Helgarpósturinn - 13.12.1984, Síða 16
Valdimar Jóhannsson hjá Iðunni:
Fyrsta bókin
seldist upp
á þremur dögum
Valdimar Jóhannsson í lðunni,
nestor íslenskra bókaútgefenda,
tók á móti blaðamanni í látlausu
skrifstofuherbergi sínu í Iðunnar-
húsinu. Herbergi hans minnir frem-
ur á vinnuherbergi fræðimanns en
skrifstofu önnum kafins fram-
kvæmdastjóra. Skrifborðið og sófa-
borðið bæði hlaðin bókum og blöð-
um og við fyrstu sýn virðist manni
að þarna inni ríki óreiðan ein. En
þegar maður hefur setið um stund í
hægindastólnum og hlýtt á Valdi-
mar, tekur maður eftir því að þarna
ríkir reglusemi og reiða, að hinn
vani verkmaður veit nákvæmlega
hvar hver hlutur á sér stað, hann
veit hvaða bækur og blöð hann hef-
ur í kringum sig og þarf sjálfsagt
ekki annað en að rétta hönd inn í
staflann til að finna það sem hann
vantar.
Hann hallar sér aftur í stólnum,
talar hægt, er ögn glettinn þegar
hann rifjar upp sitthvað úr fjörutíu
ára ferli við bókaútgáfu, talar um
bækur og höfunda af hlýju og vænt-
umþykju.
BÆKUR — GLEÐIGJAFfNN
„Ætli það hafi ekki verið ýmsar
tilviljanir sem ollu því,“ segir Valdi-
mar, þegar ég spyr hann hvernig á
því hafi staðið að hann varð bókaút-
gefandi. „Ég var í byrjun hjálpar-
maður annarra sem fengust við út-
gáfú og komst þannig í snertingu
við þetta svið. Bækur stóðu mér alla
tið nærri — þær voru mér gleðigjafi.
Þau eru orðin liðlega fjörutíu, árin
sem ég hef fengist við bókaútgáfu.
Og útgáfumálin á Islandi hafa geng-
ið með ýmsu móti. Mér er það þann-
ig minnisstætt frá þessari tíð,
hversu margir hafa byrjað, en orðið
síðan frá að hverfa. Og þeir sem
voru fyrirferðarmestir fyrr á árum,
eru nú horfnir eða orðnir fyrirferð-
arlitlir. Bókaútgáfa á íslandi, þ.e. í
þeirri mynd sem við þekkjum hana
nú, á sér í raun ákaflega skamma
sögu. Það var ekki fyrr en í kringum
stríðsárin að hér hófst útgáfa sem
var undanfari þess sem nú er. Ég
hafði ekki neina sérstaka drauma
þegar ég fór af stað með eigin út-
gáfu. Ekki aðra en þá að standa mig.
Svo stækkaði þetta jafnt og þétt. Og
þannig hefur þetta þróast nánast
fram á þennan dag. Núna, þegar tal-
að er um samdrátt í bókaútgáfu, þá
minnist ég þess að það kom heil-
mikill afturkippur í bókaútgáfu upp
úr 1950 og stóð framundir '60, þá
jókst bóksalan aftur. Bókaútgáfa og
sala bóka tók mikinn fjörkipp gegn-
um stríðsgróðann. Allt í einu hafði
fólk efni á að kaupa bækur. Þetta
vaxtartímabil hefur eiginlega staðið
síðan með þessari undantekningu á
sjötta áratugnum."
MARKAÐINUM OFGERT
Valdimar segist þess fullviss að
bækur verði áfram bæði skrifaðar
og lesnar og vill ekki gera of mikið
úr umtöluðum samdrætti í útgáf-
unni. „Mér finnst að útgefendur hafi
verið of tilætlunarsamir við mark-
aðinn. Honum hefur verið ofboðið.
Við erum ekki fleiri en við erum.
Hluti af samdrættinum síðustu ár
stafar einfaldlega af því að það var
gefið út of mikið magn. Og þá sýnir
það sig, að það er ekki titlafjöldinn
sem gerir útgáfufyrirtæki stórt. Ein
bók getur vegið jafnþungt og
hundrað kver. Utgáfan verður að
vera nokkuð breið. Það er mjög erf-
itt að sérhæfa sig í útgáfu hér, það er
að segja ef útgáfan á að vera ein-
hver rekstur. Það er einfaldlega
þannig að sumt gengur vel, annað
ekki. Sumar útgáfubækur eru vel til
þess fallnar að styðja aðrar og gera
þannig eftirsóknarverða útgáfu
mögulega.
Það er víst, að bókin blívur. En
við getum vitanlega ekkert um það
vitað hvernig, eða með hvaða
hætti. Það er ekkert einboðið með
það að bókin standi eins og nú er.
Hagur bókarinnar getur mætavel
þrengst enn. En aðeins tíminn og
reynslan geta gefið svör við slíkum
spurningum og vangaveltum.
Oneitanlega yrði það mikill stuðn-
ingur við bókaútgáfu, ef söluskattur
yrði felldur niður. En stjórnvöld,
eöa þeir sem halda um ríkiskassann
hafa ekki verið viðræðugóðir varð-
andi það mál.“
POPP-SVIPUR Á ÚTGÁFUNNI
Dauði bókarinnar, eða samdrátt-
ur í útgáfu á íslandi virðist raunar
næsta fjarlægur þanki, þegar mað-
ur gengur um ganga Iðunnarhúss-
ins. Forlagshúsið stendur á horni
Öldugötu og Bræðraborgarstígs,
var fyrrum brauðgerð og bakarí
Jóns Símonarsonar og ófáir Reyk-
víkingar minnast þeirrar brauð-
gerðarlyktar sem daglega lagði frá
húsinu. Nú angar húsið af bókum —
og bókmenntum, á veggjum eru
myndir af höfundum sem gefið hafa
út bækur sínar hjá Iðunni og skrif-
stofa Valdimars er þakin bókum. Á
götuhæð hússins er verslun útgáf-
unnar og þar inni sér maður dag-
lega áhugasama bókamenn og
bókakaupendur velja sér eitthvað
til lesturs af fyrri útgáfubókum — á
afarhagstæðu verði, — annað verð-
ur naumast sagt.
„Mér sýnist sannast sagna, að það
séu uppi núna ýmsar tilhneigingar
til að sveigja útgáfuna í neikvæða
átt — að mér finnst. Það er að koma
á hana óþægilegur popp-svipur.
Það er kannski afleiðing af breytt-
um aðstæðum. Við stöndum vissu-
lega á tímamótum og þau getum við
víst ekki metið fyrr en síðar að við
horfum á yfirstandandi tímabil úr
fjarska.
Vissulega hef ég gefið út vin-
sældabækur í miklum mæli, ýmiss
konar skemmtilestur og afþrey-
ingu. Einmitt þess vegna hef ég get-
að gefið út sitthvað annað, ánægj-
unnar vegna. Það eru ritverk sem
mér hefur þá fundist að yrðu að
komast út, væru betur út gefin en
ekki.“
METIÐ SETT FYRSTA ÁRIÐ
„Þegar ég byrjaði með eigin út-
gáfu, þá var fyrir hendi mikill þorsti
í hvers konar lesefni. Ein af þeim
bókum sem ég setti á markað fyrsta
árið, var „Kona manns“ eftir Wil-
helm Moberg. Þessi saga hafði áður
verið birt sem framhaldssaga í dag-
blaði. Ég keypti réttinn og gaf hana
út. Bókin seldist upp á þremur dög-
um. Þetta er sú hraðasta sala sem ég
hef vitað um. Ég gaf bókina út aftur
og hún seldist þá enn upp. Fólk
hafði almennt neitað sér um bækur
á þessum tíma, en svo var farið að
losna um efnahaginn og þá var ekki
að sökum að spyrja — menn fóru og
urðu sér úti um bækur. Á þessum
árum seldust bækur oft upp í mynd-'
arlegum upplögum. Núna gerist
slíkt ekki nema þá á lengri tíma. Ég
minnist ýmissa bóka sem maður
seldi upp á tveimur vikum eða svo
og það áður en hin raunverulega
jólasala hófst. Þannig var t.d. með
,,Á Kon-Tiki yfir Kyrrahaf" eftir Thor
Heyerdahl. Og einnig fyrsta bindið
af „Öldinni okkar“. Upplagstölurn-
ar hækkuðu mjög á þessum tíma, en
hafa svo lækkað aftur. Ég var að
heyra sagt í útvarpsþætti um dag-
inn að bækur eftir Álistair MacLean
hefðu í byrjun selst í fjórtán þúsund
eintökum en væru nú komnar niður
í um fimm þúsund. Báðar þessar töl-
ur eru alrangar og fjarri lagi. Skýr-
ingin á því hvers vegna eintaka-
fjöldinn hefur farið niður á við er
m.a. sú að útgáfumagnið er orðið
svo mikið.“
AÐ RÆKTA RITHÖFUNDA
„Já, það er sjálfsagt ekki vafamál,
að bókaútgefendur hefðu getað
gert meira af því en var fyrr á árum
að rækta rithöfunda. Á það hefur
kannski skort. En það er nú þannig,
að rithöfundar verða ekki búnir til.
Það sem er lífvænlegt meðal höf-
unda kemur fram og sprettur eins
og gróðurinn — sá gróður sem fær
sæmileg skilyrði. Við getum ekki
vænst þess að virkilega góðir rithöf-
undar spretti fram í stórum fylking-
um. Það gerist ekki einu sinni hjá
fjölmennum þjóðum; en við eigum í
raun og veru marga góða höfunda.
Sumir eru að segja að það sé lægð
núna; ég held nú ekki. En það má
vera að sumum höfundum liggi of
mikið á að prenta verk sín — koma
þeim út. Þetta á ekki síst við um
Ijóðin. Það er nefnilega ekki það
sama að birta ljóð sín í skólablaði og
að efna til útgáfu á bók.
Það er rétt — höfundaröðin hér
við forlagsdyrnar mætti að ósekju
styttast, en góð handrit er alltaf
ánægjulegt að fá í hendur og gefa
út. Og ég á von á því að þannig
verði þetta í framtíðinni."
BÓKMENNTIR
Stórfróðleg framsóknarsaga
Þetta er ekki enn ein minningabókin,
skráð af Vilhjálmi upp úr svo og svo miklu
kaffirabbi við sinn gamla leiðtoga, heldur
alvöru-œuisoga,, sarnin af Vilhjálmi eftir
heimildum sem hann velur og vinnur úr.
Hefur hann aðgang að skjölum sem ekki eru
opinber, bæði hjá Framsóknarflokknum og
Eysteini sjálfum, og birtir eftir þeim margt
fróðlegt. Áuk þess kemur fyrir að beint sé
haft eftir Eysteini, en þeirri aðferð er beitt
mjög hóflega, því að Vilhjálmur lætur þær
heimildir gilda sem skráðar voru jafnharð-
an, ef þess er kostur. En þegar hann á annað
borð spyr Eystein, þá eru svörin líka athygl-
isverð, þaulhugsuð, og má mikið vera ef
Eysteinn hefur ekki samið þau skriflega,
a.m.k. hin lengri.
Einna mest eru upprifjanir Eysteins notað-
ar í frásögninni af því þegar Jónas frá Hriflu
hraktist frá forustu í Framsóknarflokknum
(aðall. bls. 53—57). Þarsem endranær er frá-
sögn Eysteins skýr og trúverðug, og Vil-
hjálmur undirbyggir hana eins og vera ber
með því að rekja vitnisburð skjallegra heim-
ilda. Versti „skallinn" á þeirri sögu er sá, að
ekki kemur fram á hvaða stigi málsins eða
fyrir hvaða sakir stöðvuð voru skrif Jónasar
í Tímann, en það var úrslitaatriði í deilunni
eins og Jónas túlkaði hana sjálfur.
Aðrar innanflokksdeilur, sem eru merki-
legar og hér miklu skilmerkilegar lýst en ég
hef séð áður gert, voru átök Eysteins og Her-
manns Jónassonar um þátttöku í ríkisstjórn
Stefáns Jóhanns Stefánssonar 1947, en Ey-
steinn réð því að Framsókn lét til leiðast. Um
þetta er þó fátt eitt haft eftir Eysteini, en af-
staða hans á sínum tíma kemur líka svo
glöggt fram í fundargerðum að upprifjun eft-
ir nærri 40 ár gæti naumast um bætt.
Sumar yfirlýsingar Eysteins eru fremur
lúlkun hans en að þær geymi nýjar upplýs-
ingar. Svo er t.d. um bardagann við Alþingis-
húsið 30. mars 1949 og um inngönguna í
Atlantshafsbandalagið sem samþykkt var
þann dag (bls. 173—176). Líka um stofnun ís-
lenskra aðalverktaka og eignaraðild að
þeim (304—305). Jafnvel um ópólitísk atriði
eins og gildi útivistar (20—22). En allt er
þetta skilmerkilegt og eykur gildi bókar-
innar, hvað á sinn hátt.
Svo bregður Vilhjálmur því fyrir sig að
segja frá af eigin raun, drepa á vinarkynni
sín af Eysteini, nefna eitt og annað úr flokks-
starfinu eins og það horfði við honum sjálf-
um á sínum tíma, en einkanlega er það þó
kosningabaráttan í Suður-Múlasýslu, sem
þeir Eysteinn háðu saman bæði 1949 og ’53,
sem Vilhjálmur rifjar upp sjálfur, og verður
úr því nokkurt bókarkrydd. Þetta eykur líka
fjölbreytni í frásögninni, ásamt ailvænum
þætti í bókarbyrjun um ferðalög og útivist,
öðrum í bókarlok um heimili Eysteins og
einkahagi, og ágætri frásögn af ýmsum mál-
efnum kjördæmisins sem tengd er við kosn-
ingaþáttinn ’49. Annars er bókin auðvitað
að meginefni harðsoðin stjórnmálasaga þar
sem rauðu þræðirnir eru annars vegar af-
staða Framsóknarflokksins til annarra
flokka og hins vegar helstu málefnin sem
Eysteinn fjallaði um sem flokksleiðtogi eða
ráðherra.
Því er ekki að leyna að sumt af þessu er
ekki beinlínis skemmtilestur, og það einna
síst sem segir af ráðherrastörfum Eysteins,
hverju viðfangsefninu af öðru; eða af flokka-
þrætum þegar svo ber við að reipdráttarstíll
blaðanna og Alþingistíðindanna nái að yfir-
gnæfa frásagnarhátt Vilhjálms sjálfs, sem
annars er einkar lipur og geðfelldur. Að setja
saman svona sögu, heilan doðrant (talsvert
yfir 300 síður) hlaðinn af fróðleik þar sem
koma þarf fjölvíða við, gera skil umdeildum
málum og viðkvæmum og setja sig inn í rök-
ræður ótal andstæðra viðhorfa, það er eng-
inn leikur, en Vilhjálmur sannar sig þar
býsna liðtækan, bæði sem rithöfund og
sögukönnuð. Þó tekst honum öllu betur upp
í fyrri hluta bókarinnar.
Vilhjálmur slær að vísu þann varnagla við
sagnfræði sinni að það sé „ekki reynt að
segja söguna .. . í heild" (bls. 58, auðkennt
þar). Heldur segir hann söguna frá sjónarhóli
Eysteins, og þá Framsóknarflokksins yfir-
leitt. Vitnar jafnan í ræður og greinar Ey-
steins til að gera orð hans að sínum, en í and-
stæðinga hans til þess að láta vitnisburð
þeirra staðfesta sjónarmið Eysteins eða til að
leyfa Eysteini að hnekkja málflutningi
þeirra. Með þessa frásagnaraðferð sé ég ekki
betur en Vilhjálmur fari vel og heiðarlega
svo langt sem hún nær. Hún nær kannski
ekkert gríðarlega langt, en svo mikið af okk-
eftir Helga Skúla Kjartansson
ar sagnaritun er nú einu sinni með þessu
marki brennt, og það er sannarlega kær-
komin viðbót að fá söguna frá sjónarmiði
Eysteins Jónssonar, svo myndarlega ritaða
sem hér er gert.
Hér er naumast vettvangur til að gera at-
hugasemdir við túlkun einstakra atriða, en
tvö freistast ég þó til að nefna. Annað eru
forsetakosningarnar 1952, þar sem Eysteinn
studdi dr. Bjarna Jónsson gegn Ásgeiri Ás-
geirssyni, af því að Eysteinn vildi þá eins og
síðar ópólitískan frambjóðanda, ekki þing-
mann og fyrrverandi ráðherra eins og Ás-
geir var. Það er eins og hvorki Eysteinn né
Vilhjálmur hugsi út í það, að ópólitíska hliðin
á framboði sr. Bjarna var fyrirfram eyðilögð
með því að það voru stjórnarflokkarnir sem
sömdu um að styðja hann og nánast stilltu
honum upp.
Hitt atriðið er hið rótgróna viðhorf Fram-
sóknar- og Sjálfstæðisflokks að líta hvor á
annan sem sína höfuðandstæðinga; það
kemur fjölvíða við sögu í bókinni og er fróð-
lega útskýrt af Eysteini og Vilhjálmi (sjá
einkum bls. 306—311). En hér er því við að
bæta, að flestir þingmenn Framsóknar-
flokksins til 1959 komu úr kjördæmum þar
sem samkeppnin var öll við Sjálfstæðisflokk-
inn, og sama gilti um fjöldann allan af for-
vígismönnum Framsóknar á sviði sveitar-
stjórna, búnaðarsamtaka o.s.frv. Þetta hygg
ég sé hluti af skýringunni, en hafi svo breyst
með vaxandi þéttbýlisfylgi Framsóknar og
með breyttri kjördæmaskipan.
16 HELGARPÓSTURINN