Helgarpósturinn - 01.11.1984, Síða 23

Helgarpósturinn - 01.11.1984, Síða 23
HRINGBORÐIÐ í dag skrifar Helgi Skúli Kjartansson Hvernig mistök á dag koma mannorði í lag „Lóan í flokkum flýgur" kvað eitthvert góðskáldið, ekki man ég nú lengur hvert. En veist þú, minn kæri lesandi, af hverju lóan flýgur í flokkum (og margir smáfuglar aðrir, og af hverju loðnan syndir í torfum og margt annað eftir því hér og þar í dýraríkinu)? Ertu ekki alveg viss? Nei, það var ég nú ekki heldur, fyrr en ég tók mig til og las mér til um það. Og hvað finn ég þá annað en bara sjálfa forskriftina að Steingrími Hermannssyni. Jú, sko (til að halda sig nú við ló- una og láta Steingrím aðeins bíða): Ovinir lóunnar, það eru fálk- inn og svoleiðis fuglar, sem er það í blóð borið að elta bráð sína á flugi. Nú er fálki orðinn svangur og flýgur um í leit að bráð. Sér lóu- hóp og ákveður að taka úr honum næstu máltíð. Miðar á eina lóuna og fer að elta. Þá eru svo margar aðrar lóur á flugi í sjónsviði vals- ins, sem líka æsa veiðihvöt hans, að honum gengur illa að halda at- hyglinni við sína einu. Mjög trú- lega hremmir hann sér á endan- um lóu, sem er aðeins minna félags- lynd en hinar, er þess vegna helst á flugi í jaðri hópsins og ekki nógu fljót að skýla sér í fjöldanum þegar ránfuglinn nálgast. Þannig sleppa þær lóurnar helst undan fálkan- um, sem sterkasta hafa hjaröhvöt- ina. Sams konar loðnur sleppa undan þorskinum, sebrahestar undan ljóninu o.s.frv. o.s.frv. Nátt- úruvalið ræður því sem sagt, af sínum lögbundna vísdómi, að dýr, sem eiga þessa sort af óvinum, haldi sig í hópum, flokkum eða torfum, að því marki sem lifnaðar- hættir þeirra að öðru leyti leyfa. Dýrafræði er nú alltaf skemmti- legri en pólitík, en samt ætla ég, elsku lesandi minn, að þreyta þig með smá hugleiðingu um Stein- grím. Hann er alltaf að tala af sér. Á því er, eins og fleiru, bæði björt hlið og dimm. Sú bjarta er, að Steingrímur er maklega orðinn frægur sem hreinskilnasti stjórn- málamaður landsins fyrr og síðar. Sem er svo sannarlega þakkar vert. Dimma hliðin er svo auðvit- að, hvað það getur verið óheppi- legt að menn missi út úr sér það sem síst skyldi, og það þegar verst gegnir. En, merkilegt nokk, þetta gerir Steingrím alls ekki svo óvin- sælan eða óframbærilegan fyrir leiðtoga. Af hverju ekki? Skýringin er rétt sú sama og með lóuna og fálkann. Við, hinn illgjarni almenningur, sitjum um hvers konar mistök aumingja þjóðarleiðtoganna, engu ógrimm- ari en valurinn; við tökum eftir þeim (með góðri hjálp enn ill- gjarnari blaðamanna), eltumst við þau, látum þau vaxa okkur í aug- um, smjöttum á þeim ... Nema mistökin komi í svo þétt- um flokkum, að við náum ekki að einbeita okkur að neinum sérstök- um, verðum svo vön þeim að veiðihvötin slævist. Kannski man einhver eftir manni sem hét Geir Hall- (nei, ekki Hallsteins-, hann var í hand- bolta) -grímsson. Hann passaði sig svo vel að segja ekkert sem hann yrði hankaður á, að öll þjóðin mundi það mánuðum saman (og blaðamennirnir árum saman, ill- girnin söm við sig) að hann sagði eitthvað, út af fyrir sig ekkert vit- laust, en pínulítið klaufalegt, um alvarleg augu. Geir kunni nefni- lega ekki leyndardóminn um mis- tök á dag. Sú var líka tíðin að Steingrímur Hermannsson var kunnur sem maður einna mistaka, þeirra sem kennd voru við grænar baunir. Þau voru raunar þeirrar tegundar sem ekki hentar að ieggja beinlín- is í vana sinn, enda hefur Stein- grímur sjálfsagt ekki gert það. En svo komst hann upp á lag með sína hæfilega meinlausu sort af mistökum: lausmælgina. Þau læt- ur hann síðan dynja yfir okkur nógu ótt og títt til að þau gleymist jafnharðan. Meðan hann bara slær ekki slöku við, hygg ég hon- um sé nokkuð borgið í pólitík. Merkilegast'hvað fáir hafa áttað sig nógu vel á Steingrími til að taka hann að þessu leyti sér til fyr- irmyndar. Ég held að það sé t.d. örugglega ekki lært af Steingrimi, enda ekki alveg af sömu sort, hvernig Jónas Kristjánsson skrifar um landbúnaðarmál. Þar hefur hann róttækan og að vissu leyti nokkuð merkilegan málstað að boða, en á bágt með að gæta hófs í málflutningi eða ályktunum. Svo að hann gætir bara óhófs í stað- inn, tekur vel stórt upp í sig í hvert einasta sinn; og þetta venst, þann- ig að maður áttar sig á málstaðn- um án þess að verða svo minnis- stætt neitt sérstakt af öllum öfgun- um. Það er fremur, núna í seinni tíð, að Albert hafi vit á að nota aðferð Steingríms, a.m.k. þegar mikið liggur við. Ég er t.d. alveg viss um, að hann hefur gert sér stórmikið pólitískt gagn með sínum víð- frægu ummælum um kennara- stéttina hérna ekki alls fyrir löngu. Ekki bara af því að þau ummæli eigi svo mikinn hljómgrunn í sjálfu sér, heldur af því að Albert hafði verið að gera svo margt um- deilt, og það af miklu alvarlegra tæi, nefnilega hvernig hann stýrði kjaradeilunni af ríkisins hálfu, að það var orðið tímabært fyrir hann að dreifa athygli gagnrýnenda sinna með mistökum af stein- grímsku sortinni: vanhugsuðum ummælum. Og af því að hann er búinn að segja svo margt undan- farin misseri, um tíkina og skuld- irnar og að segja af sér og flytja úr landi og um skattahækkanir og skattalækkanir og allt þetta — sem ég er reyndar orðinn hálf- ruglaður í — þá er engin hætta á að það festist svo mjög við hann að hafa sagt eitthvað Ijótt um kennara. Við ruglumst bara í því líka, ef hann passar sig að gera eins og Steingrímur og halda áfram og áfram og áfram. ✓ Aðgangur að neyðarsíma á íslandi. Komi upp neyðartilfelli hjá korthafa, býðst honum að hringja í síma 685542, huar sem hann er staddur og hvenœr sem er. Kostnaðurinn uegna símtalsins fœrist á reikning korthafa. Aðeins kostar 300 krónur árlega að hafa Eurocard kreditkort og ekki hóti meir þótt t. d. hjón hafi tuö kort með sama númeri. Fyrir þessar 300 krónur fást hin almennu hlunnindi korthafa, en auk þess: Neyðarsími Gylmir Ferðatrygging , en þó mjög gagnleg ferðatrygging korthafa og fjölskyldu hans á ferð innanlands og utan. Bœtur nema allt að USD 100.000.- (rúmum þrem milljónum króna). KDRTIÐ SEM CILDIR HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.