Helgarpósturinn - 01.11.1984, Síða 13

Helgarpósturinn - 01.11.1984, Síða 13
nafn: Kristjan Thorlacius fæddur: 17.10.1917 heimili: Bólstaðarhlíð 16 staða: Formaður B.S.R.B. mánaðarlaun: 32. flokkur, 3. þrep 34.701 heimilishagir Kvæntur Aðalheiði Thorlacius, 2 börn bifreið: SAAB GLI árgerð 1981 áhugamál Starfið, ferðalög, veiðar og lestur bóka Sigursamningar“ eftir Sigmund Erni ROnarsson myndir Kristjón Ingi Kristján Thorlacius, formadur B.S.R.B. er í Yfirheyrslu. Ástæðan er nýgerður samningur félagsins við ríkið, sem meðlimir samtakanna eru fráleitt á einu máli um hvort sé góður eöa tímabær. — 33 langdregnar klukkustundir án hvíldar: Er ekki hætta á að menn semji af sér við slíkar aðstædur vegna þreytu og syfju? „Ég tel nú ekki vera hættu á því. En á hinn bóginn finnst mér óheppilegt að hafa svona langa samningafundi. Við höfðum það líka á orði við sáttasemjara í þessari deilu að okkur fyndist hyggilegra að hafa eðlilegan vinnu- tíma á daginn við þetta, heldur en langar lot- ur. Þær eiga þó rétt á sér í lokin.“ Þið í forystusveit B.S.R.B. höfðuð á arinnar, að þetta væru „viðunandi samníngar“. Er það ekki ansi lélegur ár- ára? „Nei, ég tel þetta ekki slæman árangur, og reyndar er ég sérstaklega ánægður með þennan samning að því ieyti að nú hafa lægri flokkarnir fengið hærri hlut en þeir sem ofar eru í skalanum." — Samningurinn er semsé virði þessa fjögurra vikna verkfalls? „Já, alveg tvímælalaust. Og það er í sjálfu sér miklu meira sem við fáum út úr þessum samningi en launahækkanirnar einar sér. Þetta verkfall hefur styrkt samtökin mjög mikið. Þúsundir manna tóku virkan þátt í því og ég tel okkur hafa fengið ómetanlegan ár- angur út úr þessu, að því leyti er horfir til samtakamáttarins. Það held ég að sé mest um vert þegar til lengdar lætur." — En skilar þessi herkostnaður sér nokkurntíma? „Já. Hann skilar sér strax. Eftir fréttum að dæma núna vinna menn upp tapið, mjög rnargir og sérstaklega þeir sem tilheyra lág- launahópunum, því mikil verkefni hafa hrannast upp á vinnustöðum í verkfallinu sem kallar á aukna vinnu nú þegar. Ekki síst skilar herkostnaðurinn sér svo í því sem ég var að nefna hérna á undan, nefnilega því að samtökin hafa eflst framar vonum bjartsýn- ustu manna við þetta." — Ellefta stundin í gærkveidi: Var hún rétta stundin í slagnum til að ganga að samningum, rétta mómentið ef svo má segja? „Það tel ég. Þó er auðvitað alltaf erfitt fyrir samningamenn að vega og meta þá stund sem þú ert að spyrja um.“ — Og þið vóguð og mátuð rétt, eóa hvaö? „Já, ég tel að ef við ekki hefðum samið í fyrrakvöld, hefðum við átt það á hættu að verkfallið stæði í háifan mánuð eða meira í viðbót...“ — En einmítt á þessari stundu sem ég nefndi áðan, mómentinu, var orðið ljóst að samstaðan hjá félögum B.S.R.B hafði aldrei verið sterkari, stemningin aidrei betri og áhrif verkfallsins aldrei víð- tækari eða jafn lamandi. Var ekki betra, í Ijósi þessa, að hinkra aðeins og nýu sér þessa sterku samningsstöðu til fulls? „Ég hef heyrt það álit fólks, meðal annars verkfallsvarða sem hafa unnið mjög gott starf, að það hefði betur átt að þreyja í einn eða tvo daga í viðbót. Það var og er mitt mat að það hefðu ekki orðið aðeins einn eða tveir dagar, heldur urðum við _þá að gera upp við okkur hvort við vildum láta verkfall- ið standa í hálfan mánuð eða þrjár vikur í viðbót, eða semja á þeirri stundu sem okkur hefur orðið tíðrætt um og þú kallar móment. Ég er og var á þessari stundu sannfærður um hvorki fyrir félagsmönnum okkar né þjóð- inni allri, að láta þetta verkfali standa lengur en brýnasta þörf var á. Það er mitt mat að einn eða tveir dagar þarna hefðu ekki dug- að.“ — Var þetta þá ekki uppgjöf? „Alls ekki. Þetta eru sigursamningar fyrir B.S.R.B." — Það var ekkert tillit tekið til áskor- unar mörghundruð félagsmanna, meðal annars hinna dyggu verkfallsvarða, um að hafna samningsdrögunum fáeinum tímum fyrir undirskrift. Hversvegna var þaö ekki gert? „Það var þetta mat okkar sem ég nefndi áðan, sem því réð. Það var of mikil áhætta fyrir okkur að halda verkfallinu lengur úti.“ — Var baráttan kannski meiri úti með- al fjöldans en inni meðal samninga- nefndar B.S.R.B.? „Nei, það var nú það ánægjulega við þetta að það var mjög mikil samstaða á báðum stöðunum." — Var samninganefndin ykkar ekki öll á launum á meðan á samningaþrefinu stóð, andstætt hinum almenna félaga? „Nei, nei, alls ekki.“ — En þið sem tilheyrið toppnum í sam- tökunum? „Jú. Við vorum enda ekki í verkfalli." — Og finnst þér það eðlilegt? „Eðlilegt? Við létum auðvitað hluta af okk- ar launum renna í verkfallssjóð, að sjálf- sögðu." — Snúum okkur þá að öðru: Er ekki ljóst að þrátt fyrir nýgerða samninga ykkar félags, situr iaunafólk B.S.R.B. enn langaftast á kjaramerinni? „Það er slæmt til þess að vita að við náð- um ekki kjaraskerðingunni upp í einu stökki, en ég vil benda á það að slíkt gerist ekki í einu vetfangi að ná upp meiri launahækkun en sem þessum samningum nemur. Það er einfaldlega útilokað vegna þess að þá er komið að þeim mörkum að hætta er á að kjarabótin nýtist ekki.“ — Þessi „sigursamningur“ er þannig áfangasigur? „Já, enda var okkur alltaf ljóst að þessar launakröfur sem við fórum fyrst fram á hljóta að vinnast í áföngum." — Kaupmáttartrygging/uppsagnar- ákvæði: Hvort telurðu vega þyngra í raun í samningum sem þessum? „Það má um það deiia. Reynsla okkar er sú að hvað eftir annað hefur vísitölutrygging launa ekki dugað okkur. Það var álit okkar margra að uppsagnarákvæði væru jafnvei fullt eins góð og kaupmáttartryggingin. Það byggist á því að við teijum okkar samtök vera orðin sterk og stjórnvöld fari því síður út í það að banna kjarasamninga heldur en að taka af sjálfvirkar kauphækkanir." — En engu að síður; étast þessir samn- ingar ekki strax upp, vegna gengisfell- ingar, verðbólgu og áframhaldandi launaskriðs annarra stétta? „Það er mín skoðun að eins og komið er í þjóðfélaginu í dag j>á verði gengisfellingu síður beitt en áður. Utgerðin má ekki við því. Laun valda ekki verðbólgu. Alröng fjárfest- ingarstefna undanfarinna ára hefur gert það.“ — Annað þá: Hversvegna var ekki lögð áhersla á að reyna skattalækkunar- leiðina til þrautar í samningum ykkar? „Hún var mjög óljós. Við í B.S.R.B. höfum alltaf talið að raunhæfar skattalækkanir, nettó, mætti meta sem raunhæfar kjara- bætur. En þessi skattalækkunarleið sem hef- ur verið til umræðu núna, hefur ekki verið á þessum nótum. Það hefur alls ekki legið Ijóst fyrir hvort ætti að færa til skatta, skera niður útgjöld og hver þá, eða hvort ætti að koma til erlend lán á móti. í verkfalli eins og okkar var vitaskuld ekki hægt að bíða mánuðum saman eftir því að menn veltu fyrir sér ýms- um óljósum möguleikum í þessu efni.“ — Það er haft á orði að nú sé B.S.R.B. orðið eitt sterkasta verkalýðsfélag landsins, ef ekki það sterkasta. Hitt er líka Ijóst að miklar og háværar óánægju- raddir hafa brotist út meðal fjölda fé- lagsmanna í kjölfar þessa samnings. Það hlýtur að veikja félagið? „Nei, ég heid að miklar umræður innan fé- lagsins og mikil þátttaka í þeim, styrki félag- ið fremur en hið gagnstæða. Ég fagna þess- um umræðum, enda er það dauður félags- skapur sem ekki skiptist á skoðunum um sína stefnu." — Þannig að óánægjuraddirnar styrkja B.S.R.B., en ekki öfugt? „Umræðan styrkir." — Það er mikill vilji, hefur maður heyrt, meðal kennara, útvarpsfólks og fleiri að segja sig hér með úr B.S.R.B. „enda sé til lítils að hafa verkfalisrétt fyrst hann er ekki nýttur til hins ýtr- asta“. Fækkar í félagsskapnum eftir þessa samninga? „Það hef ég ekki trú á, enda kannast ég ekki við að almennur vilji sé innan þessara félaga sem þú tiltekur að segja sig úr félag- inu. Það er auðvitað ékkert náttúrulögmál að samtök eins og B.S.R.B. standi um ár og eilífð, en ég held að á síðustu árum hafi þeim röddum frekar fækkað fremur en hitt sem vilja segja skilið við samtökin." — Aðeins um verkfallsframkvæmd- ina. Var hún klúður að sumu leyti? „Nei.“ — Ég ætla að nefna dæmi: Nú fengu áhafnir skipa ekki að fara í land með eðlilegum hætti, útvarpinu var lokað fyrr en áætláð var, og flugið var rey nt að stöðva með ýmsum ráðum. Með þessu fenguð þið fólk upp á móti ykkur. „Verkföll hljóta því miður alltaf að koma við fólkið í landinu. Við hörmum óþægindi sem ýmsir hafa orðið fyrir vegna baráttu okkar. Þetta var stóraðgerð og kom víða við.“ — Skaðabætur loks: Finnst þér rétt að fyrirtæki og félög sem hafa orðið fyrir fjárhagslegum skakkaföllum vegna verkfalls ykkar, eigi að bera tjón sitt upp á eigin spýtur? „Já, það finnst mér. Ef verkfall er rekið löglega þá eiga þeir sem reka verkfallið ekki að verða fyrir skaðabótum af annarra völd- um. Ef ríki eða einkafyrirtæki ætla í skipu- iega skaðabótaherferð gegn B.S.R.B., þá er það auðvitað merki um að það er rétt skoð- un sem komið hefur fram, bæði hér á landi innan verkalýðshreyfinganna og hjá sömu aðilum hinna Norðurlandanna, að samtök at- vinnurekenda hafi uppi langtímaáætlanir um það að brjóta verkalýðshreyfinguna niður.“ — Og ykkar verkfall var löglegt og sið- legt í alla staði, eða hvað? „Já, þetta var á allan hátt iöglegt og prúð- mannlega rekið verkfall." YFIRHEYRSLA

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.