Helgarpósturinn - 01.11.1984, Side 25
leifur Þórarinsson með hefðardömuna sína siamskynjuðu, Kisu, besta vinnufélag-
ann, sem laðar fram bliðu í ómstríðu brjósti tónskáldsins...
Jórunn Sörensen með Siskó, elsta köttinn af fjórum. Hann kom inn á heimilið til
bráðabirgða fyrir 15 árum, en ákvað að hætta flækingnum og fá sér fasta búsetu
hjá góðu fólki í Garðabænum.
Davíð Oddsson með Snotru sem hvarf fyrir ári siðan yfir á veiðilöndin eilifu og er
sárt saknað. Dóttir hennar, Pollý, var hins vegar á eilifum veiðum í Vesturbænum
þegár greinin var í vinnslu...
sérstaklega til þess hve gaman væri
að spjalla við köttinn Pétur, þegar
hún kemur heim í gamla skipstjóra-
hverfið (nánar tiltekið á Drafnar-
stíginn) að afloknum vinnudegi á út-
breiddasta blaði landsins. Læðan
Pollý-iljar svo aftur Davíð borgar-
stjóra jtegar hann kemur heim af
löngum og ströngum fundum. Af
þessu sést að hlutverk kattarins er
ómetanlegt.
Gott og vel, kettir eru góðir fé-
lagar og heimilisprýði, „ólíkt meiri
heimilisprýði en postulínsstyttur af
sömu dýrum sem ekki má koma
við,“ segir Jórunn lítið eitt hæðnis-
lega. — En auðvitað þarf kötturinn
mat og mýs, og maðkar hinna ýmsu
kattholta höfuðborgarsvæðisins
duga ekki alltaf til að fæða hann.
Þar fyrir utan getur kisi verið matar-
kenjóttur og oftar en ekki slægist
hann eftir nýjum fiski.
„Mœtti ég koma í mat med kött-
Gríma, kettlingafull, virðir værðarleg fyrir sér matmóður sína, Vilborgu Dagbjartsdóttur, meðan Valgerður Marðardóttir
bregður á leik við Þorgeir Þorgeirsson.
Jóhanna Kristjónsdóttir með Pétur hinn geðprúða. Hrafn, sonur Jóhönnu, kom með hann inn á heimilið rétt fyrir forseta-
kosningar 1980. Hann var mikill stuðningsmaður Péturs Thorsteinssonar, sendiherra og forsetaframbjóðanda, og skírði
þvi köttinn í höfuðið á honum í heiðursskyni.
inn?“ var fyrirsögn á opnu bréfi sem
Jóhanna skrifaði þáverandi fjár-
málaráðherra, Ragnari Arnalds,
síðsumars ’80. Tilefnið var að henni
þóttu skattar sínir og annarra ein-
stæðra foreldra hafa hækkað úr
hófi fram frá því árinu áður, og
hafði skiljanlega áhyggjur af því að
geta ekki fiskfætt sig og sína, þ. á m.
Pétur kött.
Bréf þetta vakti töluverða athygli
og í einu dagblaðanna birtist t.d.
viðtal við Pétur ásamt mynd af hon-
um með álagningarseðilinn. Síðan
urðu þessi mótmæli Jóhönnu til
þess að skömmu síðar var sett á
laggirnar nefnd til að endurskoða
skattamál svokallaðra „millihópa"
einstæðra foreldra. Þar með má
segja að hinn geðprúði köttur, Pét-
ur, hafi óbeint orðið til að lækka
rostann í hinni marghötuðu skepnu,
ríkinu, sem þarna ætlaði að éta ein-
stæða foreldra út á gaddinn rétt
eina ferðina.
Sama verður víst ekki sagt um
fornan félaga Böðvars Guðmunds-
sonar, köttinn Þangbrand, en um
hann segir svo í síðasta erindi erfi-
kvæðis sem Böðvar orti um hann:
Sé hans kattlíf sett i rétt
samhengi uid uald og stétt
kann þad naumast kallast frétt
þótt keyrt sé yfir hann.
Og uíst á þetta uid um sjálfan
mann.
Kisa er enn í paradís
Já, íslendingar skildu dýrin eftir
þegar þeir fluttu úr sveit á möl. Þeir
fáu „sérvitringar” sem vildu halda
kunningsskap við þau þurftu oftar
en ekki að læðupokast með þau
eins og þjófar í paradís steinsteyp-
unnar, biðjast auðmjúklega ásjár
hjá yfirvöldum eins og Steinn Stein-
arr og Ásthildur kona hans gerðu
vegna tíkar sinnar 1957 í frægu
bréfi til Gunnars Thoroddsen, þá-
verandi borgarstjóra. Þar segir
m.a.: „Við spyrjum yður, herra
borgarstjóri, hvort þér getið ekki í
krafti embættis yðar og einkum af
yðar snotra hjartalagi veitt okkur
nokkra slíka undanþágu frá lag-
anna bókstaf, að við megum her-
bergja skepnu þessa, svo lengi
henni endist aldur og heilsa."
Frá því þetta var, hafa viðhorf
bæði almennings og yfirvalda
breyst töluvert gagnvart hunda- og
kattastandi og stöðugt fjölgar í katt-
holtunum. Það er vel, því ég lít svo
á að það sé einna helst kötturinn
sem geti tengt firrt borgarbörn við
náttúruna. Þetta skynjar stein-
steypunaglinn Anton Helgi Jónsson
og túlkar í ljóði sínu Nýstefnuskáld-
iö og kisa. Engu máli skiptir þótt
kisa — og reyndar skáldið sjálft — sé
af hurðarbakskyni:
En hún hefur djúpar rœtur
bundin hrynjandi náttúrunnar
nœrist á eölislœgri ástríöu
blíö sem rósir
trú sem árstíö landi.
En mig (og marga fleiri) grunar
jafnframt að kisa tengi okkur við
fleira en náttúruna. Hún minnir
okkur líka á paradís, sakleysi og
hispursleysi það sem maðurinn átti
— samkvæmt bestu fáanlegu heim-
ildum — áður en hann var brottræk-
ur gjör úr paradís og hóf „þróunar"-
feril sinn.
Kötturinn (hér mætti allt eins taka
hundinn sem dæmi) er t.d gjörsam-
lega ómeðvitaður um hina tilbúnu
tvískiptingu í líkama og sál, og hefur
því ekkert til að skammast sín fyrir.
(Sjáið t.d. hvernig kisa tekur því að
vera á túr. . .) Kötturinn hefur enn
ekki verið rekinn úr paradís fremur
en önnur dýr. Það er hættulegt að
breyta dýrinu í lifandi vél — kúnni
í róbót sem framleiðir mjólk, hæn-
unni í maskínu sem verpir eggjum:
þannig klippir maðurinn á nafla-
strenginn sem tengir hann við para-
dís og ekkert fær lengur stöðvað
hann né huggað á flugi hans gegn-
um tóm tímans.
í þessu sambandi mætti velta fyrir
sér hver sé munurinn á þeirri ást
sem manneskja binst annarri mann-
eskju (t.d. maka sínum) og þeirri ást
sem hún bindur við dýr (í þessu til-
felli heimilisketti)?
Ástin til kattarins er óskilorðs-
bundin. Manneskjan ætlast ekki til
neins af dýrinu. Hún svekkir sig
ekki á spurningum á borð við: Elsk-
ar hann mig? Elskar hann mig
meira en ég elska hann? Hefur hann
elskað einhvern meira en mig? Slík-
um spurningum reyna margir að fá
svör við þegar þeir setja ást hins
aðilans undir smásjá. Einmitt slíkar
spurningar verða oft til að kæfa ást-
ina á „fósturstigi”, ef svo má að orði
komast.
Séum við ófær um að elska, er
það þá ekki vegna þess að við þrá-
um að vera elskuð, þ.e.a.s. við krefj-
umst einhvers af hinum aðilanum
(ástar), í stað þess að nálgast hann
aðeins með því að æskja nærveru
hans?
Maðurinn viðurkennir dýrið (kisu
í þessu tilfelli) í þess eigin mynd, tek-
ur því óútreiknanlegum forsendum
þess, en reynir ekki að breyta því
eftir sínu höfði (eins og eiginmenn
reyna stundum að breyta eiginkon-
um sínum og öfugt). Kisa hefur held-
ur ekki krafist ástar mannsins, það
er hann sem hefur leitað á náðir
kisu af fúsum og frjálsum vilja, ekki
samkvæmt einhverju boðorði, á
borð við „elska skaltu föður þinn og
móður" (og hvað segir nú aftur í hjú-
skaparsamningi kirkjunnar?), hvort
sem honum líkar betur eða verr.
Umfram allt: engin manneskja
getur boðið annarri manneskju
hnökralausa („fullkomna") sam-
veru í einhverjum sælureit. Það get-
ur kisa hins vegar vegna þess að
hún hefur ekki verið rekin burt úr
paradís. Ást milli manns og dýrs
getur verið hnökralaus, fullkomin:
án skæðra átaka og hjartaslítandi
deilna. Og sú ást getur alltént vakið
með manninum drauminn um full-
komna ást tveggja mannvera...
HELGARPÓSTURINN 25