Helgarpósturinn - 01.11.1984, Blaðsíða 15
bandstæki, og var hvorttveggja lélegt. Var ann-
aS grænt, en hitt svart - og tækin þar af leiðandi
kölluS Græni djöfullinn og Svarti djöfullinn. En
þrátt fyrir frumstæðan tækjakost náði ég með
þessu móti ýmsu efni í þættina sem fram að því
hafði ekki heyrst á þeim vettvangi.
Máttu ekki lognast útaf
En upp úr þessu fór að færast í vöxt að tekið
væri upp útvarpsefni utan veggja stofnunarinn-
ar. Ég man eftir því að Guðrún Helgadóttir, -
sem þá var ritari í Menntaskólanum í Reykjavík,
en var jafnframt með þátt í útvarpinu - fór út
með annan djöfulinn í því skyni að taka fólk tali.
Svo skemmtilega vildi til að hún rakst á hífaðan
sjóara, heldur betur kátan og fjörugan, sem lét
dæluna ganga og sagði mergjaðar sögur. Guð-
rún hugði gott til glóðarinnar - eflaust þætti
hlustendum matur í frásögnum þessa málglaða
viðmælanda. En djöflamir köfnuðu ekki undir
nafni; þeir voru sannkallaðir viðsjálsgripir. Lík-
lega hefur mér einnig orðið á í messunni þegar
ég var að kenna Guðrúnu á bandið. Að minnsta
kosti hafði henni láðst að ýta á mikilvægasta
takkann! Spjcillið við sjóarann var því rokið út í
veður og vind, en hann sjáifur orðinn edrú og
óskemmtilegur næst þegar til hcins náðist."
- Ætli Örnólfur Thorlacius hafi ekki gegn-
um tíðina fyrst og fremst skipað sess í huga
þjóðarinnar sem umsjónarmaður sjónvarps-
þáttarins rómaða, Nýjasta tækni og vísindi?
„Þannig var að sjónvarpinu bárust snemma
myndir um vísindalegt efni frá Frakklandi; þetta
var lítið í fyrstu og þurfti því ekki að hafa mikið
við. Þegar frá leið fjölgaði þessum þáttum, og
var bent á mig til að sjá um þá og raða þeim
saman. Aðallega var þetta þó þýðingarstarf. Ég
aflaði til viðbótar bandarísks efnis, en hvort
tveggja voru þetta fyrirmyndarþættir, að mín-
um dómi. En þar kom að þættimir fóm í gegn-
um krísu og var hætt að framleiða þá; hins
vegar kom ekkert í staðinn. Við Sigurður Richt-
er, sem sá um þættina með mér, vorum á snöp-
um eftir nýju efni í kringum sjötíu og fimm. Eftir
nokkra leit, sem ekki hafði borið þann árangur
sem skyldi, tilkynntum við sjónvarpinu að við
hygðumst leggja árar í bát. En sjónvarpinu var
mikið í mun að þættimir lognuðust ekki út af,
það tók sjálft að sér að útvega efnið - og hækkaði
meira að segja dálítið við okkur kaupið. Seinna
dró ég mig svo út úr þessu starfi, og Sigurður
sér nú einn um Nýjustu tækni og vísindi “
Públísítet í sjónvarpi
Fyrsta árið eftir að þættimir hófu göngu sína
birtist ég jafnan á skjánum og kynnti efnið. Ég
skildi nú reyndar aldrei hvers vegna það var
talið nauðsynlegt. En af þessum sökum fékk ég
smjöi'þefinn af því hversu sterkur miðill sjón-
varpið er - það þekktu mann bókstaflega allir.
Ég man eftir því að ég fór á þessum árum í
ferðalag um Vestfirði, en þar var þá enn ekki
komið sjónvarp. Það var hreint eins og að vera í
útlöndum að því leyti að maður véir algerlega
óþekkt andlit - til cillrar hamingju! Annars hafði
'ég gaman af públísítetinu í aðra röndina. Oft
vom krakkar að víkja sér að mér og spyrja mig
um eitt og annað í ríki náttúmnnar sem þá fýsti
að vita og héldu að ég kynni öll svör við. Einu
sinni í sundlaugunum kom að máli við mig
óvenju spurull strákur, sem sagðist halda mikið
upp á þættina, en aftur á móti færi systír sín
ævinlega út þegar þeir byrjuðu því hún þyldi
ekki pöddur.
En fullorðið fólk var líka ódeigt að hafa sam-
band við mig, ef á það leituðu spumingar um
tækni og vísindi. Otrúlega margir virtust þeirrar
skoðunar að ég væri eitthvað annað og meira
en réttur og sléttur þýðandi þáttanna, og hægt
væri að fletta upp í mér eins og alfræðiorðabók.
Fyrir kom að hringt var í mig á nóttunni; það
vom þá kannski einhverjir karlar á fylleríi að
deila um einhvern f járcinn sem þeir veðjuðu um
og vildu að ég kvæði upp úr með.
Eins og ég minntist á er sjónvarpið sterkur,
en að mínu áliti jafnframt varcisamur miðill. Ég
er þeirrar skoðunar að bókstaflega eigi að tak-
marka kjörgengi þeirra mcinna sem hafa at-
vinnu af því að koma fram í sjónvarpi; það er
mjög ójafn leikur hversu þeir eiga auðveldcira
með að auglýsa sig en aðrir. Ég segi þetta ekki
síst vegna þess að á meðan ég sá um Nýjustu
tækni og vísindi lét ég einu sinni hafa mig út í
prófkjör. Þess var farið á leit við mig að ég gerði
þetta, og ég féllst á það í þeirri trú að ég ætti
ekki á hættu að hljóta of mörg atkvæði. Hvorki
kynnti ég mig neitt né hafði mig í frammi áður
en kjörið fór fram, og litla hugmynd held ég að
kjósendur hafi haft um það hvort ég væri ein-
hverrar sérstakrar skoðunar eða ekki.
Nú, nú, leikar fóru svo að ég lenti í fjórða sæti,
og kom sjálfum mér mest á óvart. Þrjú efstu
sætin voru bindandi, en innilega var ég þriðja
manni þakklátur fyrir að hcifa orðið veildur að
því að ég þurfti ekki að fara í framboð.
Hugvitsmenn, MR, MH
Annctfs fólst starfið hjá sjónvarpinu ekki und-
antekningarlaust í þýðingum, þótt svo væri að
mestu leyti. Ég tók upp þátt um Jóhannes Páls-
son uppfinningamann, sem við höfum núna
misst til Danmerkur, þar sem hann hefur getað
fundið hljómgrunn fyrir starf sitt. Til dæmis var
hann fyrstur til að láta sér detta í hug að hanna
öryggislok á Iyfjakrúsir sem ekki eru dýrari í
framleiðslu en venjuleg lok. Eftir öðrum hug-
vitsmanni man ég sem ég tók upp þátt með.
Það er Sturla Einarsson byggingarmeistari, sem
byggir með nýrri aðferð, þannig að burðarvegg-
ir koma innan á einangrun, en hitasveiflur ná
ekki inn á vegginn. Það var oft ansi gaman að
vinnu af þessu tagi hjá sjónvarpinu."
- Hvernig tilfinning var að koma úr formfest-
unni í Menntaskólanum í Reykjavík hingað í
frjálsræðið í Hamrahlíðinni?
„Það var útaf fyrir sig ósköp auðvelt að koma
hingað neðan úr MR, þótt ekki væri nema af því
að nokkrir fyrstu kennaramir hér voru þaðan.
Þannig voru þetta lítii viðbrigði, þótt auðvitað
bættust við fleiri kennarar frá öðrum skólum.
Hér hittust því menn með blandaða reynslu, ef
svo má að orði komast.
Starfið hér í Hamrahlíðinni mótaðist í upp-
hafi af því að skólinn var að vissu leyti stofnað-
ur sem tilraunaskóli. Hér var bryddað upp á
ýmsum nýjungum sem ekki höfðu þekkst áður í
íslensku skólakerfi, og má þcir einkum nefna
áfangakerfið. Þessir hlutir hafa núna verið inn-
leiddir í marga aðra framhaldsskóla, þá aðal-
lega fjölbrautaskólana.
Það er Guðmundur Amlaugsson sem á heið-
urinn af því meira en aðrir að þetta kerfi var
tekið upp; ætli það hafi ekki verið haustið 1972.
Hann hafði kynnt sér þessi mál erlendis, en
lagað svo að aðstæðum hér heima - og ég veit
ekki til að nokkurs staðar sé starfræktur
menntaskóli með nákvæmlega sama sniði og
hjá okkur.
Þjóna sinni lund
Ekki er að neita að þetta kerfi hefur bæði
kosti og galla, en ég held samt sem áður að
kostirnir vegi þar þyngra á metunum. í fyrsta
lagi er hér fyrir hendi verulega mikið valfrelsi,
þannig að nemendur em ekki skyldaðir til að
læra allir nákvæmlega það sama, en geta frem-
ur þjónað sinni lund, hver og einn, og valið sér
fög að meira og minna leyti samkvæmt því sem
hugur þeirra stendur til. í hefðbundnu bekkja-
kerfi em möguleikamir ekki miklir fyrir valfög;
þar þcirf þá að leysa upp bekkina í einstökum
kennslustundum. Hér í Hamrahlíðinni var farin
sú leið að leysa bekkina einfaldlega upp í öllum
kennslustundum, og með því móti er nemend-
um gert kleift að setja saman stundatöflu eftir
eigin höfði, en auðvitað innan ákveðins ramma.
I öðm lagi geta nemendur hér ráðið náms-
hraða sínum sjálfir, sem kemur sér bæði vel
fyrir þá sem gengur mjög vel að læra og eins
fyrir hina sem ai einhverjum sökum þurfa lengri
tíma en f jögur ár til að ljúka stúdentsprófi. Áður
fyrr var eingöngu hægt að hraða námi sínu með
því að hlaupa yfir bekk, eins og kallað er, en það
hefur oft reynst helst til stórt stökk. Ég hef
sjálfur vissa reynslu af því, þótt ég hlypi ekki
beint yfir bekk; eftir tvo vetur í mailadeild skipti
ég yfir í stærðfræðideiid, og var það að sjálf-
sögðu margháttuðum erfiðleikum bundið.
Hérna í Hamrahlíðinni þarí ekki að fara þessa
leið, heldur geta menn lagt meira á sig á hverri
önn og lokið náminu fyrr. Á hinn bóginn er til í
dæminu að sumir ná kannski ekki einu fagi, en
gengur prýðilega í öðmm; hér geta þeir haldið
áfram í þeim fögum sem þeir hcifa á hreinu, og
eingöngu tekið það fcig upp aftur sem þeir féllu
í. í hefðbundna bekkjakerfinu hefðu þeir þurft
að sitja eftir í öllum fögum. Mér dettur í hug að
fyrsta árið sem ég kenndi í MR var þar nemandi
sem hafði fallið í stafsetningu og var því nauð-
beygður til að fara aftur í sama bekk næsta
vetur; ciftur á móti stóð hann sig framúrskar-
andi vel í raungreinunum - hafði til að mynda
fengið verðlaun sem veitt vom á vegum háskól-
ans fyrir eðlisfræðitæki. Ég man hvað mér
fannst óréttlátt að þessi piltur skyldi þurfa að
beygja sig undir kerfið. En við svona tilvik
sleppum við hér.
Karlmenn að brasa
Vissulega væri gott ef allt væri óaðfinnanlegt
hér í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Ég minntist
áður á að kerfið okkar hefði galla - þeir eru
einkum tveir. Anncirs vegar er afleiðing valfrels-
isins sú að nemendur eiga á hættu að sitja uppi
með slæmar stundatöflur; þær geta verið göt-
óttar, mislangar og samhengislausar. Þessu er
erfitt að komast hjá, en sífellt er unnið að endur-
bótum. Hinn ókosturinn er félagslegi þátturinn;
hér em lítil skilyrði til að bekkjcirmórallinn
gamcdkunni nái að skapast. Þó er bót í máli að
þrátt fyrir að fólk verði að vera hér mikið á milli
þess sem það er í tímum, þá em hér rúmgóð
húsakynni og aðstaða til félagslífs að flestu leyti
ágæt. Ég get nefnt að nemendur hafa einir yfir-
ráð yfir svokölluðum Norðurkjallara - rektor
hefur ekki svo mikið sem lykil að þeirri vistar-
vem...
Þegar á heildina er litið held ég að námstil-
högunin hér í Hamrahlíðinni hcifi reynst vel;það
er svo annað mál að engin knýjandi nauðsyn er
að innleiða þetta kerfi okkar í alla skóla á fram-
haldsstigi. Það er ábyggilegt að mörgum hefur
gengið betur í námi í bekkjakerfinu, og
ástæðulaust að afnema það.“
- Víkjum okkur í annað Viðeyjarklaustur,
svona í lokin: Miklum sögum fer af þér sem
gastrónóm - ekki satt?
,Ætli þær sögur séu þá ekki tilkomnar af því
áð ég sá um fáeina matarpistla hjá ykkur á
Helgarpóstinum þegar Jóhanna Sveinsdóttir
matkráka brá sér einhverju sinni til útlanda!
Annars hef ég alltaí haft gaman af matargerð;
hér áður fyrr var það talið til tíðinda ef karl-
menn vom að fást við að brasa. Ég vann árum
saman á vinnustofu í líffræði og þar var vita-
skuld minn starfi að vera að blanda saman allra
handa efnum. í matargerð er um að ræða ekki
ósvipað ferli; það var að minnsta kosti við-
kvæðið hjá prófessomum mínum í lífeðlisfræði
úti í Svíþjóð. Hann var slyngur matreiðslumað-
ur, og hafði þann sið að bjóða heim tíl sín á
jólunum í mikinn veislumat sem hann hafði
lagað sjálfur. Þama hef ég líklega komist á
bragðið, og síðan hef ég einfaldlega fetað mig
áfram. Núna er orðið algengara að karlmenn
kunni eitthvað fyrir sér í matargerðarlist - ég
sker mig ekki úr lengur.“
-Þitt spesjalítet er...?
„Drottinn minn dýri! Ég held ég vísi bara á
matarpistlana mína í Helgarpóstinum; þar kem-
ur greinilega frcim hverjir þessir nokkm réttír
eru sem ég kann að búa til. Það ættu að vera
hæg heimatökin fyrir þig að fletta þeim upp.“