Helgarpósturinn - 01.11.1984, Page 8
Símamynd: Jim Smart/HP/UPI
Geraldine S. Ferr-
aro kemur til Chi-
cago mánudags-
kvöld. Hún og
Mondale heyja nú
kraftmikla en von-
litla barattu í iön-
aðarborgum miö-
vesturríkjanna
sem venjulega
eru sterk vígi
demókrata.
Ronald Reagan,
forseti Bandaríkj-
anna, hefur aðal-
lega haldið sig í
Hvíta húsinu í
kosninga-
baráttunni. Hann
hefur aðeins hald-
ið þrjá kosninga-
fundi í Penn-
sylvaníu og
Vestur-Virginíu
s.l. mánudag.
Engu að síður er
honum spáð stór-
sigri í kosning-
unum n.k. þriðju-
dag og sjálfur hef-
ur hann sagt að
kosningarnar
verði söguleg
kaflaskipti í
bandarískum
stjórnmálum.
Blysförin hófst
meö flugelda-
sýningu milli
skýjakljúf-
anna. Síðan
var 10 þúsund
fánum og 3—5
þúsund
blysum brugö-
ið á loft, 50
skreyttir vagn-
ar runnu af
stað og 20
lúðrasveitir
hófu að leika
göngumarsa.
8 HELGARPÓSTURINN
Þriðjudagskvöld í Chicago. Vika
til kosninganna 6. nóvember. Walt-
er F. Mondale, forsetaframbjóðandi
demókrata, kemur til þessarar
vindasömu borgar við Michigan-
vatn eftir sérstaklega velheppnað-
an kosningaleiðangur um Kyrra-
hafsríkin Washington, Oregon og
Kalforníu.
Nú á að reyna að hamra járnið þar
sem það virðist einna heitast fyrir
Mondale, í iðnaðarhéröðum Mið-
vesturríkjanna þar sem umtalaður
efnahagsbati Reagan-stjórnarinnar
hefur enn ekki litið dagsins ljós. En
að flestra dómi berst Walter Mon-
dale nú vonlítilli ef ekki vonlausri
baráttu. Nýjustu skoðanakannan-
irnar, sem birtust í Chicago-blöðun-
um á mánudag og þriðjudag, gefa til
kynna, að hann geti alveg eins
pakkað saman og haldið heim til
Minnisota. Þær sýna að bilið milli
frambjóðendanna hefur enn
breikkað og að einhvers staðar
virðast nú 16—20 af hundraði fleiri
ætla að kjósa forsetann heldur en
Mondale mótframbjóðanda. Allt út-
lit er fyrir stórsigur hins 73 ára
gamla forseta.
En í stað þess að láta sér fallast
hendur, hefur Mondale þvert á móti
hert róðurinn í kosningabaráttu
sinni. Kosningalið Mondales segir
okkur að aðsókn að kosningafund-
um hans við Kyrrahafið um og eftir
helgina hafi verið meiri en nokkru
sinni fyrr í baráttunni og undirtekt-
irnar á fundunum á lokasprettinum
verði hressilegri með hverjum deg-
inum sem líður.
Mjög bjartsýnn forseti
Ronald Reagan hefur aðallega
haldið sig í Hvíta húsinu þessa dag-
ana, en hélt þó þrjá kosningafundi í
Pennsylvaníu og Vestur-Virginíu á
mánudag. Hann er að vonum bjart-
sýnn og er farinn að spá því að
kosningarnar leiði í ljós söguleg
kaflaskipti í bandarískum stjórn-
málum, að á kosningadaginn „komi
fjöldinn allur af demókrötum yfir í
okkar raðir í fyrsta skipti". Mon-
dale-fólkið hefur allt aðra sögu að
segja. „Sigurgangan er hafin. Hún
byrjar hér í Chicago," sagði Edward
R. Wrdolyak, formaður demókrata-
flokksins í borginni á þriðjudag, á
stórkostlega litríkum kosningafundi
í Medina Temple, fimmþúsund
manna sal í miðborg Chicago. Hvert
sæti í salnum var skipað og flestir
veifuðu borðum og spjöldum með
slagorðum Mondales og Geraldine
S. Ferraro, varaforsetaframbjóð-
anda demókrataflokksins.
Undanfari kosningafundarins í
Medina Temple var hefðbundin
blysför demókrata um miðborg Chi-
cago. Þessi blysför, Torch Light
Parade, var síðast farin fyrir forseta-
kosningarnar 1976, þegar Jimmy
Carter náði kjöri... og Walter
Mondale einnig, þá sem varaforseti.
Óvæntur sigur eins og
1948?
í hugum demókrata hefur þessi
blysför táknræna sögulega þýð-
ingu. Fyrir rúmum tuttugu árum fór
sigursæll frambjóðandi, John F.
Kennedy, fyrir göngunni, og síðustu
daga hefur Walter Mondale verið
óþreytandi að minna fólk á hver
gekk hér í broddi fylkingar eftir að-
albreiðgötu borgarinnar, Michigan
Avenue, í göngunni 1948. Þetta var
Harry S. Truman. Truman sigraði
frambjóðanda repúblikana, Thomas
Dewey, í forsetakosningunum 1948
eftir að skoðanakannanir höfðu
spáð Dewey sigri fram á síðasta dag
kosninganna. Nú segjast demókrat-
ar ætla að leika sama leikinn.
Blysförin var skrúðganga og hófst
með flugeldasýningu milli skýja-
kljúfanna. Síðan var 10 þúsund fán-
um og 3—5 þúsund blysum brugðið
á loft, 50 skreyttir vagnar runnu af
stað og 20 lúðrasveitir hófu að leika
göngumarsa. Tugþúsundir tóku
þátt í blysförinni og gengu að fund-
arsalnum, þar sem úti hafði verið
komið fyrir þremur risastórum sjón-
varpsskermum fyrir þá sem ekki
komust inn. „Metþátttaka í sögu
blysfararinnar," sögðu skipuleggj-
endur.
Fremstur fór Walter Mondale,
brosandi út að eyrum og veifaði til
fjöldans. Brosið lýsti í senn óbilandi
og næstum barnslegri bjartsýni og
þrjósku. Norskri þrjósku sjálfsagt,
því Mondale er af norskum ættum.
I fylkingarbrjósti með Mondale
voru 18 aðrir leiðtogar demókrata
og f kjölfarið komu 300 kjörnir
demókratar úr stjórnkerf i borgar og
sýslu, auk fjölda verkalýðsforingja
og fulltrúa ýmissa borgaralega sam-
taka. Öryggisverðir skiptu hundr-
uðum.
„Þegar Ronald Reagan sér blys-
förina okkar er vel líklegt að hann
fari að ókyrrast," sagði Walter Mon-
dale inni á fundinum. „Hann til-
kynnti í dag að hann myndi beina
kosningabaráttu sinni hingað næstu
daga. Hann heyrir fótatakið í Chi-
cago, lllinois!"
„ We want Fritz!“
Bandarískir kosningafundir eru
ótrúlega hömlulausar samkomur.
Ræður frambjóðenda drukkna í óp-
um og lófataki stuðningsfólks þeirra
á 30 sekúndna fresti. Stemmingin er
eins og á íþróttakappleik eða rokk-
tónleikum, fólk hreinlega sleppir
fram af sér beislinu. „We want Fritz!
We want Fritz!" glumdi í salnum
hvað eftir annað undir ræðum Mon-
dales. Tvisvar stóðu fundargestir
upp til að hylla forsetaframbjóðand-
ann.
Mondale hvetur fólk til að taka
ekki mark á skoðanakönnunum
núna. „Forsetinn er ekki kosinn í
skoðanakönnunum — fólkið kýs
forseta," hamrar hann á í hverri
ræðunni á fætur annarri. „Við snú-
um þessum forsetakosningum við,
nákvæmlega eins og Truman gerði
í kosningunum 1948,“ sagði hann á
fundinum í Chicago. „Mig langar að
tilkynna það hér og nú,“ segir hann,
„að það er eitthvað á seyði sem
skoðanakannanir hafa ekki náð
enn. Fólk er að vakna til vitundar,
það er farið að hlusta, það er farið
að kynna sér málin. Því stendur
ekki á sama, það vill hafa áhrif. Fólk
ætlar að kjósa og við ætlum að
vinna þessar kosningar!
Þeir sem standa fyrir skoðana-
könnunum og fínu vikuritin eru að
reyna að segja okkur að kosningun-
um sé lokið, að það þurfi ekki að
telja atkvæðin. Þetta er rangt. Skoð-
anakannanir telja ekki atkvæðin á
kjördag."
Ronald Reagan jók á forskotið eft-
ir seinni umræðuþátt þeirra forseta-
frambjóðendanna í Kansas. Kann-
anir á vegum stuðningsmanna for-
setans sýndu eftir þann þátt að for-
skotið hafði t.d. aukist á einum degi
um 8% yfir allt landið.
Þá skipti Mondale um taktík í bar-
áttunni. Fram að þessu hafði Mon-
dale í ræðum sínum einkum ráðist á
Reagan fyrir lélega stjórn á sviði efna-
hagsmála, en þó einkum fyrir gróf
og hættuleg mistök í utanríkismál-
um. Fyrr í baráttunni varaði Mon-
dale einkum við stórkostlegum fjár-
lagahalla sem Reagan-stjórninni
hefur ekki tekist að ná tökum á.
Reagan hefur aftur á móti hamrað á
því með ótvíræðum árangri, að
eina lausn demókrata á fjárlaga-
vandanum verði að hækka skatta.
Til skamms tíma réðst Mondale
hvað eftir annað á forsetann fyrir
árásina á bandaríska sendiráðið í
Líbanon og handbókina, sem CIA
lét gera um heppilegustu leiðir til að
ráða niðurlögum ríkisstjórnar san-
dínista í Nigaragua. í þeirri bók var
t.d. lagt til að leiðtogar sandínista
yrðu drepnir. Reagan hefur sagst
vera andvígur öllu slíku enda sé
slíkt andstætt forsetatilskipuninni
frá 1981, og hann fullyrðir að þeir
CIA-menn sem séu ábyrgir fyrir
bæklingnum verði látnir víkja að
lokinni rannsókn á málinu. Á
I