru
affermdar. Flutningafyrirtækið
Cosmos sem er dótturfyrirtæki Haf-
skips sá um alla pappírsvinnuna
varðandi þessa flutninga. Er nú í bí-
gerð að Bæjarutgerðin haldi þess-
um fiskútflutningi áfram í samstarfi
við sömu aðila. . .
c
^^P'tuðningur hins almenna
borgara við verkfall ríkisstarfs-
manna var með ýmsu móti, svo og
ýmissa fyrirtækja sem sýndu því
velvild. Má geta að öll dagblöðin
nema Morgunblaðid buðu verk-
fallsfólkinu ókeypis áskrift út þetta
ár. Einnig er vert að geta framlags
eins hjólbarðaverkstæðis í borginni
til ríkisstarfsmanna. Það bauð fólk-
inu nýja hjólbarða og umfelgun á
vetrardekk út á krít, sem ekki þarf
að greiða fyrr en komið er fram á
næsta ár. Að vísu munu ekki margir
BSRB-menn hafa notað sér þessa
greiðvikni hjólbarðamannsins
enda höfðu margir þeirra á orði að
þeir hefðu hvort eð er ekki efni á að
kaupa sér bensín á bílana sína, hvað
þá meira. En altént var þetta góð
viðleitni hjólbarðamannsins og ber
vissulega að virða hana...
l^Hinangrun gamla fólksins var
mikil í nýafstöðnu verkfalli ríkis-
starfsmanna, eins og Albert Gud-
mundsson fjármálaráðherra
minntist réttilega á í tölu sem hann
hélt þegar staðið var upp frá samn-
ingaborðum á þriðjudagskvöld.
Ráðherrann lét þó vera að geta
framtaks sem andstæðingar hans í
samningalotunni stóðu að síðustu
daga verkfallsins með myndarbrag.
All margir starfsmenn sjónvarps, út-
varps og leikarar tóku sig til og
sömdu skemmtidagskrá sem þeir
fóru með og fluttu á öllum elliheim-
ilum höfuðborgarsvæðisins um síð-
ustu helgi, og má nærri geta hver
fögnuður gamla fólksins hafi verið.
Það var þakklátt og líkaði vel þetta
framtak verkfallsfólksins. . .
| siðasta blaði greindum við frá
forvitnilegri viðtalsbók Eddu
Andrésdóttur við Auði Laxdal,
eiginkonu Halldórs Laxness. Við
höfum nú hlerað að í þessari bók
verði að finna all margar sprengjur
ef svo má segja, upplýsingar um fer-
il Nóbelshafans, skoðanir hans og
ritstörf, sem til þessa hafa verið
ókunnar mönnum. Meðal annars
munu birtast í bókinni all mörg bréf
skáldsins til Auðar, svo og nýjar
upplýsingar um viðbrögð þess við
Nóbelsverðlaununum og skoðanir
þar að lútandi...
8^ ftir að Helgarpósturinn ruddi
veginn með prentun erlendis í
prentaraverkfallinu hafa ýmis blöð
og tímarit athugað sömu leið. Rit-
stjóri Mannlífs, Herdís Þorgeirs-
dóttir lét prenta tímarit sitt í Hol-
landi á síðustu vikum verkfallsins
og flytja upplagið til landsins þar
sem það var geymt í tollvöru-
geymslum ríkisins, og mun væntan-
lega koma á markað næstu dagana
þar sem verkfall BSRB er nú leyst.
Mannlíf er því orðið óvenjulega al-
þjóðlegt rit, því aðalefni blaðsins er
viðtal sem ritstjórinn tók við Jessie
Jackson, hinn þeldökka forseta-
frambjóðanda demókrata sem varð
að víkja fyrir Walter Mondale. ..
v
W erkefnaskrá leikhúsanna á
þessu leikári mun brenglast eitt-
hvað vegna nýafstaðins verkfalls.
Þannig mun til að mynda Þjóðieik-
húsið skipta um jólaleikrit, en fyrir-
hugað var að sýna Ríkharð III. eftir
Shakespeare. I staðinn er ætlunin
að Skugga-Sveinn fari á fjalirnar um
jólin, en sýningum á leikriti Shake-
speares seinki. Þá er ljóst að söng-
leikur vorsins, Chicago, er dottinn
út af dagskrá en hins vegar mun
'hinn vinsæli músíkal, Gæjar og pí-
ur, verða tekinn upp á nýjan leik í
|vor...
Hvenær þarft þú
ápeningumaó
halda í framtíóinni ?
*
I Kjörbók Landsbankans verða ekki
kaflaskil við úttekt.
Það getur verið býsna erfitt að sjá nákvæmlega fyrir hvenær þörf er á
handbæru fé í framtíðinni. Þá er lítið öryggi fólgið í því að eiga peninga undir
innlánsformi þar sem ávöxtunin lyppast niður við hverja úttekt.
Kjörbók Landsbankans rís undir úttektum, ávöxtun hennar er örugg og
stígandi. Berðu Kjörbókina saman við tilboð annarra banka.
Hafðu í huga að innstæður eru ávallt lausar til úttektar og að allt, sem eftir
stendur við úttekt, fær stighækkandi ávöxtun. Þú þarft ekki að stofna margar
bækur eða reikninga þó að þú þurfir að hreyfa hluta innstæðunnar á
sparnaðartímanum. Leitaðu til Landsbankans. Starfsfólk Landsbankans veitir
þér skýrar upplýsingar um hvaða sparnaðarform hentar þér best.
KJÖRBÓK LANDSBANKANS
EINFÖLD BÓK — ÖRUGG LEIÐ
LANDSBANKINN
Grœddur er geymdur eyrir
HELGARPÓSTURINN 5