Helgarpósturinn - 01.11.1984, Page 21
Le Pen er formaður Le Front
National, þess stjómmálaafls sem
er lengst til hægri í Frakklandi, og
sýnir nazískar tilhneigingar svo
ekki sé meira sagt. Sá maður talar
tæpitungulaust um að útiýma út-
lendingum, kommúnistum, sósíal-
istum og gyðingum (allt sömu eit-
urnöðrumar, hafiði heyrt það
fyrr!?), jafnvel að sjúga allt blóð úr
gaullistum sem em nú svo sem
sæmilega vel til hægri; í stuttu máli
að berjast gegn „þeirri úrkynjun og
niðurlægingu sem prinsæ núver-
andi stjórnar hafa leitt yfir þjóð-
ina“.
Fyrir nokkrum ámm hlógu
framámenn flestra stjómmálaafla
svo og dagblöðin að Le Pen, en
undanfarið hefur vindur blásið
mjög frá hægri í Frakklandi eins og
víða annars staðar í vestrænum
löndum. Ráðgjafar Mitterands gera
sér t.a.m. sérstakar ferðir vestur
um haf til að stúdera reaganska
hagfræði. Því er það að Le Pen er
„með“ í slagnum fyrir næstu for-
setakosningar sem þegcir er hafinn
og dagblöðin verða að greina frá
athöfnum hans og fyrirætlunum
eins og t.ajn. Chiracs og
Marchais.
Já, vígreifu, einföldu slagorðin
hans Le Pen virðast í mörgum til-
fellum vera þau einu sem ná í gegn-
um alkohólþoku franska meðal-
jónsins sem pælir lítið í pólitík en
sér dmliu út um allt í formi útlend-
inga. .frakkland fyrir Frakka, burt
með óhreina farandverkamenn!
Það er engin pólitík, heldur sjálf-
sögð mannréttindi." En munurinn
á meðaljóninum og Le Pen er sá,
að sá fyrrnefndi leikur sér að of-
beldinu - jeu de la violence - daðr-
ar við það, aðallega með því að
vera stór í kjaftinum (sbr. ger-
ræðislega hegðun karlmanna
gagnvart Helgu Thorberg), en Le
Pen er í útrýmingarleik, eða leikur
slátrara öllu heldur - jeu de mass-
acre. Á því er talsverður munur.
En nú er Frakkland frægt bylt-
ingarland. Er útlit fyrir hægri bylt-
ingu á næstu árum í kjölfar framam-
greindrar sveiflu? Gerard Lemar-
quis kennari og rithöfundur verður
fyrir svömm:
,JVei, það yrði þá fyrst undir
aldamót. því byltingcir í Frakklandi
hcifa einungis átt sér stað á 30 - 40
ára fresti í gegnum tíðina. Ég hef
reyndar ákveðna kenningu um
tengsl byltinga eða mikilla um-
brota í stjórnmálum þjóða annars
vegcir og áfengisneyslu þeirra hins
vegar. A íslandi getur t.am. cildrei
skapcist byltingarástand, jafnvel
ekki í verkfalli eins og núna þegar
lögbrjótar vaða uppi og flestir ráð-
herrar hafa gert sig að athlægi, þar
af einn með eins konar tilmælum
til fólksins um að brjótast inn hjá
sér. („Það er búið að fremja svo
mörg lögbrot í verkfallinu að það
verður allt að skoðast í eins pakka
samhengi eftir verkíall.")
Það er vegna þess að Islendingar
drekka sig að jafnaði einungis fulla
um helgar, fá þá það sem þeir kalla
útrás fyrir ástarsorgir, bældar til-
finningar, fjármálaáhyggjur og
óánægju með ríkisstjóm landsins
Daginn eftir em þeir timbraðir og
með slæma samvisku (móral) að
lúterskum sið. Lúterskur, timbrað-
ur maður gerir ekki byltingu.
í Frcikklcindi ciftur á móti þurfa
menn ekki að yfirstíga neinn sið-
ferðilegcin þröskuld til að drekka
vín. Margir fá sér fyrsta sjússinn
strax með morgunkaffinu og halda
sér svo mildum allan daginn og
þykir ekkert tiltökumál. Þar drekka
menn til að finna á sér en hvorki til
að verða fullir né fá útrás. Eða öllu
heldur er alkohólútrásin sem færir
fjör í ofbeldisleikinn - jeu de la
violence - og gerir t.d. formælingar
í garð stjórnvalda hressilegri, of
sjálfsögð. Dugar ekki til. Þess
vegna fer líf Frakkans ekki í marga
litla vikuhringi með hápunkti í
helgarfylliríi eins og líf íslendings-
ins, heldur eftir hringrás sem tekur
30 - 40 ár og endar með eins konar
útrás eða byltingu. Frá þessari öld
nefni égLe FrontPopulaire á 4.ára-
tugnum og stúdentauppreisnina
’68. Það fer svo eftir þjóðfélagsað-
stæðum hverju sinni hvortbylting-
in/uppreisnin ber keim af „jeu de la
violence" eða „jeu de massacre"."
MMT &m ÁÐUÍ2 ...
Nú má samt enginn ætla að und-
irrituð sjái aðeins það neikvæða
við Parísarborg eða Frakkland yfir-
leitt. Fjarri fer því. Hins vegar eru
framangreind atriði það fyrsta sem
fólk kynnist í því landi, þ.e. meðal-
jóninn, hundaskítur og klósett. Og
orðið drulla - merde - er eitt það
fyrsta sem maður heyrir. Það er
notað sem ncifnorð bæði í eigin-
legri og óeiginlegri merkingu, en
jcifnfrcimt sem blótsyrði.
Ég hef hugsað mér að gera dá-
semdum borgarinncir skil síðar,
einkumhvaðvarðarmatogvín en
í bili læt ég mér nægja að vitna í
Sigurð Pálsson rithöfund og leik-
stjóra sem hefur búið í París í 10 ár.
Aðspurður segir hann að æ erfið-
ara sé að átta sig á sjarma Parísar-
borgar, hann vaxi stöðugt. „París
er magísk á einhvem hátt,“ segir
Sigurður., Aðræ borgir verða smá-
bæjarlegar í samanburði við hana,
m.a^. New York. E.t.v. felst hluti
skýringarinnar í því að í París er
engin eiginleg miðborg, heldur er
hvert hverfi sjálfstæður heimur.
Borgin er eins og stjörnuþyrping
og einhver tegund af rafmagni er á
hverri stjörnu."
Og meðaljóninn í þriðja hverf-
inu, gamla gyðingahverfinu, hefur
Sigurður útmálað svo í ljóði: (sbr.
Ljóð vega menn, bls. 89):
Alltaf þvælist hann fyrir fólki
í biðröðinni að tóbakslúgunni
á Progrés kaffihúsinu
,,Ég verð alltaf fullur af beaujolais"
segir hann á fimmtánda glasi
,,Ég veit ekki af hverju
það bara fer alltaf svona í mig
beaujolais1'
segir hann með einlæga undrun
í svip og rödd.
og rauðan hausinn rekinn niður
milli axlanna
eins og tappa í beaujolaisflösku
Treður marvaðann I biðröðinni
þvælist fyrirfólki
í biðröðinni að tóbakslúgunni
hellir á suma og gengur á öðrum
afsakar sig einlægur
og vantar framtönn I brosið
áfimmtándaglasi
Gabrietá/
HÖGGDEYFAR
í MIKLU ÚRVALI
Viö opnum kl. 8.30
og höfum
opið i hádeginu
Næg bílastæöi
JjHa^ ^ -t— HABERC ht
Skeifunni 5a, sími 84788.
Snyrtivörur feitu húö-
arinnar — óskalína
unglinganna.
Þad besta í snyrtivör-
um frá landi þar sem
snyrtivörurnar eru
bestar.
Útsölustaðir:
. Reykjavík: Topptiskan, Aðalstræti 9.
Sól og snyrtistofan, Skeifunni 3 C.
Snyrtistofan Gyöjan, Glæsibæ.
Snyrtistofa Gróu, Vesturgötu.
Snyrtistofan Asýnd, Garðastræti 4.
Garösapótek, Sogavegi.
Kópavogur: Heilsuræktin, Þinghólsbraut.
Keflavik: Snyrtistofan Dana, Túngötu 12.
Grindavik: Snyrtistofa Hildar, Efstahrauni 26.
Vestmannaeyjar: Apótekið, Vestmannabraut.
Hverageröi: Olfusapótek, Breiöumörk.
Þorlákshöfn: Snyrtistofan Birna, Klébergi 17.
Akranes: Snyrtistofa Lilju, Hjaröarholti 13.
Akureyri: Snyrtistofan Eva, Tryggvabraut.
NeskaupstaÖur: Snyrtistofa Lilju Báru, Þiljuvöllum 31.
Seyöisfjöröur: Snyrtistofa Hjördísar, Austurvegi 13 B.
Grundarfjöröur: Snyrtistofan Hulda, Sæbóli 29.
Einkaumboð á íslandi: I
)<Sösa>L^-
SotÁyj
PARIS
SOTHYS
býdur einnig upp á:
1) Línu sem viðheldur raka húðarinnar og inniheldur
elastín, SUPER VISAGE.
2) Línu fyrir rauða húð og háræðaslit, GRAND AIR.
3) Línu með „collage", FORM EQUILIBRANTE.
4) Línu fyrir þurra húð, PEAUX SECHES.
5) Línu fyrir normal léttblandaða húð, F0NDAMENTAL.
6) BODY - lina.
Eitthvaö viö allra hœfi.
Vandræðahúð á ekki lengur að þurfa að vera til
vandræða. S0THYS þekkir þau líkamlegu
óþægindi og félagslegu vandamál sem oft fylgja
óhreinni, bólóttri húð (acne) gelgjuskeiðsins.
Með húðvandamál
unglinganna í huga
hefur S0THYS
byggt upp áhrifa-
mikla línu fegrun
arlyfja úr lifrænum
efnum; hreinsi
vökvar og kúrar,
krem og maskar.
Húðin á ekki lengur
að þurfa að vera
unglingavandamál.