Helgarpósturinn - 01.11.1984, Blaðsíða 24
eftir Jóhönnu Sveinsdóttur
„Margur hefur maöurinn misjafnt
ort um köttinn sinn," segir Bödvar
Gudmundsson á nýjum sprota á
fornum meidi kattakvœda.
„Kisa lýtur ekki valdi og stjórn
nema þegar henni sjálfri hentar, “
segir Davíd Oddsson borgarstjóri
(og mikid vildi ég sjálfóska þess ad
vid hin gœtum hagad okkur eins).
Hér verða kettir og kattareigend-
ur („cat-people") í svidsljósinu.
Astœða valsins er sú að kattholt
borgarinnar iða aflífi og e.t.v. jafn-
ast engin ást á við þá sem við berum
til kisu. . .
Viðmœlendur mínir eru Jórunn
Sörensen, formaður Dýraverndun-
arfélagsins, Davíð Oddsson borgar-
stjóri, hjónin og rithöfundarnir Vil-
borg Dagbjartsdóttir og Þorgeir
Þorgeirsson, Jóhanna Kristjónsdótt-
ir blaðamaður og Leifur Þórarins-
son tónskáld.
Kattholtin á
höfudborgarsvæðinu
Jórunn Sörensen, sem verið hefur
formaður Dýraverndunarfélagsins í
u.þ.b. 10 ár, er umleikin dýrum á
heimili sínu syðst í Garðabænum:
fjórum köttum, hundi og fuglum, og
ekki fæ ég betur séð en þau búi sam-
an í sátt og samlyndi.
„Það er enn ótrúlega algengt að
íslendingar fari í felur með gæludýr-
in sín í þéttbýli," segir hún. „Það
stafar af því að þjóðin flutti úr koti
í kaupstað á örskömmum tíma og
skildi dýrin eftir í sveitinni. Eins og
ómeðvitað hefur fólk hugsað með
sér að allt sem tengir það við náttúr-
una geti ekki átt heima í borginni.
Eldri iðnaðarsamfélög evrópsk
þróuðust hægt og sígandi, fólk þar
hafði langan aðlögunartíma og
flutti dýrin með sér til borganna,"
heldur Jórunn áfram. „Gott og vel,
gangstéttir sumra stórborga eru
myndir Kristjón Ingi o.fl.
þaktar hundaskít, en hann er þó líf-
rænn og skaðar engan. Hvað er
dýraskítur borinn saman við meng-
un úr kjarnorkuverum, svo dæmi
sé tekið? í rótgrónum iðnaðarborg-
um er yfirleitt litið á samband
manns og heimilisdýrs sem sjálf-
sagðan hlut, hitt er svo aftur annað
mál að misvel er að dýrunum búið."
Jórunni er greinilega heitt í
hamsi: „Hér í þéttbýlinu hefur fólk
hins vegar verið að pukrast með
dýrin sín, vegna þess að ýmsir líta
þau hornauga og alls kyns bönn og
höft hafa' ríkt hér varðandi dýra-
hald. Svo hefur lengst af verið hér
mjög slæm aðstaða til að lækna dýr.
Ég fór t.d. einu sinni með kött, sem
hafði fengið öngul í kjaftinn, upp á
slysavarðstofu, vegna þess að það
náðist ekki í dýralækni þá stundina.
En nú eftir opnun dýraspítalans
horfa málin ólíkt betur við."
Vilborg Dagbjartsdóttir og Þor-
geir Þorgeirsson búa í Þingholtun-
um sem þau segja mér að gangi í
margra munni undir nafninu Katt-
holt sökum þess að kettir finnist þar
nú orðið nánast í hverju húsi.
Sjálf eru þau bæði aðfluttir Reyk-
víkingar. „Það var náttúrlega allt
annað viðhorf til katta í sveitinni
þegar ég var að alast upp,“ segir Vil-
borg sem ættuð er frá Seyðisfirði.
„Þar voru þetta vinnandi dýr, ekki
gæludýr. Kettir voru metnir eftir
því hversu góðir veiðikettir þeir
voru. Því þurfti að sýna þeim
ákveðið atlæti, gefa þeim t.d. ekki
of mikið. Meðal starfa þeirra var að
gæta þess að mýs kæmust ekki í
mjölvöruna sem keypt var í sekkj-
um. Og fólki, sem alið er upp við dýr
sem nytjadýr, finnst nánast guðlast
að hafa þau sem gæludýr."
Mýsnar eru kannski ekki margar
í þessum kattholtum en þau eru eigi
að síður mikið gósenland fyrir ketti:
þar eru garðar, fuglar, maðkar...
„Starrarnir hafa reyndar að
mestu flæmt burtu aðra fugla úr
hverfinu," segir Vilborg. „Máríátlan
flutti út í þinghús, sem er byggt með
fuglaholum. Annars er hér lítið um
garðfugla. Hér kemur þó stöku sinn-
um skógarþröstur." Og eitt erindið í
Ijóðaflokki Vilborgar, Sautján júlí-
dagar 1980, er einmitt svona:
Skógarþrestirnir
eru hœttir að koma
Ekki fer saman
að dekra við köttinn sinn
og unna fuglasöngnum
„En læðurnar okkar, þær Gríma
og Valgerður Marðardóttir, gera
töluvert af því að næla sér í skosku,
stóru ánamaðkana sem þrífast hér í
hverfinu og færa okkur þá lifandi,
stundum á sængina!" segir Vilborg
og hlær sínum dillandi hlátri.
Leifur Þórarinsson og Jóhanna
Kristjónsdóttir búa hvort á sínum
stað í gamla Vesturbænum, „vina-
legu og hollu hverfi fyrir ketti," að
sögn Jóhönnu, og læðan borgar-
stjórafjölskyldunnar veiðir vel á
Lynghaganum. A.m.k. var hún ekki
væntanleg heim úr veiðitúrnum
fyrr en um miðnæturbil, kvöldið
sem ég hafði samband við „eigend-
ur“ hennar. „Mín góða kisa veiðir
vel við sjóinn," segir Davíð Odds-
son. „En þó að oft hlaupi grimmd og
harka í íslenska pólitík, þá eru
stjórnmálamenn þó ekki svo
grimmir að þeir drepi andstæðinga
sína,“ bætir hann við glettnislega.
Af öllu þessu er Ijóst að kisa hefur
hreiðrað vel um sig á höfuðborgar-
svæðinu...
„Ólundin margsinnis
úr mér rauk“
Ekki ætla ég mér þá dul að gera
úttekt á margbrotnu eðli kattarins í
stuttu spjalli sem þessu. Mörgum er
kattamýstík t.d. alveg sérstök fræði-
grein. Sér kapítuli yrði tengsl katta
og kvenna, enn annar katta og djöf-
ulsins. Sleppum því. En öllum kom
viðmælendum mínum saman um
að vegir kattarins séu órannsakan-
legir, þeir séu sjálfstæðir, hver hafi
sín einstæðu persónueinkenni og
dynti. Kettirnir sem koma fyrir í
sögu Þorgeirs Þorgeirssonar, Ja,
þessi heimur, og væntanleg er á
markaðinn innan örfárra daga, skilja
t.a.m. rússnesku og annað ekki. Um
þetta hefur aðalpersónan eftirfar-
andi að segja: „Ég hef reynt ensku,
frönsku, þýsku, spönsku, íslensku,
sænsku, dönsku og ekkert dugir.
Svo ávarpa ég dýrið á rússnesku,
segi eitthvað fallegt, og það leggst
niður og fer að mala. Eða hún öllu-
heldur því sál kattarins er það vita-
skuld sem malar. Og þjóðerni kem-
ur þessu ekkert við. Kettir verða
ekki ríkisborgarar landa né fulltrú-
ar neins annars en sjálfra sín og þar-
með náttúrlega kvenleikans. Þetta
er svo sjálfstætt."
Að þessum orðum sögðum skul-
um við beina athyglinni að hvers
konar félagsskap þetta litla loðna
dýr veitir mannskepnunni. I frægu
kvæði, Á afmœli kattarins, segir
Jón Helgason:
Ólundin margsinnis úr mér rauk
er ég um kverk þér og vanga
strauk,
ekki er mér kunnugt um annað tal
álíka sefandi og kattarmal.
Þetta geta áreiðanlega allir katta-
unnendur tekið undir. Kettir geta
létt manni lífið á ótrúlega marga
vegu. Ég veit ekki áhrifaríkari
vímugjafa en köttinn minn LÚsífer,
þegar ég kem þreytt og köld á hjól-
inu heim úr vinnunni, drekkhlaðin
innkaupapokum, fleygi öllu frá mér
og tek hann í fangið og grúfi mig
niður í feldinn; það er aðeins sýnd
að ég umvefji hann, í reynd er það
hann sem umvefur mig malandi
hlýju sinni. Verkar betur og fyrr en
nokkurt valíum eða sálfræðingur
gæti gert.
Svo má segja að kettir taki víða til
hendinni, svona óbeint. Þeir eru svo
forvitnir að þeim finnst t.a.m. æsi-
spennandi að fylgjast með hvers
kyns heimilisstörfum. Með aðstoð
katta verður gaman að skúra og
þvo upp. Eftirlæti læðanna þeirra
Vilborgar og Þorgeirs er að brjóta
saman þvott og að því loknu setja
þær sig í gluggakistuna, „stoltar af
heimilinu og horfa út í loftið," segir
Vilborg.
„Kisa er ótrúlega mikilvæg þegar
maður situr við skriftir og þýðing-
ar,“ segir Þorgeir. „Ritstörf verður
að vinna í einrúmi, sem reynist
mörgum erfitt, en í návist kisu ertu
ekki lengur einn, en samt er enginn
sem truflar. Hún er þarna hjá þér
sem eins konar fulltrúi lesandans,"
bætir hann við kímileitur.
Leifur tekur í sama streng: betri
vinnufélaga en síamskynjuðu læð-
una, Kisu, viti hann ekki. Hún veki
með honum öryggiskennd og blíðu
þar sem hún lúrir á vinnuborðinu
eða píanóinu. Hlýtur þá ekki læða
þessi að ýta undir að Leifur semji í
moll? mætti spyrja.
Til munu þeir sem það tónverk
tilkomulítið, en eitt er víst: ^Zl
læðan sem kúrir á leyndum stað
leggur við eyrun að hlusta á það.
Þessi orð Jóns Helgasonar (dáldið
færð úr samhengi, að vísu) legg ég
hikstalaust í munn Leifi án þess að
spyrja leyfis...
Tónskáldið segist hins vegar æði
oft þurfa að loka Kol, 10 mánaða
gamla labradorhundinn, úti þegar
hann ætli að reyna að gera eitthvað
af viti, því í umgengni sé Kolur dálít-
ið eins og sambland af kornabarni
og fyllirafti. En honum sé að vísu
vorkunn þar sem hann er að kom-
ast á gelgjuskeiðið.
Kettir (og önnur gæludýr) geta
haft góð áhrif á eldra fólk, gert það
langlífara (það þykir vísindalega
sannað), minnti Vilborg á og Jórunn
ítrekaði að fyrst og fremst veittu
kettir þörf fyrir tilfinningalega út-
rás, t.a.m. í „frústreruðum" *fjöl-
skyldum sem hengju vart saman á
neinu nema nafninu. Jóhanna tók
24 HELGARPÓSTURINN
t