Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 05.09.1985, Qupperneq 6

Helgarpósturinn - 05.09.1985, Qupperneq 6
INNLEND YFIRSÝN í því skuldafeni sem menn vaða nú hver um annan þveran í þjóðfélaginu, gera þeir tæpast annað en að yppta öxlum yfir einni sem hljóðar upp á nokkur hundruð. Nemi hún hins vegar milljónum horfir eðlilega öðru vísi við, ekki síst þegar dæmið snýst við og ríkið er skuldunauturinn. Staðreyndin er sú að taki húsbyggjendur og -kaupendur sig saman, geta þeir sent Húsnæðisstofnun ríkisins gluggaumslag með reikningi í, sem hljóðar upp á næstum 20 milljónir króna eða svo. í stórum dráttum er skýringin á þessu sú, að ríkisstjórnin tók á sínum tíma ákvörðun um lækkun á verðtryggingu lána um þrjú prósentustig, sem enn hefur ekki komið til framkvæmda. Á hvern ber að skrifa þann reikning er hins vegar óljóst; Húsnæðis- stofnun, Seðlabanka, félagsmálaráðuneyti eða jafnvel fjármálaráðuneyti. Það eitt er þó víst, að um þessa ákvörðun, og þá ekki síður framkvæmdina, hefur verið þrefað og þráttað í kerfinu í langan tíma, og bíða menn nú eftir úrskurði ríkislögmanns, Gunnlaugs Claessen. Húsnæðisstofnun ríkisins var talin hafa ofreiknað verðtryggingu af húsnæðismálum frá í september 1983, um áðurnefnd þrjú prósentustig, þar sem ríkisstjórnin tók þá ákvörðun á þeim tíma, að verðtrygging af lánunum skyldi aðeins vera 5,1% en ekki 8,1%. Þessi ákvörðun virtist koma Húsnæðisstofnun í opna skjöldu og í sama mánuði barst félagsmálaráðuneyti bréf þaðan, þar sem farið var fram á útskýringu á framkvæmd þessarar ákvörðunar. Upp úr þessu hófust svo viðræður á milli Húsnæðisstofnunar og Seðlabanka um hvernig að framkvæmd skyldi staðið, þar sem ekki virtist liggja Ijóst fyrir til hvaða tilvika þessi ákvörðun átti að taka. Niður- staða þeirra viðræðna varð sú, að leita eftir lögfræðilegu áliti fjármálaráðuneytis á því Beðið eftir áliti frá ríkislögmanni Húsnædisstofnun skuldar lánþegum milljónir hvernig með málið ætti að fara, og eftir því áliti er beðið nú. Menn deila verulega um það hversu miklir peningar eru í húfi. Sigurdur E. Guömundsson, framkvæmdastjóri Hús- næðisstofnunar, hefur sagt að líklega sé aðeins um að ræða fáein hundruð króna á hvert lán. Upphæðin hlýtur þó að vera mismunandi hjá einstaklingum eftir því um hvaða lán er að ræða hverju sinni. Á tímabilinu 1980 til 1984 voru tekin 37 þúsund lán hjá stofnuninni, og sé gert ráð fyrir að 500 krónur hafi verið ofreiknaðar á hvert lán, nemur upphæðin í heild 18,5 milljónum króna. Allur pakkinn er því stór, þó nokkur hundruð geri tæplega gæfu- muninn hjá þeim sem eru að festa sér hús- næði. Hins vegar benda viðmælendur HP, byggjendur og kaupendur, á það, að loforð sé loforð, og gefi ríkisstjórnin út yfirlýsingu af þessu tagi, hljóti að vera eðlilegt að gera þá kröfu að við hana sé staðið. Ekki síst með tilliti til þess að hart er gengið að ein- staklingum sem skulda. Kemur til greina að verið sé að salta málið í kerfinu? Sigurður E. Guðmundsson ber harðlega á móti því í samtali við HP: ,,Ekki af okkar hálfu, en við viljum hafa á hreinu hvernig við eigum að standa að þessu. Það er ekki nóg að segja okkur að framkvæma hlutina, heldur verðum við að vita hvernig við eigum að fara að því, þannig að okkar yfirvöld séu ánægð." Jóhann Einuardsson, aðstoðarmaður fé- lagsmálaráðherra, segir við HP: „Það er alveg ljóst að það er ósk frá okkur að þessu verði lokið hið allra fyrsta, því okkur þykir afleitt að vera skammaðir fyrir þá hluti sem við töldum að við værum búnir að gera.“ Og Gunnlaugur Claessen sem hefur málið með höndum, segir að það standi síður en svo til að svæfa málið; það verði afgreitt eins fljótt og hægt er. Hann bendir hins vegar á að málið hafi komið upp haustið 1983, en hann ekki fengið það til umsagnar fyrr en í vor. Þá hafi verið óhemju miklar annir í stjórnarráði, sem hafi tafið málið, en hann sé að skoða það. Afgreiðsla þessa máls þykir þó aðeins enn ein undirstrikun þess, að í húsnæðismálum séu teknar ákvarðanir án þess að mönnum sé ljóst hvernig eigi að útfæra þær. I þessu tilviki verði skuldinni ekki skellt á Húsnæðisstofnun, því ákvörðunin hafi verið tekin án samráðs við menn þar innanhúss. Viðmælendur HP hafa því leitt getur að því að málið eigi að gleymast smátt og smátt, þar sem ekki hafi verið séð fram á að lækkunin yrði tæknilega framkvæmanleg. „Húsnæðispólitíkin" sé spiiuð út í loftið og byggist á alls kyns skyndiæfingum og „bráðabirgðabúggí". Kerfið sé löngu ónýtt; götin hulin með smáplástrum, en um leið bætist annað við. Reyndar 'er þetta ekki í fyrsta skipti sem ákvörðun og framkvæmd fer ekki saman í húsnæðismálum, og þó svo ekki fari hátt, benda viðmælendur HP á að þar sé að einhverju leyti um að kenna að sambandi á milli félagsmálaráðuneytis og Húsnæðis- stofnunar sé verulega ábótavant og tregða þar á milli, sem menn rekja til persónulegs ágreinings milli þeirra sem í forystu eru á hvorum stað fyrir sig. Þykir nægja að benda á í því sambandi að félagsmálaráðherra Alexander Stefánsson hafi oft verið þungorður í garð Hús- næðisstofnunar á fundum, þar sem hús- næðismálin hafa verið til umræðu. Hvað sem öðru líður verður þó þeirri staðreynd ekki breytt, að ríkisstjórnin gaf út yfirlýsingu um að verðtrygging lána skyldi íækkuð, og þar með á ákveðinn hópur manna inni aur hjá Húsnæðisstofnun, hvernig sem á því verður tekið. ERLEND YFIRSYN Bændauppreisnina í íhaldsflokknum breska kölluðu gárungarnir sigur Margaret Thatcher yfir William Whitelaw í viðureign um foringjatignina fyrir áratug. Ekki svo að skilja að kaupmannsdóttirin né liðsmenn hennar væru neitt sveitafólk, en þar var á ferðinni mestan part hópur íhaldsþing- manna af lágum stigum sem hafist höfðu af sjálfum sér og hrundu hefðbundnu veldi ætt- stórra höfðingja yfir flokknum. Eftir kosningasigurinn 1979 myndaði Thatcher stjórn, og þá tók hún til óspilltra málanna að framkvæma stefnu sem gengur í berhögg við flestar þær hefðir og fornu dyggðir sem einkennt höfðu íhaldsstjórn, að minnsta kosti frá dögum Disraeli. Peninga- magnskenning, sótt til Chicago, var höfð að leiðarljósi en félagslegum sjónarmiðum ýtt til hliðar. Nýríka liðið sem hóf Thatcher til valda hafði fundið foringja að sínu skapi, en gömlu íhaldsskörungarnir, sem hún tók í fyrstu stjórn sína, heltust smátt og smátt úr lest- inni. Yngri menn, sem ekki vildu lúta aga járnfrúarinnar fóru sömu leið, á óæðri bekki í þingsalnum. Síðasta stjórnartímabil Verkamanna- flokksins gekk með slíkum endemum, að mikill hluti Breta var reiðubúinn að sýna nýj- um mönnum með nýja stefnu þolinmæði, leyfa úrræðum þeirra að sýna sig. Atlögur að valdi verkalýðsfélaganna voru beinlínis vin- sælar, vegna þjösnaskapar og óbilgirni þeirra margra hverra á undanförnum árum. Nú er langt liðið á annað kjörtímabil Margaret Thatcher á forsætisráðherrastóli, en jákvæður árangur af stefnu hennar lætur á sér standa. Fjöldaatvinnuleysið, sem Bret- um var sagt að yrði tímabundið fyrirbæri meðan atvinnulífið lagaði sig að nýjum að- stæðum harðrar samkeppni og lokkandi ábatatækifæra, er orðið að varanlegu ástandi. Tala atvinnuleysingja er enn nær þrefalt hærri en þegar Thatcher tók við völd- um. Iðnaðarhéruð Norður-Englands búa við kreppu. Atvinnurekendur sjálfir segjast ekki sjá þess nein merki að hagsveiflan sé á uppleið. Sex ára stjórnarferill með þessa niður- stöðu þykir jafnvel þolinmóðum Bretum nóg af svo góðu. Allt þetta ár hafa jafnt skoðana- eftir Magnús Torfa Ólafsson Þeir einir sem gera eins og þeim er sagt eiga er- indi í stjórnina hennar Thatcher stokkar í vandræðum sínum sömu snjáðu spilin . kannanir og aukakosningar borið vott um fylgishrun Ihaldsflokksins. Marplan þykir framkvæma einna áreiðanlegastar skoðana- kannanir í Bretlandi. í síðustu viku fékk fyr- irtækið þá niðurstöðu, að 34 af hundraði sögðust myndu kjósa frambjóðendur Verka- mannaflokksins en íhaldsflokkurinn og Bandalagið (frjálslyndir og sósíaldemókrat- ar) voru jöfn í öðru og þriðja sæti, hvort með 31 af hundraði. Bandalagið reynist því skeinuhættur keppinautur íhaldsmanna um kjörfylgið. Enn vænlegri verður hagur þess fyrir næstu kosningar, sem ekki geta dregist lengur en fram á sumar 1987, þegar grennslast er eftir áliti Breta á einstökum stjórnmálaforingjum. Þá er efstur á blaði Steel, foringi frjálslyndra, sem nýtur álits 56% aðspurðra og Owen, for- ingi sósíaldemókrata, fylgir fast á eftir með 54%. Langt á eftir er Thatcher með 32% og Kinnock, foringi Verkamannaflokksins, rek- ur lestina með 29%. (Hver aðspurður mátti nefna fleiri nöfn en eitt.) Rétt áður en þingmenn yfirgáfu West- minster í sumarleyfi, kom í ljós að óvinsældir stjórnarinnar ná langt inn í raðir íhalds- flokksins þar. í atkvæðagreiðslu um áform Thatcher og ráðherra hennar að hækka laun nokkurra hershöfðingja, dómara og há- embættismanna um allt að helming, á sama tíma og skólakerfið er í uppnámi vegna þess að kennurum er neitað um eitt eða tvö pró- sentustig, hrapaði meirihluti stjórnarinnar í. Neðri málstofunni niður í 17 atkvæði, þar sem 140 telst eðlilegt. Af íhaldsþingmönnum greiddu 48 atkvæði gegn stjórninni og jafn margir sátu hjá. Hefðu ekki 46 verkamanna- þingmenn látið sig vanta á síðasta fundi fyrir helgarfrí, má telja víst að ríkisstjórnin hefði beðið lægri hlut og Thatcher orðið að krefj- ast traustsyfirlýsingar til að forðast fall. Eftir þessa útreið var ljóst að forsætisráð- herrann yrði að gera breytingar á stjórn sinni, til að leitast við að styrkja hana fyrir lokasprettinn fram að kosningum. Nýi ráð- herralistinn lá fyrir á mánudag. Viðtökurnar voru ekki uppörvandi. Menn voru færðir milli ráðuneyta, ýmist upp á við eða niður í virðingarstiganum, en nýir menn sjást ekki. Thatcher hefur þá ekki á takteinum. Hún virðist í sömu ógöngum eftir stjórnarbreyt- inguna og fyrir hana. Vitað var að Thatcher hafði mikinn hug á að kalla aftur til starfa Cecil Parkinson, sem varð að segja af sér formennsku fyrir íhalds- flokknum fyrir að gera ritara sínum barn og bregða svo við hana eiginorði. Parkinson er viðurkenndur hæfileikamaður á því sviði sem núverandi ráðherrahópur er slappastur, að koma fram opinberlega, jafnt á fundum og í fjölmiðlum, og verja störf og stefnu stjórnarinnar. En þegar til kom áræddi Thatcher ekki að hefja sinn breyska vin til metorða á ný. Þess í stað gerði hún Norman Tebbit að flokksfor- manni. Tebbit er líka maður eftir höfði forsæt- isráðherrans, en býr enn að lemstrum sem hann hlaut í sprengjutilræði hermdarverka- manna á flokksþingi íhaldsmanna í Brighton í fyrra og verður þeirra vegna að gangast undir uppskurð áður en langt um líður. Viðskipta- og iðnaðarráðherra í stað Tebbits verður Leon Brittan, hingað til inn- anríkisráðherra. Þetta er stöðulækkun hjá Brittan, því innanríkisráðherra er þriðji æðsti fagráðherra í bresku stjórninni. Er Brittan nú að gjalda álappalegrar atlögu að sjálfstæði og ritstjórnarfrelsi BBC út af sjón- varpsþætti, en þar hélt hann sig vera að framkvæma vilja Thatcher. Talsmenn forsætisráðherrans láta í veðri vaka, að í raun sé Brittan að færast aukin völd og verkefni í fang, því nú skuli lagt til at- lögu gegn atvinnuleysinu. Ekki þykir slíkur málflutningur trúverðugur þegar þess er gætt, að nýi atvinnumálaráðherrann er Young lávarður, einn gæðinga Thatcher, en með setu í lávarðadeild og því útilokaður frá að standa fyrir máli sínu og stjórnarinnar í þeirri þingdeildinni sem hefur yfirgnæfandi pólitíska þýðingu. Niðurstaðan af uppstokkun Margaret Thatcher á bresku stjórninni er að forsætis- ráðherrann virðist komin í þrot. Hún hefur með einþykkni sinni og ráðríki safnað um sig jámönnum, sem ekki hafa þann persónu- leika til að bera að þeir megni að Ijá stjórn- inni ljóma, þegar landslýður er tekinn að þreytast á henni. Þeir eru færðir til, en meiri bógar með sjálfstæðar skoðanir fylla raðir óbreyttra þingmanna, af því Thatcher þolir þá ekki við hlið sér í ríkisstjórn. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.