Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 08.11.1984, Qupperneq 17

Helgarpósturinn - 08.11.1984, Qupperneq 17
USTAPOSTURINN íslenskir rithöfundar deila hart á norskar þýðingar ívars Eskelands: „Hróplegar villuru segir Halldór Laxness við HP um þýðinguna á Kristnihaldi undir jökli „Var á kafi við undirbúning Lista- hátíðar, “ segir Ivar Eskeland eftir Jóhönnu Sveinsdóttur myndir Jim Smart og fi. Halldór Laxness: „Ivar Eskeland þolir ekki krítík. Hann hefur verið ófáanlegur til að leiðrétta hróplegar villur. Ég Ift á slíkt sem geðsjúkdóm." Tvö af stórblödum Noregst Bergens Tidende og Dagbladet í Osló, hafa nýverið fjallað um að því er virðist eldfimt menningarlegt stórmál: Þýðingar Ivars Eskeland á verkum ístenskra rithöfunda, einkum og sér í lagi Halldórs Laxness. Þar eru ým- is stóryrði látin fjúka. ,,Mér finnst eins og verið sé að hrœkja á mig, troða mig niður í skítinn!" er haft eftir Halldóri Laxness. „Þetta minn- ir mig á hreinar og klárar persónu- ofsóknir, “ segir Ivar Eskeland aftur á móti. Helgarpósturinn hefur haft samband við helstu hlutaðeigendur málsins. „Grammatísk gedbilun grassérandi í Norðmönnum“ Ivar Eskeland, sem var eins og menn rekur minni til fyrsti forstjóri Norræna hússins í Reykjavík 1968—72, hefur verið helsti þýð- andi íslenskra nútímabókmennta yfir á norsku. í fyrra hlaut hann þýð- ingarverðlaun Norska menningar- ráðsins — Norsk kulturrád. Ivar er þekktastur fyrir þýðingar sínar á verkum Halldórs Laxness en þær eru orðnar 14 að tölu. En nú eru lið- in meira en tíu ár síðan síðasta þýð- ingin kom út. Það var Kristnihald undir jökli. Halldór Laxness var spurður um ástæðuna fyrir því. „Ivar Eskeland er menntaður og listrænn maður og góður stílisti, en hann er haldinn sama sjúkdómi og sumir aðrir þýðendur, þeim, að hann þolir ekki krítík," segir Hall- dór Laxness. „Ég hef bent honum á hróplegar villur í þýðingum hans, en hann hefur verið ófáanlegur til að leiðrétta þær. Fyrir bragðið hef ég ekki komið út í Noregi í meira en 10 ár. Annars hef ég öðrum hnöppum að hneppa en að yfirfara þýðingar annarra manna á verkum rnínurn," heldur Halidór áfram. „Því hef ég oft beðið málfræðinga eða bók- menntafræðinga um að gera það.“ Helga Kress bar t.d. saman að beiðni Halldórs frumtexta Kristni- halds undir jökli og norsku þýðing- una, Kristenrekt under jekulen. Út- koman var býsna löng skýrsla sem hefur farið viða, þó óprentuð sé. Norsku blöðin tvö, Bergens Tidende og Dagbladet, vitnuðu t.a.m. bæði til hennar. „Ég er ánægður með stíl Eske- iands í heild og hann er besti þýð- andi minn á Norðurlöndum," sagði Halldór Laxness ennfremur. „En hann hefur gert alls kyns furðulegar vitleysur sem hann hefur verið ófá- anlegur til að leiðrétta. Ég lít á það sem geðsjúkdóm að þýðandi skuli ekki geta viðurkennt svo mikið sem eitt orð sem hann hefur þýtt vit- laust. Því gafst ég upp á samvinn- unni við hann. Síðasta bók mín sem Eskeland þýddi var Kristnihald undir jökli. Viliulistinn sem hún Heiga tók sam- an fyrir mig er yfir 40 bls. í fólíó. Eft- ir útkomu þeirrar þýðingar setti ég það sem skilyrði fyrir frekari þýð- ingum á bókum mínum yfir á norsku, að þessar villur yrðu leið- réttar. Mér hefur hingað til verið synjað. Eskeland hefur ennfremur ekki viðurkennt þessar villur í min eyru. Meðan svona er ástatt vil ég ekki hafa neitt samband við ríki það sem nefnt er Noregur!" Halldór lét hafa eftir svohljóðandi um norskt mál: „Það grassérar grammatísk geð- bilun í Norðmönnum á háu stigi sem er mjög irriterandi. — Reyndar veit ég ekki hvað nýnorska er! Einna helst eins og drukkinn maður sé að yrkja á íslensku. Aftur á móti var sú danska norska sem Ibsen skrifaði í lok 19. aldar afskaplega fallegt mál, og slíkan texta les ég mér til mikillar ánægju. Danir sjálfir gætu ekki gert betur." Um bókmenntaþýðendur al- mennt segir Halidór: „Stífni Eske- lands er mér undrunarefni fremur en reiðiefni. Það hlýtur að teljast psykópatískt að þola ekki krítík. En dæmi Eskeiands er ekki einstætt. Ég get nefnt dæmi af Þjóðverja sem m.a. þýddi eftir mig Heimsljós úr dönsku. Ég yfirfór þýðingu hans í handriti og rakst þar á margar rang- færslur, því maðurinn sá Islendinga alltaf fyrir sér sem eskimóa í sel- skinnsfötum og snjóhúsum. Ég eyddi hvorki meira né minna en þremur mánuðum — og það í sam- vinnu við þýska doktora — í að lag- færa þýðinguna. En hinn fornemm- aði Eskeland sá yfirleitt ekki ástæðu til að sýna mér þýðingar sínar í handriti. Ég sá þær ekki fyrr en í fullprentaðri bók! Framangreindur Þjóðverji lagði á mig hatur fyrir bragðið og varð óvinur minn það sem eftir var ævinnar. Sumir þýð- endur líta semsé svo stórt á sig að fremur láta þeir drepa sig af mór- ölskum ástæðum en að viðurkenna mistök sín." Óskeikull menningar- postuli? Bergens Tidende hafði viðtal við Svövu Jakobsdóttur í síðasta mán- uði og þar bar á góma þýðingu ívars Eskelands á skáldsögu hennar, Leigjandanum, sem út kom 1976 í Noregi. „Mín reynsla er sú að þýðingar verði langbest úr garði gerðar þeg- ar þýðandinn er í sambandi við við- komandi rithöfund," segir Svava í samtali við Helgarpóstinn. „En Eskeland hafði ekki samband við mig meðan hann vann að þýðingu sinni á Leigjandanum. Ég veit náttúrlega ekki hvernig1 Eskeland vann þýðinguna," heldur hún áfram. „En það er grunsamlegt að þær fáu en meinlegu villur sem slæddust inn í annars ágæta þýð- ingu Leigjandans yfir á sænsku sem út kom 1971 eru teknar orðréttar upp í þýðingu Eskelands. Stundum er því eins og hann hafi treyst sænsku þýðingunni betur en ís- lenska frumtextanum. Sem dæmi um siikar skyssur í báðum þýðing- unum get ég nefnt fyrstu setningu bókarinnar sem á íslensku hljóðar svo: „Maður er svo öryggislaus þeg- ar maður leigir." Merkingunni er snúið við á sænskunni og norsk- unni: „En er sá utrygg nár en leier ut.“ Einnig má nefna að orðið „tor- tíming" er þýtt með „tortur" (pynt- ingu) bæði á sænsku og norsku. Þarna eru semsé tvö dæmi af nokkr- um þar sem Eskeland eins og tekur skyssurnar upp úr sænsku þýðing- unni, en síðan bætir hann enn öðr- um við. Auk þess er ýmislegt óná- kvæmt í þýðingu hans og hann á það tii að sleppa úr, t.d. þar sem maðurinn í sögunni vill láta malbika á sér fæturna, kannski hefur honum þótt slíkt of fráleitt. Ég fæ ekki séð," heldur Svava áfram, „að sú gagnrýni sem Eske- land hefur fengið á jjýðingar sínar sé frábrugðin annarri gagnrýni af svipuðum toga. Mér finnst út í hött að taka gagnrýni sem persónuiega árás eins og Eskeland virðist gera, ef marka má ummæli hans í Dag- bladet, 4. okt. sl. Ég get ekki borið ábyrgð á því þótt hann geri það. Ég hef að vísu ekki enn séð umfjöllun- ina í Bergens Tidénde, en mér hefur skilist, að það sé mjög sterk tilhneig- ing í Noregi að líta á Ivar Eskeland sem óskeikulan menningarpostula og meiri sérfræðing í íslenskum bókmenntum en við erum sjálf. Það er dæmigert að nánast skelli á milli- ríkjastríð út af eðlilegri og venju- legri gagnrýni." „Boðberi íslenskrar menningar í 30 ár“ Dagbladet útmálar Ivar Eskeland sem fórnarlamb harðrar og órétt- mætrar gagnrýni strax í fyrirsögn- inni: „Ivar Eskeland pá slaktebenk- en“. En hvað hefur „sakborningur- inn“ sjálfur til málanna að leggja? í viðtali við Helgarpóstinn sagði Ivar Eskeland m.a. eftirfarandi: „Maður getur alltaf búist við að fá gagnrýni. En þessi tiltekna gagn- rýni íslensku rithöfundanna særir mig mjög þar sem ég hef með marg- víslegu móti, s.s. þýðingum, greina- skrifum og fyrirlestrum, unnið að því að kynna íslenska menningu í No/egi og víðar. Ég viðurkenni að ég hafði full- skamman tíma fyrir þýðinguna á Kristnihaldi undir jökli," heldur hann áfram. „Um það leyti var ég t.a.m. á kafi við undirbúning Lista- hátíðar í Reykjavík. í þeirri þýðingu eru villur sem ég hef lýst yfir við Halldór Laxness að ég sé reiðubú- inn til að leiðrétta ef af endurútgáfu bókarinnar verður í Noregi. En ég skil ekki hvers vegna er verið að blása uppþessagagnrýni nú, mörg- um árum eftir útkomu þýðingarinn- ar.“ í Ivar Eskeland: „Viðurkenni að ég hafði fullskamman tima fyrir þýðinguna á Kristnihaldi undir jökli, ég var á kafi við undirbúning Listahátíðar í Reykjavík." Knut Ödegaard, sem nú er nýtek- inn við störfum sem forstjóri Norr- æna hússins í Reykjavík, á nú sæti í úthlutunarnefnd Norska menning- arráðsins. Sjálfur hlaut hann Basti- an heiðursverðlaunin frá Norska þýðingarsambandinu nú í ár fyrir þýðingu sína á Fljótt, fljótt sagði fuglinn eftir Thor Vilhjálmsson. „Það er ákaflega erfitt að þýða verk eftir stílista á borð við Halldór Laxness og Thor Vilhjálmsson," segir Knut. „Sjálfur hafði ég náið samstarf við Thor þau fimm ár sem ég vann að þýðingu bókar hans.“ Um þýðingarstörf lvars Eskeland hafði Knut Ödegaard eftirfarandi að segja: „Hvernig sem á málið er litið finnst mér sú gagnrýni sem Eske- land hefur fengið afskaplega órétt- mæt. Höfunda eins og Halldór Lax- ness er ekki hægt að þýða frá orði til orðs. Slíkur texti yrði hlægilegur. Þess vegna verður að „enduryrkja" hann. Og betri „enduryrkjara" en Eskeland getur Halldór Laxness ekki fengið. Meta verður þýðingar hans í stíllegu samhengi, en ekki út frá einstökum villum. Mér er kunnugt um að ákveðnar þýðingarvillur er að finna í þýðingu Eskelands á Kristnihaldi undir jökli. Og mér finnst því sjáifsagt og eðli- legt að Halldór Laxness skuli krefj- ast endurútgáfu þeirrar þýðingar. Vonandi verður þessi gagnrýni ekki til að varpa skugga á Ivar Eske- land,“ sagði Knut Ödegaard enn- fremur. „Það væri synd, því að hann hefur verið einhver ötulasti boðberi íslenskrar menningar í Nor- egi og víðar undanfarin 30 ár.“ Allt útlit er fyrir að umræðan um þýðingar Eskelands og annarra á verkum islenskra rithöfunda muni halda áfram og þá væntanlega á breiðum og málefnalegum grund- velli. Hið vandaða bókmenntatima- rit Skírnir mun í næsta hefti birta langa grein um þýðingar eftir Ást- ráð Eysteinsson bókmenntafræð- ing, en grein Helgu Kress dósents, sem byggir m.a. á hinni margumtöl- uðu skýrslu um Kristnihald undir jökli, mun að öllum líkindum þurfa að bíða þarnæsta heftis (prentara- verkfallið setti strik í útgáfu Skírnis eins og annað). Auk þess eru þau Eskeland og Helga Kress bæði væntanleg til landsins innan tíð- ar.. . HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.