Helgarpósturinn - 13.12.1984, Side 15
BÓKMENNTIR
Myndin og Ijóölínan
eftir Heimi Pálsson
Kristján Karlsson: KVÆDI 84.
90 tölusettar síður.
Almenna bókafélagid, Rvík 1984.
Það er ekki algengt að ljóðskáld kveðji sér
fyrst hljóðs þegar komið er yfir miðjan aldur
og gerist þá nýjungamenn og landnemar á
áður lítt könnuðum gresjum orðsins. Þetta
gerðist þó í dæmi Kristjáns Karlssonar. Hálf-
sextugur gaf hann út fyrstu ljóðabók sína
(Kvœbi, 1976) og hefur síðan bætt við þrem
bókum — að mér sýnist í öruggri og jafnri
þróun og framför. (Kvœði 81, New York.
Kvœdi, 1983 — og nú Kvœbi 84)
Auðvitað hafði Kristján haft mikil og kunn
afskipti af bókmenntum um langt skeið,
bæði sem ritstjóri, gagnrýnandi og ekki síst
ráðunautur bókaforlaga. Merkar ritgerðir
hafði hann skrifað t.d. um Stein Steinarr og
Tómas Guðmundsson, svo eitthvað sé nefnt.
Þekkingu hans á íslenskri og engilsaxneskri
bókmenntasögu var við brugðið. Sú þekking
setur augljós spor í verk hans sjáifs. Hann
hefur margt lært og hann kann að nota
þekkingu sína til Jjess að fága eigin hugsanir
og ljóðmyndir. i krafti hennar verða ljóð
hans sælgæti sem ljóðaunnandinn getur leit-
að í hvað eftir annað, fundið eitthvað sem
hentar flestum geðbrigðum, gert sér glatt í
skapi ef því er að skipta — ellegar horfið á vit
einsemdarinnar og tómleikans í góðum and-
legum félagsskap.
Kristján Karlsson hefur aldrei verið há-
vært ljóðskáld. Miklu fremur að textar hvísli
að lesandanum, andi til hans óræðum en
umfram allt fallegum ljóðmyndum, dular-
fullum ljóðlínum sem ekki gefa neina sjálf-
krafa merkingu, línum þar sem fjarska fátt er
sagt en þeim mun meira liggur að baki.
Nú er þetta vitaskuld aða! margra góðra
ljóða, en fá skáld sýnist mér um þessar
mundir rækta myndir sínar og ljóðlínur til
eins mikillar fullnustu og Kristján. Þar með
gera ljóð hans auðvitað miklar kröfur til les-
endanna, andstætt því sem sjálflesinn kveð-
skapur hefur einatt gert. Ungur lesandi
Kristjáns hafði í mín eyru þau orð um New
York að lestur hennar væri eins og ganga
um expressjóníska málverkasýningu: Mað-
ur vissi strax af hverju myndin væri, en svo
kæmi bara eitthvað alltannað í ljós við nán-
ari skoðun — og tengsl myndanna óljós, ó-
rökræn en samt af því tagi að maður væri
sannfærður um þau.
Sumt er mjög í þessa áttina í Kvœbum 84.
Þannig hefst bókin með sautján tengdum
ljóðmyndum, númeruðum í kafla sem ber
yfirskriftina Gubríbur á vori. Hver svosem
Guðríður er þá miðlar hún okkur þarna af
sýn sinni á lífið og umgjörð þess, hamingju-
söm og glöð í sorg sinni og einsemd af því
vorið kemur — með minningar sem ekki
verða eins sárar og ella: „Mín vör er sæt af
salti í dag./Ég sakna einskis. Lífið kom." (11.
kvæði) I veröld Guðríðar eru litirnir næst-
um að segja forsenda allra myndanna. Þeir
eru oft óvæntir: „mitt haf er grænt“ (I.
kvæði) „djúp þögnin grænkar" (IV. kvæði)
eða:
í kvöld er máninn blár og blátt
hans brot í tómri hendi mér.
Grænt ljóshvolf mánans hvílir heilt
á háum skuggum yfir mér.
Ég sit í skugga skuggi sjálf
sem skynjar fögnuð meðan er.
(XI. kvæði)
Um sumt minnir raunar litanotkun bókar-
innar á Stein Steinarr — og er ekki leiðum að
líkjast.
Litmyndir Kristjáns fá mikinn stuðning af
hagmælsku hans og valdi á ljóðlínunni, ef
hægt er að orða það svo. Ég bendi hér t.d. á
kvæðið Stundum reis hús, þar sem hver
lína skapar nýja mynd og gæti þess vegna
verið sjálfstæð eining:
Stundum reis hús og stóð hátt
það skein hálfur máni á vatn
dimmt var sjálft grasið og grænt
en gulbrúnn stofninn á tré
eitt sinn kom einhver sem gekk
þvert yfir blettinn og hvarf
yfirhöfuð var haustið rautt.
Auk Gubríbar á vori skiptir Kristján bók
sinni í fjóra kafla og bera aðeins tveir þeirra
heiti, III. kaflinn sem nefriist Úr anecdotia
pastoralia (og kallast á við kafla með því
nafni í Kvœbum 81) og lokakaflinn, hinn
fimmti, sem nefnist Frá degi til dags og tel-
ur ellefu smáljóð. Sumpart sýnist mér þessi
síðasti kafli marka mesta nýlundu og tilraun-
ir í meðferð máls og stíls og vera ólíkastur
því sem Kristján hefur áður gert. Þar er í
upphafi að finna þessa „yfirlýsingu".
eftirmynd hins liðna
er skáldskapurinn grænn. ..
Það er enginn „græningjabragur" á ljóð-
list Kristjáns Karlssonar, en á vissan hátt
kemur hún til manns eins og „vorið góða,
grcent og hlýtt“.
Ps.: Hinar dansandi furðuverur Kristjáns
Davíðssonar á kápusíðu finnst mér fara eink-
ar vel við myndvísi bókarinnar sjálfrar, og
allur er frágangurinn fallegur.
Sinclair Spectrum 48 F
Pínutölvan. Ótrúlega
fullkomin tölva bœði fyr
leiki, nám og vinnu.
Verð kr. 6.990.-
Ljósormurínn hefur
klemmu á öðrum endanum,
Ijósaperu á hinum, með
gorm á milli og gefur frá
sér Ijós þegar honum er
stungið í samband við
rafmagn.
Verð kr. 575.-
Allsherjargrillið
frá Philips
Grillar samlokur, bakar
vöfflur, afþýðir, grillar kjöt,
heldur heitu o.s.frv. Dæma-
laust dugleg eldhúshjálp.
Verð frá kr. 5.680,-
Jóla&iafimar fra
Heimifistældum
Útvarpsklukkur
frá Philips
Morgunhanann frá Philips
þekkja flestir. Hann er
bœði útvarp og
vekjaraklukka í einu tœki.
LW, MW og FM bylgjur.
Verð frá kr. 3.143.-
ístir frá Philips
eru með 8 mismunandi
stillingum, eflir því hvorl
þú vilt hafa brauðið mikið
eða lítið ristað.
Verð frá kr. 1.554.- .
Rafmagnsrak -
vélar
frá Philips
Pessi rafmagns-
rakvél er tilvalinn
fulltrúi fyrir hinar
vetþekktu Philips
rakvélar. Hún er
þríggja kamba með
bartskera og stillan-
legum kömbum. Hún er
nett og fer vel í hendi.
Verð frá kr. 4.314.-
Gufustraujárn frá Philips
Laufléttir krumpueyðar
sem strauja með eða án
gufu. Hitna fljótt og eru
stillanleg fyrir hvers kyns
efni.
Verð frá kr. 2.247.-
Philips kassettutæki.
Ódýru mono kassettutœkin
standa fyrir sínu.
Verð frá kr. 4.787.-
Kaffivélar frá Philips
Þœr fást í nokkrum
gerðum og stœrðum sem
allar eiga það sameiginlegt
að laga úrvals kaffi.
Verð frá kr. 2.708,-
Teinagrill
frá Philips
snúast um
element, sem
grillar matinn
fljótt og vel.
Grillið er
auðvelt í
og fer vel á
Verð kr. 2.864.-
s:Sí>:
Útvarpstæki frá Philips
fyrir rafhlöður, 220 volt
eða hvort tveggja. Mikið
úrval. LW, MW og FM
bylgjur.
kr. 1.780.-
Ryksuga frá Philips
gœðaryksuga með 830 W
mótor, sjálfvirkri snúruvindu
og 360° snúningsltaus.
Útborgun aðeinsJLþOO.-
Verð frá kr. 6.500^-
t ' k
Philips Maxim með
hnoðara, blandara,
þeytara, grœnmetiskvörn,
hakkavél og skálum.
Verð kr. 6.463.-
Philips
solariumlampinn
til heimilisnota.
Verð kr. 9.719,-
Kassettutæki
fyrir tölvur.
Ödýru Philips kassttlu-
tækin eru tilvalin fyrir
Sinclair tölvurnar.
Verð kr. 4.841,-
Handþeytarar
frá Philips
með og án stands.
Þriggja og fimm hraða.
Þeytir, hrœrir og hnoðar.
Verð frá kr. 1.257,-
Steríó
Úrval öflugra PhUips
sterríótœkja. Kassettutœki
og sambyggt kassettu- og
útvarpstœki með LW, MW
og FM bylgjum.
Verð frá kr. 7.233.-
Grillofnar frá Philips.
/ þeim er einnig hœgt að
baka. Þeir eru sjálfltreins-
andi og fyrirferðarlitlir.
Verð frá kr. 4.485.-
Hnífabrýnin frá
Phiiips
Rafmagnsbrýnin
hvessa
bitlaus eggvopn, hnífa,
skœri o.sfrv. Gott mál.
Verð frá kr. 1.290.-
Straujárn frá Philips
eru afar létt og meðfærileg
Verð frá kr. 1.155.-
Heyrnatólin frá Philips.
Tilvalin jólagjöf handa
unga fólkinu i fjölskyld-
unni. Heyrnatólin stýra
tónlistinni á réttan stað.
Verð frá
Vasadiskó
Þó segulbandið sé lítið
þá minnka gœðin ekki.
Dúndur hljómur fyrir
fótgangandi og aðra sem
vilja hreyfanlegan
tón listarflutn ing.
Verð frá kr. 3.135-
Djúpsteikingarpottur
frá Philips.
Tilvalinn fyrír frönsku
kartöflurnar, fiskinn,
kleinurnar laufabrauðið,
kjúklingana, laukhringina,
camembertinh, rœkjurnar,
hörpufiskinn og allt hitt.
Verð kr. 4.775.-
heimilistæki hf
Hafnarstræti 3 — 20455 Sætúni 8 — 15655
HELGARPÓSTURINN 15