Helgarpósturinn - 04.07.1985, Page 2
FRETTAPOSTUR
I
BSRB-félagar fá 15%
BSRB hefur samið við ríkið um 15% kauphækkun sem dreif-
ist á tímabilið frá 1. júní til áramóta. Kennarar og hjúkrun-
arfræðingar innan BSRB munu fá hlutfallslega mesta
hækkun. Samningurinn _var mjög í anda nýgerðs kjara-
samnings milli ASÍ og VSÍ.
Svört skýrsla um sjávarútveginn
„Skilsyrði fyrir heilbrigðum rekstri ekki fyrir hendi“, segir
í skýrslu um stöðu sjávarútvegsins á íslandi, sem nýlega var
lögð fram. Ástandið mun einkum alvarlegt hjá fiskvinnslu-
fyrirtækjum á Austfjörðum — en reyndar mun enginn sem
stundar þessa undirstöðugrein íslensks atvinnulífs bera sig
mannalega; nema skipverjar á Akureyrinni sem fengu 200
þús. kr. hásetahlut eftir síðustu veiðiför. Aflinn: Þorskur,
frystur í blokk.
íslenskt rafmagn áfram á útsölu
Birgir ísleifur Gunnarsson, alpingismaður og formaður
stóriðjunefndar, sagði að útilokað væri að fá 18 mills fyrir
selda kílówattstund af rafmagni til stóriðju — 14 mills væri
nær lagi. Segir Birgir í. að verð á orku hafi farið lækkandi
í heiminum sökum vaxandi samkeppni og þróunar dollars
á peningamarkaði.
Herstöðvaandstæflingar í herstöflinni
Miðnefnd herstöðvaandstæðinga hélt fund s.l. sunnudag
nærri sprengjubyrgjum Kanans á Keflavíkurflugvelli. Mið-
nefndin fór svo víða um völlinn og sagði auðvelt fyrir hvern
sem væri að ganga innan um hernaðartól Ameríkana þar
suður frá.
Deilur i hjónagörðum
Deilur hafa risið með leigjendum og stjórnendum Félags-
miðstöðvar stúdenta vegna húsaleiguhækkunar á hjóna-
görðum. Mánaðarleiga hefur undanfarið verið 4.100 kr. en
Félagsmiðstöðin vill hækka leiguna i 5.280 kr. Lánasjóður
ísl. námsmanna lánar þeim sem búa á garði 7.200 kr. vegna
húsaleigu mánaðarlega.
Þríburar
Hjónunum Jóhönnu Birgisdóttur og Halldóri Halldórssyni
á Akureyri fæddust þriburar, tvær stúlkur og drengur, s.l.
laugardag. Þríburarnir fæddust á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri, vógu allir um og yfir átta merkur og voru spræk-
ir. Hjónin höfðu ekki eignast börn áður.
Geitungar á Akureyri
Akureyringar hafa undanfarna daga fundið flugur sem
þeim hafa fundist torkennilegar. Átta slík kvikindi hafa
borist til Náttúrugripasafnsins í bænum — og eru hér geit-
ungar lifandi komnir. Enn hefur ekkert geitungabú fund-
ist.
Hestamenn í Reykjavík
Fjórðungsmót sunnlenskra hestamanna var haldið á Víði-
völlum við Reykjavík helgina 27.-30. júní. Gat þar að líta
glæsilegt samsafn gæðinga og var margt sér til gamans gert.
Náttfari, 15 vetra, dæmdist bestur kynbótahesta.
Einar Vilhjálmsson
Spjótkastarinn knái heldur enn merki íslands hátt á lofti á
erlendri grund. Um helgina varð hann annar í spjótkasti á
DN-galan í Stokkhólmi, kastaði f jórum metrum skemur en
heimsmethafinn Uve Hobn frá Þýskalandi. Einar er nú efst-
ur frjálsiþróttamanna í svokallaðri Grand Prix-keppni.
Vigdís til Spánar og Portúgals
Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, fer í opinbera heim-
sókn til Spánar og Portúgals í september i haust.
Geir önugur vifl Rússa
Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra meinaði á dögunum
rússnesku hafrannsóknaskipi að sigla inn í Reykjavíkur-
höfn, en bentí þeim sovésku á Seyðisfjörð i sta,ðinn. Þegar
menn gengu á Geir varðandi þessa stirfni við Rússann (sem
hefur stundum áður stimt inn í Reykjavíkurhöfn) svaraði
hann því til að eðlilegast væri fyrir þá sovésku að fara til
hafnar sem næst rannsóknarsvæði sínu. Rússar og íslend-
ingar hafa með sér samkomulag um hafrannsóknir á ís-
landshafi.
Bæklingur um Aids
Landlæknir er nú að ljúka við samningu og gerð upplýs-
ingabæklings um Aids, sem kallað hefur verið ónæmistær-
ing á íslensku. í bæklingnum verður leitast við að svara öll-
um spurningum sem á hugann kunna að leita varðandi
ónæmistær ingu.
Póstmaðurinn fingralangi
Starfsmaður póstþjónustunnar í Reykjavík hefur játað að
hafa hnuplað peningum úr bréfum til tiltekins fyrirtækis i
Rvík. Málið mun upplýst, en lögreglan biður fólk að senda
ekki peninga í almennum pósti.
Skafti vann í Hæstarétti
Kveðinn hefur verið upp dómur í Hæstarétti í svonefndu
Skaftamáli. Guðmundur Baldursson lögregluþjónn var
dæmdur til að greiða Skafta 25 þúsund kr. í skaðabætur,
ásamt vöxtum. Guðmundur skal og greiða 15 þús. kr. sekt
til ríkissjóðs, 6 þús. í málskostnað, verjanda 50 þús. í máls-
kostnað og 20 þús. upp í laun saksóknara. Auk þess var
Guðmundir gert að greiða þriðjung af öðrum sakarkostnaði
í héraði og af áfrýjunarkostnaði.
Lögregluþjónarnir Jóhann Valbjörn Ólafsson og Sigurgeir
Arnþórsson voru sýknaðir.
Þeir hafa skoðanir á öliu
setja álit sitt fra
í tíma ©
og hafa alltqf
islenskir
HP ræðir við fim
sem hafa vit
Hvernig líður þeim
sem eru álitsgjafar? Er
það ekki erfitt að vera
stöðugt með kollinn
fuflan af upplýs-
ingum, áhyggjum,
vangaveltum um hitt
og þetta, jafnan með
stílvopnið innan
seilingar og á leiðinni
að skrifa enn eina
aagnmerka grein
alþyðu til upplýsing-
ar? Álitsgjafar eru
þekkt fyrirbæri í
öllum löndum þar sem
pressan er frjáls. í
Svíþjóð eru þeir
kallaðir „tyckare" —
myndað af sögninni
att tycka, þ.e. að
þykja. „Tyckare" er
þá eiginlega maður
sem jafnan byrjar
setningará „mér
þykir. . ." I ensku eru
þessir álitsgjafar
kallaoir „Pundits" — í
eintölu „Pundit". Það
orð er komið úr hindú
og merkir einfaldlega
lærður maður,
menntamaður, ein-
hver sem er fær á sínu
sviði og hefur næman
skilning á þvi málefni
sem hann tjjáir sig um.
Við völdum nokkra
álitsgjafa úr stórum
hópi, spjölluðum
stuttlega við þá og
reynaum að setja
okkur inn í hugarheim
hins „dæmigerða,
íslenska álitsgjafa".
eftir Gunnar Gunnarsson myndir Sigríður Gunnarsdóttir
Jón Óttar Ragnarsson:
„Skrifa stuttar
greinar í hasti'
Þeir Hannes Hólmsteinn og Jón
Óttar Ragnarsson dósent hafa
deilt nokkuð um frjálshyggjuna
(sem H.H. sagðist reyndar ekki
skrifa stöðugt um; ef menn héldu
það, þá hefðu þeir misskilið sig) og
við spurðum Jón Óttar hvort hann
skildi sjónarmið andstæðinga
„Já. Ég skil andstæð sjónarmið
mjög vel. Ég hef tekið eindregna
afstöðu í bjórmálinu og gegn
frjálshyggjunni. Hvort tveggja eru
mál sem ég hugsaði mjög lengi. Ég
var í Eimreiðarhópnum frá upp-
hafi og þar voru þessar frjáls-
hyggjuskoðanir fyrst viðraðar og
ég hef verið andvígur þeim frá
fyrstu byrjun. Og hef svo styrkst
meira og meira í þeirri trú gegnum
árin. Þegar ég fór að skrifa um
frjálshyggjuna, hafa kannski ein-
hverjir haldið að það hafi verið
einhver skyndiskoðun, en það var
síður en svo. Ég kynntist þessum
hugmyndum fyrst 1971, þannig að
það er fjórtán ára aðdragandi. Ég
var farinn að sjá hvernig þessar
frjálshyggjuhugmyndir þrengja að
Háskólanum — var farinn að sjá
þetta í praksís...“
— Jón Óttar, hefurðu áhyggjur
af þróun íslensks þjóðfélags?
„Ég held að við Islendingar höf-
um svona tíu ár. Ef við leysum ekki
okkar fjárhagsvanda nokkurn
veginn á þeim tíma, þá getum við
bara gleymt þessu."
— Eigum við þá að flytja aftur til
Noregs?
„Já. Það verður náttúrlega alltaf
fólk hér, en það yrði allt önnur
menning. Það yrði bara frjáls-
hyggjumenning. Og vandinn er
m.a. sá að við erum að byrja að
missa allt okkar besta fólk. Þótt ég
sé bjartsýnismaður — almennt —
þá verð ég að viðurkenna að mér
finnst ekki glæsilegt um að litast
þegar skyggnst er fram á við.“
— Hvernig myndast þínar skoð-
anir — áttu kannski minniskompu
og skrifar stöðugt hjá þér, safnar í
sarpinn í langan tíma og skrifar
.svo grein?
„Það er upp og ofan. Kannski
heyri ég eitthvað eða les, verð kát-
ur eða reiður og skrifa stutta grein
í hasti — lagfæri hana svo og yfir-
fer áður en ég sendi inn. En sumt
er liður í langtímaáætlun. Bjór-
málið er eitt þeirra mála. Laxness
segir að bjór hafi verið „kriminal-
iseraður" hér á landi, sem er rétt.
Og mér finnst engin ástæða til að
láta öfgafólki haldast uppi að
halda því áfram. Þess vegna
dúkka upp greinar um bjórmálið
af og til. Og ég skrifa um menning-
armál vegna þess að þau eru að
verða undir í þessari frjálshyggju-
öldu. Ég leita þannig að betri og
betri aðferðum til að skrifa um
þau mál. Ég leitast við að skrifa
knappt í þeim tilgangi að fleiri
skilji vandann sem við er að eiga.“
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson:
„Var búinn að tærna
orðabelginn"
— Hannes Hólmsteinn, ert þú
ekki sérstakur umboðsmaður
stóra sannleikans?
„Nei, ég er ekki með neinn stóra
sannleik. Ég er bara með lítinn
sannleik. Sannleikurinn dreifist á
mennina. Það er í sjálfu sér stór
sannleikur. En menn eru oft eins
og naut sem er tjóðrað — og rótast
í hringi. Annars var ég svona
stórasannleiksmaður í gamla
daga. Þá vildi ég endilega koma
mínu að og var farinn að endur-
taka mig og tæma orðabelginn.
En núna skrifa ég meira vegna
þess að mér finnst gaman að
skrifa. Ég vil líka komast í að
kenna smávegis vegna þess að
mér finnst gaman að kenna. Nú-
orðið geri ég hlutina meira að
gamni mínu, er meira áhorfandi
en áður, ég er svona að leggja orð
í belg, taka þátt í samræðu — ekki
predjka. Ég vil t.d. skrifa um bæk-
ur. Ég ber mikla virðingu fyrir
fólki sem skrifar og gefur út bæk-
ur. Þegar einhver maður á íslandi
gefur út bók sem fjallar um eitt-
hvert alvarlegt málefni, þá á mað-
ur að sýna þessu framtaki þá virð-
ingu að skrifa um bókina — taka
2 HELGARPÓSTURINN