Helgarpósturinn - 01.11.1984, Blaðsíða 28
A
J^T6ðalfundur SAA var haldinn
í síðustu viku. Ýmsar breytingar
voru gerðar á hinni 36 manna stjórn
og hefur margt landsþekkt fólk
bæst í stjórnina, svo sem Davíð
Scheving Thorsteinsson, iðn-
rekandi, Björn Þórhallsson, vara-
formaður ASÍ, Jóhanna Sigurdar-
dóttir alþingismaður og Stefán
Benediktsson alþingismaður. Þrír
gengu úr framkvæmdastjórn SÁÁ
og í þeirra stað komu þau Valgerð-
ur Bjarnadóttir , Friðrik Teó-
dórsson, og Þórhailur Þorkell
Jónsson endurskoðandi...
|k|
■ úverandi formaður BSRB.,
Kristján Thorlacius, nær sextíu
og sjö ára aldri sautjánda þessa
mánaðar. All nokkuð er síðan menn
fóru að ræða á milli sín um hugsan-
legan arftaka þessa dygga liðs-
manns samtakanna síðustu 24 ár.
Mörg nöfn hafa verið nefnd, en þó
eitt oftar en önnur. Það er nafn Ög-
mundar Jónassonar, fréttamanns
á sjónvarpinu, sem jafnframt hefur
gegnt formennsku í Starfsmannafé-
lagi sjónvarpsins á síðustu misser-
um. Ogmundur þykir hafa allt til að
bera sem prýða má formann sam-
takanna; hann er mikill mælsku-
maður þegar svo ber undir og mál-
efnalegur, skeleggur fulltrúi um-
bjóðenda sinna, og síðast en ekki
síst, þekkt andlit. . .
28 HELGARPÓSTURINN
R
okamarkaðurinn er nú allur
að teygja úr sér eftir hið langa verk-
fall bókagerðarmanna og prentara.
Ýmsir titlar eru farnir að skjóta upp
kollinum sem án efa eiga eftir að
vekja áhuga bókaunnenda. Stóra
sölubókin í ár verður sennilega við-
talsbók Jakobs Ásgeirssonar,
blaðamanns á Morgunblaðinu, við
Alfreð Elíásson, flugmann, síðar
forstjóra Loftleiða og framkvæmda-
stjóra Flugleiða. Alfreð var eins og
kunnugt er einn af þremur stofn-
endum Loftleiða og í bókinni rekur
hann sögu fyrirtækisins og samein-
inguna við Flugfélag íslands. Bókin
er mikill doðrantur og ber nafnið
„Alfreðs saga og Loftleiða“. Það er
lðunn sem gefur út bókina og búist
er við að hún eigi eftir að valda
miklum úlfaþyt, því Alfreð Elíasson
mun vera mjög óvæginn í sögu
sinni. . .
O - „
hefur allt frá stofnun verið mjög
eignalega sterkt fyrirtæki. Nú mun
hinsvegar vera komið svo fyrir fyr-
irtækinu, að því er HP hefur eftir
heimildum úr innsta hring félagsins,
að rekstrarhlið þess er í lamasessi.
OLIS stendur nú vægast sagt mjög
illa greiðslulega séð, einkum og sér
í lagi vegna verkfalls ríkisstarfs-
manna og ekki síður vegna ógold-
inna skulda ísbjarnarins við það.
Föstudaginn 19. október barst fyrir-
tækinu orðsending frá viðskipta-
banka sínum, þess eðlis að ef það
yki ekki hlutafé sitt um 30—35 millj-
ónir á næstu mánuðum, myndi
bankinn skrúfa alfarið fyrir við-
skipti félagsins. Þórður Ásgeirs-
son, forstjóri OLÍS, sem komst á
toppinn í félaginu vegna tengsla
sinna við tvo helstu hlutafjáreigend-
ur fyrírtækisins, þá ísbjarnarbræð-
ur, þykir nú afar valtur í sessi, enda
ekki séð hvernig hann á að geta út-
vegað jafri firnamikið hlutafé í fyrir-
tækið og banki þess krefst. . .
Vetrar
hjólbarðar
heilsólaöir
radial
155x12 165x14
135x13 175x14
145x13 185x14
155x13 185/70x14
165x13 165x15
185/70x13
VEITUM
FULLA
ABYRGÐ
Líttu á
okkar verð
>tlkflup
SÍEXJMÚLA17105 REYKJAVÍK,
S.687 377,-ŒlfX 2204.
Sími 687377