Helgarpósturinn - 21.02.1985, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 21.02.1985, Blaðsíða 14
eftir Jóhönnu Sveinsdóttur mynd Jim Smart Ég kynntist Þorvaldi Kristinssyni á fyrstu háskólaárum okkar fyrir rúmum áratug. Skoðanir hans á bókmenntum og pólitík voru einatt sjálfstæðar og skýrar. Hann átti auðvelt með að sannfæra aðra á sinn mælska en yfirlætislausa hátt. Ég mat hann mikils en dauðöfundaði um leið. . . Eníkyrrlátumaugumhansvareinsogtoguðustáviðkvæmniog harka, bar leyndist eitthvað sem gaf huqboð um vængstífingu, sorg. Svo skildu leiðir okkar Þorvalds um nokkurra ára skeíð. Þegar ég hitti hann aftur var hann nýkominn heim fró Kaupmannahöfn — úr felum — bar höfuðið hátt og horfði hiklaust framan í heiminn. Hann minnti mig á félka nýfloginn úr hreiðrinu: Stoltur, fallegur, ögrandi. Jafn hiklaust veitti hann mér þetta opnuviðtal þegar ég hringdi í hann í prentsmiðjuna Odda þar sem hann var önnum kafinn að leiðbeina um umbrot og hagræddi vinnu sinni þannig að við gætum spjallað saman heima hjá honum einn eftirmiðdag í síðustu viku. Jim var búinn að ákveða að taka af honum portrettmynd breytti borðstofunni umsvifalaust í stúdíó. „I guðanna bænum, Jim, á ég að vera njörvað- ur í þessari stellingu í allan dag?" stundi Þorvald- ur eftir að hafa leikið samanbitna fyrirsætu í kortér. „Finito, capito! Búinn að taka tvær filmur, djöfull er ég orðinn sveittur. Bless!" segir Jim og er horfinn og viðtalið getur hafist. . Ég bið Þorvald, sem starfar við bókaútgáfu, að segja frá erli síðustu daga sem ég þykist vita að séu nokkuð dæmigerðir fyrir líf hans. „Það er rétt, bókaútgáfa er afskaplega eril- samt en fjölbreytt starf. Þessa dagana hef ég unnið 12 tíma á dag við að aðstoða við umbrot á kennslubók sem er að koma út. Það er Frá- sagnarlist fyrri alda eftir Heimi Pálsson, mjög spennandi verkefni. Þarna koma margir við sögu, höfundur, teiknari, listfræðingur, sem vel- ur myndir, auk allra tæknimannanna. Þessi sam- hæfing ólíkra krafta, sem einkennír bókaútgáfu, er nokkuð sem almenningur hugleiðir sjaldan. Og þetta er einmitt það sem gerir hana spenn- andi. Að loknum vinnudegi tek ég svo til hendinni í Samtökunum 78 í félagi við aðra. Við vorum nefnilega að opna nýja félagsmiðstöð og skrif- stofu um síðustu helgi. Kannski líður mér aldrei betur en þegar vinnan steypist svona yfir mig eins og holskefla — þó með því fororði að ég geti tekið mér frí í góðu tómi." Nú er komið að mér að svitna því að Þorvald- ur talar hratt og fumlaust. Svo ég rýk í símann og sendi eftir segulbandi. — Semsé: Þú ertsokkinn íþetta dœmigerda ís- lenska braubstrit? Þorvaldur brosir. „Sumir myndu segja það. A.m.k. eru þetta viðbrigði frá skólaárunum. Ég var meira eða minna í háskólanámi í áratug og það er mönnum dýrmætur tími til að hugsa sinn gang í lífinu ef þeir á annað borð nenna því. Nokkuð sem reynist okkur erfitt í miðju brauð- stritinu. Á þeim árum eignaðist ég fjölbreytta lífsreynslu sem ég moða úr í dag. Sá söfnuður sem ber að dyrum Forlagsins er býsna marglitur og þá kemur sér vel að hafa bærilega mann- þekkingu. Kynni mín af ólíku fólki koma sér líka vel í starfi mínu með hommum og lesbíum. Samtökin 78 eru sundurleitur hópur á öllum aldri og af öll- um stéttum. Það eina sem sameinar okkur er ákveðin tilfinningaleg reynsla og sömu kynni af viðbrögðum samfélagsins við okkur. Þetta er spennandi samstarf en fjandi erfitt." Uppgjör og vitunoarvakning — Hvernig getur þú lýst fyrir mér kjarnanum í lífí þínu sem hommi? „Sem sögu uppgjörs og vitundarvakningar, Þegar ég lít um öxl finnst mér merkilegt að ég skyldi komast að því hver ég var. Ég tók út þroska minn á Akureyri á 7. áratugnum og hvað fyrirmyndir í ástum snerti þá átti ég ekkert val. Hommastimpillinn var fúkyrði og þótt ég sneri mér við á götu eftir fallegum strákum þá neitaði ég að hugleiða hvað þar væri á ferðinni. Eftir stúdentspróf hélt ég til Bandaríkjanna og var eitt ár í námi við Brandeis-háskóla. Þetta var einn af suðupottum stúdentaóeirða á þeim ár- um, Víetnamstríðið var í algleymingi og þarna stóð ég eins og þorskur á þurru landi án þess að hafa nokkurn tíma tekið afstöðu til eins eða neins. Þetta var á fyrstu árum nýju hommahreyf- ingarinnar og ég man að eitt sinn gekk ég fram á hóp homma og lesbía í mótmælastöðu í Bost- on. Eg stífnaði af hræðslu en hugurinn leitaði stöðugt í þessa minningu lengi á eftir, í þessi stoltu andlit. Síðan tóku við námsár hér heima í íslensku og bókmenntafræði. Þá kynntist ég konunni sem ég átti eftir að búa með í 6 ár. Ég minnist þessara ára með þakklæti, ég ól upp barn og lærði að taka afstöðu til lífsins. Og í jafnvægi fjölskyldu- lífsins tókst mér að bægja fráNmér stöku grun- semdum um hrifningu mína af karlmönnum. Svo veiktist ég alvarlega þegar ég var hálfþrí- tugur. í heilan vetur leit út fyrir að ég ætti eftir að verða blindur. Ég, menntamaðurinn, átti þ&b á hættu að geta aldrei framar lesið á bók. I ör- væntingunni komu allar mínar bældu og kaót- ísku tilfinningar upp á yfirborðíð. Og ég tók býsna meðvitaða ákvörðun um að reyna að kynnast sjálfum mér betur. Svo leiddi eitt af öðru og brátt þurfti ég ekki vitnanna við — nú vissi ég hver ég var. Konan mín, sem er óvenju klók og lífsreynd, skildi fljótt hve mér var mikið niðri fyrir í þessu uppgjöri og við slitum sambúðinni, þá búsett í Kaupmannahöfn. En þessum tíma fylgdi mikið rótleysi. Það er ekkert grín að ganga í fyrsta sinn inn í „súbbinn", súbkúltúr hommanna sem er flestum öðrum ósýnilegur. Sá heimur er oft sterkur og fullur af lífskrafti en líka skilgetið af- kvæmi kúgunarinnar og feluleiksins og birtist skýrast í sjálfsfyrirlitningu strákanna." Þegar hér er komið sögu ber segulbandið að dyrum mér til hugarléttis þar sem ég sit í keng með skrifkrampa og spýti bleki í allar áttir. „Nú er ég farinn að taka af þér völdin svo um munar," segir Þorvaldur hlæjandi og grípur upp segul- bandið. — Þetta hefur semsé veriö feiknar erfitt... „Já, en þá kom fortíðin mér til hjálpar. Ég tók út pólitískan þroska á blómaárum grasrótar- hreyfinganna og í sambúðinni hafði ég orðið að taka afstöðu til kvenréttinda og jafnréttisum- ræðunnar. Svo ég rataði fljótlega í hóp þeirra homma sem höfðu áhuga á kynferðispólitíkinni. Áður en ég vissi af var ég farinn að ferðast með dönskum hommum og lesbíum í skóla og sitja fyrir svörum um stöðu okkar í lífinu. Á þessum vettvangi sá ég líka valkost við einmanaleikann sem fylgir lífinu á skemmtistöðunum. En alltaf lá í loftinu að ég myndi snúa heim til íslands. Menntun mín miðaðist við íslenskar að- stæður, hér langaði mig til að starfa. Um leið vissi ég að ég gæti ekki lifað eðlilegu líf i á íslandi í felum sem hommi, með því að láta tilfinning- arnar liggja milli hluta. Versti óvinur homma og lesbía held ég sé þögnin sem umvefur einkalíf okkar. Allar manneskjur hafa þörf til að tala um tilfinningar sínar. Þú ræðir við fólk um dóttur þína og elskhuga vegna þess að í þessi samskipti sækir þú eðlilega næringu til að lifa og starfa í samfélagi við aðra. Þetta gera allir án þess að gera sér mikla grein fyrir því en hommar og lesbíur í felum neita sér um það og láta eins og þau haf i ekkert einkalíf. Þetta hefur óttaleg áhrif á fólk, því þegar við sættum okkur við ósýnileik- ann og þögnina förum við að haga okkur eins og við eigum ekki neinn rétt á ástalífi og glötum hæfileikanum til að mynda tilfinningasambönd. Ég hafði það á hreinu að svona vildi ég ekki lifa, ég vildi gera ástalíf mitt að sjálfsögðum hluta í lífi mínu eins og annað fólk. En það þarf nú meira en að segja það. Þótt ég ætti mér stuðn- ing foreldra minna og vina þá rak ég mig fljótt á veggi hér heima. Mér er t.d. minnisstætt að hálfum mánuði eftir að ég flutti inn í íbúð í Kópa- vogi ásamt öðrum manni eftir heimkomuna var okkur sagt upp húsnæðinu á þeim forsendum að við værum hommar. Þarna átti í hlut fólk sem er venslað mér en við leituðum réttar okkar, nokk- uð sem hommar og lesbíur gera sjaldan hérna, flestir leggja niður skottið og labba út. Lagasetn- ingin bauð hins vegar ekki upp á það að við fengjum teljandi Ieiðréttingu okkar mála. Þessi fyrstu skakkaföll sannfærðu mig um að ég yrði að taka virkan þátt í baráttunni fyrir betra lífi og árin hafa sannfært mig um að ég ályktaði rétt. Það líður ekki sá mánuður að ég heyri ekki um homma eða lesbíur sem mismun- að er á grófan hátt: Atvinnumarkaðurinn, hús- næðið, skemmtistaðimir. Þótt mér líði sjálfum helvíti vel núna þá hef ég líka ábyrgð gagnvart þeim sem á eftir koma. Við verðum að hafa fé- lagslegan þroska til að sjá eitthvað fleira en eig- inn nafla." Hommar, KefIvíkingar og gyðingar — En hvernig geta þeir uppréttu barist gegn fordómum hvar sem er og hvenœr sem er? „Það kemur býsna mikið af sjálfu sér um leið og við erum orðin sýnileg og farin að taka þátt í samfélaginu sem þau sem við erum. Svo ég taki nú dæmi: Stundum erum við í Samtökunum beðin að koma á fundi í framhaldsskólunum. Við sitjum fyrir svörum í eina tvo tíma og ég finn hvernig stemmningin breytist meðan við tölum. Fyrst koma krakkarnir til að horfa á fyrirbærin, undrin og spurningarnar eru í þeím dúr. En við reynum að f létta sem flest úr líf i okkar inn í svör- in og benda smám saman á að þótt blessuð girndin, sem þau hugsa svo mikið um, sé upp- spretta tilfinninga okkar þá sé það ástúðin, vin- áttan og félagsskapurinn sem fylli líf okkar og geri okkur að marktæku fólki. Um leið breytast spurningar þeirra og þau missa áhugann á þess- ari fyrirbærafræði sinni." — Lýstu því fyrir mér hvernig fólk lítur á ykkur sem fyrirbœri. „Það er bein afleiðing af feluleiknum, fólk veit ekki hvað skal halda. Sjáðu bara flest blaðavið- töl við okkur. Blaðamenn spegla ótrúlega vel al- menna fordóma án þess að vita það. í viðtali við lesbíur í Helgarpóstinum fyrir ári las ég t.d. þetta: „Þetta er eins og hjá hverjum öðrum skólastúlkum, Grace Jones á fóninum," o.s.frv. Maður getur orðið óendanlega þreyttur á þess- um talsmáta og spurningum sem beinast að okk- ur sem fyrirbærum. Einu sinni sagði einn ágæt- ur vinnufélagi við mig að fyrra bragði að sér fyndist ekkert mál að ég væri hommi. Eg tók undir það og sagði að mér fyndist það jafnlítið mál og að hann væri úr Keflavík. Hins vegar yrði það meiri háttar mál ef Keflvíkingar væru barðir fyrir að birtast utan við bæjarmörkin og játa hvaðan þeir væru. í þessu sambandi má minna á hlutskipti gyð- inga gegnum aldirnar. Þeir eru í sjálfu sér ekkert fyrirbæri eins og samfélagið hefur reynt að telja mönnum trú um. Fyrirbærið eru ofsóknirnar sem mæta þeim. Smámsaman byrjar svo við- komandi, hvort hann er gyðingur eða hommi, að skynja sjálfan sig sem fyrirbæri og kemst að lokum ekkert út úr þeim vítahring." — Hefur þessi afstaöa ekkert breyst? Erud þid enn sömu fyrirbœrin í augum samfélagsins? Láta menn kúga sig jafn létt og ádur? „Þetta er erfitt að meta, maður miklast svo oft af litlum sigrum. Og persónulega nýt ég alls góðs hjá þeim sem þekkja mig. Þó kom til mín á dög- unum 17 ára vinur minn sem var rekinn úr þjónsstarfi á veitingahúsi í miðbænum fyrir að vera hommi. Nú risu nokkrir vinnufélagar hans upp og mótmæltu og höfðu í hótunum. For- stjóraskarnið neyddist þá til að biðja hann um að koma aftur til vinnu, hvað strákur afþakkaði snúðugt. Þetta er gott dæmi um það hvernig op- inn hommi breytir viðhorfinu til okkar og hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum árum, því ég er ekki í vafa um hver fór með sigur af hólmi þarna." — En þegar þú stendur fyrir utan Ríkid og sel- ur Úr felum. Hver eru viöbrógöin þá? „Þá verð ég fyrir skeytum, sem kippa mér nið- ur á jörðina, hafi ég ímyndað mér eitthvað ann- að. Verstu viðbrögðin fæ ég reyndar frá mið- aldra konum, kynslóð mæðra okkar. Þær eru oft ótrúlega sóðalegar í kjaftinum. Stundum stend ég bara og gapi yfir mannfyrirlitningunni sem vellur út úr þeim. Þótt fáfræðin næri fyrirlitning- una þá held ég núorðið að hinn eiginlegi hvati fólks sem lætur svona sé dulin vitund um að ein- hver hafi áskilið sér rétt til að lifa lífinu umfram annan. Að við höfum sjálf tekið okkur réttinn til að elska — nokkuð sem sá fjandsamlegi þorði hvorki né gat." — En kannastu vid framkomu hjá konum, svipaöri þeirri og Gubbergur Bergsson túlkar í smásögunni „Skáldkonan og skáldin tvö" í Hinsegin sögum? „Þú meinar yfirmáta elskulegheit og yfirdrif- ínn skilning á því hvað hommar séu? Jú, stund- um finnst mér erfitt að fara út og skemmta mér fyrir svoleiðis fólki. Ef maður tekur ekki smjaðr- inu þá er stutt í fjandskapinn líka. Þarna eru oft á ferðinni konur, mjög einmana, sem gera ör- væntingarfulla tilraun til að halla sér að ein- hverjum og treysta helst á hommana. En þú myndar engin samskipti að gagni við fólk nema sem jafningi þess. Og mér finnst jafn erfitt að skipta við fólk hvort sem það smjaðrar fyrir mér eða sparkar í mig." Ad taka sér réttinn til að elska — Hvaö með Samtökin 78?Hversu sammála erub þib í baráttu ykkar? Hvert stefnir? Hvab hefur áunnist á undanförnum árum? „Við erum fyrst og fremst orðin sýnileg. Fé^ lagið er afl sem æ fleiri verða að taka mark á. f tvö ár höfum við rekið félagsmiðstöð, gefið út tímarit sem fer mjög víða og tökum þátt í fræðslustarfi. En eins og ég nefndi áður þá erum við hommar og lesbíur afar sundurleitur hópur og náttúrulega eiga ekki allir samleið í einum hópi. Til eru þeir sem telja að Samtökin eigi fyrst og fremst að vera skemmtifélag fyrir fólk og láta þar við sitja. Auðvitað er mikilvægt að menn. kunni að gleðjast með glöðum en það getur aldrei orðið eini tilgangur okkar að standa fyrir skemmtanahaldi því það beinir okkur beint inn í lítinn og lokaðan heim gettósins án þess að við höggum við heimsmyndinni. Starf okkar hlýtur alltaf að beinast út á við í miklum mæli. En þar líta menn ýmsum augum á málin. Sum okkar trúa því að baráttan eigi fyrst og fremst að beinast að stofnunum sam- félagsins, oft á tíðum réttlátari lagasetningum eftir leiðum þingræðisins. Ég viðurkenni mikil- vægi þess arna en þó þykir mér nóg um þá trú á mátt lagasetninga og stofnana sem lýsir sér í þessum áhuga á að berjast við mælanlegt mis- rétti. Ég legg meiri áherslu á að við miðlum hvort öðru af trú á sjálf okkur til að koma fram hvar sem er og hafa bein áhrif á samferðamenn- ina og fordóma þeirra. Allt verður þetta þó að fara saman og hver á að rækta þann garð sem hann ratar best um." — En speglar hópur ykkar ekki ab einhverju leyti kúgunina í samfélaginu? Eru ekki karl- rembur mebal ykkar eins og annars stabar? „Jú, vitaskuld. Oft kýlir einn á öðrum, t.d. í krafti menntunar sinnar og hæfileika til að kveða aðra í kútinn. Þessi átök koma oft og iðu- lega upp milli kynjanna þrátt fyrir vilja okkar til að vinna saman. Hitt er svo annað mál að stundum bregða stúlkurnar fyrir sig ásökunum um karlrembu strákanna til að verða sér úti um eins konar fjar- vistarsönnun eða afsaka aðgerðaleysi sitt í fé- lagsmálum. Það finnst mér bannsettur ósiður." Togstreita hugrekkis og ótta — Enþú sem virbist búa yfir svo miklu hug- rekki: Áttu þér hvergi þinn Akkilesarhœl? „Jú, hvort ég á! Og hann er skorturinn á hug- rekki. Eg lít ekki á mig sem sérlega kjarkmikinn. En ég er skapofsi, ég er gríðarlegur funi og kann hvorki að leyna gleði minni eða reiði. Ef mér of- býður þá er ég staðinn upp til að syara fyrir mig. Þetta er minn drifkraftur í hreyfingu homma og lesbía — ég get ekki á mér setið. Svo hellist óttinn og örvæntingin yf ir mig þeg- ar ég halla mér aftur í sætinu. En smám saman hef ég lært að sjá í gegnum óttann, ég er til-. neyddur, annars myndi hann lama mig of oft því ég stend stundum í stöðu sem er óþægilegri en góðu hófi gegnir. Og fyrr en varir leysist óttinn upp." — Þab er einmitt þessi eiginleiki sem flest fólk virbist skorta. Fólk sem gengur um meb fugl ótt- ans veinandi í brjóstinu, eins og Nína Björk hef- ur orbab þab, án þess ab vita hvab þab er hrætt... „Einmitt. Það hræðilegasta við óttann er að menn horfa aldrei á hann, reyna ekki að ná taki á honum með því að tala um hann við sjálfan sig og aðra. Þetta hittir hommana mína fyrir, því þeir taka ansi margir forskot á fjandskap sam- félagsins, láta sjaldnast á það reyna hver við- brögð manna verði við þeim, en sitja alla ævi með óttann í brjóstinu eins og veinandi fugl." Að vera hinsegin — Oft er talab um mikilvœgi þess ab kannast vib sjálfan sig í listum. Finna t.d. lífsreynslu sinni \ stab í bókmenntum og styrkja þannig sjálfs- mynd sína og víkka hana. Nú held ég megi full- yrba að þab sem hefur verib skrifab um homma í íslenskum bókmenntum sé fyrst og fremst af- skrœming, ab þar séu „fyrirbœrin"yfirleitt ráb- andi.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.