Helgarpósturinn - 21.02.1985, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 21.02.1985, Blaðsíða 13
um (krónískum), læknaðist á öðrum degi. Héðan fóru þeir glaðir og ánægðir... V ið Fjölbrautaskólann í Breiðholti hefur tekið við kennslu í félagsfræði kona að nafni Elín Torfadóttir. Gallinn við ráðningu hennar er hins vegar því miður sá, að Elín hefur enga menntun í félags- fræði. Hún er fóstra og hefur veitt barnaheimili forstöðu. Þá hefur hún stúdentspróf úr öldungadeild og hefur setið nokkra tíma í félagsfræði við Háskóia íslands. Hún hefur ekk- ert próf tekið í greininni. En nú hef- ur forstöðukonan fyrrverandi tekið að sér að kenna nemendum á menntaskólastigi fræðigrein sem hún á ólærða. Forsaga þessa máls er sú, að kenn- arinn sem áður kenndi greinina hef- ur verið ráðinn sveitarstjóri. Um miðjan desember sl. sagði þessi kennari upp störfum munnlega og skriflega nokkru síðar. Hann lagði áherslu á, að hann þyrfti að komast sem fyrst frá en sagði jafnframt að hann færi ekki fyrr en hæfur kenn- ari væri fundinn. Þennan kennara fann hann. Það var Kristín Ólafsdóttir með MA- próf í faginu. Þá kom allt í einu í ljós, að búið var að ráða Elínu í hálft starfið og það án auglýsingar. Krist- ín hafnaði starfinu þar sem það var ekki fullt starf. Þegar spurt var hvers vegna starfið hefði ekki verið aug- lýst, var sagt að þá kæmu svo marg- ir að spyrjast fyrir um það. Fáir kunna skýringu á því hvers vegna vanhæf kona var ráðin í stað þess að fá menntaða manneskju í faginu. Þó hefur þessari skýringu verið fleygt: Að Guðmundur Sveinsson skólameistari í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti teldi óvitlaust að ráða eiginkonu Guð- mundar jaka Guðmundssonar vegna þess að Gvendur jaki væri svo góður vinur Alberts fjármála- ráðherra og reddara... ft flytja blöðin fréttir af klofningi eða hugsanlegum klofn- ingi í stjórnmálaflokkum. Núna heyrum við hins vegar, að kominn sé upp alvarlegur klofningur í Fíla- delfíusöfnuðinum í Vestmannaeyj- um vegna afstöðu forráðamanna safnaðarins til stúlku, sem lenti í klónum á kynferðislega brengluð- um manni. Stúlkan hefur lýst því yf- ir, að hún sé í Fíladelfíusöfnuðinum, en forráðamenn hans hafa afneitað henni, enda þótt foreldrar hennar séu í söfnuðinum. Geysilegur hiti hefur hlaupið í Fíladelfíuna í Eyjum vegna þessa... O g hér lumum við á einni já- kvæðri frétt og kannski tími til kom- inn, gætu sumir sagt. Á döguhum komu hingað til lands tveir útlend- ingar í viðskiptaerindum og tóku skýrt fram við gestgjafa sinn hér, að þeir yrðu að fara af Iandi eftir tvo daga. Meiri tíma hefðu þeir ekki. Gestgjafinn, sem var enginn annar en Guðlaugur Bergmann í Karna- bæ, ók með mennina út fyrir bæinn, að Gullfossi og Geysi og víðar, og urðu þeir svo heiliaðir af náttúru- fegurðinni og yfirleitt allri verunni hér, að þeir framlengdu dvöl sína um fjóra daga. Ein af athugasemd- um þeirra var sú, að þeir skildu ekkert í því hvernig fóik gæti verið „stressað" á íslandi. En skýrasti votturinn um huggu- legheitin og heilnæmi verunnar á íslandi var sá, að annar mannanna, sem þjáðist af eilífum mígreniköst- Góðar stundir með MS sam- lokum -hvar og hvenær sem er. I Mjólkursamsalan Sól Saloon Sólbaðstofan Laugavegi 99 Sími 22580 Harnandeo og ekla gufubað. Laugavegi 52 Sími 24610 Slendertone grenningar- ¦og vbðvaþjálfunarttki. b'rábsrl rid staðbundmm fitu og vöðvabólgu. BÁÐAR BJÖÐA BREIÐA, NÝJA BEKKI Ma professtonel og UWí. studioline Dömur og herrar, vcrið vclkomin. I Aður GERUM GOEJAN FISk\8J| BESTAT \ Vandvirkni sjómanna og starfsfólks í frystihúsum hefur skapað íslenskum fiski heimsfrægð fyrir gæði en við megum aldrei slaka á. Stöðug vandvirkni í snyrtingu og pökkun, hreinlæti og réttur klæðnaður gera gæfumuninn. Gleymum ekki sotthreinsun á hönduraog hönskum. Rétt höfuðfat getur komið í veg fyrir slæm óhöpp. Aðskotahlutir í fiski fella hann í gæðamati. Skilum íslenska fiskinum til neytandans sem þeim besta. Sjávanftvegsráðuneytið Kynningaœtörf fytfbættum fefcgséðum SKOVAL Úrval VIÐ ÓDINSTORG af kvenskóm Spariskór — götuskór — leðurstígvél Svo erum við líka með útsölu á mörgum gerðum af skóm. SKOVAL VIÐ ÓÐINSTORG OÐINSGOTU 7, SIMI 14955 SKÓVERSLUN FJÖLSKYLDUNNAR HELGARPÓSTURINN 13

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.