Helgarpósturinn - 17.01.1985, Síða 6

Helgarpósturinn - 17.01.1985, Síða 6
INNLEND YFIRSYN eftir Hallgrím Thorsteinsson Það er sjaldan tíðindalaust á íslenska myndbandamarkaðinum. Verslun með myndbönd er ung atvinnugrein hér á landi og sem slík hefur hún þurft að þola marg- háttaða vaxtaverki og þá oft i ríkari mæli en eðlilegt gæti talist. Ein skýringin á sífelldum erjum á þessum markaði gæti verið sú, að snemma bárust út sögur um stórkostleg uppgrip á þessu sviði verslunar og viðskipta. Þetta gæti hafa leitt til þess að ævintýramenn með háar hug- myndir, en lítt undirbyggðar, hafi í ríkari mæli en ella lagt þessi viðskipti fyrir sig, en heiðvirðari kaupsýslumenn haldið sig frá þeim. Hvað sem því líður fékk videóbrans- inn fljótt á sig braskarastimpil, sem hann hefur hingað til ekki getað þvegið að fullu af sér. Frétt DV í gær þess efnis að rúðubrot í myndbandaleigum Skífunnar hf. í Reykjavík kynnu að hafa verið þáttur í hagsmunastríði á þessum markaði hefur vakið athygli. Aðilar innan Samtaka rétthafa myndbanda á Islandi segjast hafa ástæðu til að ætla, að mennirnir á bakvið rúðubrotin séu þeir sömu og sam- tökin hafa margoft staðið að ólöglegum út- leigum á myndböndum, leigu á efni, sem þeir hafa ekki rétt á að leigja. Ef ásakanir Jóns Ólafssonar, eiganda Skífunnar og Frið- berts Pálssonar, formanns samtakanna og forstjóra Háskólabíós, eiga við rök að styðj- ast hafa þau sálrænu átök, sem átt hafa sér stað á þessum markaði, nú breyst í hryðju- verkastarfsemi. „Ég get ekki áttað mig á neinni ástæðu fyr- ir þessum árásum og hvers vegna þær virð- ast beinast að mér persónulega. Ég þori vart að hugsa þá hugsun til enda hvað hefði gerst ef þessir menn hefðu ákveöið að láta til skarar skríða á heimili mínu,“ segir Jón Ólafsson í samtali við Helgarpóstinn. ,,Ég á konu og tvö börn. Ég er dolfallinn yfir þessu, og ég veit satt að segja ekki hvert íslenska þjóðfélagið er að snúast ef menn eru farnir að grípa til svona hryðjuverka. Það var ekki fyrr en Friðbert Pálsson benti mér á það, að ég tengdi rúðu- Síðustu atburðir í stríðinu á myndbanda- markaðinum bera keim af hasarmyndunum seni eru svo vinsælar á leigunum. Myndbandahasar brotin við þá staðreynd að ég gekk nýlega í stjórn Samtaka rétthafa á myndböndum. Ég hef nýlega keypt íslensku réttindin á mynd- böndum frá Columbia. Samtökin hafa síður en svo verið ögrandi gagnvart myndbanda- leigunum í framgöngu sinni. Þau hafa ekki truflað starfsemi leiganna, einungis bent á ólögleg myndbönd og boðið sættir í þeim málum sem ástæða hefur þótt til að hafa af- skipti af.“ Friðbert Pálsson segir í DV, að þeir sem hafi gengið fram í þessum málum fyrir hönd samtakanna hafi fengið hótanir, þar á meðal hafi sér og fjölskyldu sinni verið hótað skakkaföllum. Hann segir, að leigan, sem for- maður Samtaka íslenskra myndbandaleiga reki, hafi Iýst því yfir að sín biði trékylfa ef hann léti sjá sig á staðnum. „Honum hefur ekki verið hótað neinni tré- kylfu,“ segir lngimundur Jónsson, sá sem þessi ásökun Friðberts hittir. „Ég sagðist hins vegar fyrir nokkuð löngu ætla að fleygja honum héðan út, ef hann væri með dóna- skap.“ Ingimundur segir, að Samtök rétthafa gangi nú ekki jafn hart fram og áður. „Ég veit ekki hvers vegna verið er að reyna að klína þessum rúðubrotum á mig, eða samtök myndbandaleiganna. Hitt er annað mál að Jón Ólafsson er orðinn óvinsæll meðal margra eigenda myndbandaleiga, þó að ég hafi ekkert undan honum að kvarta. Það er auðvitað hugsanlegt að einhver eigandi myndbandaleigu hafi staðið fyrir þessum árásum. Það getur verið hver sem er. Þú ferð bara og kaupir einhvern mann til að brjóta rúður, það er ekki flóknara mál. En ef menn vilja valda þessum mönnum skaða, þá er svona lagað gjörsamlega tilgangslaus að- gerð. Ef menn vilja valda skaða væri miklu nær t.d. að setja þá í viðskiptabann, hætta að kaupa af þeim,“ segir Ingimundur. Hann segir að Skífan, Fálkinn, Laugarás- bíó og Háskólabíó séu einu rétthafarnir sem vilji ganga fram af einhverri hörku gegn ólöglegum myndböndum. „Stór hluti sam- taka þeirra tekur aðra afstöðu: Þessir menn vilja ekki að ráðist sé gegn leigunum vegna þess að þá missa þær fjárhagslega getu til að kaupa af þeim efni.“ Ingimundur segir að fjölmargar leigur berjist nú í bökkum. „Mjög margar þeirra eru á hausnum og skuldirnar hjá sumum þeirra eru gígantískar." „í mínum huga eru þessi hryðjuverk núna bein afleiðing af sinnuleysi löreglunnar gagnvart lögbrotunum sem hafa tíðkast hjá myndbandaleigunum. Það virðist ekki vera fyrir hendi vilji hjá ríkissaksóknara né lög- reglu til að framfylgja nýsettum lögum. Þau tóku gildi í fyrravetur en það er fyrst núna sem yfirvöld eru að taka við sér.“ Jón segir að erlendis, t.d. í Bretlandi, sé mun harkalegar tekið á höfundarréttarbrotum af því tagi sem hér séu enn stunduð, svo sem ólögleg kópíer- íng. Hann segir að það fé sem komi inn fyrir sektir í Bretlandi, nægi t.d. til að halda uppi þeirri deild Scotland Yard sem sjái um rann- sóknir þessara brota. „Ég skrifa ástandið í þessum málum hér fyrst og fremst á reikning saksóknara. Það er hans að sjá til þess að þeir sem brjóta lögin séu sóttir til saka,“ segir Jón Ólafsson. „Ég mótmæli öllum ásökunum um þetta efni,“ segir Þórður Björnsson ríkissaksóknari við HP. „Nýlega gerði rannsóknarlögreglan rassíu í nokkrum myndbandaleigum á höf- uðborgarsvæðinu og gerði fjölda ólöglegra myndbanda upptækan. Opinber ákæra hef- ur samt aðeins verið gefin út á hendur einni myndbandaleigu, Videóheiminum við Tryggvagötu." Stríðið á myndbandamarkaðinum virðist enn í algleymingi. Síðustu atburðir bera ískyggilegan keim af hasarmyndunum sem eru hvað vinsælastar á leigunum. Ráðning á gátu reykinganna í sjónmáli ERLEND YFIRSYN Rúmum þrem áratugum eftir að fyrst var sýnt með óyggjandi hætti fram á óhollustuna sem fylgir sígarettureykingum, eru læknavísindin komin á rekspöl að leiða í Ijós, hvers vegna barátta gegn reykingum ber svo lítinn árangur sem raun ber vitni. Rannsóknir sálfræðinga og lyfjafræðinga á áhrifum nikótíns birta mönnum, að tóbakið lætur neytendum í té eitthvert virkasta efni sem menn þekkja til að stjórna geðbrigðum sínum, kalla fram vellíðan og auðvelda viðfangsefni daglegs lífs. Og tóbakið sér neytanda fyrir nikótíni í þannig skömmtum, að hverjum og einum er tiltölulega auðvelt að laga notkun þess að skapferli sínu og einstaklingsbundnum þörfum. Til skamms tíma var litið svo á af hálfu meðferðarstétta, að örðugasti hjailinn við að venja fólk af reykingum væri að komast yfir tímabilið sem fráhvarfseinkenni standa. Líkaminn er orðinn vanur sínum skammti af níkótíni, og vefirnir verða fyrir óþægindum þegar efnið berst þeim ekki lengur. En þessi kenning var frá öndverðu á veikum stoðum reist. Ekki er vafi á að hverjum og einum nægir nikótínið sem fæst við að reykja tíu sígarettur á dag til að halda uppi stöðugu nikótínstigi í líkamsvefjunum. Allt sem þar er fram yfir fer til að fullnægja því hlutverki sem reykingamaðurinn hefur veitt tóbakinu í viðbrögðum við margskonar áreitum. Og það er ekki smátt. I desemberhefti bandaríska læknavís- indatímaritsins Neuroscience and Biobe- havioral Reviews dregur dr. Ovide Pomerleau saman niðurstöður og vísbend- ingar úr nýjustu rannsóknum á sambandi tóbaksneyslu og mannlegra hegðunar- mynstra. Dr. Pomerleau starfar við lækna- deild Connecticutháskóla í Newington og við læknisfræðistofnun í sömu borg, sem rekin er af ríkisstofnun þeirri sem af hálfu Bandaríkjastjórnar fer með málefni uppgjafa hermanna. Sú nýja vitneskja sem nú er að koma í Ijós gefur til kynna, að nikótín hefur einstæða eiginleika, sem gera það tilvalið lyf til að létta undir að bregðast við margskonar uppákomum daglegs lífs. Tóbaksfíkn virðist jafn þrálát og raun ber vitni fyrst og fremst vegna þess, hversu margbrotin og þægilegi áhrif nikótín hefur á starfsemi heila og taugakerfis og hversu reykingamanninum er tóbakið handhægt að grípa til við margvíslegar aðstæður. Nikótínið getur breytt því magni sem myndast í heilanum af efnum sem eiga þátt í að framkalla kenndir sjálfsánægju og vellíðunar. Þar á ofan eru að safnast fyrir rannsóknaniðurstöður, sem benda til að tóbaksreykingar auðveldi störf, örvi minni, eyði kvíða, slævi svengd og geri sársauka bæriiegri. Nikótínið hefur það fram yfir önnur sjálfskömmtuð geðhrifalyf, eins og áfengi og hass, að áhrif þess eru skammæ og valda engum truflunum á samskiptum neytanda við annað fólk. Nikótínið hefur áhrif á myndun, losun og magn boðefna í heila, sem hafa grundvall- aráhrif á geðhrif og hegðun. Rannsóknar- menn telja sig hafa komist að raun um, að efnið örvi ánægjumiðstöðvar í heilanum og vinni þar með endorfínum, sem kölluð hafa verið morfínefni líkamans sjálfs. „Nikótín smellur í lás við máttug líf- fræðiferli," segir dr. Pomerleau. „Óskyn- samlegt er að vanmeta mátt þess fyrir þá eina sök, að það hefur ekki í för með sér áberandi vímu.“ Reykingafólk færir einna oftast fram þá ástæðu fyrir reykingum, að þær auðveldi því að leysa af hendi vandasöm störf sem krefjast árvekni, örvi hugsun og stuðli að einbeitingu. Rannsóknir benda nú til að þessi skoðun eigi við rök að styðjast. Rök hníga að því að nikótín eigi þátt í að skerpa langtímaminni. Óljóst er enn, hversu það má verða, en heilaefnin sem við sögu koma eru nú ákaft rannsökuð. Rannsóknir, bæði á mönnum og dýrum, hafa sýnt að nikótín hefur róandi áhrif og slævir kvíða. Verið er að skilgreina hverjar taugabrautir þar eiga í hlut. Sömuleiðis liggur fyrir að nikótín eykur sársaukaþol, bæði hjá mönnum og skepnum. Sömuleiðis dregur það úr matarlöngun, sérstaklega fíkn í sætindi. Ofan á þessi víðtæku áhrif bætist, að nikótín frá reykingum berst þannig til heil- ans, að hver reykingamaður getur beitt því markvisst til að kalla fram þau áhrif sem hann kýs. Aður en sjö sekúndur eru liðnar frá því að reykingamaður andar að sér tób- aksreyk, er fjórðungur nikótínsins úr reyknum kominn til heilans. Og áhrifin fara eftir því, hvernig reykt er. Stutt, snögg sog — eftir Magnús Torfa Ólafsson litlir nikótínskammtar — reynast örva heilastarfsemi og hegðun. Löng reyksog — stórir skammtar — hafa róandi áhrif. Hver persónugerð getur því notað reykingar til að efla það hegðunarmynstur sem henni er eiginlegt. I áróðri gegn reykingum hefur enginn tekið dýpra í árinni en dr. Richard Pollin, yfirmaður þeirrar stofnunar Bandaríkja- stjórnar sem fæst við lyfjamisnotkun. í yf- irlýsingu snemma í vetur hélt dr. Pollin því fram, að tóbak væri langtum meira heil- brigðisvandamál í Bandaríkjunum en heró- ín, og staðhæfði að á ári hverju ættu tób- aksreykingar þátt í fráfalli 350.000 Bandaríkjamanna fyrir aldur fram. „Engu að síður," segir dr. Pollin, „veit næstum hver einasti læknir af starfsbræðr- um, jafnvel brjóstholsskurðlæknum, sem eru svo háðir sígarettunni að þeim er um megn að hætta reykingum." Rannsóknirnar sem dr. Pomerleau gerir grein fyrir, skýra hve illa gengur að vinna bug á reykingum. Menn eru nú fyrst að komast að raun um í hverju þær eru í raun og veru fólgnar. Loks hafa ákafamenn í hópi meðferðarstétta seilst um hurð til lokunnar í viðleitni að móta hegðun manna. Óhollustan sem reykingum fylgir stafar ekki af nikótíninnihaldi tóbaksins, heldur aðallega af bruna trénis og sér í lagi pappírs í sígarettum við mjög hátt hitastig. Rannsóknir á pípureykingum og vindlareykingum sér í lagi hafa leitt til þeirrar niðurstöðu, að þegar um brjóstholssjúkdóma er að ræða, til dæmis lungnakrabba, er munurinn á pípu- og vindlareykingamönnum annars vegar og þeim sem ekki reykja hins vegar ekki stór- felldur, og í sumum úrtökum naumast marktækur. Því má leiða rök að því, að árangursríkara hefði verið í heilsufarstilliti að verja fyrirhöfn og fjármunum til að hvetja reykingafólk til að skipta frá sígarettum yfir í pípu eða vindla, en að berjast gegn allri tóbaksnautn án sundurgreiningar eftir hættustigi. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.