Helgarpósturinn - 04.07.1985, Page 24

Helgarpósturinn - 04.07.1985, Page 24
■ I réttir hafa nú borist um að laun- þegahreyfingin hyggist koma á lagg- irnar útvarpsstöð. Hefur verið hald- inn fyrsti viðræðufundur ASÍ og BSRB í þessu sambandi. Ennfremur hafa þessir aðilar ákveðið að ræða við önnur samtök launafólks, ss. BHM, farmanna, bankamanna, bókagerðarmanna o.s.frv. Þetta kunna að vera nýjar fréttir fyrir flesta, en sannleikurinn í málinu er sá, að þekkt fjölmiðlafólk, sém jafn- framt er forystufólk í iaunþega- hreyfingunni, hefur staðið að þess- um undirbúningi í u.þ.b. hálft ár. Hefur fólk þetta lagt drög að slíkri útvarpsstöð og jafnframt fest niður hugmyndir að dagskrá og skipu- lagningu slíkrar stöðvar. Helstu hvatamennirnir að launþegaútvarp- inu eru Ævar Kjartansson, vara- dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, Ög- mundur Jónasson, fréttamaður Sjónvarpsins, og Helgi Már Art- húrsson, sem nú tekur við ritstjórn Alþýðublaðsins.. . S. 'amkvæmt heimildum HP stendur nú yfir einhvers konar út- tekt á rekstri Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna með það fyrir augum að auka hagkvæmni og spara í rekstrinum. Hagvangur vinnur þetta verk og mun fyrirtækið fá 1,3 milljónir króna fyrir skýrsluna, serp von er á. En undir yfirborðinu kraumar, og var m.a. mjög mikill ágreiningur um það hver vinna skyldi þetta verk og vildu sumir stjórnarmanna SH, að erlendir ráð- gjafar kæmu að einhverju leyti ná- 24 HELGARPÓSTURINN lægt þessari vinnu. Sá grunur hefur nefnilega skotið upp kollinum, að skýrslugerð og könnun Hagvangs sé einungis sviðsetning og í raun sé búið að panta fyrirfram ákveðna niðurstöðu. HP hefur frétt, að til- gangurinn með þessu öllu saman sé sá, að láta alla eða suma af eftir- töldum mönnum fjúka: Guðmund H. Garðarsson, Eyjólf K. ísfeld, Hjalta Einarsson og Ólaf Gunn- arsson... A morgun, föstudag, hefur ný útvarpsstöð göngu sína hérlend- is. Þetta er Útvarp Síríus, sem stofnað er til í tilefni af „Hunda- dagahátíð" Akureyringá og annarra lysthafenda. Sjálfur „karnevallinn" byrjar á mánudaginn 8. júli og stendur fram á sunnudaginn 14. júlí. Alla hátíðisdagana verður útvarpað af krafti frá tólf á hádegi og til mið- nættis a.m.k., og mun það fara eftir stuðinu á mannskapnum. En Útvarp Síríus skýtur sér fram fyrir hátíðina og byrjar á föstudagskvöld. HP hefur hlerað, að fyrirfram sé gert ráð fyrir því, að vinsælasti þátturinn á dagskránni verði „Smástirnið", en þessum þáttum munu stjórna gesta- dagskrárgerðarmenn. Við höfum heyrt, að tvö smástirnanna séu Valur Arnþórsson (númer 3) og Jón Sigurðsson, framkvæmda- stjóri skinnadeildar Sambandssins. Hann er líka frammari. Útvarps- stöðin verður til húsa í Eimskipafé- lagskassanum við Strandgötu. Þar hafa svokallaðir „Riddarar Hring- borðsins" húsnæði til umráða, sem þeir lána Haraldi Inga Haralds- syni, framkvæmdastjóra hunda- daganna. Riddararnir munu vera ungir bissnessmenn ojg umræðu- menn á Akureyri. Utvarpsstjóri verður Ólafur H. Torfason, og honum til aðstoðar margir RÚVAK- starfsmenn. Þessa dagana eru í gangi viðræður við bæjarstjórnina um þátt hennar í „Hundadagahátíð- inni", m.a. framkomu í Útvarpi Síríusi, og mun talsvert hafa þokast í samkomulgsátt. Hins vegar eru menn enn ekki vissir um hver svör Helga Bergs bæjarstjóra verða... A Úþýðublaðið hefur um nokkra hríð verið ritstjóralaust eftir að Guðmundur Árni Stefánsson sagði upp störfum þar í vor. Nú mun vera búið að ákveða hver eftirmað- urinn verður. Það er Heigi Már Arthúrsson starfsmaður BSRB, fyrrum stuðningsmaður Vilmundar heitins Gylfasonar og þeirrar hug- myndafræði, sem liggur til grund- vallar stofnunar Bandalags jafnað- armanna... kafmagnsveitur ríkisins hafa átt í miklum fjárhagserfiðleikum. Víða um land hefur rafmagnskerfið lítið verið endurnýjað vegna þessa, og er svo komið að margir eru farnir að verða uggandi um rafmagnsmál dreifbýlisins. Allra verst munu málin standa á Austurlandi, og óttast máls- metandi menn að allar helstu raf- magnslínur niður í firðina séu orðn- ar svo slæmar, að rafmagnið myndi fara af flestum fjörðunum, ef stór- viðri skylli á. Verði Rafmagnsveit- urnar látnar svelta áfram og ekkert gert til að viðhalda og endurnýja rafmagnslínur Austurlands, gæti farið svo að rafmagnið færi af öllu Austurlandi í fárvirði. Sagt er að Austfirðingar séu þegar farnir að kvíða vetrinum... R Lafveiturnar funduðu stíft á Akureyri í síðustu viku, en þar var haldinn aðalfundur Sambands ís- lenskra rafveitna. Fjölmenni dreif að — rafveitustjóra, nefndarmenn rafveitna og fleiri sérfræðinga. Reiknað var með 150 manns á fund- inn og voru makar fundarmanna, sem einnig var boðið, þar meðtaldir. En aðsóknin fór fram úr „björtustu vonum" manna, því hvorki fleiri né færri en 240 rafveitumenn og mak- ar þeirra stöldruðu við þá þrjá daga sem aðalfundurinn stóð yfir á Akur- eyri. Svo þröngt var setinn bekkur- inn á fundunum, og meðfylgjandi veisluhöldum ekki síður, að Sverrir Hermannsson gat ekki orða bund- ist, þegar hann ávarpaði samkund- una og sagðist alveg hlessa á því, hvernig tekist hefði að draga 240 manns alla leið norður til Akureyr- ar. Hann vissi samt sem var, að dag- skrá fundarins var með léttum blæ; kokteilar og veislur á hverju strái og það var einmitt þess vegna sem iðn- aðarráðherra var jafnviss um tölu fundarmanna og raun bar vitni. Hann bauð nefnilega til einnar veislunnar. Það þarf auðvitað ekki að taka fram að fjárhagur flestra rafveitna á landinu er með iakasta móti. Til fróðlegs samanburðar má geta þess að stjórnendur sjúkrastofnana á landinu, en þær eru öllu fleiri en rafveiturnar, hittust á aðalfundi ekki alls fyrir löngu. Fundinum tókst að ljúka á laugardagseftirmiðdegi og klykkja út með stuttu fræðslupró- grammi einnig. Þar sátu 30 fundar- menn og þótti hæfilegt... IWI 0 V Hikið hefur verið rætt og ritað um hinn nýja Laugarnesveg, sem liggja á framhjá húsi Sigurjóns heitins Olafssonar myndhöggvara. Hinn nýi vegur á að létta umferðar- þunganum, einkum þungaflutning- um Sundahafnar, af íbúum Klepps- vegar. Menn hafa hins vegar bent á fornminjar og fagurt umhverfi sem mun fara forgörðum ef skipulag þetta nær fram að ganga, auk þess að hið fyrirhugaða safn Sigurjóns Ólafssonar fái lítinn frið í umferðar- niðinum. Skipulagsnefnd hefur nú stöðvað frekari framvindu skipu- lagsins og tekið málið upp að nýju. Mikið er deilt og rætt innan skipu- lagsnefndar um þetta mál og sýnist sitt hverjum. Sumir vilja taka breyt- ingakröfurnar alvarlega og fara eftir þeim, einkum um að umferðinni verði beint um Héðinsgötu. Aðrir segja þetta hina mestu firru og að allur þessi málflutningur um breyt- ingar sé rangur. Talsmenn hins síð- ara munu hins vegar vera að bræða með sér hugmyndir um að nýta fjör- urnar norðan við hús Sigurjóns á Laugarnestanganum undir svo- nefnt „grænt svæði" í stað þess sem hverfur ef vegurinn verður lagður í sinni upprunalegu mynd. Skipulags- nefnd og umhverfismáianefnd fjalla um málið í heild en síðan verð- ur það sent borgarráði. Við fylgj- umst spennt með...

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.