Helgarpósturinn - 08.11.1984, Síða 2
FRÉTTAPÓSTIIR
Samiö í deilu ASÍ og VSÍ
Nýr kjarasamningur milli aðildarfélaga Alþýðusam-
bands íslands og Vinnuveitendasambands íslands var und-
irritaður klukkan að ganga 19 á þriðjudaginn. Þá hafði
samningafundur staðið samtals í um 32 klukkustundir eða
frá klukkan tíu á mánudagsmorgni. Samningurinn gerir
ráð fyrir liðlega 24% launahækkunum yfir samningstíma-
bilið sem gildir til loka næsta árs með uppsagnarákvæði í
byrjun september 1985. Með samningnum verður unnt að
afnema hið svokallaða tvöfalda launakerfi, sem Alþýðu-
sambandið lagði mikla áherslu á að hægt yrði.
Breytingar á ríkisstjórninni
Miklar umræður hafa verið um styrk og stöðu ríkis-
stjórnarinnar eftir nýgerða kjarasamninga, og hefur meðal
annars verið ýjað að því að umræður hafi orðið milli stjórn:
arflokkanna og Alþýðuflokks um að sá síðastnefndi kæmi
inn í stjórnarsamstarfið. Alþýðuflokksmenn bera slíkar
sögur af sér. Vantrauststillaga á ríkisstjórnina verður bor-
in fram af stjórnarandstöðuflokkunum á Alþingi í dag. Eng-
ar líkur eru taldar á að hún verði samþykkt.
200.000 lesta þorskafli á næsta ári
Fiskifræðingar Hafrannsóknastofnunar lögðu' til á
mánudag að þorskafli íslendinga yrði ekki meiri en
200.000 tonn á næsta ári. Það er sama magn og þeir lögðu
til í fyrra, en rúmlega 20% minna en áætlað var að veiða á
þessu ári. Þessar tillögur fiskifræðinga ollu miklu róti á
Fiskiþingi sem sett var sama dag og þær komu fram. Hall-
dór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra sagði á því þingi að
þessar tölur f iskif ræðinganna yrðu metnar í ljósi aðstæðna,
en ef farið yrði eftir þeim yrði um verulegan samdrátt að
ræða hjá þjóðarbúinu. Tillögur Hafrannsóknastofnunar
um afla á öðrum fisktegundum eru sem hér segir: Ýsa
45.000 tonn, ufsi 60.000 tonn, karfi 90.000 tonn og grálúða
25.000 tonn.
Mælt meö aukningu loðnuveiða
Nefnd á vegum Alþjóða hafrannsóknastofnunarinnar
hefur mælt með aukningu á loðnuveiðum. Samkvæmt nið-
urstöðum skýrslu sem hún hefur unnið um þetta efni,
fengju íslendingar sinn loðnukvóta rýmkaðan um allt að
hundrað prósentum.
Álsamningur undirritaður
Samningur milli ríkisstjórnar íslands og Alusuisse var
undirritaður í Zúrich á mánudag. Með honum er endi bund-
inn á áldeiluna svonefndu sem hófst í desember 1980 og
snerist um viðskipti álversins í Straumsvík, skattgreiðslur
álversins og raforkuverð til þess. Samkvæmt samningnum
hækkar raforkuverð úr 9,2 mill í 12,5 til 18,5 mill eftir ál-
verði. Frumvarpi um staðfestingu á álsamningnum var
dreift á Alþingi í gær og verður tekið til fyrstu umræðu í
dag. Sverrir Hermannsson iönaðarráðherra væntir þess að
frumvarpið komist í gegnum þingið ekki seinna en á mið-
vikudag, og tekur þá samningurinn gildi.
Rækjusjómenn mótmæla
Rækjusjómenn ætla ekki að ráða sig i skiprúm nú í haust
nema rækjuverð verði hækkað að mun frá því sem nú er.
Þeir telja það ekki taka því að standa í þessum veiðum leng-
ur með því verði sem nú fæst fyrir rækju. Málið hefur borist
inn á borð sjávarútvegsráðherra sem hyggur á skjótar að-
gerðir í þessu máli.
Undanþágur söluskatts kosta ríkið mikið
Albert Guðmundsson fjármálaráðherra upplýsti á þriðju-
dag að ef öll þjónusta og allar vörur aðrar en endursöluvör-
ur, hráefni og útflutningsvörur yrðu gerðar söluskatts-
skyldar myndi skattstofn söluskatts lauslega áætlað tvö-
faldast. Þetta var svar fjármálaráðherra við fyrirspurn
Jóns Baldvins Hannibalssonar um tekjutap ríkissjóðs
vegna undanþága frá söluskatti.
Fréttapunktar
• Hjálparstofnun kirkjunnar sendi í gær 18,5 tonn af mat-
vælum til hjálpar á þurrkasvæðunum í Eþíópíu.
• Um þriðjungur smiða á Akureyri hefur fengið uppsagn-
arbréf og taka uppsagnirnar gildi fyrsta janúar og fyrsta
febrúar.
• Um 150 manns eru nú orðnir atvinnulausir vegna lokun-
ar fiskvinnsluhúsanna í Ólafsfirði.
• Framboð af hreindýrakjöti verður í lágmarki í vetur,
enda veiði langt undir leyfilegum kvóta.
• Ungur maður lét lífið í umferðarslysi á Miðnesheiði um
síðustu helgi er bíll hans fór út af veginum í hálku.
• Skipverjar á Svani RE fengu tvo hvali í nót sína norðaust-
ur af Straumnesi nýlega, en dýrin losnuðu og syntu sína
leið.
• Uppboð verður á togaranum Óskari Magnússyni frá
Akranesi á næstu dögum og er ljóst að við það missa um 180
manns vinnu sína.
• Kúrekar norðursins er nafn á heimildarmynd Friðriks
Þórs Friðrikssonar sem frumsýnd var um síðustu helgi, og
lýsir hún kántrýhátíðinni á Skagaströnd síðasta sumar.
• Ammoníaksleiðsla sprakk í frystigeymslu Eimskips fyr-
ir réttri viku og er ljóst að tjónið nemur milljónum króna.
• íslenskir frímúrarar á ferð í Egyptalandi voru hnepptir
í stofufangelsi þar vegna þess að þeir þóttu hafa á sér of
mikla peninga. Þeir sluppu fljótt.
• Smávægilegir jarðskjálftar hristu Suðurlandsundirlendi
í síðustu viku.
• Landsfundur Samtaka um kvennalista fór fram um síð-
ustu helgi og var þar borið lqf á störf þingmanna listans.
• SÍS veitti Skíðasambandi íslands 500.000 króna styrk í
gær.
Vigdís í
Operunni
★íslenska óperan heldur ótrauð
áfram að frumsýna sígildar
óperur og er framlag hennar hið
þarfasta í menningarlífi
borgarinnar. Á föstudagskvöld í
fyrri viku var frumsýning á
óperunni Carmen eftir Bizet og
voru undirtektir áhorfenda að
sýningu lokinni innilegar. Meðal
frumsýningargesta var forseti
íslands, Vigdís Finnbogadóttir,
og sést hún hér við komuna í
húsið. Á móti forsetanum taka
tveir forsvarsmenn islensku
óperunnar, þeir Hörður Erlings-
son og Þorsteinn Gylfason.*
Blöðin og blessuð bókin
★Félag íslenskra bókaútgefenda
bauð nýverið ritstjórum og
ritstjórnarfulltrúum dagblaðanna
til snæðings í Þingholti þar sem
rædd voru samskipti blaðanna
og bókaútgáfa. Bókaútgefendur
hyggja nú á mikla sókn, og hafa
kannað ýmsar nýjar leiðir til að
hefja bókina til vegs og virðingar
á ný.
Ýmsar tillögur og
hugmyndir komu fram á
fundinum, m.a. um jákvæðari
umfjöllun blaða um bókina
almennt, opnari tjáskipti milli
útgefenda og ritstjórna, dreifing
bókaútgáfu á allt árið og nýjar
framíeiðsluleiðir í bókaútgáfu.
Frumlegasta uppástungan kom
frá forleggjara Setbergs sem
varpaði þeirri hugmynd fram að
blöðin hættu að nota hið
neikvæða orð „jólabókaflóðið" „nú væri blessuð bókin
en skýrðu þess í stað frá því að væntanleg".Á
HELGARPÚSTURINN
Kaskó, ábót, kjörbók, tromp.
Bankarnir eru á eftir mér,
aurana mína vilja,
mænandi á það sem ekkert er
eins og þeir neiti að skilja
þau orð sem mér verða til varnaðar
um veginn til betri farnaðar:
Auður er upphaf sparnaðar.
Niðri
2 HELGARPÓSTURINN