Helgarpósturinn - 21.02.1985, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 21.02.1985, Blaðsíða 24
bæ við auglýsingaherferð ríkisins, sem Auglýsingaþjónustan hefur stjórnað og hannað með góðum ár- angri. Þar er athyglinni beint að skattsvikum og fólk hvatt til þess að gera sitt til þess að koma í veg fyrir þau. Helgarpósturinn hefur fyrir því tryggar heimildir, að höfundur aug- lýsingarinnar sé Ólafur Stephen- sen, framkvæmdastjóri Auglýsinga- stofu Ólafs Stephensens. Raunar er allt meginmál auglýsingarinnar birt orðrétt úr erindi, sem Olafur flutti í útvarpi á mánudag undir dagskrár- liðnuni „Um daginn og veginn". Að- eins einni setningu hefur verið bætt við. Þá eru jafnframt uppi kenningar um að aðstandendur auglýsingar- innar séu „frjálshyggjustrákarnir" í Sjálfstæðisflokknum, sem þola Al- bert fjármálaráðherra illa, eða hluti af gamla VL-hópnum. Sú spurning vaknar óneitanlega hvort rekja megi aðstandendur auglýsingar- innar inn í innsta kjarna Sjálfstæðis- flokksins, því hún er í nákvæmlega sama anda og skrif Morgunblaðsins um þessa auglýsingaherferð. A Auglýsingaþjónustunni urðu menn að sjálfsögðu hoppandi illir vegna birtingar auglýsingarinnar og telja Ólaf Stephensen hafa gerst brotlegan við siðareglur SÍA, sam- taka auglýsingastofa. Ólafur er for- maður samtakanna. Nú íhugar Aug- lýsingaþjónustan að kæra Ólaf fyrir siðanefnd SÍA vegna vísvitandi fals- ana í þessari auglýsingu og að reyna þannig að villa um fyrir lesendum. En hvað svo sem líður brölti and- stæðinga þess, að skattsvik verði upprætt, mun Albert Guðmunds- son vera harðákveðinn í því að halda áfram þessari auglýsingaher- ferð. Birting á svona auglýsingu kostar u.þ.b. 30 þúsund krónur. Hver borg- ar vitum við ekki... lú hefur frumsýningardag- ur Stuðmannamyndarinnar Hvítir mávar verið negldur niður, semsé föstudagurinn 15. mars á Seyðis- firði, en daginn eftir verður svo reykvísk frumsýning í Háskólabíói. Löngu er búið að ganga frá klipp- ingu myndarinnar en nú er unnið hörðum höndum við eftirvinnslu, einkum „greating", sem er geysi- lega f lókið mál: Að setja saman í eitt mynd, leikhljóð og músík. Þessari eftirvinnslu seinkaði reyndar nokk- uð þar sem sænskir tæknimenn leystu breska af hólmi fyrir nokkru og Svíarnir eru víst svona 9-5 menn. Aftur á móti varð Bretunum ekki skotaskuld úr því að leggja nótt við dag... I Morgunblaðinu í gær, miðviku- dag, birtist vægast sagt ákaflega einkennileg heilsíðuauglýsing frá „nokkrum skattborgurum", þar sem stendur feitletrað yfir síðuna: „Hið opinbera hefur líkt skattgreiðend- um við innbrotsþjófa — Almenning- ur getur ekki annað en svarað því á viðeigandi hátt." Auglýsing þessi er andsvar einhverra huldumanna úti í barnamatur gæðanna vegna Fimmtíu ára reynsla ög 70% markaðshlutfall í USA segir meira en mörg orð um Qerber barnamat- inn. Venjuleg fæða er of bragðmikil eða skortir næringarefni, sem ungbörn þurfa á að halda til að dafna og þroskast eðlilega. Eftir áratuga rannsóknir færustu sérfræðinga hefur Qerber tekist að framleiða, úr bestu hráefn- um, mikið úrval af auðmeltaniegum og bragð- góðum barnamat, með réttum næringar- efnahlutföllum. Qerber gæðanna vegna það geta 30 milljón mæður staðfest. Einkaumboð sími 82700 **mjm ABOT Á VEXTI GULLS ÍGILDI I STAÐ BINDINGAR I SKULDABREFUM EÐA Á BUNDNUM INNLÁNSREIKNINGUM, GETUM VIÐ BOÐIÐ: Fulla verðtryggingu auk vaxta. w Frjálsa úttekt oí reikningi hvenœr sem er, án þess að áunnir vextir skerðist. Fulla vexti strax írá íyrsta mánuði eítir úttekt - enga bið eítir stighœkkandi vöxtum. ÞAÐ ER ÞETTA SEM VIÐ KOLLUM SKINANDI AVOXTUN, ÖÐRU NAFNI: INNLÁNSREIKNING MEÐ ÁBÓT. ATHUGIÐ AÐ BINDING FJÁR, - Á EINN EÐA ANNAN HÁTT, GETUR REYNST SKAÐLEG Á TÍMUM TÍÐRA VAXTABREYTINGA. SPYRDU UTVEGSBANKINN TTIR RÁÐGJAFANUM. HONUM MÁTTUTREYSIA. 24 HELGARPOSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.