Helgarpósturinn - 04.07.1985, Síða 19
að er hart barist um fagrar
konur á Islandi, og fegurðarsam-
keppni sjaldan í jafn mikilli upp-
sveiflu og nú. Katrín Pálsdóttir
fréttamaður hefur umboð fyrir
Ford-Models keppnina á Islandi, og
úrslit hennar voru kunngerð fyrir
nokkru. En ýmsir hafa rennt hýru
auga til þessarar keppni, og gengið
svo langt að reyna að sölsa undir sig
rétt Katrínar. Þannig mun Magnús
Hreggviðsson, stjórnandi Frjáls
framtaks, engan veginn geta sætt
sig við að sjá á eftir Katrínu úr rit-
stjórastól Lífs, með umboðsréttinn
undir höndum. Hann barði að dyr-
um hjá Ford í New York, og reyndi
að telja Eileen Ford og hennar fólk
á að láta sig hafa réttinn. Magnús
mun hafa gert tvær tilraunir, en var
í báðum tilvikum vísað kurteislega
frá. Þar með var ekki allt búið með
heimsóknir frá mönnum uppi á ís-
landi. Nokkru áður en fegurðar-
keppnin var haldin í Broadway með
Rod Stewart og öllum hinum eins
og menn muna, hélt aðal forsprakki
þeirrar keppni, Baldvin Jónsson,
til New York, og barði á sömu dyr.
Baldvin mun hafa verið með Morg-
unblaðið undir hendinni, og kynnti
sig sem fulltrúa þess. Erindið var
það sama og Magnúsar; að falast eft-
ir umboðsrétti Ford-keppninnar á ís-
landi. Hann fékk sömu móttökur og
fyrirrennari hans og var kurteislega
bent á að á Islandi væri kona sem
færi með þeirra mál, og ekki væri
ráðgert að breyta þeirri tilhögun.
Nú er spurningin hvort fleiri fara á
stúfana. ..
Þ
ær eru margar svörtu skýrsl-
urnar og dökk erindin, sem ganga á
milli herbergja í stjórnarráðinu
þessa dagana, eftir að hafa verið
boðsend úr einhverjum bankanum.
Þannig hafa forráðamenn fisk-
vinnslufyrirtækja á Vestfjörðum
skrifað Steingrími Hermanns-
syni forsætisráðherra bréf, og raun-
ar öllum þingmönnum kjördæmis-
ins, þar sem því er lýst í smáatriðum
hvernig fiskvinnslan fyrir vestan
stöðvist fljótlega, ef ekki verði grip-
ið til róttækra ráðstafana á næstu
dögum...
HÚSNÆÐIS
REIKNINGUR
REGLUBUNDINN SPARNAÐUR
MEÐ SKATTAFRÁDRÆTTI
HÁRRI ÁVÖXTUN OG LÁNTÖKURÉTTI
Landsbankinn býður nú nýja sparireikninga fyrir verðandi húsráðendur.
Lántökuréttur.
Lántökuréttur í lok 3ja til 10 ára sparnaðartíma er
tvöfaldur til fjórfaldur sparnaðurinn.
Hámark 400 ji)úsund til ein milljón krónur.
Úttekt.
Hægt er að taka út af Húsnæðisreikningi eftir 3 til 10 ár.
Upplýsingabæklingur.
Kynnið ykkur frekar þennan nýja sparireikning
Landsbankans í upplýsinga -
bæklingi sem liggur frammi
í afgreiðslum bankans.
LANDSBANKINN
Græddur er geymdur eyrir
HÚSNÆÐIS
REIKNINGUR
Skattafrádráttur.
Fjórðungur árlegs sparnaðar er frádráttarbær frá
tekjuskatti.
Reglubundinn sparnaður.
Samið er um sparnaðarupphæð til eins árs í senn. Hún
þarf að vera á bilinu 3 til 30 þúsund krónur ársfjórðungs-
lega.
Há ávöxtun.
Ávallt er boðin besta ávöxtun sem Landsbankinn veitir
á almennum innlánsformum. Innstæður eru verð-
tryggðar og vextir þeir sömu og á 6 mánaða verðtryggð-
um reikningum. Auk þess er reiknuð vaxtauppbót ef
ávöxtun annarra almennra innlánsforma reynist betri.