Helgarpósturinn - 01.11.1984, Qupperneq 14
Helgarpóstsviðtalið er við
ÖrnólfThorlacius, rektorMH
SVIPAÐ FERLI
eftir Pórhall Eyþórsson myndir Jim Smart
Stundum er talað um að þessi eða hinn virðulegur borgari sé eða hafi
verið ,,skólamaður“, en þó oftar kveðið fastar að orði og sagt „mikill
skólamaður". Ég hef í gegnum tíðina annað veifið hugleitt hvað nákvœm-
lega er átt við með þessari einkunn sem sumum mönnum er gefin, og
einna helst komist aðþeirri niðurstöðu að mikill skólamaður sé í rauninni
sá sem hefur verið mikið í skóla á lífsleiðinni. En þetta þýðir þó engari
veginn það sama og annað hugtak sem oft heyrist notað:,, langskólageng-
inn maður“. Þetta tvennt getur fariðsaman, ehþarfekkertnauðsynlegaað
gera það. Til að bera nafn með rentu þarf „mikill skólamaður“ að
uppfylla þau skilyrði að hafa verið fremur áberandi nemandi, síðar
fasmikill og eftirminnilegur kennari og loks að minnsta kosti stríðlyndur'
yfirkennari, en allra helst lýkur hann farsælli starfsœvi sem óneitanlega
nokkuð drottnunargjarn, en ávallt ógleymanlegur skólastjóri. Mér koma í
hug nöfn eins ogSigurður skólameistari áAkureyri ogBrynleifur Tobías-
son yfirkennari þar, Steindór frá Hlöðum, PálmiHannesson, Guðni rektor
og Kristinn Kristmundsson skólameistari á Laugarvatni.
Ekki verður á móti mœlt að Örnólfur Thorlacius hefur mikið verið í
skóla um sína daga; hann er rektor Menntaskólans í Hamrahlíð og rétt-
nefndur mikill skólamaður, - kannski óþarflega laus við drottnunargirni
afrektor að vera, segja mér sumir. En í ofanálag er hann eflaust í hugum
margra einhvers konar alvitur náttúruspekingur, sem á árum áður sagði
frá undrum veraldarinnar eins og að drekka blávatn í sjónvarpsþáttunum
Nýjasta tœkni og vísindi.
„I rauninni má segja að ég sé fæddur og upp-
alinn í skóla. Faðir minn var Sigurður Thor-
lacius skólastjóri Austurbæjarskólans, sem ég
gekk þá vitaskuld í; við fjölskyldan bjuggum
meira að segja í íbúð í skólahúsinu. Leiðin lá í
Menntaskólann í Reykjavík, þar sem þá voru
sex bekkir, og stúdentspróf tók ég árið 1951.
Síðan var ég eitt misseri hér heima, en hélt að
því búnu til náms í líffræði. í Svíþjóð dvaldist ég
obbann úr sjötta áratugnum, fyrst við líffræði-
námið, en síðar við störf á því sviði.
Ég fékk vinnu sem aðstoðarkennari við há-
skólann í Lundi, en þar lærði ég, og eins starfaði
ég þar á rannsóknarstofu við athuganir á vefja-
rækt. Þetta, að því viðbættu að ég var svo hepp-
inn að hljóta góðan styrk sem Menntamálaráð
hérna veitti þá, hafði í för með sér að ég kom
tiltölulega skuldlaus út úr náminu, sem er víst
meira en þorri þeirra sem Ijúka námi nú á dög-
um getur sagt. Einnig vann konan mín fulla
vinnu, bæði hér heima og erlendis, þannig að
samanlagt höfum við líklega ekki staðið verr að
vígi fjárhagslega en margur ríkisstarfsmaður-
inn, á meðan ég var að læra.“
- Huernig er svo Svíinn? Er hann ekki stífur?
,,Það er lenska á meðal íslendinga sem dvelj-
ast í Svíþjóð að bölva Svíunum í sand og ösku
fyrir hvað þeir séu stífir og í alla staði ómögu-
legir. Að minnsta kostí var þetta þannig á mínum
námsárum; íslendingar voru almennt samtaka
um að finna Svíum flest til foráttu. En athyglis-
vert var hins vegar að það var segin saga að
þegar talinu vék að einstökum mönnum kom
annað hljóð í strokkinn - þá gátu flestír verið
sammála um að þessi eða hinn væri ágætis
náungi. Og af kynnum mínum af þeim að dæma
eru þeir allra þægilegasta fólk!
Þar sem ég var að vinna umgekkst ég að
sjálfsögðu Svía heilmikið; reyndar kom fyrir að
ég sá ekki neinn landa minn langtímum saman.
Það var auðvitað mjög gott að því er snertí að
ná tökum á málinu þótt sænska sé að vísu
auðveld fyrir íslendinga að Iæra-mun auðveld-
ari en danskan, ef út í það er farið. Þegar ég kom
fyrst út kunni ég ekkert nema mína mennta-
skóladönsku, sem ég held að ég hafi komist
lengra á í Svíþjóð en í Danmörku. Ég man eftir
ýmsum félögum mínum sem lærðu í Danaveldi
- þeir áttu margir hverjir alla tíð í mestu brös-
um að ná almennilega valdi á málinu. En þar
hefur ef til vill einnig komið til að lengi var
danska talin óæðra tungumál, og brosað að
Islendingum sem lögðu sig eftir að tala eins og
Danir.“
- Huað tók við að lokinni Sviþjóðardvöl-
inni?
„Maður byrjaði auðvitað á því að reyna að
koma sér fyrir og þar fram eftir götunum. Það er
nú svo að það hvað menn hafa í kaup segir ekki
alla sögu um hver afkoma þeirra raunverulega
er, heldur skiptir ekki minna máli hvort þeim
tckst að hafa sitt á þurru, eins og kallað er,
koma sér upp íbúð og fleira í þeim dúr. Þetta er
allt svolítið afstætt.
Grænn djöfull og svartur
Ég var til að byr ja með við kennslu í mörgum
skólum - var meðal annars við einskonar far-
andkennslu í grunnskólum í eðlisfræði, og veitti
tilsögn bæði nemendum og kennurum. Enn-
fremur kenndi ég reikning í Iðnskólanum, þótt
ég hcLfi satt best að segja aldrei verið neitt sér-
lega sleipur í honum umfram aðrar greincir. En
ég hafði ýmislegt sjálfur upp úr krafsinu í reikn-
ingskennslunni - lærði þá að draga kvaðratrót!
Það hafði ég aldrei getað, nema með handafli -
það er að segja reikningsstokki.
Frá 1960 kenndi ég í Menntaskólanum í
Reykjavík, og var lengi eini fasti líffræðikennar-
inn þar. Ætli ekki hafi látíð nærri að þegar ég var
búinn að koma mér sæmilega fyrir væri ég kom-
inn með alla þá kennslu sem ég þoldi."
-Enþú hefur komið víðar við?
,Af öðrum störfum sem ég hef komið nálægt
er hægt að nefna bókaútgáfu. Til dæmis sá ég
um að ritstýra Heimsstyrjöldinni hjá Almenna
bókafélaginu og bókrnn um landkönnuði og
landkönnun hjá Erni og Örlygi. Loks var ég að
hluta þýðandi,en þó einkum þrælahaldari, í
útgáfu Heimsmetabókarinnar.
Svolítið hef ég líka verið viðloðcindi útvarp og
sjónvarp. í því sem ég gerði á vegum útvarpsins
fólst miklu meiri sjálfstæð vinna en í sjón-
varpsþáttunum síðar. Á árunum um og eftir
sextíu var ég með viðtalsþætti í útvarpinu, þar
sem til dæmis voru heimsóttar ýmsar íslenskar
rannsóknarstofnanir, svo sem veðurstofan og
fleiri af svipuðu tagi, og reynt að kynna starf-
semi þeirra fyrir almenningi. Þetta gátu oft orð-
ið fjörlegir þættir.
Mér skilst að ég hafi verið með þeim fyrstu til
að fara út úr útvarpinu með segulband. í þá
daga átti útvarpið til í eigu sinni tvö segul-
f r'""