Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 01.11.1984, Qupperneq 17

Helgarpósturinn - 01.11.1984, Qupperneq 17
Tvöfalt plötualbúm með 30 lögum K.K.-sextettsins Gullárin „Svavar vestur sér vatt, og K.K. skellti sér meö, “ sungu Studmenn í glúrnum texta fyrir skömmu og rifj- udu það upp er Svavar Gests og Kristján Kristjánsson tródu fyrstir ís- lenskra jass- og dœgurmásíkanta brautina í tónlistarnám á erlendri grund. Þetta var á 5. áratugnum en nú er þetta ordiö algengara. Fjöl- margir fínir spilarar brillera nú í jasslífinu meö diplómur virtra músíkháskóla í bakhöndinni. Þaö greiðir svo enn frekar fyrir ungum og efnilegum mönnum aö til stend- ur að stofna sjóð sem œtlað er að styrkja álitleg músíkefni til náms. Um er að rœða Styrktar- og menn- ingarsjóð K.K. sem komið er á lagg- irnar samhliða útgáfu tveggja platna albúms með áður óútgefn- um upptökum K.K.-sextettsins. Gullárin heitir albúmið og er mikill fengur að, segja kunnugir, — ekki síst fyrir jassdeildina. K.K.-sextettinn starfaði í alls 14 ár, eða frá 3. okt. ’47 til 31. des. ’61 og má telja sveitina þá helstu í brans- anum á þessum árum, — ásamt raunar Hljómsveit Björns R. Einars- sonar, — og lét hún eftir sig mikið af upptökum sem aldrei var ráðist í að gefa út á plötu. Það voru svo þeir Guðmundur Steingrímsson tromm- ari og Pétur Kristjánsson hjá Stein- um hf. (sonur K.K.) sem drifu í því fyrir skömmu að safna saman upp- tökum og tóku menn svo til við að velja úr ein 30 góð lög til útgáf- unnar. Sigurður Rúnar Jónsson (sonur Jóns Sigurðssonar bassaleikara K.K. um árabil) var fenginn til þess að endurbæta sándið í hljóðveri sínu, því upptökurnar munu flestar hafa verið gerðar við fremur frum- stæðar aðstæður Og Ólafur Gauk- ur, sem mikið spilaði með K.K., réðst í að taka saman ágrip af sögu sextettsins. Hann tjáir HP að til sé svo mikið efni að nægði í heila bók, en menn verði að láta sér nægja rétt beinagrindina núna með skífunum sem ætlað er að komi á markaðinn innan fárra vikna. Það eru Steinarhf. sem gefa út en ágóði af sölu mun allur renna í styrktarsjóðinn fyrr- nefnda. Má geta þess að allir flytj- endur hafa afsalað sér greiðslum vegna útgáfunnar. Og það er ekki fámennur hópur músíkanta, heldur nánast rjóminn af okkar bestu mönnum frá þessum „gullárum” jass og sveifludansa á ís- landi. Auk Kristjáns yfirleiðtoga og saxófónleikara má nefna Guðmund Steingrímsson trommara, Þórarin Ólafsson og Kristján Magnússon píanista. (Kristján Magn. var raunar sá ötulasti við að hljóðrita sextettinn við hin ýmsu tækifæri og eru flestar upptökurnar frá honum runnar). Þá störfuðu gítarmeistararnir Eyþór Þorláksson, Olafur Gaukur og Jón Páll Sigmarsson mikið með K.K., sérstaklega þó Óli Gaukur. Og svo má ekki gleyma þeim Gunnari R. Sveinssyni kompónista, Jóni Sig- urðssyni bassaleikara sem aldrei sté af fjölum meðan sextettinn starfaði, og Árna Scheving sem byrjaði með K.K. smá putti og spilaði á víbrófón m.m. Úr blásaradeildinni nægir að nefna tvo stórmeistara, þá Gunnar Ormslev á tenórsax og Ándrés lng- ólfsson alto. Þeir eru nú báðir látnir en þarna bætast enn við sannanir um snilli þeirra. Þykir mönnum sér- stakur fengur i jassólóum Andrésar því lítið hefur áður komið út af músík er sýnir hve góður jassleikari hann var. Margir helstu dægurlagasöngvar- ar fengu góða skólun hjá K.K. og á plötunum gefur að heyra í þeim Ragnari Bjarnasyni og Ellý Vil- hjálms sem hvað lengst störfuðu með K.K. Díana Magnúsdóttir á eitt lag á plötunum og Harald G. Har- alds annað. Óðinn Valdimarsson og Sigrún Jónsdóttir lögðu einnig fram töluverðan skerf. „Það kom mönnum heilmikið á óvart hversu þrautþjálfað band K.K.-sextettinn hefur verið, þegar farið var að hlusta á upptökurnar,” segir einn þeirra sem standa að út- gáfunni. Hann bætir því við að sándið í upptökunum sé líka ótrú- Kristján Kristjánsson leiðtogi K.K.- sextettsins steinhætti að spila þegar sveitin lagði upp laupana, en hefur þó ýmislegt fyrir stafni ekki mjög svo ómerkara s.s. að hnýta laxveiðiflugur. (Mynd Kristján Ingi). urlög, mest erlend en með merki- legum útsetningum meðlima sveit- arinnar og gjarnan íslenskum text- um eftir þá einnig. Var Jón Sig. m.a. manna vaskastur við útsetningar og Ólafur Gaukur snaraði textum yfir á íslensku sem ekkert væri. Sveiflan er þó heit í danslögunum og jass- áhrifin sterk eins og tíðkaðist. Síðari hliðin er eingöngu leikin, (instru- mental) að einu lagi undanskildu. Það eru leiknir nokkrir jassstand- ardar og Ellingtonopusar, ásamt því að þar má finna tvö íslensk jasslög. Annað eftir Jón Sig. The Penguin sem Jón samdi eftir Noregsferð sextettsins ’54 og nefndi til heiðurs þarlendum klúbbi nokkrum. Hitt er eftir Eyþór Þorláksson og sleppir það bassaleikaranum lausum um stund með skemmtilegum afleiðing- um segja kunnugir. Trúlega verður músík Gulláranna ungum spilurum ekki síður hvati til afreka en fjárútlát úr menningar- sjóði K.K. vegna söluágoðans. Hvort tveggja gott. ,,Það sem kom mér aðallega á óvart var hvað þetta ,,svingaði“ mikið, “ sagði Kristján Kristjánsson leiðtogi K.K-sextettsins þegar HP tók hann smá tali í tilefni afútkomu þessarar plötu. Hann sagðist hafa verið með í ráðum við aö velja úr efni á plöturnar og kom einna best út það sem Kristján Magnússon tók upp í sinni tíð, m.a. á dansstöðum bæjarins. „Þegar þetta er búið að ganga í gegnum stúdíóið hjá Didda fiðlu og hann búinn að gera þetta allt að- gengilegra er ekki að heyra annað en þessar upptökur gætu verið gerðar í dag," segir hann. „Ég er alveg yfir mig montinn af öllum þessum strákum,” segir Krist- ján þegar hann lítur yfir meðlima- hóp sextettsins þessi 14 ár. „Þeir eru flestir að spila enn í dag. En ég vil helst þakka þeim Guðmundi Steingrímssyni og Pétri fyrir að drífa í þessari útgáfu, og svo auð- vitað Ólafi Gauk fyrir það sem hann hefur verið að taka saman um þetta tímabil. Ég bíð mjög spenntur eftir að sjá hvað kemur út úr því.“ lega gott ef miðað er við tækni og aðstæður þegar þær voru gerðar. Það er mest af tímabilinu frá ’56—’60 og flest lögin frá tónleikum í Austurbæjarbíói '57. Annað efni er tekið upp á dansleik í Þórscafé eða þá á æfingum. Plöturnar eiga að sýna nokkurn veginn tvær hliðar á K.K.-sextettn- um. Önnur inniheldur sungin dæg- Mikið af efninu er tekið upp á 10 ára hljómleikum K.K. (Austurbæjarbfó 1957. Lengst t.v. ( hvarfi er Guðm. Steingrímsson, síðan Kristján Kristjánsson, Sigrún Jónsdóttir, Ragnar Bjarnason, Jón Sig., Árni Scheving, Kristján Magnússon og Ólafur Gaukur. Sigrún leikur þarna á gítar, Kristján Magn. á harmónikku og Ólafur Gaukur á mandólin, sem ekki var venjuleg hljóðfæraskipan heldur aðeins notuð í einu skemmtinúmeri sem hét Freight train. SÍGILD TÓNLIST Óvart, óvart! Það var miklu fargi af manni létt við fyrsta sinfóníukonsert vetrarins. Sannast sagna var kominn í mann meira en lítill óhugur að þetta færi kannski alls ekkert í gang aftur, til- finning sem tilheyrir frekast svartasta skammdegi í erfiðu ári. Fyrsti konsertinn var semsé á laugardaginn var, uþb. þremur vikum á eftir áætlun, og sleppur hljómsveit- in við að fella niður nema einn, sem gott ef ekki verður bættur upp seinna í vetur eða vor. Næsti konsert verður hinsvegar venju- legur fimmtudagskonsert og á að fara fram í Háskólabíó á Allraheilagramessu 1. nóv- ember. Þá verða flutt verk eftir Prókofíev (Rómeo og Júlíu svíta) Eduard Lalo (Symp- honie Espagnole með frönskum fiðlueinleik- ara sem heitir Pierre Amoyal) en aðalvið- burðurinn verður frumflutningur á verki eft- ir höfuðtónskáld okkar íslendinga, Jón Leifs. Nefnist það Geysir og er meðal síðari verka þessa frumherja sjálfstæðrar tónsköpunar í landinu og samið fyrir a.m.k. tuttugu árum. Segir það sína sögu að það skuli ekki hafa verið flutt fyrr. eftir Leif Þórarinsson En það voru tónleikarnir á laugardaginn sem áttu að vera fagnaðarefni dagsins. Þeir voru að vísu ekki nema svona rétt í meðal- lagi en glöddu mig og mína eigi að síður og þetta var fallegur dagur. Það hafði snjóað í óræktargarðinn minn um nóttina og morg- unbirtunni stafaði yndislegri innum glugg- „Fyrsti hluti hins nýja verks eftir Atla Heimi Sveinsson er hreinasta snilld," segir m.a. ( gagnrýni Leifs Þórarinssonar um fyrstu vetrartónleika Sinfóníuhljómsveitar íslands. ann þegar ég vaknaði. Þeir hófust líka á nýju verki eftir Atla Heimi Sveinsson, Smásneið úr eilífðinni hét það eða eitthvað í þá áttina á ensku. Mikið byrjaði það fallega í fiðlunum í ýmsum útúrdúrum og svo blandaði tromp- et sér í þeirra mál einsog utanúr geimnum og sagði mér skrýtna sögu sem ég gat alveg fall- ist á. Fyrsti hluti þessa verks var raunar hreinasta snilld allur og þó að Atli beitti fremur rútínunni en andagiftinni þegar fór að líða á tímann og var reyndar einsog hann væri að tefja tímann stundum þarna í eilífð- inni, þá voru þarna tilþrif sem ég hefði sann- arlega ekki viljað missa fram hjá mér. Sum reyndar átakanlega falleg einsog saknaðar- biærinn þegar nokkrir ruglaðir „skemmti- kraftar” mætast skyndilega í þríhljómi úti í blánum og hverfa svo aftur sína leið í ein- manaleikann. Hinsvegar er ekkert undar- legt að það fari í taugarnar á sumum hvað Atli er „flínkur" og hefur gaman af að vera „flínkur” og minni þarafleiðandi stundum á Ravel í refapelsinum að gefa tilfinningalífi náungans langt nef. En ég er ekkert alltof viss um að þetta nýja verk Atla hafi verið nógu vel eða rétt spilað þarna undir stjórn okkar ágæta Jacquillat. Mér fannst allavega einsog vanta í það bakfiskinn, og það sama verð ég að segja um afganginn af pró- gramminu. Það var að vísu afbragðs einleik- ari á píanóið í c moll-konsert Beethovens, Economu heitir hann og er frá Kýpur. Hljómsveitarspilið var að vísu ekkert slæmt en óttalega miðlungs og lítið áhugavert og auðvitað allsekki samboðið Beethoven eða Economu og heldur ekki hljómsveitinni sjálfri, stjórnanda eða áheyrendum. Nei, maður vill hafa þetta betra, sérstaklega þeg- ar maður veit að þetta getur verið miklu betra. Og «ftir hlé fór mér að leiðast ansi mikið. Þá var flutt önnur sinfónía Brahms og þó ég hafi alltaf vitað að það dugir engin hálfvelgja ef maður á að hrífast með þeim þýðverska örlaganna þunga, hefði ég samt ekki haldið að svona lágt gæti orðið á hon- um risið. Svo lærir sem lifir, og er ekki dá- samlegt að það skuli alltaf vera hægt að koma manni á óvart, jafnvel óvart. HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.