Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 2
Sendu mér góða sögu „Þegar ég heyri góða sögu, þá segi ég sjálfum mér hana aftur og aftur og aftur — ég rækta og þróa söguna þangað til mér finnst hún vera eins og hún eigi að vera — að hún geti ekki orðið betri, og þegar svo er komið, þá uerd ég að segja einhverjum hana." Göran Tunström, eitt stærsta nafnið í heimi sænskrar skáldsagna- gerðar á okkar tíð, ber það svo sannarlega með sér að hann hafi gaman af að skemmta fólki — segja sögur. Hann geislar blátt áfram af frásagnargleði, áhuga á umhverfi og fólki og þegar hann er sestur í sófahorn, getur dundað sér í friði við að velja orð, velja smásögur og skrítlur til að skemmta blaðamann- inum jafnframt því að vefja sér síga- rettur, þá virðist sú skemmtilega stund geta orðið endalaus því að Tunström er maður sem nýtur hvers andartaks, finnst svo greini- lega gaman að vera með fólki — og ekki síst finnst honum gaman að vera á nýjum stað, vera í ókunnu landi. ,,Ég kom til íslands fyrir tuttugu árurn," sagði Tunström. „Við fórum í ferðalag um landið með ferðahópi og fararstjórinn sagði að hér á landi væri leikinn svo lágvær, agaður jass. Er það rétt?" „Já,“ segi ég og hef ekki hug- mynd um hverju ég er að jánka. „Og þessi jassmúsík ykkar er svo lágvær og öguð vegna þess að tón- listarmennirnir verða að æfa sig í kjallaraherbergjum eða bílskúrum og uppi á lofti eða í næsta húsi búa svefnstyggar gamlar konur sem neyða þá til að leika stöðugt svo lágt, svo lágt. Er þetta rétt?“ „Já," segi ég aftur og horfi inn í þetta lifandi, spyrjandi andlit og finnst hann segja mér merkileg tíð- indi. „Mikið er ég feginn að heyra þetta. Hvernig heldurðu að það hefði verið fyrir mig að koma hing- að tuttugu árum síðar og frétta að fararstjórinn hafi logið að mér og að jassmúsíkin sem sé leikin hér sé alls ekkert lágvær og ekkert sér- staklega öguð — bara eins og jass- músik alls staðar annars staðar?" „Það hefði víst ekki verið skemmtilegt." „Ég hef oft hugsað til íslands. Ég hugsa um þessa stóru eyju þar sem brúnaþungir menn röltu milli hér- aðanna og muldruðu sögur. Og svo kemur nútíma ísland með þessa lág- væru jassmúsík. Þannig músík eiga menn að spila hér. Lágværa — með sveiflu — eða er ég nokkuð að bulla?“ í jólagjöf! Göran Tunström í vidtali viö Helgarpóstinn eftir Gunnar Gunnarsson mynd Jim Smart „Nei.“ Göran Tunström kom til fslands um síðustu helgi og las úr verkum sínum í Norræna húsinu. í fyrra- vetur tók hann við bókmenntaverð- launum Norðurlandaráðs fyrir skáldsögu sína „Jólaóratórían", en sú bók hefur nú verið þýdd á ís- lensku og er nýlega komin í bóka- verslanir. „Jólaóratórían" er sprengfull af viðburðum, skrítlum og uppákomum, full af skrítnum kerlingum og körlum, þekktu fólki og óþekktu, gerist í byggðinni Sunne í Vermlandi, en þaðan er höf- undurinn runninn og þar lætur hann allar sínar skáldsögur gerast. En þótt vettvangur sagna hans sé jafnan Sunne og Vermland — með nauðsynlegum útúrdúrum og heim- sóknum í aðrar byggðir mannfé- lagsins, jafnvel til annarra heims- álfa, þá er söguefnið ekki endilega byggt á einhverju sem líka er runn- ið frá Sunne. Göran Tunström sækir sér söguefni út um alla heimsbyggð- ina. Hann er ákafur og duglegur ferðamaður, sem hefur skotið upp kollinum á ólíklegustu stöðum, sest niður á meðal sveitafólks á Indlandi og í Ástralíu og hlustar, heyrir smá- sögur og skrítlur, nælir sér í uppá- komur daglegs lífs indverskra al- þýðumanna og flytur svo allt saman með sér til Sunne norður í Svíþjóð og í Ijós kemur að manneskjan er í senn furðulega lík og furðulega ólík austur i Indlandi og norður í Sví- þjóð. TVENNS KONAR FOLK „Ég varast að flokka fólk eftir þjóðerni. Það er heimskulegt og ástæðulaust. Raunar vil ég alls ekki flokka fólk. En ég geri mun á þeim sem hafa fengið tungumálið að gjöf og hinum sem aðeins hafa fengið þetta neikvæða tungumál. Þeir sem ekki geta svarað með öðru en upp- hrópunum: Haltu kjafti! æpa sumir á börnin sín, bölva og ragna en geta ekki sagt frá því hvernig þeim raun- verulega líður. Þú veist — það er til fólk sem aldrei hefur lesið bók sem hefur eitthvert gildi. Og aldrei ferð- ast þannig að það hafi tekið eftir umhverfi og siðum — á jákvæðan hátt. Þetta fólk hefur enga viðmið- un, nema í mesta lagi nágrannann. Það eru til húsmæður, kannski frúr fengsælla skipstjóra og það eina sem þær hugsa um er snið á kjól og að gólfin heima hjá þeim séu stíf- bónuð, ryksuguð og gerilsneydd, að öskubakkarnir séu tæmdir og að keyptur sé nýr sófi á hverju ári. Ef daglegt umhugsunarefni þessa góða fólks ruglast, ef einhver sporar út fínu gólfin, ef efnahagurinn hryn- ur þannig að mestar líkur eru á að sófinn verði að endast í tvö ár, þá fara þessar manneskjur að skæla og hrópa. Þær vita í raun ekki hvað þeim finnst um lífið og tilveruna og hvernig lífið getur verið, til hvers þær langar og svo framvegis. Þetta er sá hópur sem kann aðeins nei- kvætt mál. Hinn flokkurinn hefur fengið málið að gjöf. Kannski með því að afi, pabbi eða mamma las fyr- ir litla barnið, kenndi þvi þannig að málið hefur áhrifamátt og hvetur ímyndunaraflið. Tungumálið nálg- ast fólk á ýmsa lund. Og fólk um- gengst það á ýmsan hátt. Sumir um- gangast það eins og endurskoðand- inn reikniriga og bókhald. Þeir eru alltaf að velta því fyrir sér hvaða merkingu eitthvert orð eða orðatil- tæki raunverulega hafi. Og þeir velja orðin af mikilli nákvæmni — og velja síðan aftur og eru enn ekki vissir um að þeir skiljist. Ég get ekki tekið svona á mínu tungumáli. Ég heyri sögu og verð að segja hana aftur. Það er einfalt mál.“ OLOF PALME OG LINUS „Ég held að okkur sem liggjum í bókum, skrifum bækur, okkur hætti til að halda að þeir sem ekki lesi, séu að einhverju leyti á flæðiskeri staddir, eða að þeir missi af svo miklu. Það er kannski rétt, en mér er svo oft hugsað til hans sonar míns. Hann er fimmtán ára. Hann heitir Linus. Og Linus les varla bók. Og alls ekki ef ég sting upp á því við hann. Hann er pönkari. Hárið á honum stendur beint upp í loftið og er litað rautt. Hann hugsar um og hrærist í pönk-rokki og tölvum. En hann er fínn hann Linus. Hann er miklu klókari og heilsteyptari en ég var þegar ég var á hans aldri. Ég er prestssonur utan af landi þar sem stöðugt var lesið, lesið hátt og fjall- að um bókmenntirnar. Linus er miklu klárari en ég. Þegar ég tók við bókmenntaverðlaununum þá var heilmikil veisla. Linus var með okkur, mér og konunni minni, henni Lenu. Svo kom Olof Palme og óskaði til hamingju, tók í hönd á Linus og sagði: Blessaður, ég heiti Olof Palme. Linus hvessti á hann augun og kallaði: Jæja, heyrðu, gott að ég hitti þig, því að nú getur þú sko aldeilis gert gagn. Bíddu hérna, hreyfðu þig ekki, ég þarf aðeins að hringja! Svo rauk hann í símann. Og Palme stóð í sömu sporum og beið — grafalvarlegur. Svo kom Linus aftur með upplýsingar krotað- ar á blað og sagði Palme að hann og vinir hans væru í vandræðum þvi að það væri verið að hrekja þá út úr húsnæðinu þar sem þeir æfa sig að spila pönk-rokk. Og fór fram á að forsætisráðherra Svíþjóðar reddaði húsnæði. Palme skrifaði hjá sér. Lofaði að gera allt sem hann gæti. Og stóð við það. — Seinna vatt hann sér að mér og sagði: Þið eigið svo sannarlega vandaðan pilt." FÁTÆKLINGURINN OG BORGARINN „Linus er fínn. Hann er opinn og einlægur og hikar ekki við að vera barnalegur, spyrja barnalegra spurn- inga. Það geri ég vissulega líka. Ég er barnalegur — naiv. Þú veist — ég er prestssonur. Við vorum mörg systkinin, bjuggum á prestssetrinu í Sunne. Svo dó pabbi þegar ég var tólf ára. Ég hef saknað hans alla tíð. Mamma varð að flytja úr prestssetr- inu í eins herbergis íbúð. Það var óskaplega þröngt og við vorum fá- tæk. Það er áreiðanlega þess vegna sem ég vil búa í stórum íbúðum, hafa rými og þægindi. Konan mín, hún Lena er úr steinrunnu borgara- umhverfi. Heima hjá henni var allt- af þögn og strangleiki, fyrirlitning á því einfalda og barnalega. Þegar við Lena ferðumst, þá vill hún helst vera á meðal venjulegs fólks. Hún vill sitja meðal innfæddra á ein- hverju kofagólfi. Ég vil hins vegar búa á góðu hóteli og fara í heimsókn eins og túristi. Lena vill búa í Stokk- hólmi. Ég vil helst búa úti í sveit. Hún vill búa nærri þeim fáu vinum sem hún á, segir að úti á landi ein- angrist hún og að hún hitti ekki fólk. Það er satt. En ég er félagsvera. Og þótt ég sé í fásinninu þá hitti ég samt vini, ég eignast alls staðar vini. Við eigum stóra og góða íbúð í miðborg Stokkhólms og svo eigum við gaml- an bóndabæ í fiskimannaþorpi ekki mjög langt frá Gautaborg. Húsið þar er stórkostlegt. Herbergin eru mörg og stór. Mér líður mjög vel þarna. Fiskimennirnir eru vinir mínir. Þar er til dæmis hann Gunnar Ander- son. Hann les aldrei bók. Hann leið- ir umheiminn alveg hjá sér, veit ekki hvað löndin heita. Einu sinni kom vinur okkar frá Indlandi í heimsókn. Þessi góði vinur er reyndar fósturfaðir minn — þegar við vorum heima hjá honum þá ættleiddi hann okkur öll þrjú, Lenu, Linus og mig. Þetta er siðvenja með- al sikanna og merkir að vináttu- böndin séu órjúfanleg. Við kynnt- um Gunnar Anderson fyrir sikanum og sögðum að hann væri frá Ind- landi. „Já,“ sagði Gunnar Ander- son. „Sonur minn var þar. Hann sendi mér póstkort." En það var mesta tjara. Sonur hans hafði aldrei verið á Indlandi. „Hvað ertu að rugla, Gunnar," sagði ég. „Sonur þinn hefur aldrei verið á Indlandi." „Ég held nú bara,“ sagði Gunnar móðgaður, hljóp heim og sótti tvö póstkort. Annað var frá Portúgal en hitt frá Austurríki. „Þetta kemur frá Portúgal og Austurríki," sagði ég — „ekki Ind- landi." „Svei," sagði Gunnar. „Það er það sama. Það er þarna niður frá.“ Hann er merkilegur, hann Gunnar. Hann kemur alltaf beint framan að hlut- unum, veit margt, þótt hann vilji ekkert læra. Þegar granni hans missi konuna úr krabbameini, þá hittust þeir á bryggjunni morguninn sem hún dó. „Hvers vegna ertu svona dapur?" spurði Gunnar granna sinn. „Konan mín var að deyja." „Jæja,“ sagði Gunnar, hugsaði sig andartak um, því að hann vildi svo ákaflega og gjarna gera gott úr þessu, reyna að hugga og svo rétti hann granna sínum tvo makríla sem hann bar á kippu; tákn um sam- úð, tilraun til að fylla upp í tóma- rúm.“ AÐ SJÚGA í SIG SÖGUR Göran Tunström reynir ekki að villa á sér heimildir: „Ég safna sög- um,“ segir hann. „Ég sýg í mig sög- ur. Ég er ryksuga og sögurnar eru rykið allt í kringum mig. Kanntu einhverja góða sögu? Passaðu þig, því að ef þú segir mér góða sögu, þá stel ég henni. Viltu kannski senda mér verulega vandaða sögu í jóla- gjöf? Gerðu það! íslenska sögu. Veistu — Jólaóratórían er vissulega upprunnin í Sunne. Ég var þar í heimsókn og sat hjá gömlum manni, vini mínum. Hann sagði mér ævisögu sína á tveimur og hálfum tíma. Þegar ég hoppaði út frá hon- um vissi ég að eitthvað mikið var á NYJAR BÆKUR Ephraim Kishon Hvunndags spaug Skagamenn skoruöu mörkin. Saga knattspyrnunnar á Akranesi. Stórkostleg bók um frægasta knattspyrnulið íslands. Borgfirzk blanda 8. Safnað hefur Bragi Þórðarson. Þjóðlífs- og persónuþættir. Syrpa af gamanmálum. Þetta er lokabindi bókaflokksins. Hvunndagsspaug, eftir háðfugl- inn Ephraim Kishon. Kímnisögur úr daglega lífinu. Bók sem kitlar hláturtaugarnar. HUGLÆKNIRINN OG SJÁANDINN Sigurros lóh.mnsdoflir Frá&agnir af diisýnum og lickningaíeHi Huglæknirinn og sjáandinn Sigurrós Jóhannsdóttir. Þórarinn Elís Jónsson skráði Frásagnir af lækningaferli, draumum og-dulskynjunum. GOÐAR BÆKUR FRA HORPUUTGAFUNNI Sveinhjórn Bein.'emu atbherjartoAi HIHfííN KV.tOABOK ■ Heiðin. Kvæðabók eftir Svein- björn Beinteinsson allsherjargoöa. sem er einn af okkar mestu rím- snillingum. Komið af fjöllum. Ljóðabók eftir Sigríði Beinteinsdóttur. Ljóð sem birta næman skilning höfundar á umhverfi og samtíð. HÖRPUÚTGÁFAN Akranesi-simi 93-2840 2 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.