Helgarpósturinn - 01.11.1984, Page 6

Helgarpósturinn - 01.11.1984, Page 6
Lýöræöiö innan BSRB réð launastefnunni „Ég vildi óska að samheldni verkafólks innan ASÍ væri jafn mikil og hún er hjá BSRB,“ sagði fiskvinnslukona nokkur í við- tali við eitt dagblaðanna fyrir skömmu, og hún bætti því við að hún óttaðist að í samn- ingsviðræðum ASÍ og VSÍ yrði farið á bak við verkafólk og launþegafélögin, og foryst- an semdi af sér. Það er raunar ekki ný bóla að launafólk innan ASI kvarti yfir samstöðuleysi og þverrandi stéttarvitund innan samtakanna. Umræða um það efni og skort á virku lýð- ræði innan þessara stærstu launþegasam- taka landsmanna hefur verið heit á undan- förnum árum. Nú mun hinsvegar verkfall BSRB og hin gríðarmikla samstaða þúsunda félagsmanna þess í erfiðri kjarabaráttu kynda undir kröfur um skipulagsbreytingar á ASÍ. Virk þátttaka og mikið upplýsinga- streymi í baráttunni hefur vakið feykilega athygli og er Ijóslifandi dæmi þess hvers launafólk er megnugt þegar því ofbýður launamisrétti í þjóðfélaginu og sækir fram til bættra kjara í krafti samtaka sem byggja á lýðræði. Það hlýtur að verða öðru láglauna- fólki fordæmi og hvatning. Að lokinni undirritun samningsins milli BSRB og ríkisins s.l. þriðjudagskvöld sagði Guðlaugur Þorvaldsson sáttasemjari að kannski væri hvað óvenjulegast við nýaf- staðna kjaradeilu að standa frammi fyrir svo fjölmennri samninganefnd sem BSRB hefði á að skipa. Segja má með réttu að skipulag samtak- anna allt og starf sé um margt óvenjulegt. Allt frá árinu 1962, þegar BSRB fékk fyrst takmarkaðan samningsrétt um kaup og kjör, hefur krafa um rétt til beinna áhrifa stöðugt orðið háværari og samtökin eflst og unnið marga áfangasigra. Þróunin hjá laun- þegasamtökum á Islandi þessa síðustu ára- tugi hefur verið í þá átt að miðstýring hefur aukist innan ASÍ en hið þveröfuga gerst hjá BSRB. Lýðræðislega teknar ákvarðanir eru einkennandi og valddreifingin meiri. BSRB hefur stöðugt haldið þeirri kröfu á loft að hún verði aukin enn frekar þannig að banda- lagsfélögin fái fullan samnings- og verkfalls- rétt. BSRB hefur ætíð lagt metnað sinn í að sýna styrk sinn með sem mestri þátttöku. Og hann hefur sýnt sig svo ekki verður um villst. Meira en 90% félagsmanna greiddu sáttatillögunni fyrir verkföllin 1977 atkvæði sitt. Og hið sama endurtók sig í september s.l. Þúsundir félagsmanna tóku virkan þátt í þeirri hörðu verfallslotu sem nú er væntan- lega yfirstaðin. An tillits til stjórnmálaskoð- ana eða flokkatengsla þyrptust menn saman hvað eftir annað á fjölmennum útifundum eða stóðu óbugaðir í verkfallsvörslu daga sem nætur. Áður fyrr var gjarnan talið að fólk sem starfaði hjá ríkinu væri eingöngu „hvítflibb- ar“ sem væru ólíklegir til að sýna stéttarlega samstöðu og taka þátt í hörðum kjaraátök- um, en þróunin hefur nú samt orðið sú að BSRB má telja samtök launamanna ein- göngu, og það láglaunafólks mestan part. Frá því að BHM, sem hýsir háskólamennt- aða ríkisstarfsmenn, fékk samningsrétt sinn, hefur BSRB barist sem hvert annað laun- þegasamband. Og samhliða kjarabaráttunni hefur ævinlega verið barist fyrir því að BSRB yrði viðurkennt sem hvert annað launþegasamband í landinu og veittur réttur sem slíku, m.a. þannig að lögin um stéttarfé- lög og vinnudeilur frá 1938 ættu við um bandalagið jafnt og önnur stéttarfélög. BSRB hefur ætíð litið svo á að verkfallsrétt- urinn um aðalkjarasamning, sem því var veittur 1976, væri aðeins áfangasigur. Barátta BSRB þessa heitu haustmánuði stóð að sjálfsögðu um miklar launahækk- anir, en öðrum þræði má líka efalaust telja að hún hafi staðið um fleira. Deilurnar um hina illræmdu Kjaradeilunefnd, sem er nokkurskonar dómstóll sem sker úr um það hverjum sé heimilt vegna heilsugæslu og öryggismála að fara í verkfall, sýna að BSRB viðurkennir ekki þess háttar takmörkun á verkfallsrétti sínum. Það geti sjálft veitt slík- ar undanþágur. I öðru lagi var bandalaginu mikilsvert að geta sýnt sem mestan styrk vegna þess að í framtíðinni mun það berjast fyrir því að bandalagsfélögin öðlist fullan samnings- og verkfallsrétt um öll atriði samninga. í þriðja lagi var mikilvægt að sýna, að heildarsamtökin væru einfær um að sækja umtalsverðar kjarabætur til handa félögum sínum og afstýra þannig hættunni á að nokkur sérfélög klyfu sig út úr BSRB eins og nokkuð hefur verið rætt, m.a. innan Hjúkrunarfélags íslands. Eitt það fyrsta sem Kristján Torlacius for- maður BSRB lét hafa eftir sér að lokinni und- irritun samninga á þriðjudaginn var einmitt að hann óttaðist nú síður að BSRB klofnaði en áður. Tvær launastefnur hafa verið ofarlega á baugi í því kjarakarpi sem staðið hefur yfir undanfarna mánuði. Annars vegar er kaup- hækkunarkrafa BSRB i í deilunni að ríkið og hins vegar krafa um einhverskonar sam- ráðsumbætur sem að sögn áttu að stefna að „raunhæfri kaupmáttaraukningu" í samn- ingum VSÍ og aðildarfélaga ASI. Með því að hvika hvergi í baráttunni hefur launafólk í BSRB haft sitt fram, en forystumenn hinna samtakanna hafa brugðist heldur ólundar- lega við og viðurkennt að launástefna bandalagsins hljóti að verða ráðandi í fram- tíðinni. ASI og VSI hafa staðið í samningamakki á bak við tjöldin en þó er ljóst að ríkið hefur haft þar nokkra milligöngu. Slíkt „þríhliða samráð" hefur verið að festast í sessi hin síð- ari ár þar sem ríkið hefur að miklu leyti ráði því hvaða kröfur væru settar fram og við hvaða forsendur væri miðað. Sú skipan hef- ur gert ríkisstjórnum auðveldara um vik við stjórn efnahagsmála, en raunin sýnt að lítið hefur verið hreyft við launamisréttinu í land- inu. Nú hafa „sögulegir samningar" verið gerð- ir, eins og sagt var í fyrirsögn Morgunblaðs- leiðara s.l. miðvikudag, en samningarnir eru sögulegir fyrir fleira en það sem í þeim felst. Aðdragandi þeirra gæti sýnt upphafið að öðru pg meira í valdatogstreitu þjóðfélags- afla á íslandi, og verið merki um endalok for- ystusamráðs staðnaðra hagsmunasamtaka og ríkisvalds. Árangurinn af baráttu lýðræðislegra fjöldasamtaka BSRB sýnir líka firruna í mál- flutningi þeirra sem ætíð telja að þröng for- ystusveit samtaka launafólks leiði blindan fjöldann út í pólitíska kjarabaráttu og verk- föll andstæð hagsmunum þess. Fólkið sjálft þekkir kjör sín og átti þess kost að bæta þau að nokkru með virkri þátttöku og samstöðu í erfiðri baráttu við ríkisvaldið. ERLEND YFIRSÝN Faðir Jerzy Popieluszko er nýr píslarvottur pólskrar kristni og pólsks sjálfstæðis. Prestsmorðiö er tilræði við innanlandsfrið í Póllandi Prestmorð þykir Pólverjum argast allra glæpa. Pólska kirkjan hefur goldið stöðu sína í hugum og hjörtum landsmanna dýru verði. Píslarvætti þjóna hennar á hörm- ungatímum fyrir rúmum mannsaldri er enn í fersku minni allra sem hafa pólska þjóðern- isvitund til að bera. I heimsstyrjöldinni síðari og fyrstu árin eftir hana, lét þriðji hver ka- þólskur prestur í Póllandi lífið fyrir tilverkn- að þýskra nasista eða sovéskra stalínista. Þeir sem lögðu á ráðin um að myrða föður Jerzy Popieluszko fyrir hálfum mánuði, hafa tvímælalaust haft að markmiði að raska inn- anlandsfriði í PóIIandi. Faðir Popieluszko var einna kunnastur af þeim prestum, sem gert hafa kirkjur sínar að griðastað fyrir mál- stað bönnuðu verkalýðshreyfingarinnar Samstöðu. Þrír foringjar úr innanríkisráðu- neytinu, yfirstjórn öryggislögreglunnar og leynilögreglunnar, þeirra stofnana sem hafa haft sig mest í frammi gegn Samstöðu og stuðningsaðgerðum almennings við hreyf- inguna, ræna prestinum á förnum vegi, myrða hann og fleygja líkinu í uppistöðulón í nánd við höfuðborgina Varsjá. Enginn verknaður er fallnari til að raska því jafnvægi, sem á síðustu misserum hefur verið að myndast í Póllandi. Fyrir tilverknað forustu kaþólsku kirkjunnar hefur öldur lægt í pólsku þjóðlífi. Þorri Pólverja er sem fyrr á bandi Samstöðu, en gengur ekki leng- ur í berhögg við herforingjastjórnina. Hún hefur fyrir sitt leyti sleppt úr haldi flestöllum pólitískum föngum og temur sér stjórnar- hætti sem valda því að pólskt þjóðlíf er hið frjálslegasta í Varsjárbandalagslandi. Ekki fer leynt að til eru í pólska kommún- istaflokknum öfl sem ekki una því vel, hversu Jaruzelski yfirhershöfðingi og her- foringjastjórn hans stjórna landinu. Herfor- ingjarnir tóku völdin af flokksforustunni, þegar við blasti í landinu upplausnarástand, sem ekki hefði getað endað nema á einn veg. Pólverjar þola herforingjastjórnina, af því að þeir vita að hinn kosturinn er sovésk innrás. Eftir hvarf föður Jerzy Popieluszko lögð- ust þeir á eitt, Lech Walesa Samstöðuleið- togi, Glemp kardínáli og Jaruzelski hers- höfðingi, að skora á Pólverja að halda ró sinni og forðast að gefa reiði útrás þannig að til árekstra gæti leitt. Á fundi miðstjórnar flokksins lýsti Jaruzelski vanþóknun sinni á illvirkinu og hét því að grafið yrði fyrir rætur þess. I fyrradag skýrði Jerzy Urban, talsmaður ríkisstjórnarinnar, frá ráðstöfunum sem sýna að Jaruzelski mun einskis láta ófreistað til að færa sönnur á að hjá honum fylgi hug- ur máli. Vörður hefur verið settur um þre- menningana sem handteknir hafa verið fyrir morðið eða hlutdeild í ráni prestsins, ef um skyldi vera að ræða víðtækara samsæri, þar sem höfuðpaurar væru vísir til að reyna að koma fyrir kattarnef verkfærum sínum, sem handtekin hafa verið og komið gætu upp um þá. Þar að auki boðaði Urban nákvæma rann- sókn og hreinsun í innanríkisráðuneytinu í framhaldi af þvi sem gerst hefur. Verði gerð alvara úr því, er ljóst að Jaruzelski ætlar sér að kveða niður í eitt skipti fyrir öll andstöð- una gegn stefnu sinni í kommúnistaflokkn- um. I innanríkisráðuneytinu í Varsjá koma nefnilega saman þræðir þeirra afla innan lands og utan, sem háskalegust gætu orðið því jafnvægi, sem verið hefur að myndast í landinu síðan herforingjastjórnin lét lausa pólitíska fanga. I öryggislögreglu og leyni- lögreglu eiga þau öfl í flokksforustunni helst. styrks að vænta, sem ekki vilja una því að herinn ráði yfir flokknum. Þar að auki er það regla í öllu sovétveldinu, að sovéska leyni- þjónustan hefur ítök í innanríkisráðuneytum hvers lands um sig, kemur þar sovéskum áhrifum til skila og fylgist með framvindu mála. Vægðarlaus rannsókn á ódæði starfs- manna innanríkisráðuneytisins pólska' er brot á þeirri reglu valdakerfis eftir sovéskri fyrirmynd, að leynilögreglan sé yfir samfé- lagið hafin og starfsmenn hennar þurfi ekki að bera ábyrgð á verkum sínum. Að sama skapi gefst herforingjastjórninni í Póllandi nú tækifæri til að takast á við féndur sína í valdakerfinu og sýna þjóðinni, að hún lætur ekki viðgangast að þeir noti ítök sín í valda- stofnunum til að grafa undan viðleitni til að koma á kyrrð í landinu. Stjórn Jaruzelskis stefnir að því að koma á í Póllandi, ef ekki þjóðarsátt þá þjóðarmála- miðlun, þegjandi samkomulagi afla, sem í rauninni eru ósættanleg, um að halda sig eftir Magnús Torfa Ólafsson innan marka sem lega Póllands á sovésku áhrifasvæði setur. Samstaða hefur verið bönnuð, en handteknir forustumenn verka- lýðssamtakanna hafa verið látnir lausir. Kirkjan er óumdeilanlega styrkasta stofnun með þjóðinni, og hún beitir áhrifum sínum til að afstýra árekstrum milli almennings og yfirvalda. Þetta sérstaka ástand í Póllandi er stjórn- völdum í nágrannaríkjum þyrnir í auga. Einkum er stjórn Tékkóslóvakíu, sem sett var á laggirnar eftir sovéska innrás, uggandi um áhrif frá Póllandi á kúgaðar þjóðir Tékka og Slóvaka. Svipaðs viðhorfs gætir í Austur- Þýskalandi, þótt vægara sé. Haft er fyrir satt, að sovéska herstjórnin hafi verið komin á flugstig að undirbúa inn- rás í Pólland, þegar átökin milli Samstöðu og stjórnvalda voru sem hörðust. Það fylgir sögunni, að Bresnéff þáverandi flokksleið- togi hafi tekið í taumana, stöðvað innrásar- undirbúninginn og í staðinn kosið að efla til valda herforingjastjórnina undir forustu Jaruzelski. Greinilegt er að nú eru viðsjár með mönn- um í Kreml. Aldinn og óskörulegur flokks- leiðtogi heldur að nafninu til um stjórnar- tauma, en yngri menn setja sig í stellingar til að vera viðbúnir kallinu, þegar að því kemur að velja mann í hans stað. Við slíkar aðstæður í sovésku flokksfor- ustunni er ekki óvanalegt, að valdastreitan segi til sín um allt sovéska áhrifasvæðið. Morðið á Jerzy Popieluszko er þvílík storkun við pólsku þjóðina, að ótrúlegt er að það hafi verið framið einvörðungu fyrir at- beina undirtylla í innanríkisráðuneytinu í Varsjá. Jafnframt er það til þess fallið að grafa undan stöðu og stefnu stjórnar Jaru- zelski hershöfðingja. Rannsóknin, sem Jerzy Urban boðar, á máske eftir að leiða í ljós, hverjar rætur ódæðið kann að eiga í pólska valdakerfinu. Hins vegar er borin von, að hún sýni fram á, hverja hvatningu undirróðursmenn kunna að hafa fengið handan yfir landamæri Pól- lands. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.