Helgarpósturinn - 08.11.1984, Page 20

Helgarpósturinn - 08.11.1984, Page 20
LEIKLIST Anna Frank í Iðnó eftir Heimi Pálsson og Gunnlaug Ástgeirsson Leikfélag Reykjauíkur sýnir í Iðnó: DAGBOK ÖNNU FRANK eftir Goodrich og Hackett. Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson. Leikendur: GUÐRÚN KRISTMANNSDÓTT- IR, Sigurður Karlsson, Valgerður Dan, Ragnheiður Tryggvadóttir, Jón Sigur- björnsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Kristján Franklín Magnús, Gísli Halldórs- son, Jón Hjartarson og María Siguröar- dóttir. Leikmynd og búningar: Grétar Reynisson. Lýsing: Daníel Williamsson. Þýðing: Sveinn Víkingur. Á þessu ári eru fjörutíu ár liðin síðan Anna Frank setti punktinn aftan við dagbókina sína og skildi hana eftir á geymsiuloftinu þar sem hún hafði dvalist á þriðja ár með fjöl- skyldu sinni og fjórum öðrum gyðingum á flótta undan nasistum. Á næsta ári eru þrjá- tíu ár síðan leikgerð Goodrich og Hacketts á dagbókinni hóf sigurgöngu um heiminn. Það er þess vegna ekkert óviðeigandi að LR skuli minnast afmælanna með því að setja DAG- BÓK ÖNNU FRANK á svið. Nú væri náttúrlega afmæli iítils virði ef af- mælisbarnið væri ekki þess virði að sýna það. Og best að segja það strax: Þótt auðvelt sé að setja eitt og annað út á DAGBÓKINA sem leikrit (t.d. finna bláþræði í samtölum) býr hún yfir einhverskonar náttúrlegum sjarma sem gerir hana vonandi sígræna, ekki síst vegna þess að hún flytur sígildan friðarboðskap, er hljóðlátur og einlægur friðarsöngur með dæmalaust notalegri trú á manneskjuna — og veitir ekki af að syngja þesskonar söngva við okkur þessa dagana þegar grimmdin og heiftin virðast leiðsögu- stef mannkynssinfóníunnar. Einn augljósasti veikleiki DAGBÓKAR- INNAR sem leikverks er sá að hún verður ekki sýnd svo almennilega fari nema til fáist leikkona undir venjulegum ieikkvennaaldri og ráði samt við geysierfitt hlutverk. Þetta er leikhúsum oftast ofraun. Anna Frank er ný- komin á táningsaldurinn þegar leikritið hefst og hún þarf að taka út á sviðinu umtals- verðan hluta af þeim þroska sem breytir unglingi í fullorðna manneskju. Hún er „inni“ allan tímann, viðbrögð hennar við því sem gerist eru viðbrögð áhorfenda, því hún er sögumaðurinn, og þannig ræður hún flestu um gang mála, jafnt innan verksins sem í samspili leikenda og áhorfenda. Það eru orðin tvö ár síðan leikhússtjóri lðnó, Stefán Baldursson leikstýrði Önnu Frank við góðan orðstír á Selfossi. Þá var í aðalhlutverki barnung stúlka, Guðrún Krist- mannsdóttir, lítt reynd að vonum. Túlkun hennar á Önnu þótti þá þegar með ólíkind- um góð og til þess tekið hve sannfærandi hún væri í því hlutverki. Því miður höguðu atvik því svo að ég sá ekki þessa sýningu Leikfélags Selfoss. Kynni mín af Guðrúnu í hlutverki Önnu Frank hófust því á frumsýn- ingunni í Iðnó og er skemmst frá að segja að hún hreif mig upp úr skónum. Beisk tár og örvœnting Alþýðuleikhúsið á Kjarvalsstöðum: Beisk tár Petru von Kant eftir Rainer Werner Fassbinder. Þýðing: Böðvar Guðmundsson. Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir. Leikmynd og búningar: Guðrún Erla Geirs- dóttir. Leikendur: María Sigurðardóttir, Erla B. Skúladóttir, Edda V. Guðmundsdóttir, Guðbjörg Thoroddsen, Kristín Anna Þórar- insdóttir, Vilborg Halldórsdóttir. Hvenær munu þau yfirvöld sem til þess hafa vöid og ráð hafa manndóm til þess að skapa leikhópum aðstöðu til þess að vinna og sýna? Spurt er af því tilefni að nú hefur verið tjaldað fyrir Iítið horn á Kjarvalsstöð- um til þess að setja á svið þrælmagnaða sýn- ingu sem vissulega ætti betri aðbúnað skilið. Þessi aðstaða sem frjálsir leikhópar búa við er sárgrætilegri vegna þess að í miðjum mið- bænum stendur leikhús ónotað að öðru leyti en því að nokkrir kallar og kellingar éta þar pulsur og saltkjöt í hádeginu á virkum dög- um og vegna þvergirðingsháttar og menn- ingarsnauðra fordóma í rykföllnum emb- ættisdrjóia má ekki nota húsið tii annars. Hér er átt við Sigtún eða Sjálfstæðishúsið við Austurvöll sem haft er fyrir mötuneyti Pósts og síma og allt leiklistarbatteríið í landinu hefur margoft reynt að svíða út úr Póst- og símamálastjóra til leiklistarnota en ævinlega árangurslaust. Vissulega er snoturlega búið um þessa sýningu á Kjarvalsstöðum en sýningin geld- ur þess hversu henni er þröngur stakkur skorinn. Við þessi þrengsli eru líka kostir, sem sé nánd áhorfenda (sem aðeins komast 60 fyrir) við leikarana og sviðið. Sviðsbúnað- urinn er vegna aðstæðna einum of einfaldur og megnar ekki nema að takmörkuðu leyti að sýna umhverfi sem eðlilegt væri aðal- persónunni. Petra von Kant er 35 ára fatahönnuður sem orðin er fræg og rík en er ekki að sama skapi hamingjusöm. Hjá henni býr Marlene sem þjónar henni þögul og vinnur vinnuna að mestu fyrir hana, er einskonar þræll. Petra hrífst óvænt af stúlkunni Karinu Thimm og fær hana til að búa hjá sér og vill A valdi œvintyra og hugarflugs Nemendaleikhúsið í Lindarbœ: Grœnfjöðrungur eftir Carlo Gozzi í leikgerð Benno Besson. Þýðandi: Karl Guðmundsson. Leikstjóri: Haukur Gunnarsson. Grímur: Dominique Poulain. Búningar: Þórunn E. Sveinsdóttir og Dom- inique Poulain. Lýsing: David Walters. Tónlist: Lárus Halldór Grímsson. Leikendur: Alda Arnardóttir, Barði Guð- mundsson, Einar Jón Briem, Jakob Þór Einarsson, Kolbrún Erna Pétursdóttir, Rósa Þórsdóttir, Þór Tulinius, Þröstur Leo Gunnarsson. Gestaleikarar: Jón Hjartar- son. Ragnheiður Steindórsdóttir. Grænfjöðrungur er leikrit frá 18. öid ættað frá Italíu. Það er sumpart byggt á hefðum Commedia dell’Arte ieiklistarinnar, t.d. að því er tekur til persóna, grunnaðstæðna, grímunotkunar o.fl. en að öðru leyti sækir verkið til þjóðsagna og ævintýra; í veröld verksins getur allt gerst og ekkert er ómögu- legt, enda ber verkið undirtitilinn ævintýra- legur skopleikur og er þar alls ekki ofmælt. Benno Besson er svissneskur leikhúsmað- ur sem lengi ól aldur sinn í Austur-Þýska- landi, m.a. í leikhúsi Brechts og hefur gert nýja leikgerð þessa verks þar sem hann breytir því nokkuð, einkum með því að efla kvenpersónurnar og ekki síður með því að skrifa inn texta þar sem til átti að koma spuni Commedia dell’Arte leikaranna. Á sínum tíma var þessi leikur vörn fyrir hugarflugið og ævintýrið, mótmæli gegn leikjum sem áttu að vera „eftirmynd raun- veruleikans" og um leið ádeila á nytsemi- og skynsemishyggju upplýsingarstefnunnar. Það þarf ekki mikið hugmyndafiug til þess að sjá að hér þarf ekki miklu við að víkja til þess að þetta eigi vel við á okkar tímum enda hefur það verið gert, leikurinn eftir því sem við á og ástæða er til verið aðlagaður stað og tíma. í þessu samhengi er þýðing Karls Guð- mundssonar lykilatriði en hún er í stuttu máli sagt hreint yndisleg. Annað eins lull- andi bull hefur ekki dillað leikhúsgestum hér Svo sem skylt og skynsamlegt er búa fé- lagar LR vel að gesti sínum. í hverju hlut- verki er valinn maður og traustur svo engin hætta sé á að nokkuð fari úrskeiðis, enda fátt um leik atvinnufólksins að segja annað en að hann var samstilltur og gersamlega hnökra- laus. Áhorfanda fannst hann skynja að leik- ararnir hefðu fullan skilning á þeirri ábyrgð sem þeir væru að leggja á ungar herðar Guð- rúnar og gerðu nákvæmlega það sem þyrfti til að styðja við hana. Þeir fengu sín laun í fal- legri sýningu. Hallmar leikstjóri Sigurðsson velur hóf- stillta og hlýja túlkun á verki og persónum. Þannig verða meira að segja hinir ósambúð- arhæfu van Daan og Dussel aðeins hæfilega ógeðfelldir, aldrei þrúgandi, frú Daan „skemmtiiega óþoiandi” manneskja — og fjölskylda Önnu ekki óhóflega ,,góð“ í sam- anburðinum. Erfiðasta hlutverkið í þeim skilningi er greinilega Ottó Frank, faðirinn sem Anna elskar svo einlægri ást að DAG- BÓKIN gerir hann líflítinn og næstum ómennskt góðan. Sigurður Karlsson komst mjög vel frá því hlutverki og samband hans við Onnu varð sannfærandi. Fallegastan samleik sýndu samt Guðrún og Kristján Franklín Magnús. Það er eigin- lega sama hvar gripið er niður, hvort heldur í fyrstu senunum meðan þau fara fyrst og fremst í taugarnar hvort á öðru eða undir lokin þegar unglingaástin blómstrar. Það var leikur sem manni fannst gott að horfa á og njóta. DAGBÓK ÖNNU FRANK er tilfinningaríkt innlifunarverk, ekki kennsluleikrit. Þess vegna er „ramminn”, þ.e.a.s. stuttur forleik- ur og eftirleikur, sem báðir gerast síðar en verkið í heild, það eina sem ég var ekki sátt- ur við í sýningunni. Upplýsingarnar sem þar var miðlað liggja á flestra bókahillum og ætti að mega gera þá kröfu til íslenskra áhorf- enda að þeir vissu nóg til að skynja og skilja það sem fram fer án slíkrar hjálpar. Þessum þáttum held ég að hefði mátt sleppa — og sömu leið hefði raunar skuggamyndasýning milli atriða og inni í mátt fara. Hvort tveggja, ramminn og myndirnar, undirstrikar vissu- lega boðskap verksins, en það er undirstrik- un sem mér fannst ónauðsynleg og líkari því að við værum stödd í kennsluleikriti eftir Brecht (með því ekkert illt sagt um þá teg- und leiklistar) heldur en natúralískum innlif- unarleik af því tagi sem DAGBÓKIN er. Boðskapur DAGBÓKAR ÖNNU FRANK á erindi við allar kynslóðir, jafnt þá sem þykist vita hvað gerðist sem hina sem verður að læra það af sögunni — verður að læra það vegna þess að það gæti alltaf endurtekið sig. Það er von mín að reykvískar kynslóðir láti sig ekki vanta í Iðnó á næstu mánuðum. Hér verður engu spáð um framtíð Guðrúnj ar Kristmannsdóttur sem leikara. En hvað sem verður í því efni má hún gjarna vita að það er ekki einskis virði að hafa náð að snerta hjörtu mannanna einu sinni og hrært þá til umhugsunar um grimmdina, ástina og fegurðina. HP. eiga hana með húð og hári. Karin lætur sér það lynda meðan það hentar henni en fer síðan burt og skilur Petru eftir í sárum sem leiða hana til örvæntingar. Þetta eru meginlínur aðstæðna en segja að sjálfsögðu ekki nema brot sögunnar. Þar sem konur koma eingöngu við sögu í verk- inu liggur beint við að líta svo á að það fjalli um kvenleg vandamál og jafnvel sérkvenleg vandamál (ég sleppi meðvitað sérkvenna- menningarvandamálum). Ég fæ ekki betur séð en að leikstjórinn leggi verkið þannig upp og reynist sú leið ágætlega fær. Lögð er áhersla á tilfinningar kvennanna og undir- strikuð sú reynsla sem þær eiga að baki sem konur. Á þessu plani gengur leikurinn ágæt- lega upp. En þegar betur er að gáð kemur í ljós að leikurinn fjallar alls ekki um konur heldur um vald, drottnunargirni, ást, ör- væntingu; eiginleika og tiifinningar sem eiga ekkert sérlega við um konur heldur hafa með fólk að gera og reyndar sýnir leik- urinn framá að að því er snertir þessa hluti gildir einu um kynferði. María Sigurðardóttir á mjög magnaðan leik í hlutverki Petru. Hún er á sviðinu allan tímann og skapar þar margbrotna persónu sem sýnir ákafar og andstæðar ti|finningar. Guðbjörg Thoroddsen er einnig á sviðinu nær allan tímann og myndar fullkomna and- stæðu við hina áköfu Petru í hlutverki Mar- lene sem hvorki bregður svip né fasi og segir ekki eitt orð, frábær persónusköpun og undraverður leikur. Erla B. Skúladóttir leik- ur Karinu og finnst mér hún ekki allskostar ná að skapa þá persónu sem Karin á að vera í leiknum, vanta þá áru sem gerir það að verkum að Petra snarfellur fyrir henni. Und- ir lokin koma þær Kristín Anna Þórarins- dóttir og Vilborg Halldórsdóttir fram í hlut- verkum móður og dóttur Petru og eiga þær þrjár saman frábæra senu þar sem þessar þrjár kynslóðir mæta$t. Edda V. Guðmunds- dóttir leikur frænku og vinkonu Petru af natni og öryggi. Hér er um að ræða óvenjulega sýningu á óvenjulegum stað. í þessari miklu nánd leik- ara og áhorfenda magnast efni leiksins og verður ennþá ágengara en efni þó standa til. G.Ást. lengi. í hverri einustu setningu felst útúr- snúningur á henni sjálfri hvort sem um er að ræða upphafningu, skopfærslu, harmrænu eða hátíðleika. Öllu er snúið í háð og spé með fjölmörgum aðferðum og ótal blæ- brigðum sem hrein unun er á að hlýða. Haukur Gunnarsson hefur oft sýnt það að hann er flinkur og vandvirkur leikstjóri. í þessari sýningu kemur það enn fram og ekki síst vegna þess hversu víða leikstjórinn leitar fanga í að skapa sýningunni stíl og yfirbragð. Gamla ítalska hefðin, ýkjur þöglu mynd- anna, japönsk áhrif og fleira gott er hér fellt saman í samstæða og sjálfstæða heild sem þjónar ákaflega vel verkinu og gerir sýning- una einstaklega eftirminnilega. Ævintýraleg sviðsetning og leikmáti auk búninga og gríma er í góðu samspili við efnisframvind- una og ekki síst við textann. Leikhópurinn er eins og menn vita nem- endur á fjórða ári í Leiklistarskóla íslands, en þeir eru að þessu sinni átta talsins. Reyndar er hópurinn styrktur með tveimur ágætum atvinnuleikurum úr leikhúsunum, Jóni Hjartarsyni og Ragnheiði Steindórsdóttur. Er það mjög skynsamleg nýbreytni Leiklist- arskólans og væntanlega þroskandi fyrir leikaraefnin. Auðvitað sést í sýningunni að ekki er um langþjálfaða leikara að ræða. En leikstjórinn hefur vit á að sníða þeim stakk eftir vexti þannig að leikhópurinn vinnur vel saman og skapar vel unna og fágaða sýningu. Hlut- verkin eru svolítið misstór. Einna mest áber- andi eru Þór Tulinius og Alda Arnardóttir í hlutverki systkinanna Renso og Barbarínu og fósturforeldrar þeirra, leikin af Einar Jóni Briem og Rósu Þórsdóttur. Þessi tvö pör mynda ákaflega skemmtilegar andstæður og eru hvort á sinn hátt vel gerð. Þau Barði Guðmundsson og Kolbrún Erna Pétursdóttir veita leiknum enn nýja vídd í ágætum hlut- verkum kóngsins og nornarinnar móður hans. í heild er leikurinn fjölbreyttur og lif- andi, reynir á marga þætti í fari leikaranna en þeir standast allir þá raun með hinni mestu prýði. Hér er sem sagt á ferðinni einstaklega skemmtilegt verk, vel unnið og óvenjulegt sem hiklaust má hvetja alla til að sjá. G.Ást.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.