Helgarpósturinn - 01.11.1984, Blaðsíða 20
PAQÍé
DRAUMUR EÐA DRULLA?
eftir Jóhönnu Sveinsdóttur
„Við vöðum drullu upp að
hálsi - Nous sommes dans la
merde jusqu’ au cou!“ er al-
gengt tilsvar franska meðal-
jónsins í dag, þegar hann er
inntur eftir stöðu sinni og þjóð-
arinnar t.d. á bar i París.
„Drulla, drulla!” má oft heyra
túrista æpa úti jaft sem inni þar í
borg, rétt eins og Bubba kóng.
Þeim sem þekkja París lítt eða
ekki dettur yfirleitt ekki drulla
fyrst í hug þegar hún er nefnd á
nafn, heldur heimsins besti
matur og vín, blóðheitir og ridd-
aralegir elskhugar, can-can-
dansmeyjar uppi á boröum, fal-
leg föt og ilmvatnsangan. En
ekki eralltsem sýnist... Byrjum
á karlmönnunum!
DDULLA HINNAQ GESTKOM-
ANDI: ELLADNID í PADÍS
„Kvenfrelsi" í þeim skilningi sem
þekkist á íslandi er óþekkt í Frans.
Mín reynsla er sú að karlmanns-
laust kvenfólk eigi heldur erfitt
uppdráttar á götum úti og á opin-
berum stöðum. Það er sama hvort
konan er ein eða í hópi kynsystra
sinna á gangi úti á götu í París. Þær
geta alltaf átt von á að lítill, ljótur,
hallærislegur naggur vindi sér að
þeim og spyrji: „Eruði bara aleinar
úti að spássera, ungfrýr góðar!? Má
ekki bjóða ykkur mitt vemdandi
kompaní?"
Þess vegna er vissara fyrir allt
kvenfólk „eitt“ á ferð að koma sér
upp ákveðnu göngulagi, gjaman
þyngslcúegu, hörðum dálítið kæm-
leysislegum andlitsdráttum, um að
gera að vera kúl og töff, gjaman
púkó líka. Barnalegi undmnar- og
sakleysissvipurinn er algjör bann-
vara ef flóarfriður á að fást. Gott að
ganga alltaf með regnhlíf. Einu
sinni barði ég þrjá gaura með regn-
hlíf sem áreittu mig á bar, eftir að
hafa fyrst reynt að þegja þá af mér,
síðan að brúka kjaft. Við þetta urðu
þeir auðvitað hlessa og höfðust
ekki að, en ég stikaði í burtu á
rosabullum.
Af þessum sökum þótti mér
heldur en ekki fréttir að þær
Henríetta og Rósamunda, cilias
Edda Björgvinsdóttir og Helga
Thorberg, skyldu hafa skipulagt og
fararstýrt 3x30 kvenna ferðum sl.
sumar til Parísar á vegum Sam-
vinnuferða. - Upphaf þessarar
ævintýramennsku var að Helga
dvafdist fyrir nokkrum ámm 4
daga í París og var eftir það, þótt
hún hafi ekki þorað að tala um það
opinskátt, síþráandi „þessa gegn-
umgangandi rómcintík, fegurð,
töfra, sögu“. Hún linnti ekki látun-
um fyrr en Edda vinkona og nokkr-
ar aðrar börðu dýrðina augum í
fyrra sumar.
Edda segist ekki hafa upplifað
sjarma Parísarborgar samstundis.
„Ég hélt að borgin og fólkið væri
mýkra og hlýlegra. Ég var rasandi
yfir að menn skyldu voga sér að
vera með þennan dæmalausa fýlu-
pokahátt við útlendinga sem samt
sem áður gerðu sér far um að tala
þetta fyrrverandi heimsmál,
frönskuna."
En Helga smitaði Eddu af París-
arbakteríunni samt sem áður og
þær héldu aftur tii Parísar í vor og
vissu svo varla fyrr til en þær vom
komnar út í ferðamannabransann.
„Hvort við yrðum ekki fyrir
ástreitni? O, jú, jú. Samkvæmt róm-
anskri hefð heldur hvimleiðri þykir
frönskum karlmönnum sjálfsagt
að sýna kvenfólki opinskáan
áhuga, sem síðan getur breyst í
ástreitni eða áreitni eftir aðstæð-
um. Þetta vissum við svo sem fyrir.
En að ókunnugir kcirlmenn skuli
voga sér að halda yfir manni siða-
predikcinir við ólíklegustu tæki-
færi, það þótti okkur fulllangt
gengið."
Helga var t.a.m. með tveggja ára
son sinn með sér á daginn. Pétur
og Páll sáu ástæðu til að stoppa
hana og spyrja í þaula: „Hvað er
þetta, á barnið engan föður?“
(Undarlegt að móðirin skyldi hafa
eintómar konur í kringum sig.) Sér-
deilis erfiðir vom þó leigubílstjór-
ar. Ævinlega fékk hún frá þeim
móralskan fyrirlestur um mikilvægi
þess að mæðumcir væm heima hjá
börnunum, þótt hún reyndi að
benda þeim á að hún væri nú ein-
mitt með barnið og reyndar biðu
allir ættingjarnir heima í íbúð.
trJá, það þarf hvorki meira né
minna en 30 íslenskar konur til að
lama - köllum það ekki náttúm -
heldur ástreitni franskra karl-
manna. Þá verða þeir loks heima-
skitsmát," segir Helga. „Þegcir við
tvær komum t.d. inn á veitingastað
í stuttbuxum og með tagl (semsé
ekki alveg klæddar á la parisi-
énne), fýldu þeir grön og veltu
greinilega fyrir sér hverslcigs eigin-
lega himpigimpi við værum. En
þegar við sögðum hæversklega
vera að panta borð fyrr 30 konur,
urðu þeir hvumsa en við átórítet."
Hins vegcir ríkti eins konar
stríðsástand á hótelinu þar sem
allur kvennahópurinn bjó. „Þrjátíu
konur einar í París, og mennimir
heima að passa bömin! Hvemig
dirfist þið! Ffvemig þora þeir\“
Já, flestir frcinskir kcirlmenn líta
enn á konur sem hluta af umhverf-
inu og hafa því sínar skoðanir á því
hvernig þær eigi að sitja og standa.
Því er það, að vilji konur upplifa
þessa dásamlegu borg afslappað
með öllum skilningarvitum er
æskilegt ef ekki bara nauðsynlegt
að vera í fylgd karlmanns. Hann má
vera lítill og ljótur, bara ef hann
hefur typpi.
Þó dugar kcirlmcinnsvemd ekki
alltaf til að konur fái að vera í friði
fyrir á/ástreitni franskra karl-
manna. Sl. september var ég t.d.
einu sinni sem oftar á bar ásamt
karlkyns vini mínum. Það var alveg
óvefengjanlegt að ég var þarna
undir hans „vernd". Scimt kom
Frakki nokkur og settist óboðinn
við borðið hjá okkur eftir að hafa,
ásamt fleimm, blikkað mig á leið-
inni á klósettið. Hann ávarpaði
fylgdarmann minn, benti á mig og
sagði: „Það er allt í lagi að þú
drekkir kaffi og koníak og reykir
sígarettur, en ekki hún!“
Þegar ég stóð svo uppi við
skenicinn á sama bar til að borga
og spjalla við gömlu hjónin sem
áttu barinn og tuttugu ára gamla
svarta fressköttinn þeirra sem
hafði gert sér sérlega dælt við mig,
gaf annar gaur sig á tal við mig með
því að gefa í skyn að ég væri mella.
Ástæðan fyrir þeirri skoðun hans
var einfaldlega sú að ég stæði „ein“
snakkandi við skenk á bar að
kvöldlagi. Fylgdarmaður minn sat í
seilingarfjcirlægð. N’importe. Þá
fylltist ég auðvitað heilagri reiði og
hélt fyrirlestur um stöðu kvenna á
íslandi og byrjaði að sjálfsögðu á
Vigdísi Finnbogadóttur, sem ævin-
lega kemur að góðu gagni í Frans. Á
endanum fór svo að ég bauð þess-
um Ellum upp á rauðvín, skálaði
við þá og ræddi um drulluna sem
þeir segjast vaða upp að hálsi og
kvaddi þá svo með virktum.
KLÓSETT — HUNDASKÍTUB
- 6ÓDP
Frcikkar hafa býsna ólíkan hrein-
lætisstaðal þeim sem t.am. hinir
sterilíseruðu og bakteríuhræddu
Skandinavar hcifa. Hvað eigin
líkama varðar „þrífa" margir sig
fremur með ilmvötnum og spray-
um en vatni og sápu, rétt eins og á
dögum Lúðvíks fjórtánda.
Jafnframt er nóg af eiginlegri
drullu í Pans og öðrum frönskum
borgum. Ber þar fyrst að nefna
hundaskítinn sem þekur að mestu
gangstéttir borgarinnar: gulur,
grænn, svcirtur og brúnn, jafnvel
rauður. Hundaskítur vex í réttu
hlutfalli við fækkandi bameignir.
Jacques Chirac borgarstjóri París-
ar er að vísu búinn að koma sér
upp öflugum hundaskítsiyksugum
en þær duga skammt og þær ná
heldur ekki niður að Signubökkum
þar sem rómantískir elskendur
eiga það sterklega á hættu að setj-
ast eða leggjast ofcin í vænar
hundciskítsslummur...
Klósettin eru upp og ofan. Sum
koma mjög tyrkneskt fyrir sjónir:
gat í gólfinu og tveir fótstöplar
beggja vegna við. Salernispappír
vantar oft og er vissara að ganga
með rúllu á sér. Einn kunningi
minn sem hafði búið í Frans í mörg
ár, var eitt sinn tekinn í alvarlegt
tékk í tollinum í Keflavík. Ekki
fundust á honum vímugjafar neinir
en hálfa klósettpappírsrúllu bar
hann í brjóstvasanum er vakti
furðu tollvarða. Vel ef hún var ekki
efnagreind.
Chirac borgarstjóri og erkigaull-
isti má þó eiga að á sl. 3 - 4 árum
hefur honum tekist að sorptunnu-
væða París. Áður fyrr báru menn
rusl úr húsum á hverju kvöldi
plastpokum, sumir í loklausum
litlum ruslafötum, margir um-
búðcilaust. Nú standa hins vegar
risastórar gráar ruslatunnur með
appelsínugulu loki fyrir utan hvert
hús og er að þeim sannkölluð
prýði. Chirac hefur líka látið setja
upp víða um borgina sérstaka
tanka græna undir glerílát. Þannig
getur t.d. rauðvínssvelgurinn feng-
ið „ökólógískt kikk“ með því að
setja tómu flöskuna sína snyrtilega
í tankinn og fengið móralskan
stuðning við að afmeyja nýja flösku.
Síðan eru glerin seld og ágóðinn
látinn renna til krabbameinsrann-
sókna. Hvers vegna ekki til rann-
sókna á lifrarsjúkdómum eðaSÁÁ?
DDULLA FDAN6KA
MEÐALJÓNSINS
Þegæ ég spurði Ellana mína á
kaffihúsinu hvaða drullu þeir ættu
við, svöruðu þeir fyrst: irJa, þú sérð
hana sjálf, út um allt!" Ég svaraði í
stríðni: „Þið meinið þá hundaskít-
inn!“ Nei, auðvitað meintu þeir
útlendingana, aðallega .Jielvítis
arabana", farandverkamennina.
Þeir vildu ekki viðurkenna að far-
andverkamennirnir væru eðlileg
afleiðing fyrrum nýlendukúgunar
Frakka í Norður-Afríku. Nei, nei,
þetta væri bara afleiðing svívirði-
legrar undanlátssemi franskra
ráðamanna á seinni tímum. „Þetta
hefði de Gaulle sko aldrei liðið!"
segja þeir og berja í borðið.
Hvað sé til ráða? „Styðja Le Pen,
auðvitað. Kjósa hann sem næsta
forseta helst. Hann er eini maður-
inn sem er til í að moka skítinn
með skóflum sem duga!“