Helgarpósturinn - 01.11.1984, Side 9
Mynd: International Communication Agency
meðan beðið er eitir niðurstöðum
af slíkri rannsókn, er hart deilt um
hvort tilvist bæklingsins gefi til
kynna, að það sé stefna Reagan-
stjórnarinnar að bylta ríkisstjórn
Nigaragua og þá um leið forsetans
sjálfs. Reagan hefur passað sig og
segist ekkert ætla að gefa út um
þetta mál fyrr en að lokinni
rannsókn.
Walter Mondale hefur m.a. gert
sér mat úr stefnu Reagans í Mið-
Ameríku í almennri gagnrýni sinni
á harða hægri stefnu forsetans. Það
er þessi almenna gagnrýni af gamla
skólanum sem nú er að verða hvað
fyrirferðarmest í málflutningi mót-
frambjóðandans.
Hann ásakar Reagan um skort á
mannúð og umhyggju fyrir þeim
sem minna mega sín, um eiginhags-
munastefnu, „þessa græðgi, þessa
keppni í að hugsa eingöngu um
sjálfan sig“. (framhaldi af því gagn-
rýnir Mondale niðurskurð forsetans
á fjárframlögum til almannatrygg-
inga, menntamála og málefna aldr-
aðra og fatlaðra. Þessi gagnrýni
bergmálast svo í gagnrýni Gerald-
ine Ferraro, sem notar hvert tæki-
færi til að útmála forsetann sem
kaldlyndan og afskiptalausan for-
seta, sem sé sama um atvinnuleysið
og þær raunir sem fólk hafi gengið
í gegnum vegna stefnu hans.
Reagan hefur einfaldlega sagt að
meirihluti Bandaríkjamanna hafi
það betra en fyrir fjórum árum.
Skoðanakannanir styðja þessa stað-
hæfingu forsetans. Könnun sem
vikuritið Newsweek birti um síð-
ustu helgi leiddi t.d. í ljós, að 60%
þátttakenda treysti Reagan betur til
að viðhalda velmegun í landinu, en
aðeins 32% töldu Mondale hæfari til
þess. í sumum könnunum taldi
meirihluti fólks að Reagan væri
hæfari til að halda Bandaríkjunum
utan við stríðsátök og jafnvel til að
ná raunhæfum vopnasamningum
við Sovétríkin, en á því sviði hafa
Mondale og Ferraro hvað harðast
gagnrýnt forsetann fyrir fram-
taks- og úrræðaleysi. Reagan hefur
ekki svarað þessari gagnrýni. Hann
fer í flæmingi undan fjölmiðlum og
hefur ekki lagt í að halda blaða-
mannafund síðan í júlí.
En skoðanakannanir gefa til
kynna að fólki virðist Reagan á all-
an hátt frambærilegri leiðtogi; hann
hafi almennt betri skilning á mál-
efnum lands og þjóðar, hann auki á
sjálfsvirðingu þjóðarinnar og sé
ákveðinn og sterkur forseti. Þessum
skoðunum á forsetanum vill Mon-
dale nú breyta, en möguleikarnir á
að honum takist það fara þverrandi,
því tíminn hleypur frá honum.
Eitt athyglisverðasta atriðið í þró-
un kosningabaráttunnar er styrkur
þessa aldna forseta, Reagans, með-
al yngstu kjósendanna, fólks á aldr-
inum 18 til 24 ára. Þar er forskot
hans á Mondale stærst. Þrítugur
demókrati, sem við hittum hér í Chi-
cago, Jeff Grinspan, sem ætlar að
bjóða sig fram sem fulltrúa í orku-
ráð Chicago-borgar, varpaði fram
hugsanlegri skýringu á þessari þró-
un og sagði að unga fólkið hefði
ekki kynnst annarri pólitík en póli-
tík Reagans. „Þetta fólk er líka
miklu sérhlífnara en ungt fólk fyrir
tíu árum eða svo. Það vill fá sinn
part af kökunni. Þetta er ,,líka-ég“-
kynslóðin. Nú fara allir í viðskipta-
fræði."
Það er mál manna hér að Gerald-
ine Ferraro hafi komið sterk út úr
viðræðuþætti sínum og George
Busch varaforseta. Busch hefur átt
fremur erfitt uppdráttar, verið mis-
tækur á blaðamannafundum og
hlotið litla og fremur neikvæða um-
fjöllun í fjölmiðlum. Þetta virðist þó
ekki hafa haft nein áhrif á vinsældir
Reagans.
Um Geraldine Ferraro, sem aldrei er
kölluð annað en Gerry, gegnir
nokkuð öðru máli. I upphafi, þegar
hún hlaut útnefninguna á flokks-
þingi demókrata í sumar, sagðist
fólk fremur myndu kjósa Mondale
af því að hún fylgdi með í pakkan-
um. Þetta breyttist. Nú segjast mun
færri láta framboð hennar ráða því
hvort þeir kjósa Mondale eða ekki.
Ástæðan fyrir dvínandi fylgi Ferr-
aro er tvíþætt. Hún hefur þótt leika
tveim skjöldum í afstöðu sinni til
fóstureyðinga (er persónulega á
móti þeim, en er ekki á móti þeim í
atkvæðagreiðslum á þingi) og eins
hafa ásakanir um meint misferli í
fasteignaviðskiptum á hendur eig-
inmanni hennar, John Zaccharo,
valdið deilum.
Ferraro kom fram í klukkutíma
umræðuþætti hjá CBS hér í Chicago
á þriðjudag. Þátturinn, Phil Dona-
hue Show, höfðar einkum til
kvenna og var sendur beint út í Illi-
nois, en kom ekki fyrir sjónir ann-
arra Bandaríkjamanna fyrr en í
gær, miðvikudag. Helgarpósturinn
var viðstaddur útsendinguna í sjón-
varpssal og að dómi viðstaddra
tókst Ferraro vel að berja frá sér
ásakanir sem beinast að eiginmanni
hennar. Þegar hún var spurð hvaða
áhrif þessar ásakanir hefðu haft á
fjölskyldu hennar, svaraði hún því
til að þær hefðu sært mann hennar
og móður. „Ég verð allt mitt líf að
bæta manninum mínum þetta upp
og mömmu og börnunum," sagði
hún.
Þegar hún var spurð að því hvort
hún sæi eftir því að hafa farið fram,
sagði hún: „Ef ég hefði vitað fyrir
fram hvernig kosningabaráttan
myndi særa ástvini mína, þá hefði
ég sennilega sagt nei þegar ég var
beðin um að vera með. Repúblik-
anar vissu ekki almennilega hvern-
ig þeir ættu að bregðast við mér,
fyrstu konunni í varaforsetafram-
boði, og þeir tóku þann kost að
reyna að koma höggi á mig með því
að ráðast gegn fjölskyldu minni, en
ég held ekki að það hafi skaðað
framboð mitt.“
Ferraro gerði ítarlega grein fyrir
skattahugmyndum demókrata í sjón-
varpsþættinum. Hugmyndirnar
miða að því að minnka hallann á
fjárlögum og felast einkum í stig-
vaxandi tekjuskattsaukningu á há-
tekjur. Þeir sem hafa 25 þúsund
dollara í árslaun (u.þ.b. 750 þúsund
krónur) eða meira þyrftu að borga
nokkru hærri tekjuskatt samkvæmt
þessum tillögum.
Stuðningsmenn Mondales og
Ferraros styðja þessar tillögur um
tilfærslu á fjármunum frá ríkum til
fátækra og telja mikla þörf á þeim."
„Ég ætla að kjósa Mondale, það
er klárt mál,“ sagði John nokkur
Crawford, rúmlega þrítugur
blökkumaður sem selur kádiljaka í
miðborg Chicago við okkur. „Ég vil
heldur borga hærri skatta og lifa
þess lengur í staðinn."
Kosningabaráttan hefur semsé
beinst æ meir inn á hefðbundnar
pólitískar brautir, spurningar um
hægri eða vinstri. Mondale virðist í
sífellt ríkara mæli gefa tóninn fyrir
umræðuna. Ronald Reagan segist
ætla að halda áfram næsta kjör-
tímabil á svipuðum nótum og hing-
að til. Hann ætlar að skera niður á
fjárlögum, fækka reglugerðum og
reyna að semja við Sovétmenn um
leið og hernaðaruppbyggingu verð-
ur haldið áfram af miklum krafti.
Walter F. Mondale leggur nú allt
kapp á að ná undirtökunum í stór-
iðjuhéruðum miðvestur- og norð-
austurríkjanna. Hann er sagður
þurfa að vinna í ríkjum eins og
Pennsylvaníu, Ohio, Michigan og
Illinois til að eiga einhverja mögu-
leika. Könnun sem gerð var í Was-
hingtonríki, sem einnig er stóriðn-
aðarríki, kveikir vonarglóð hjá
stuðningsmönnum Mondales. Hún
sýndi að bilið milli frambjóðjend-
anna hafði mjókkað niður í 6%. Og
Mondale hefur vinningin í stórborg-
um fyrrnefndra iðnríkja. En hvort
þeir yfirburðir koma til með að
breiðast út yfir landsbyggðina kem-
ur í ljós þegar atkvæði verða talin á
þriðjudagskvöld hér vestra.
Bandarískir
kosninga-
fundir eru
ótrúlega
hömlulausar
samkomur.
Ræður fram-
bjóðendanna
drukkna í óp-
um og lófataki
stuðnings-
fólksins.
Stemmingin
er eins og á
íþrótta-
kappleik eða
rokktón-
leikum, fólk
sleppir hrein-
lega fram af
sér beislinu.
HELGARPÓSTURINN 9